Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1980, Blaðsíða 3
Auk þeirra Ijóöa, sem Hemingway seldi Þverskuröinum, fékk hann birt eftir sig Ijóö í nokkrum amerískum tímaritum á árunum 1922—29. Um tíu ára skeið, 1935—44, lagði hann Ijóðagerö alveg á hilluna, en tók síöar til viö hana aftur og þróaöi stíl sinn svo kvaö viö nýjan tón. Þá skrifaði hann löng og þersónuleg Ijóö til Mary Welsh, og í sviþuöum dúr voru nokkur Ijóö, sem hann samdi í París í vetrarbyrjun 1949. Megniö af Ijóöum sínum skrifaði Hem- ingway meö hraði, til þess aö fullnægja brýnni þörf. Samt sem áöur sýna handrit, að hann hefur endurskrifaö mörg þeirra, og meira en helmingur er varöveittur í fleiri en einni gerö. Þrátt fyrir takmarkaöa gagnrýni hafa Ijóö Hemingways fengiö orö fyrir aö vera klúr og þannig lýsir hann þeim jafnvel sjálfur. Hann geröi enga tilraun til þess aö fága málfar sitt, ádeilan var gróf, viröing aldrei í heiöri höfö og venjur allt annaö en heilagar. Ljóöin koma listrænni þróun hans lítiö sem ekkert viö. En kannski gefa þau betri mynd af manninum aö baki goðsagnarinnar. Þau skortir þá skerþu, sálræna fléttu og fegurð, sem sögurnar hafa til aö bera, en standa þó fyllilega fyrir sínum boðskaþ. Heimild: Formáli eftir Nicholas Gero- giannis í 88 Ijóð eftir E.H. r&W-0-- -***<=• w Tvö Ijóöahandrit Hamingways fré árinu 1922. Ljóð eftir ERNEST HEMINGWAY Montpamasse Þaö eru aldrei nein sjálfsmorð í hverfinu meðal fólksins sem maöur þekkir engin vel heppnuð sjálfsmorð. Kínverskur strákur kálar sér og er dauöur. (þeir halda áfram aö setja póstinn hans í bréfalúguna hjá Dome) Norskur strákur kálar sér og er dauöur. (enginn veit hvert hinn norski strákurinn hefur farið) Þeir finna dauöa fyrirsætu eina í rúmi og steindauöa. (það olli húsverðinum næstum óbærilegum vandræðum) llmolía, eggjahvíta, sinnep og vatn, sápufroöa og magadælur bjarga fólkinu sem maður þekkir. Á hverju kvöldi má finna fólkið sem maður þekkir á kaffihúsinu. (París, 1922) (Um brúöargjafir) Þrjár feröaklukkur tifa á arinhillunni komma en ungi maðurinn sveltur. (Chicago, 1921) Ath. Skrifaö sem formáli blaöagreinar um brúðargjafir. Sorgarsöngur hins einlæga fríhyggjumanns Ég veit að munkar fróa sér um nætur, að heimiliskettir ríða, að sumar stelpur bíta, og hvað get ég þó gert til að bæta úr því? (París, 1922) Tíöarandinn krafðist Ath. Montparnasse var eitt þekktasta listamanna- hverfi Parísar um 1920 og Dome var eitt af vinsælustu kaffihúsunum þar. Hollráö til sonar Treystu aldrei hvítum manni, dreptu aldrei Júða, undirritaöu aldrei samning, leigðu aldrei kirkjubekk. Skráðu þig hvorki ! herþjónustu; né gifstu mörgum konum; skrifaðu aldrei fyrir tímarit; lát ofnæmi þitt óklóraö. Settu ætíð pappír á setuna, trúðu ekki á stríð, vertu hreinn og þokkalegur, gifstu aldrei hórum. Borgaðu aldrei fjárkúgara, farðu aldrei í mál, treystu aldrei útgefanda, þvíþá muntu sofa á hálmi. Allir vinir munu yfirgefa þig, allir vinir munu deyja, svo lifa skaltu hreinlátu og heilnæmu lífi og sameinast hóp þeirra á himnum. Tíöarandinn krafðist þess að við syngjum og skar úr okkur tunguna. Tíðarandinn kraföist þess að við streymdum og rak tappann fastan. Tíðarandinn krafðist þess aö við dönsuöum og tróö okkur í járnbuxur. Og að lokum var tíðarandanum fenginn sá skítur sem hann krafðist. (París, 1922) (“Blóö er vatni þykkra“. .). „Blóð er vatni þykkra", sagði ungi maðurinn, þá er hann stakk vin sinn fyrir gamla slefandi tæfu og hús fullt af lygum. (Ef þú ekki veröur.. .) (París, 1922) Ef þú ekki veröur ástarhnossið mitt, ætla ég að hengja mig á jólatréið þitt. (Berlín, 1931) (Finca Vigia, Kúbu, 14. febr. 1956)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.