Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 11
HELGASON ARKITEKT gufa fyllti klefann, svipaö því sem tíökazt hefur í finnskum saunabööum. Baöstofur munu hafa verið algengar, a.m.k. hjá sæmilega efnum búnu fólki. Meö tilkomu fleiri vistarvera á bæjunum verður til nýtt fyrirkomulag, byggt á gangi í beinum tengslum viö inngang. Bæjarinngangur- inn tengdi saman vistarverurnar, sem hver um sig var oftast sérstök bygging. Viðbætur voru þannig tiltölulega auö- veldar viö bæina, gangurinn var lengdur í átt frá inngangi og byggingum bætt viö á báöar hendur. í megin atriöum hélzt þetta skipulag jafn lengi og torfhúsin voru viö lýöi. Eftir Sturlungaöld fór hnignunarskeið í hönd í íslenzku þjóölífi. íslendingar glöt- uöu sjálfstæöi sínu. Jafnframt því fer aö gæta eldsneytisskorts og kuldaskeiö hófst. Gengiö haföi verið ósparlega á skógana, uppblástur fylgdi í kjölfariö og hindraöi endurnýjun þeirra. Þegar elds- neytisskortur varð tilfinnanlegur, kom í Ijós, aö húsakynnin voru víöast of stór til þess aö hægt væri að halda þeim hlýjum. Til þess að mæta þessari orkukreppu voru húsakynnin minnkuð. Baöklefinn varö munaður, en var þó ekki lagöur niður, heldur var honum breytt í íveruherbergi. Fyrst fluttust þangaö bóndi og kona hans, síðar vinnukonur og loks vinnukarlar. Baöstofan hélt nafni sínu, þó aö hún tæki viö hlutverki gamla skálans, yröi vinnustofa á daginn og kvöldin, en svefnherbergi um nætur. Víöa munu húsbændurnir hafa stúkaö sig frá vinnufólkinu meö viðarþiljum viö enda baöstofunnar. Skálinn varö hins vegar víöa viðhafnarstofa, sem nær eingöngu var notuð þegar góöa gesti bar aö garði. Baöstofugólfið var yfirleitt haft þrepi hærra en annarra herbergja til jjess að ylurinn tapaöist þaðan síður út. A 19. öld voru byggðar fjósabaöstofur, einkum á Suöausturlandi. Baöstofunni var þá kom- iö fyrir ofan á fjósinu og gisin gólfborð höfö á milli til þess aö íbúar baöstofunn- ar mættu betur njóta ylsins frá kúnum. Svarti dauði 1402 leiddi af sér miklar þjóöfélagsbreytingar. Jaröir komust í eigu fárra ætta, en þorri bænda var bláfátækir leiguliöar, sem hokruðu í kotum. Ekki var því hægt að vænta mikilla umbóta í byggingargerð næstu aldirnar. Torfbæir voru allsráöandi fram á þessa öld. Segja má, aö þeir hafi verið sniönir eftir því byggingarefni, sem fá- tækur almenningur átti kost á og gat flutt aö sér. Á efnaheimilum voru einnig byggð torfhús fram eftir öldum. Stærstu kirkjurnar voru smíöaöar úr timbrí og oft stuözt viö norska fyrirmynd. Nokkrar þeirra kirkna, sem reistar voru á bisk- upsstólunum á 12. og 14. öld voru meðal þeirra stærstu trékirkna, sem þá þekkt- ust á Norðurlöndum. Leifar þeirra eru engar til, en þeim er lýst í rituðum heimildum. Helztu breytingar á torfbæjunum uröu þær, aö á 18. öld var farið aö snúa stofunni þannig, aö gafl hennar sneri út á hlað, og var fljótlega fariö aö tréklæöa hann aö meira eða minna leyti. Um það bil öld síðar var skálanum einnig snúið, þannig aö hann sneri eins og stofa. Var þetta upphaf burstabæjarins, sem skjót- lega náöi miklum vinsældum og þótti reisulegur. Á síöari hluta 18. aldar hófu Danir byggingu stórra húsa úr hlöðnum steini hér á landi. Húsin teiknuöu danskir húsameistarar, og voru danskir fagmenn fengnir til landsins til aö reisa þau. Elzt þessara húsa er Viðeyjarstofa (1753). Hús úr hlöðnum steini náðu aldrei verulegri útbreiöslu hér, og eftir aldamót- in„1800 dró mjög úr byggingu þeirra. Þau reyndust kostnaöarsöm í byggingu, voru auk þess köld og rakasöm og gátu ekki keppt viö timburhús, sem fór að bera á um þetta leyti og síöar hús úr stein Þróun íslenzka torf- bæjarins frá víkinga- skála til bursta- bæjar 19. aldar. Nesstofa — eitt af elztu steinhúsum landsins og eitt örfárra frá fyrri öldum, sem byggö voru úr varanlegu efni. ARKTTEKTUR l steypu, sem náðu mjög skjótri útbreiöslu á þessari öld. Um svipaö leyti og fyrstu steinhúsin voru hlaðin hér á landi, hófu Danir einnig innflutning á tilsniðnum timburhúsum. Þau voru reist í kauptúnum og þóttu reisulegri og að ýmsu leyti betri en torfhúsin, þó svo að enn ættu torfhúsin eftir aö vera allsráöandi um langt skeiö. í lok 19. aldar voru norsk timburhús flutt hingaö í kjölfar búsetu Norömanna, einkum á Áustfjörðum. Norsku húsin voru mun stærri en þau dönsku, en tvílyft timburhús voru samt ennþá sjaldgæf, því aö fæstir vildu þá búa í sambýli. Jaröskjálftinn mikíi á Suöurlandi 1896 lék torfhúsin mjög grátt og ýtti undir bygg- ingar úr timbri. Úr því dró smám saman úr byggingu torfhúsa, gallar þeirra uröu augljósari. Erfitt var aö gera þau björt, því aö miklum vandkvæðum var bundiö að koma fyrir gluggum á langhliöum þeirra og þaki. Torfbæir voru þó byggöir til sveita fram yfir síöustu aldamót, en aöeins var búið í örfáum þeirra áriö 1950. Áriö 1854 gáfu Danir verzlunina viö ísland frjálsa, og leið ekki á löngu áöur en fjölbreytt úrval byggingartimburs og rúðugler fékkst hér í verzlunum. Olli þetta miklum breytingum í húsagerð. Harö- indaárin eru aö mestu um garö gengin um miöja 19. öld og mikill framfara- og viöreisnarhugur í ungum mönnum, sem óspart hvöttu landsmenn til dáöa. Annaö gullaldarskeiö íslenzkra bókmennta rann upp, og samhliða því urðu greinilegar breytingar í byggingarlist landsmanna. Erlend áhrif uröu sýnilegri. Skömmu fyrir 1880 hófst innflutningur á bárujárni. Þaö Þverá í Laxárdai — sá torfbær, sem lengst var búið í á íslandi, fellur alveg aö þeirri hugmynd, sem flestir gera sér um íslenzka torfbæi. En timburþilin, eöa burstabærinn sem svo hefur veriö nefndur, er þó ekki til kominn fyrr en á 18. öld. ELDASKALI VÍKINGASKÁLI 0_____5m 10 MJOLKURBUR NAÐHUS STOFA SKALI STÖNG í ÞJÓRSÁRDAL 11. ÖLD 0_5H!_!? NÁÐHÚS BAÐSTOFA ELDHÚS Jpiáf f'* SKEMMA ;%||Í|lÍpS|;^|| STOFA SKÁLI BÆR FRÁ 14. ÖLD 5m 10 BAÐSTOFA ELDHUS SKALI STOFA "“BURSTABÆR FRÁ 19. ÖLD °-------5!!!-!P

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.