Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 5
viö beiniö. Hann hugsaöi ekkert um, þó faöir hans væri djúpt særöur á sálinni, nei. En einhver tannbursti í sjónvarpinu gat komiö honum úr jafnvægi. — Já, en pabbi, þetta er svo sniðugt, þá þarf aldrei aö kaupa tannkrem í túpu meira, ha? Finnst þér þaö ekki gott, ha, pabbi? — Faröu út eöa ég sendi þig til sálfræöings, hrópaöi ég og benti Eiríki á dyrnar. í sömu andrá birtist Soffía. — Heyröu, pabbi, mig vantar svo ofsalega sokkabuxur og þeir voru aö auglýsa útsölu í sjónvarpinu. Viltu ekki láta mig fá pening? Þrælódýrt, maöur. — Mér er sama hvaö þaö er þrælódýrt, eins og þú kallar þaö. Svona orðskrípi voru ekki til, þegar ég var á þínum aldri. — Já, en mig vantar sokkabuxur. Viltu aö ég fái blöörubólgu í vetur, eöa hvaö? — Pabbi, þessi tannbursti er svo góöur, raulaði Eiríkur í takt viö systur sína. Var þetta samsæri eöa hvaö? Haföi móöir þeirra sent þau hingað inn til aö beita mig sálfræöi- legum hernaöi? Var ég fórnarlamb djöfullegra eiginkvennaþanka, sem sendu á mig kaupóöa illa anda? Ég fékk ekki svar viö spurningum mínum, enda komst ég ekki aö fyrir sokkabuxum og tannburstum, sem hringsóluðu í eyrunum á mér. Eiríkur litli var nú sestur á gólfiö og hélt dauðahaldi um fótinn á mér. Ég þoröi ekki aö hreyfa mig af ótta við aö reka hælinn í nefið á barninu meö þeim árangri aö hann fengi blóðnas- ir. Soffía stóö reið á svip yfir mér og lýsti fyrir mér öllum hryllilegustu blöörubólgusögum sem hún kunni úr hópi vinkvenna sinna. Hvort tveggja var gert í þeim tilgangi aö ég léti undan. Og ég er nú ekki fullkomnari en þaö, aö mér var skapi næst aö gera þaö. Allt í einu birtist móöir óöu barnanna eins og frelsandi engill og rak börnin haröri hendi aftur fram í stofu. Og þaö veröur aö segjast eins og er, aö mér þótti reglulega vænt um konuna á því augnabliki. Ég leit upp til hennar þakklátu augnaráöi. Hún brosti kuldalega, alveg eins og dýrlingurinn, þegar hann hefur náö tangarhaldi á einhverjum glæpa- manninum og er aö búa sig undir aö setja fram mismunandi óaögengi- legar úrslitakröfur. Ég bjó mig undir hvaö sem var. — Alfreð minn, komdu nú fram til okkar og hættu aö láta eins og smábarn, sagöi konan ákveöiö. Ég haföi greinilega haft rétt fyrir mér. Þaö var verið aö setja mér óaögengi- legar úrslitakröfur. Eg stóö upp tii aö mótmæla. — Alfreö min, sagði konan, jafn- rólega og áöur. Ég get nú svo sem sagt þér, hvað mér þótti sniðugt í auglýsingunum. Mér leið innanbrjósts eins og fiski á þurru landi. Ég hugsaði meö hryllingi til alls, sem konan gæti látiö flakka undir þessum kringumstæö- um, nýheilaþvegin af auglýsingaflóð- inu úr sjónvarpinu. Axlirnar sigu, munnurinn lokaöist, hnén nærri kiknuðu undan mér og ég staulaðist fram, ákveöinn í því að selja sjón- varpiö, ef tryggt væri aö konan kæmist aldrei aö því. Vorid 1977 samþykkti Alþingi leiklistarlög, þar sem medal annars var mælt fyrir um stofnun leiklist- arráds. Lögunum var sídan breytt í mars 1979 á þann veg, aö veitt var heimild til ad veita fé úr ríkissjóöi til þeirra leikhópa, sem hafa leiklistar- starfsemi aö aöalatvinnu og eru ekki í tengslum viö Leikfélag Reykjavíkur eöa Leikfélag Akureyr- ar. Haföi oröiö deila um skilning upphaflegra ákvæöa laganna um þetta efni, þar sem menn voru ekki á einu máli um þaö, hvort unnt væri aö veita öörum atvinnuleikhúsum en þessum opinberan styrk og var lögunum breytt til aö taka af allan vafa í þessu efni. Þá var lögunum einnig breytt á þann veg, að heimild var veitt til að styrkja óperustarf- semi. Kynni menn sér umræöur og afgreiðslu þingmanna um leiklist- arlögin sjá þeir, aö um þau var mikil samstaöa og ágreiningur var ekki milli stjórnmálaflokkana um þau. Umræöur urðu mestar um leiklist- arráðið. Áhugi vaknaði á því að athuga þær nánar, þegar fréttatil- kynning birtist frá ráðinu um fyrsta fund þess, sem virðist hafa verið haldinn fyrir ríkisstjórnarskiptin í október, en tilkynningin birtist í blöðum nú í byrjun janúar. Þegar leiklistarlögin voru sam- þykkt 1977 var verkefni leiklistar- ráðs skilgreint þannig í I. lið af IV: „Að vera vettvangur skoðanaskipta og umræðna um leiklistarmál og stuðla að stefnumótun á því sviði á hverjum tima.“ Strax 1977 lögðust ýmsir þingmenn gegn orðinu „stefnumótun“ og 1979 fór svo, að ofangreindu ákvæöi var breytt á þann veg, að þar stendur nú: „Að vera vettvangur umræðna um leik- listarmál og stuðla að því, að leiklistarstarfi séu búin þroska- vænleg skilyröi." í fréttatilkynningu um fyrsta fund leiklistarráðs er þannig komist að orði: „Augljóst er að nokkuð vantar á að móta stefnu af hálfu hins opinbera í leiklistarmálum og verð- ur það í verkahring leiklistarráðs að reyna að stuðla að því að listgrein- inni verði gefinn sá gaumur, sem hún þarfnast í samræmi við þann LEIK- LISTAR- RÁÐ RÍKISINS áhuga landsmanna að ekki verði búið við leiklistarlausa samtíð.“ Þessi hátíðlegu orð verða tæp- lega skilin á annan veg en þann, að leiklistarráðið ætli sér „að stuðla að stefnumótun“ opinberra aðila á sviði leiklistarmála, þótt það hafi verið afnumið sem verkefni þess eftir íhugun Alþingis af ótta við að „þetta yrði skilið á þann veg, að leiklistarráð ætti að ráða því eða hafa áhrif á hvaða tökum lista- maður, hvort sem það er rithöfund- ur eða leikhúsfólk, taki viðfangsefni sitt“, svo að vitnað sé til þingræðu Svövu Jakobsdóttur, sem vildi eyða allri tortryggni og breyta ákvæðinu í sína endanlegu mynd um leið og hún minnti á, að „stefna“ er fagorð í listum, því að þar tali menn til dæmis um raunsæisstefnu og róm- antíska stefnu. Ragnhildur Helgadóttir, sem flutti tillöguna, að heimiluð yrði opinber styrkveiting til óperustarfsemi, var sama sinnis og Svava um hættuna af orðinu „stefnumótun" en gekk lengra og lagði til, að ákvæðin um leiklistarráö yrði fellt úr lögum. i rökstudningi sinum sagði Ragnhild- ur meðal annars: „Lög okkar eru nógu margorö og löng, þó að við séum ekki að binda í lög að stofna eigi einhver félög, sem svo ekki einu sinni sjá tilefni til að koma saman til funda... En mér skilst helst að leiklistarráðið eigi að hitt- ast stöku sinnum og spjalla saman um leiklistarmál í landinu og fylgj- ast svo með framvindu leiklistarinn- ar víðs vegar um landið, þ.e.a.s. ferðast á milli staða og fara í leikhús. Og ég get ekki að því gert, að mér finnst afar skringilegt að binda það í lögum, að hópur manna, sem ráðinn er til þess að fara í leikhús hér og þar i landinu, eigi að fá kostnað við það greiddan úr ríkissjóði...“ Helgi Seljan, sem hafði verið tilnefndur sem einn fulltrúanna í leiklistarráði 1979, hélt upp vörnum fyrir ráðið og sagði, að ákvæðin um það væru komin í lög fyrir ábend- ingu áhugaleikfélaganna,“ sem ósk- uðu eftir því á sínum tíma að fá vettvang til að ræða við atvinnu- mennina“, eins og Helgi orðaði það og bætti síðan við: „ Við vildum gjarnan fá það lögfest, að við hefðum slíkan viðræðuvettvang m.a. og þá fyrst og fremst til þess að knýja á atvinnuleikhúsin, og þá Þjóðleikhúsið alveg sérstaklega, að veita áhugaleikfélögunum þann ótvíræða stuðning sem Þjóðleikhús- ið á að gera, en hefur ekki gert nema að mjög litlu leyti enn í dag. Þetta átti þess vegna að vera vettvangur til þess að knýja það fram, að Þjóðleikhúsið styddi í raun áhugastarfsemina, en ekki með þeim vettlingatökum, sem það hef- ur gert hingað til.“ I framhaldi af þessum orðum Helga Seljan hljóta ýmsir sjálfsagt að spyrja, hvort ekki hefði verið unnt að komast af með minna bákn en þetta ráö til að koma á viðræðum milli Þjóðleikhússins og áhugaleik- félaganna. í fréttatilkynningunni um fyrsta fund leiklistarráðsins, sem 23 fulltrúar sátu, er hvergi getið um þessar viðræður. Höfuðáherslan er þar lögð á það, að leiklistin í landinu sé í fjársvelti. Opinber framlög séu hlutfallslega mun lægri en í öllum nágrannalöndunum, söluskattur sé þungur baggi á atvinnuleikhúsun- um, fjárveitingarvaldið skeri óspart niður tillögur menntamálaráðuneyt- isins um styrkveitingar til leiklistar- starfsemi og ekki sé lengur neitt samræmi í aðgöngumiðaverði og þeim kostnaöi sem er viö að koma leiksýningu á svið. Lögskipaður menningarlegur þrýstihópur gagn- vart fjárveitingavaldinu, sem skóp hann, er sem sé að komast á skrið. Hvenær heyrum við frá myndlist- arráði ríkisins, tónlistarráði rikisins og bókmenntaráði ríkisins? Björn Bjarnason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.