Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 4
Heimilisfaðir og fyrirvinna Eftir Alfreð Böövar ísaksson Ég var nýbúinn aö kaupa hugljúfa hljómplötu handa sjálfum mér. Þetta var klassískt verk — ég get því miður ekki sagt hver höfundurinn er, af því ég er ekki meö gleraugun á mér — og ég var aö fara aö setja plötuna á fóninn til aö hlýöa á tónverkiö þegar stofan fylltist allt í einu. Soffía kom inn meö látum og ilmvatnslykt og hlammaöi sér niöur í sófann. Eiríkur litli óskapaöist lengi vel á miöju gólfinu áöur en hann datt niöur eins og dauöur væri á magann þar sem hann stóö og konan kom aö síðustu inn, rétt eins og hún heföi stjórnaö þessum hávaöaaögeröum og tyllti sér í annan hægindastólinn. Þegar þrumuveðriö haföi loks lægt, tókst mér aö einbeita mér á ný og var aö fara aö setja plötuna á fóninn, þegar þau tóku aö gala hvert í kapp við annaö. — Kveiktu á sjónvarpinu, Alfreð minn ... — Pabbi, sjónvarpið ... — Flýttu þér aö kveikja á sjón- varpinu, pabbi... Ég lagði plötuna frá mér. Alltaf er það eins, hugsaði ég meö sjáltum mér. Þegar ég, fyrirvinna heimilisins, ætla aö hagræöa mér í notalegu umhverfi, stofunni, sem ég hef reyndar borgaö, til aö hlusta á hljómplötu, sem ég hef keypt handa sjálfum mér, fyllist allt af dómadags frekju. Þá á aö glápa á sjónvarpiö. Þá á aö spilla fyrir mér. Ég horföi á fjölskyldu mína, þung- ur á brún, og flutti nokkur vel valin orð yfir henni: © — Á ég aö trúa því, aö þaö þurfi aö hamast svona meö látum og gauragangi, þó aö til sé eitthvaö sem heiti sjónvarp? Á fjölskyldulífiö aö stjórnast af því? Þaö vill svo til, aö ég var rétt í þessu aö fara aö setja hljómplötu á fóninn, og mig langar mikiö aö hlusta á hana. Ég vil hlusta einn á þessa plötu, enda á ág hana, og ég ætla þess vegna aö biöja ykkur um aö gera svo vel og fara eitthvað annaö. Takk. Hógværari kröfu var varla hægt aö setja fram, fannst mér. Ég beið því ekki eftir svari, en sneri mér aftur að fóninum og setti hann af staö. Auðvitað datt mér ekki í hug aö kveikja á sjónvarpinu. Ég haföi komið fyrstur inn í stofuna. Fjölskylda mín var greinilega ekki á sama máli og ég. Um leið og ég var búinn að snúa mér við, upphófst ramakvein örvæntingarianar úr sam- hljóma börkum konunnar, Soffíu og Eiríks litla, sem er nú bara barn ennþá. — Hvaö á þetta a þýöa, Alfreö? spuröi konan. — Blessaöur, vertu ekki meö þessa gamalmennastæla, tautaöi Soffía. — Ég vil horfa á sjónvarpiö, vældi Eiríkur. Ég er nú ekki fullkomnari en svo, aö mér féllust algerlega hendur. Annaö eins haföi ég aldrei upplifaö. Ég haföi aldrei búist viö ööru eins. En þar sem ég er maöur Ijúfur á geöi ákvað ég aö láta undan í þetta sinn. Ég hef ávallt getaö haft góöa stjórn á gerðum mínum og svo var einnig nú. — Góniö þá bara á sjónvarpið, hnussaöi ég og fékk mér iabbitúr inn í svefnherbergi. Þiö skuluö bara hafa ykkar fram meö frekjunni, sagöi ég um leið og ég lokaði aö mér svefnherbergisdyrunum. Ég opnaöi þær í hálfa gátt aftur og kallaöi fram til þeirra: — Ég læt þaö ekki spyrjast um mig að ég sé ólýöræöislega sinnaö- ur. Nú eruð þiö búin aö hrekja mig inn í svefnherbergi. Góöa skemmtun yfir sjónvarpinu. Um leið og ég lokaði dyrunum heyrði ég konuna biöja Soffíu aö gera nú svo vel og kveikja á sjónvarpinu. Mig virti hún ekki viö- lits. Heiftin og réttlát reiðin blossaöi upp í mér, en ég ákvaö aö aðhafast ekkert. Þau mættu eiga sig yfir imbakassanum þarna frammi. Ekki saknaöi ég þeirra. Alveg var mér sama, þó ég gæti ekki hlustaö á plötuna mína fyrir þeim. Réttast væri aö ég fengi bara hjartaslag og dæi hér inni í svefnherbergi, þá myndu þau líklega iörast. Þau myndu standa yfir mér og gráta, iörast þess, hvaö þau voru andstyggileg við mig seinustu stundina sem ég lifði. Ég sá þaö allt saman Ijóslifandi fyrir mér, og paö hlakkaði í mér. Ég heyrði gegnum dyrnar aö fréttirnar voru búnar og auglýs- ingarnar byrjaöar. En mér var sama. Ég sat á rúmstokknum og þar skyldi ég sitja þangað til þau kæmu krjúpandi á blóðugum hnjánum og sárbæöu mig fyrirgefningar á fram- komu sinni. Þá skyldi ég hlæja hátt og lengi. Ha, ha, ha! En svo skyldi ég auðvitað taka þau í fang mér, fööurlegur á svip, fyrirgefa þeim og segja, að svona ætti enginn maður aö haga sér. Og þau myndu kinka kolli, brosa til mín og lofa aö gera ekki svona framar. Síðan myndum viö fara öll sömul fram í stofu og hlusta á plötuna mína. Þaö yröi mitt framlag til sátta. Ég komst við af hugsunum mínum, og komst aö þeirri niöur- stööu, aö fáir væru nú göfugri og hjartahreinni en ég. Allt í einu var huröinni hrundiö upp. Þaö var Eiríkur litli. Hann var þá kominn til aö biðjast fyrirgefningar fööur síns, fyrstur allra í fjölskyld- unni. Mikiö átti ég nú góöan son, hugsaði ég meö mér. — Pabbi, pabbi ... — Já sonur minn, sagði ég og setti mildan, fööurlegan svip á and- litið. — Komdu og sjáöu tannburstann ... þaö er tannbursti í sjónvarpinu, meö tannkremi í og allt og þaö er hægt aö bæta meira tannkremi í hann þegar hitt tannkremiö er búiö. Viltu kaupa svoleiöis handa mér? Ha? pabbi? — Faröu út! sagði ég þurrlega og komst nú í verra skap en áöur. Svona var þá hann sonur minn inn Sjónvarps- sending og særingar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.