Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 13
Biskupaparið var meira en nog fyrir heimsmeistarann Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON Anatoly Karpov, heimsmeistari í skák, lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn enda maður lítill vexti. Þaö er því erfitt að gera sér í hugarlund hversu mikil orka og einbeitni býr í þessum hlédræga unga manni. Skrár yfir úrslit í helstu skákmótum og einvígjum síöasta áratugs sýna þó ótvírætt aö skap- festa og takmarkalaus sigurvilji eru eiginleikar sem Karpov hefur í ríkum mæli til að bera. Karpov fæddist í Zlatoust í Úral- fjöllum hinn 23. maí 1951. Hann læröi að tefla fjögurraára gamall og fimmtán árum síðar varð hann heimsmeistari unglinga. Áriö eftir tryggði hann sér stórmeistaratitil og síðan var hann lýstur heimsmeistari áriö 1975 eftir að Robert Fischer hirti ekki um að verja titilinn. Á hinu geysisterka skákmóti í Bug- ojno í Júgóslavíu í sumar kom enn einu sinni í Ijós hversu mikil þrautseigja býr í Karpov. Hann var ekki í mjög góðu formi í upphafi keppninnar og varð strax að sjá Bent Larsen á bak, sem var í banastuöi. Þegar fjórar umferðir voru eftir af mótinu var Larsen síðan einum og hálfum vinningi á undan heimsmeist- aranum og næstum oröinn öruggur sigurvegari. Karpov sættir sig hins vegar aldrei viö það að veröa númer tvö og honum tókst að vinna sigur í þeim fjórum skákum sem eftir voru og ræna þannig efsta sætinu frá Larsen, sem varö aö láta sér nægja jafntefli í fjórum síöustu skákunum. Skákstíll Karpovs er ekki mjög beitt- ur, en hann sleppir sjaldan taki eftir að hafa náð því. Það er því býsna erfitt verkefni að mæta honum með svörtu, sérstaklega vegna þess að byrjanakerfi hans getur talist því sem næst skothelt, þ.e. í því eru engir veikir punktar. í skákinni í dag bíður þetta erfiða og krefjandi verkefni júgóslavneska stór- meistarans Borislavs Ivkov. Ivkov hefur um tuttugu ára skeið verið í hópi fremstu stórmeistara í heimi, þó að aöeins einu sinni hafi honum tekist að komast í hinn þrönga hring þeirra sem þátt taka í áskorenda- keppninni. Hann er ekki síst kunnur fyrir öryggi sitt og tök hans á þeirri byrjun sem hann beitir í skákinni við heims- meistarann á rhótinu í Bugojno, spánska leiknum, eru engin vettlinga- tök, því þá byrjun hefur hann jafnan haldið sig við þegar hann hefur ætlað að láta öryggið ráða feröinni. í þetta sinn teflir hann þó Tschigor- in-vörnina í spánska leiknum fremur óvenjulega, en í staö 9. . . . Rd7 er mun algengara að leika 9. j.. Ra5 eða 9. ... Rb8, sem er upphafið á Breyer- afbrigðinu, sem notið hefur mikilla vinsælda upp á síökastiö. Hugmyndin á bak viö 9.... Rd7 er sú að koma kóngsriddaranum yfir í bar- dagann á drottningarvæng, en við þann helming vígvallarins eru allar vonir svarts um mótspil bundnar í þessari byrjun. Hugmyndin, sem hefst á 12. . . . Rb4 er ný og mjög athyglisverð og í 15. leik var hvítur í nokkrum vandræð- um meö val á áætlun. Þar eð 15. Rg3 hefði verið svarað með cxd4, 16. Rxd4 — Rxd4, 17. Dxd4 — Bf6, 18. Dd3 — Be6, valdi Karpov þann kost aö gefa svarti færi á aö koma riddara til c4 meö leikvinningi, en hindra hins vegar Bf6. Þaö tókst þó ekki til Jengdar og með 19. ... d5! hefði svartur komið ár sinni vel fyrir borð, þar eð 20. b3 mátti svara með dxe4. Karpov varö að gefa kost á frekari einföldun og peöastaðan varö ákaflega svipuð, auk þess sem drottningarnar hurfu af borðinu. Riddaratilfærslur svarts fyrr í skákinni út á jaðar þýddu þó það að nú voru hvítu riddararnir betur undir átök búnir. Þetta vandamál leysti Ivkov á einfald- an hátt með því að láta biskupaparið af hendi, vafalaust grunlaus um hættuna sem hann bauð heim. í staö 25.. .. Be6 gekk 25. ... Hfe8 að vísu ekki vegna 26. Bxb6, en 25. . . . g6 kom sterklega til greina. Eftir uppskiptin á riddurum hvíts réði svartur yfir meira rými en áður, en þaö er einkenni sterkra skákmanna hversu vel þeir meðhöndla biskupapariö og þar er Karpov engin undantekning. Fram- rásin f2—f4—f5 þýddi það að Karpov skildi stöðuna til fullnustu. Hugmyndin var sú að festa peðið á g7 á svörtum reit og binda þannig svarta kónginn eða riddarann, við aö valda þaö, þar eö hvíti svartreitabiskupinn hótaöi því jafnan óbeint. Ivkov gat ekki komist hjá hrókakaup- um til lengdar og eftir það var áætlun Karpovs á þessa leið: 1) Negla niöur svörtu peöin á kóngsvæng. 2) Koma kóngnum fram á miðborðið og síðan, 3) skipta upp á hvítreitabiskupnum þannig að svartur myndi missa valdið á b5-peðinu og hvíti kóngurinn gæti sótt það. Framkvæmd þessarar áætlunar var síðan einföld en lærdómsrík og Ivkov gat aöeins beðið átekta. Hann gat að vísu hindrað hvíta kónginn í að komast til d5, en í stöðunni á stöðumyndinni létti hann Karpov róöur- inn óþarfiega mikið. Staðan var þó að öllum líkindum töpuð, t.d. 55.. .. Bxd5, 56. Kxd5 — Rxg4, 57. Kc5 — Re3, 58. Ástar sól og ununar Við skulum hefja þáttinn að þessu sinni á alþekktri vísu, sem vera mun úr gömlu danskvæði, svokallað við- lag. Slíkar vísur voru endurteknar með hæfilegu bili, en síöan hélt frásagnarkvæðið áfram, eins og við þekkjum nú best úr dönsum Færey- inga. Undarlegt er þaö að tónskáld okkar skuli ekki hafa samiö lag við þessa fallegu vísu. Kannski kviknar einhvers staöar Ijós við þessa endur- tekningu. Aö stööva lax í strangri á og stikla á hálu grjóti, eins er aö binda ást viö þá sem enga kunna á móti. Sumir hafa: sem enga leggja á móti, og getur verið eins rétt. — Hér er mjög gömul bænarvísa, enginn mun vita hver orti: Gott er aö treysta Guö á þig, gleöur þaö mannsins hjarta. Yfirgeföu aldrei mig, englaljósiö bjarta. Meöal þeirra rímna, sem ekki hafa komist á prent eru Njálsrímur. Dr. Jón Þorkelsson þjóöskjalavörður hafði af þeim spurnir, en tókst ekki aö grafa upp nema eina vísu úr þeim. Hún er svona: Þegnar riðu á Þríhyrningsháls, þaktir brynju og skjöldum. Allir komu þar óvinir Njáls nema Ingjaldur á Kjöldum. Oft er löng og mikil saga sögö í einni einfaldri stöku. Gunnlaugur hét maöur og var Gunnlaugsson. Hann var kenndur við Syðri-Ey og sögunni ---------- ' > Vísna- þáttur fylgir, aö hann hafi hrökklast Ur landi til Vesturheims nokkru fyrir síðustu aldamót, frá konu og börnum og ærnum skuldum. Meira veit ég ekki. En áður en hann hélt úr sveit sinni kenndi' hann vini sínum þessa vísu: Fara hlýt ég frá þér, Ey, fyrri víst en skyldi. Nú er seint aö segja Nei, sár þó feginn vildi. En kann nokkur þessa sögu lengri? Eftirfarandi veðurvísu hef ég ein- hverntíma hripað hjá mér, líklega fyrir 30—40 árum, henni fylgja þessir stafir J.B.J. Veit nokkur um höfund hennar? Valda rykkjum veörin keik, víða hnykkur smellur. Gengur í skrykkjum gnoðin veik, gæfan í lykkjum fellur. Þegar Páll Ólafsson skáld fór alfarinn úr heimahögum sínum á Austurlandi, til þess aö setjast aö í Reykjavík, var hann orðinn háaldrað- ur og farinn aö heilsu. Hann var þá mjög kulvís og var meö yfirsæng til skjóls um herðar sér. Ung stúlka fylgdi honum til skips og hlúöi aö honum. Þaö mun hafa veriö á Kópaskeri. Hann kvaddi hana meö þessum orðum: Biö ég guö aö gefa þér góöar ævistundir. Þó hann taki þær frá mér þaö velkomiö honum er. Um konu sína orti Páll mikinn urmul vísna, alla þeirra tilhuga og sambúðartíð. Ragnheiöur var seinni kona hans og yngri en hann. Ein var svona: Nauðugur sórhvert fer ég fet fram aö grafarbarminum, sjötugur ekki séö ég get af sextugum konugarminum. Það hefur veriö margsagt um Pál, að honum hafi verið léttara um að yrkja en nokkrum manni öðrum. Óðara en andann dreg, oft er vísan búin, eegir hann sjálfur. Síðustu ár Kxb5 — Rxf5, 59. Ka6 — Rd6, 60. Bb8! — Rc8, 61. b5 og nú nýtast til fullnustu þeir yfirburðir sem biskupinn hefur yfir riddarann. 5. Hvítt: Anatoly Karpov. Svart: Borislav Ivkov. Spánski leikurinn. 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Ba4 — Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. He1 — b5, 7. Bb3 — d6, 8. c3 — 0-0, 9. h3 — Rd7, 10. d4 — Rb6, 11. Rbd2 — exd4, 12. CXd4 — Rb4, 13. Rf1 — c5, 14. a3 — Rc6, 15. Be3 — Ra5, 16. Bc2 — Rbc4, 17. Bc1 — cxd4, 18. Rxd4 — Bf6, 19. Hb1 — d5, 20. exd5 — Bb7, 21. Rf5 — Dxd5, 22. Dxd5 — Bxd5, 23. b3 — Rb6, 24. Be3 — Hab8, 25. R1g3 — Be6, 26. Re4 — Rd5, 27. Rxf6+ — Rxf6, 28. Bc5 — Hfe8, 29. Rd6 — Hed8, 30. f4 — Rb7, 31. Rxb7 — Hxb7, 32. f5 — Bd5, 33. Hbd1 — Hbd7, 34. Hd2 — h6, 35. Kh2 — Hc8, 36. b4 — a5, 37. g4 — axb4, 38. axb4 — Bc4, 39. Hed1 — Hcd8, 40. Hxd7 — Hxd7, 41. Hxd7 — Rxd7, 42. Bd6 — Rb6, 43. Kg3 — Bd5, 44. Kf4 (biðleíkurinn) Rc4, 45. Bc5 — Bg2, 46. Bd3 — f6, 47. h4 — Bc6, 48. h5 — Kf7, 49. Be4 — Bd7, 50. Bd4 — Ke7, 51. Ba8 — Be8, 52. Ke4 — Bf7, 53. Ba7 — Kd7, 54. Kd4 — Re5, 55. Bd5 — 58. Ke4 og svartur gafst upp. sín átti hann viö elli, veikindi og margskonar armæðu að búa. Hann orti þá margt um væntanlegan viö- skilnað þeirra hjóna og átti þá jafnan von á því, að það yrði hann, sem á undan færi. í eftirfarandi vísum gerir hann aftur á móti ráð fyrir, að það verði hún sem taki á móti honum á eilífðarströndinni. Hugsjón fögur horfin er, himinn, sólin, tindar. Skelk í bringu skjóta mér skuggar, sjórinn, vindar. Undan hverjum ofsabyl allir strengir togna, enda möstrin af og til undan sjónum bogna. Landtökuna lít ég senn, Ijúf er sjón á fróni, ég sé þaö koma margir menn móti báruljóni. Ástar sól og ununar í augum brennur mínum. Hún er fremst í flokki þar aö fagna manni sínum. Ég byrjaði þáttinn aö þessu sinni á vísu, sem alkunn er, og ég enda hann á vísu eftir Pál Ólafsson, sem er meðal frægustu og innilegustu ást- arvísna, sem ortar hafa veriö: Ég vildi eg fengi að vera strá og visna í skónum þínum, því lóttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. , _ , J.G.J.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.