Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.07.1980, Blaðsíða 9
 & EDDA SNORRADOTTIR m wm. ?'. "• myndinni til hægri, er amóta stórfenglegt. Hér eru landamæri: vinstra megin vió fljótiðer i, sem þau byggóu og hefur hún gir hún skemmtilega í greininni. Greinarhöfundur ásamt vinkonu sinni, Deophistar, sem er 9 ára. Edda Snorradóttir er austfirsk að uppruna. fædd á Seyðisfirði 1934. en bjó lengi á Eskifirði. Ilún er tvígift og fimm barna móðir. Seinni maður hennar. Munasinghe. er rafmagnsverkfræðingur frá Sri Lanka; hann hefur starfað við virkjanir í Zambíu og starfar nii í Livingstone. þar sem þau búa sem stendur. Aður starfaði Munasinghe hjá íslenzkum rafmagnsveitum og kemur að nýju til starfa hér í haust — og þá munu þau hjón flytjast búferlum til íslands. Þau hafa verið um þriggja ára skeið í Afríku og Edda segir hér frá framandi landi. sem er um það bil eins ólíkt íslandi og hugsazt getur. risaeölur hérnamegin síkisins; nú leita þær sér fæöu hinum megin. Því miöur á ég fárra kosta völ núna, langi mig aö skoöa villidýr. Þá er helzt að ég skreppi niður aö Rainbow Lodge, sem er mjög skemmtilegur útiveitingastaöur á bökkum Zambezi og aöeins um fimm mínútna gang aö heiman. Einkum er spennandi að vera á fljótsbakkanum í september eöa október, sem eru heitustu mánuöír ársins í Zambíu. Þá er vatnsmagniö með minnsta móti í fljótinu og þá eru fílar mikið á feröinni. Þeir ösla yfir í hinar ótalmörgu eyjar fljótsins og sumir fara yfir til Ródesíu, sem nú heitir Zimbabwe, — og þaö án vegabréfs. Hversdagsleg sjón er að sjá flóðhesta; þeir halda sig meira í stórum hjöröum þessa heitustu mánuði. Á öörum árs- tímum eru fílar aftur á móti sjaldgæfir. Viö vorum þó svo heppin einu sinni, þegar viö skruppum niður aö fljótinu rétt fyrir sólsetur aö sjá einn óvenju stóran og elskulegan fíl í eyju rétt útaf fijótsbakkanum. Viö sátum og virtum fyrir okkur draumfagurt sólarlag viö fljótiö, þegar ég tók allt í einu eftir hreyfingu í eyjunni framundan. Fljót- lega birtist höfuö á fíl út úr skógar- þykkninu. Þetta var allra kurteisasti fíll og „þaö var eins og blessuð skepnan skildi" forvitni mína og kæti aö sjá hann, því hann svipti öllum gróöri til hliðar svo viö gætum séö hann allan og dáöst aö glæsileik hans. Eöa kannski var forvitnin bara gagnkvæm. Eg nefndi áöur, aö flóöhestar eru algeng sjón og ekkert aö óttast, þó maöur mæti þeim að degi til. En eftir sólsetur vaöa þeir á land og yfir þjóöveginn til þess aö bíta gras. Varasamt getur veriö aö aka um þjóöveginn í myrkri, því enda þótt flóöhestar séu dagfarsprúöar skepnur, tryllast þeir bókstaflega ef skær bílljós skella á þeim utan úr myrkrinu. Þeir hlaupa þá beint á bílinn og hafa oröiö mörg banaslys af þeim sökum. Bílarnir leggjast saman eins og blikkdósir, þegar þeir skella á þessum stóru og þungu skepnum. Aöeins veit ég til þess aö ökumaöur hafi einu sinni sloppiö lifandi frá árekstri viö flóöhest. Þaö var einn af starfsmönnum virkjunarinnar hér, sem ók brynvöröum Land Rover- jeppa. Höggiö viö áreksturinn varö svo mikiö, aö bíllinn þeyttist út í Zambezi- fljót. Ökumanninum tókst þó aö kom- ast út úr jeppanum og framhjá krókó- dílum komst hann í land, en veslings flóöhesturinn lá dauöur á veginum. Viö Rainbow Lodge er fjölskrúöugt dýralíf; þar eru litlir apakettir í hundr- aöatali, svo og villikettir, flóöhestar, krókódílar í fljótinu og fuglalffiö er stórkostlegt, — fyrir utan alla smáfugl- ana eru hegrar og trönur í stórhópum. Eitt sinn á leiö okkar til Rainbow Lodge gengum viö framá hræ af flóðhesti, sem kvöldiö áöur haföi lent í árekstri viö strætisvagn. Tveir glæsilegir veiöi- ernir, sem eru reyndar þjóöartákn Zambíu, rifu í sig kjöt flóðhestsins og græögi þeirra var svo mikil, aö þeir létu sem þeir sæju okkur ekki, þótt viö næmum staöar til aö viröa þessa óvenjulegu sjón fyrir okkur. Gaman haföi ég af að fylgjast meö litlu apaköttunum í Rainbow Lodge. Þeir eru mjög gráðugir í sykur, svo gestir staðarins verða aö vera vel á verði, ef þeir panta kaffi eöa te með sykri. Aparnir hreiöra um sig í trjánum yfir veitingaboröunum, þaöan sem þeir fylgjast með hverri hreyfingu gestanna og eru snarir í snúningum aö krækja sór í sykurinn. Eitt sinn þegar viö sátum þarna, voru eldri hjón, ensk, við næsta borö og drukku sitt te. Þegar tveir flóðhest- ar birtust allt í einu framundan boröum okkar, gleymdu blessuö hjónin öllu öðru, en apakríli, sem haföi falið sig í trjákrónu yfir borði þeirra, notaði tækifæriö og stökk hljóölega niöur á borðiö, greip sykurkariö báöum hönd- um um leiö og hann vippaði sér til jaröar og gekk síöan gætilega á afturlöppunum frá boröi og hélt báöum höndum um sykurkarið. Einn þjónninn varö þjófsins var og hentist á eftir apanum, sem gleymdi nú allri varkárni, en flýöi sem hann mátti á þremur fótum, haldandi sykurkarinu í annarri hendi meö þeim afleiðingum aö sykur- inn fór allur úr karinu. Þegar apinn sá aö karið var tómt, grýtti hann því í átt til þjónsins, en eftir aö ró var komin á, komu margir apar, rööuðu sér á slóöina og sleiktu upp sykurinn. Ef einhverjum íslendingum dytti í hug að koma hingað suðureftir til þess aö skoða villidýrin og Mosi Oa Tunya, sem er hiö upprunalega nafn á Vikt- oríufossunum, þá vil ég benda þeim á að koma aðeins á heitustu mánuöun- um. Sem sagt; í fyrsta lagi í ágúst. Á öörum tímum sér maður ekkert af fossunum fyrir úða; þá sést ekkert annað en himinhár hvítur veggur og í mörghundruð metra fjarlægð verður maöur holdvotur — án þess aö hafa séö nokkuð annaö en úöann. Mosi Oa Tunya þýöir raunar reykurinn sem drynur. Á þeim tímum árs, þegar nóg er um vatn og mikil gróska í náttúrunni, dreifa villidýrin sér um víöáttumikla skógana, svo jafnvel hér í þjóðgarðin- um er sjaldgæft aö sjá önnur dýr en apa, flóðhesta og fugla. Sumir koma hingað í júní og júlí, því þá er taliö þægilegast fyrir Evrópubúa að vera á ferðinni, en þá sér blessaö fólkið ekkert nema úöann. Þegar kemur fram Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.