Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 2
Blómgun kallar Sigurjón þennan tréskúlptúr, sem stendur til aö útfæra í málm — og þá miklu stærri —til þess aö standa einhversstaöar úti. Að neðan: Hér kemur enn ein hliö á Sigurjóni, bronsmynd, sem tekur talsveröum breytingum eftir því hvernig Ijósiö fellur á hana — eins og raunar á við um fiestar höggmyndir. Þessi mynd er eins og sjá má ekki mjög fyrirferðarmikil, en Sigurjón gat þess aö þaö eitt að steypa hana í brons, kostaöi 600 þúsund. A SÝNINGU SIGURJÓNS ÓLAFS SONAR Sl- UNGUR TIL- RAUNA- MAÐUR Aö neöan: Þessi mynd Sigurjóns er ein- kennandi fyrir vinnubrögö hans þegar efniviðurinn er tré — og um leiö sýnir hún síungan sköpunarmátt hans. Þorbjörg Höskuldsdóttir listmálari viröir myndina fvrir sér. „Þetta gæti ég nú gert," sagöi vegfarandi á Laugarnestanganum, en þaö sögöu menn líka eftir á um aðferð Kólumbusar til þess aö láta egg standa uppá endann. Aö vísu eru þetta bara rekaviðarbútar, sem Sigurjón hefur nánast ekkert gert viö annað en aö stilla þeim upp og festa þá saman svo úr verður skemmtilegur skúlptúr. Á LISTAHÁTÍÐ í vor sýndi Sigurjón Ólafsson höggmyndir í FÍM salnum og viö hús sitt á Laugarnestanga, þar sem hann býr og starfar. Á þessari sýningu kom í Ijós eins og oft áður, aö Sigurjón lendir aldrei á kafi í þeirri keldu, sem fjölmargir myndlistar- menn á hans aidri — og miklu yngri — brjótast um í og komast ekki upp úr. Þaö er fen endurtekningarinnar; þegar sköpunargleðin — eða sköp- unarmátturinn — hefur yfirgefiö list- amanninn og hann sættir sig viö aö endurtaka sjálfan sig, nauðugur eöa viljugur. Stundum hafa menn ein- faldlega heilaþvegist svo af hroka oa sjálfumgleöi, aö þessi endurtekning án þróunar veröur sjálfsögö og eöli- leg. Aörir viöurkenna, aö þeir vildu gjarnan geta fundiö sór nýjar leiöir, en leitin hefur ekki boriö árangur. Venjulega veröa ungir menn fyrir tíðari og margháttaöri áhrifum, sem þá endurspeglast í list þeirra; það er eölilegur hlutur. Myndlistarmaöur á efri árum hefur ef til vill á tilfinning- unni, aö hann eigi sitt bezta aö baki; hann er kominn í fastan farveg og hættan á dauöri endurtekningu vofir sífellt yfir honum eins og Damokles- arsverö. Eftirtektarvert er, aö braut- ryöjendurnir í íslenzkri myndlist sluppu furöu vel framhjá þessari hættu og betur en ýmsir aörir, sem síöar voru á feröinni. Meöal þeirra, sem náö hafa aö ausa af æskubrunninum frameftir aldri er Sigurjón Ólafsson — og kannski á þetta betur viö um hann en nokkurn annan hérlendan myndlist- armann. Sigurjón er síungur tilrauna- Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.