Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 5
GUNNAR DAL ÖLD FÍFLSINS Þú áratugur okkar týndu drauma, sem upplausn hverri gefur lausa tauma. Mun fíflsins öld ei frelsi sínu tapa og flestar Útopíur hennar hrapa? Þvíþeir sem áttu að stjórna af vegi villast, af völdum sínum blindast þeir og spillast. Og siðvenjurnar sjálfsagt öllum kunnar: Vor sjálfseyðing í skikkju frjálshyggjunnar. Og margir lifa í velferö ævi alla í allsnægtum og hamingju þaö kalla. Samt fyrirheit þér gullin gef ég ekki. Af grænum sprota ávöxtinn ég þekki. Sjá einveldi heimskunnar endurreist. í óvini hafa nú vinir breyst. En óvinir fyrrum utan frá, illir og villtir, oss réðust á. Nú þjóðlífi voru þeir eru í og enginn fær lengur gert viö því. Sá hópur, sem andlegur aðall var, er orðinn aö villtustu mönnum þar. Sú upplausn sem byrjaði í höfði hans nú heiminum breytir og sið vors lands. Hver sannleikur dreginn í efa er, og ekki skal lengur neitt heilagt þér. Að grafa undan hugsjónum gefst þeim best. Hiö góöa og fagra þeir dæma verst. Á kaupi frá ríkinu keppst er við nú hverskonar spillingu að veita lið. Þeir launaðir eru af almannafé að upphöggva og brjóta hið græna tré. Nú margvísleg fræði um mannheim berast. Og menntamenn andlegir þrælar gerast. Og byrja að sá í sálir manna safnhaug af grillum foringjanna: skoðanir gamlar og úreltar einar, ofbeldi, slagorö og ritningagreinar. Fyrst viljann til frelsis þeir rífa upp með rótum, svo réttlæti og mannúö þeir troða undir fótum. Dável þeir rökfræði og rétttrúnað kunna, og ríki sitt brjóta þeir niður til grunna. Og kerfið, sem réttlætis- kröfunum neitat, kemur í staö hinnar frjálsu leitar. Þegar Hone var oröinn einn, fór hann aö taka mennina upp og virða þá fyrir sér. Þeir voru listilega út- skornir og handfágaðir. Og til þess aö eignast þetta forláta tafl, þurfti hann ekki annaö en aö halda sér vakandi til miönættis. Hann sat glottandi og sjálfumglaöur í stólnum svarts megin viö borðið. „Láttu mig ekkl bíöa lengur, Stew,“ muldraöi hann. Hann var þreyttur eftir bílferðina og leikina þrjá, sem hann haföi leikiö. Höfuð hans dottaöi... Kaldur dragsúgur straukst um háls hans aftanveröan. Hann rétti sig upp í sætinu og leit viö. Dyrnar fram á ganginn lokuöust hægt. „Eruð þaö þér, hr. Taverner?" kallaði hann. Hann fékk ekkert svar. Þaö marraði í gólffjölunum eins og einhver væri aö ganga yfir gólfið frá dyrunum aö borðinu. Stóllinn á móti honum færðist afturábak, nam staöar, en var svo ýtt fram á viö aftur. Kirkjuklukkan í þorpinu byrj- aöi aö slá tólf. Hone staröi vantrúaöur á auöan stólinn og fór ekki aö veröa um sel. Hvítt peð tókst á loft og skall harkalega á borðinu. Hann tók viöbragð. Hone staröi stórum augum á, er kóngspeö hvíts mjakaöist fram um tvo reiti. Hann vætti varir sínar og lék sjálfur fram peöi til E-4. í þögninni fannst honum hann heyra daufan andardrátt hinum megin viö borðiö. Hann litaðist um stofuna; hann var aleinn. Hvergi sást nein hreyfing í skuggunum umhverfis Ijóshringinn yfir taflboröinu. Kóngsriddari hvíts tókst á loft og leið yfir peöin, færöist fram um tvo reiti og til hliðar um einn reit. Eins og í leiðslu, færöi Hone drottningar- riddara sinn. Hvíti biskupinn færöist skáhallt yfir til riddara fimm. Ruy Lopez- leikurinn. Hone lék peöi til A-3 og þefaöi út í loftið; hann hefði getaö svariö fyrir aö einhver væri aö reykja. Þetta hlaut aö vera einhver brella — en hvernig var hún framkvæmd? Þegar taugar hans fóru aö róast ofurlítið, renndi hann annarri hend- inni varlega yfir boröið; engir þræöir. Hann ýtti stólnum afturábak og leit undir boröiö; ekkert þar heldur. Hann tók einn manninn upp og strauk pennahníf sínum undir hann; engin segull. Sniöugt þetta. Hann hélt leikn- um áfram, og reyndi aö finna lausn gátunnar. Nú komu upp leikflækjur í miöjum leiknum og hann neyddist til aö einbeita sér aö þeim. Hinn óþekkti andstæöingur hans virtist ekki fyrir þaö gefinn aö einfalda leikinn meö því aö hafa manna- kaup. Brátt varö Hone niöursokk- inn í leikinn; hér þóttist hann hafa komist í kast viö andstæðing sem var hróöurs síns verður. Hinn ósýnilegi skákmaöur virt- ist einnig vera þungt hugsi. í eitt sinn var auðum stólnum ýtt afturábak og taktfast fótatak heyröist. Hone sat spenntur meö dynjandi hjart- slátt — en svo hugsaöi hann, aö þetta kynna bara aö vera segul- bandsupptaka. Hone einbeitti sér aftur aö leiknum, staöráöinn í aö vinna og gera síðan kröfu til taflsins. Hvítur haföi örlítiö betri stööu, og þegar andstæöingarnir virtust vera nokkuö jafnir, gat sú staöa ráðiö úrslitum. Nú heyröist klukkan slá hálf- eitt. Svitinn spratt út á Hone. Þrýst- ingurinn lagöist yfir hann og hann neyddist til aö fórna manni. Hann tók aö efast um sigurlíkur sínar. Hönd hans skalf er hann færöi kóng sinn úr aliri hættu. Þeir voru aö reyna aö taka hann á taugum meö þessum draugaleik. Hann hélt ótrauður áfram leikn- um, og vissi, aö hann gat í besta falii oröiö patt núna. Peö hvíts mundi ná alla leið í herbúðir svarts, engin leiö var fyrir hann aö stööva þaö. En Hone var tregur til að gefast upp, og dró því leikinn á langinn. Eftir því sem sjálfstraust hvíts jók§t, varö skemmra á milli leikja hans. Hrókur króaöi svarta kónginn af á áttundu braut. Peðið, sem nú var orðið aö drottningu, geystist eftir boröinu. Mát! Doug Hone ýtti stól sínum afturábak og bræöin blossaöi upp í honum. Er hann séri sér viö, varö honum litiö í spegilinn á bak viö kráarskenkinn. í speglinum sá hann, hvar andstæöingur hans laut yfir skákboröiö; þetta var gamall maöur með hvítt hár og yfirskegg og tottandi pípu. Hone sneri sér snöggt viö aftur og starði á auöan stólinn. Á því andartaki, sem þaö tók hann aö átta sig á því, aö hann haföi aöeins séö endurspeglun af myndinni á veggnum, hætti hjarta Hone aö slá. Líkami hans féll áfram yfir boröiö og taflmennirnir hrötuöu á gólfiö. Hæönishlátur glumdi um stofuna. Sveinn Bjarki Björnsson þýddi. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.