Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 9
Gætinn maður athug- ar sinn gang — þau orö eiga vel við Héð- in, sem aldrei hefur orðiö fyrir slysi í 66 ár, enda lagðist hann frekar í var á meðan skyndileg óveður gengu yfir i staö þess að freista þess að sigla heim. Hér stefnir Héðinn bátnum sín- um út úr höfninni og heldur í stýris- taumana fyrir aftan bak. Erfitt er að trúa því, að hér sé áttræður maöur á ferð. 1 Ein af „mublunum" hans Héöins: Handvagninn, sem hann notar að staðaldri sem flutníngatæki. Að neðan: Bátur Héðins liggur utaná þremur öðrum bátum og auk þess er mannhæðarhátt uppá bryggjuna — en það er Héðni engin hindrun yndislegi ilmur af seltu og tjöru. Héöinn er kóngur í þessu ríki og hann seilist eftir dýrgrip aö sýna mér: Selabyssu, framhlaðningi, sem hann fékk, ómálga barn, í tannfé frá fööur sínum. Maríus Benediktsson útvegsbónda á Hlöðum hefur kannski grunað, hvað byggi í snáð- anum. Og ekki leið á löngu unz kom í Ijós sem löngum fyrr, aö snemma beygist krókurinn. Héðinn var nefni- lega ekki nema tíu ára, þegar hann banaði fyrsta selnum með byssu. Á þeim 70 árum, sem síöan eru liðin, hefur Héöinn eignast margar byssur, sem hann hefur notað jöfnum hönd- um á fugl, sel og hval. Það var noröan bræla og Héöinn ætlaði ekki að róa þennan dag; var þess í stað í dyttingum við skúrinn. Hann féllst þó á að sýna mér bátinn sinn, sem lá bundinn yztur í röðinni við bryggjuna. Niður af bryggjunni er full mannhæð; síðan var farið yfir hvern bátinn á fætur öðrum, unz komið var í trilluna hans Héðins. Hann losaði bátinn frá með gætni, setti vélina í gang og stefndi út úr höfninni. Á meðan sat ég frammi í stafni með myndavélina, en Héðinn stóð teinréttur með stýristaumana í höndum og bar viö kirkjuna og fjallið. Mér kom í hug Gamli maður- inn og hafið eftir Hemingway, sem sumir halda að eigi uppruna sinn í öðrum Þingeyingi: Fjalla-Bensa, — eins og hann er túlkaður í Aðventu Gunnars Gunnarssonar. Héðinn hefði sómt sér vel í kvikmyndinni, sem gerð var eftir þessari frægu sögu Hemingways og mun líklegri til úthalds og átaka viö stórfiskinn en Spencer ‘yr^y sem |ék þann gam|a og var fyrst og fremst seiglan uppmáluð. En þaö er annarskonar fiskur í Skjálfanda en Karabíska hafinu, þar sem Hemingway þekkti sig bezt. Þann fisk sem gengur í Skjálfanda þekkir enginn betur en Héðinn og ég hef það fyrir satt, að hann hafi þótt einskonar undrabarn. Svo náttúru- glöggur og fiskinn var hann á unga aldri, að þegar upp úr fermingaraldri var hann í miklu áliti og þá beðinn um að taka að sér formennsku á árabáti. Á æskuheimili hans snerist allt um sjósókn og veiðar. Maríus faðir hans var annálaður veiðimaður og búhöldur, en Maríusi og konu hans, Helgu Þorgrímsdóttur frá Hraunkoti, varö sex sona auðiö. Þau bjuggu allan sinn búskap á Húsavík og er af þeim kominn mikill ættbogi. Æskuár Héöins Maríussonar iiöu ekki viö slímsetur á skólabekkjum. En 18 ára gamall var hann orðinn meöeigandi í mótorbát; 4—5 tonna kopp og hét Barði. Það þótti samt heilmikiö skip. Fljótlega bauðst hin- um unga og fengsæla veiðimanni betra skip, sem líklega var helmingi stærra og hét Friöþjófur. Héðinn stóð þá á tvítugu. Þann bát áttu þeir bræður, Aðalsteinn og Páll Kristins- synir, sem ráku verzlun og höfðu töluverð umsvif á Húsavík á tímabili. Héðinn var formaður á Friðþjófi kreppu- og stríðsárin. Nær allar vertíðar var hann aflahæstur, eða svo var mér sagt af marktækum mönnum úr plássinu, og keppti hann þó við stærri báta og gang- meiri. Allt byggðist það á óvenjulegri náttúrugáfu, næmi og sívakandi eft- irtekt. Ekki ^Vyýist það sízt á að gaumgæfa atferli fuglsins; af honum sér Héðinn, þegar loöna gengur og yfirleitt hverskonar æti er á ferðinni. Framhald á 'bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.