Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 12
Mikil snyrtimennska er ríkjandi á Húsavík og kemur það vel í Ijós á þessari loftmynd, sem tekin hefur veriö af Hótel Húsavík og næsta nágrenni. meö fullri vísitölutryggingu og 91/2% vöxtum. Eftir eitthvaö um 5 ár er svo komið, aö þessi skuld stendur í 150 milljónum. Viö fengum þó lagfæringu um síðustu áramót; helmingurinn var undanþeginn vísitölu, en fariö í hæstu leyfilega vexti, sem þá voru 26%. Og smá anga fengum viö felldan niöur. Mig minnir, aö vaxta- byröin sé nú um 30 milljónir á ári og þetta er alveg rosalegt. Mér er stórlega til efs, aö nokkur atvinnu- rekstur á íslandi, eöa jafnvel í heiminum, þurfi aö lúta aö öörum eins afarkostum og þessi vesalings hótel, sem byggja á lánum frá Feröamálasjóöi." „Hefuröu áhyggjur af því, aö þetta kunni allt aö lognast útaf?“ „Já, ég hef áhyggjur af því aö fyrirtæki meö slíkan draug á eftir sér og slíkan fjármagnskostnað, geti ekki meö nokkru móti spjaraö sig. Þaö eru þó ekki margir, sem lent hafa í þessari úlfakreppu og ekkert launungamál, aö þaö er Hótel Húsa- vík og Hótel Stykkishólmur sem hafa farið verst út úr þessu. Samt er verið aö reyna aö halda uppi bráönauö- synlegri þjónustu meö myndarbrag, enda er hóteliö sameiginlegt átak margra aðila. Stærstu eigendurnir eru Húsavíkurbær, Kaupfélag Þing- eyinga og Flugleiðir. Meöal einstakl- inga er Sigtryggur Albertsson fyrrum hótelstjóri hér langstærsti hluthafinn, en fjölmargir einstaklingar, einkum Húsvíkingar, eiga smáhluti. Ekki má heldur gleyma Félagsheimili Húsvík- inga, sem er hluthafi í hótelinu.“ „Er vinnudagur hótelstjórans lang- ur og strangur?“ „Yfirleitt er hann þaö, en fer eftir því hvaö unniö er hverju sinni. Margir spyrja, hvort ekki sé gott aö slappa af í sveitinni, en ekki hef ég orðið var viö neina sérstaka afslöpp- un. En ég er ekki aö kvarta og þetta hefur verið mjög lærdómsrík dvöl. Ég >hef kunnaö vel við Húsvíkinga og Þingeyinga; hér er mikið af indaelis- fólki. Yfirleitt eru Þingeyingar opnir og hafa kannski veriö kallaðir montnir vegna þess að þeir eru ófeimnir og óbældir og aö mörgu leyti sjálfum sér nógir. Þeir eru fljótir aö kynnast og þesskonar fólk er jafnan gott aö umgangast. Sjálf störfin eru svipuð hér og á Hótel Sögu til dæmis. Hótelið nýtur þess nú orðið aö hafa vel þjálfað fólk í aö taka á móti gestum, en hvaö sjálfan mig áhrærir, er munurinn sá, aö hér hef ég orðið aö vera meira í öllu sjálfur; jafnvel aö gegna hlut- verki ferðaskrifstofu um leið og bjarga því aö fólk komist hingaö og þangaö.“ „Væri stuöningur aö ferðaskrif- stofu hér á staönum?" „Já, mér hefur fundizt vanta ein- hverskonar feröaskrifstofu, en menn hafa ekki lagt í aö setja slíka starfsemi á laggirnar og heldur ekki hópferöaakstur um þessa fallegu sýslu. Allt er þaö vegna þess hve tíminn er stuttur á ári hverju. Setjum svo aö hægt væri aö koma á morgun- og kvöldflugi hingað aö sunnan, — þá gætu farþegar skoö- aö fallegan fiskimannabæ sem Húsavík er vissulega, ekiö síöan til Mývatns, þaðan til Akureyrar og suöur aftur meö kvöldflugi. Þeir sem fljúga til Akureyrar aö morgunlagi, færu þaöan til Mývatns, en síðan til Húsavíkur og flygju suöur héöan. Meö því aö lengja ferðina um dag og bjóöa gistingu í Reynihlíð eða Hótel Húsavík, yröi hægt að taka auka- hring um Tjörnes, Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi." „En skipulagið á feröurri hér um svæðið hefur verið ööruvísi, eða hvað?“ „Já, þaö hefur veriö flogiö til Akureyrar, en fólkinu ekiö þaðan til Mývatns og síöan sömu leið til baka. Húsavík hefur oröið útundan. En úr því væri auðvelt að bæta og ég held aö þannig yrðu ferðirnar betri. En þessi þjónusta verður að vera stand- andi uppá hvern einasta dag“. „En nú ert þú búinn að segja upp og ætlar aö hverfa frá öllu saman". „Já, leiðin liggur aftur á Hótel Sögu. Og ég sakna örugglega margs frá Húsavík, ekki sízt veöurblíöunn- ar, þótt lítiö sæist af henni nú í sumar. Reyndar var veturinn búinn að vera geysilega langur; fólk var orðið mjög langþreytt í vor. En það er nú svo, að eftir 5 ár verður maður að gera upp við sig, hvort eigi að gera þáttaskil, — eöa setjast alveg aö. Þaö varö ofaná aö flytja aftur suöur, enda var ég búinn aö eiga þar heima í 40 ár og þar eru ræturnar aö sjálfsögöu." G.S. Þá er þetta sumar liðið. Reyndar kom það aldrei sumsstaðar á land- inu. Viö Sunnlendingar, sem svo mörg undanfarin sumur höfum horft öfundaraugum á sólskinssvæðið á noröausturhorni landsins, sem af- markaö var meö punktalínu á veö- urkorti sjónvarpsins, höfum veriö sólarmegin í lífinu í bókstaflegri merkingu þetta sumarið, en Norð- lendingar ekki. Samt var hér ekki hlýindunum fyrir að fara, t.d. sprungu fjólurnar, sem vaxa villt á milli gangstéttar- hellanna hór viö húsdyrnar aldrei út í sumar og jarðarberjaklasarnir í litla kassanum úti í garði eru grænir og stinnir og ná áreiðanlega ekki að þroskast hér eftir enda komið fram í september. En sólskiniö var mikiö á reykvísk- an mælikvarða og höfuðborgarbúar duglegir að nota sér það. Margir geta eflaust tekiö undir með blaða- manninum Guöjóni, sem hafði ekki vinnufriö fyrir sólskini og hálfberum kroppum fyrir utan gluggann sinn. En þeir eru ófáir, sem ráða tíma sínum á sumrin, sem hafa þá ófrá- víkjanlegu reglu aö kasta öllu frá sór og fara út í sólina, þegar hún lætur sjá sig, velþekkjandi duttl- unga hennar að skína sem skærast einn eða tvö klukkutíma, en draga svo þykka skýjahulu fyrir sig, það sem eftir er dagsins. Nei, hún bíður ekki alltaf eftir því aö fólk Ijúki verkum sínum. Þó nokkrum sinnum mátti í sumar heyra þá skemmtilegu tilkynningu í útvarpinu, að vinnu- stöðum væri lokaö „vegna veöurs.“ Ég er í hópi þeirra heppnu, sem oft geta tekið verkefni mín með sér út í garö eöa út á svalir, þegar sólskiniö manar mann til útivistar. Breiðholtssólin dugði mér vel í sumar. Ég hef víst sólbrunniö eins og sannur sósíalisti, svo sundurslit- in og óregluleg er Breiðholtsbrúnk- an á mér. Ég gaf mér ekki tíma til aö sólbrenna jafnt eins og kapítalist- arnir suður í St. Tropez, sem hún Steinunn Jóhannesdóttir horfði upp á snúast eins og grísir á teini. Ég skil ekkert í henni Steinunni aö hafa geö í sér til að liggja í sólbaði innan um þessa kapítalista suður í St. Tropez en hún tók nú líka rækilega fram í grein sinni í Þjóðviljanum 29. júlí s.l. aö hún heföi búiö á einnar stjörnu hóteli. Alltaf finnst mér ágúst töfrafyllsti mánuöur ársins — ef vel viðrar. Þá er komin á einhverskonar Ijúf og mild kyrrö í himinhvolfinu og síð- degis koma fram djúpir, hlýbláir skuggar í fjöllunum, sem aldrei eru eins og einmitt í ágúst. Og ágúst- kvöld í sveit með sætri töðuangan, mjúku rökkri og fyrstu stjörnum síösumarsins blikandi á himninum — er nokkuð indælla til á íslandi? Viö fórum í sérlega skemmtilega gönguferð einn fallegan ágúst- sunnudag í sumar. Við komumst ekki af stað fyrr en um fimmleytið. Dauft eða ekkert sólskin hafði veriö hér í bænum. Móskarðshnjúkarnir voru einir baöaðir í sól og brutust fagnandi fram úr blámóöunni í kring eins æpandi litsterkir og gulu hnjúkarnir hans Valtýs Péturssonar á Sumarsýningunni á Kjarvalsstöö- um. Þarna sannaöist eins og svo oft áður, aö listamaöurinn ýkir aldrei svo mikið, aö hann fari fram úr náttúrunni sjálfri. Ferðinni var heitiö í Búrfellsgjá, sem er í hraunflæminu milli Vífils- staðahlíöar og Helgafells. Bílinn skildum við eftir neöan viö bröttu brekkuna á mótum Vífilsstaöahlíöar og Hjalla. Þegar viö hófum gönguna, hafði sólin brotizt fram og skein yfir leið okkar og bláir ágústskuggar höfðu tekiö sér bólfestu í vöngum fjalianna. Búrfellsgjá er skemmti- legt og sérkennilegt náttúrufyrir- bæri. Þar hefur hraunelfa skafið svo rækilega innan haröari hraunveggi að eftir standa spegilfægð og slétt þil, en gjárbotninn er nú vaxinn mjúku grasi, hin þægilegasta gönguleið. Innst í botni gjárinnar má ganga upp í gíginn sjálfan, þaðan sem hrauniö rann. í gjár- mynninu er aftur á móti gaman aö skoða helli, sem notaður hefur verið fyrir fjárgeymslu og velhlaöna fjár- rétt úr grjóti, en viö þær fram- kvæmdir hafa áreiöanlega aðeins verið notuö mannsöfl og hestöfl. Ferð um Búrfellsgjá hæfir fjöl- skyldumeölimum á öllum aldri og upplagt er að taka meö sér nesti og hitunartæki og halda þarna til heil- an dag. Mig langar að lokum aó taka undir það, sem Sigurlaug Bjarna- dóttir sagöi í erindi „Um daginn og veginn“ fyrir skemmstu, aö þaö er leitt til þess aö vita aö fólk í mismunandi landshlutum þurfi til skiptist aö öfunda hvert annað af veðrinu. En svona vill himnafaðirinn hafa þetta. Honum hefur löngum fundizt „hentast heimi“ „það hiö blíða blanda stríðu“. Okkur mönn- unum finnst aö hann gæti í þessu tilfelli gert þaö í hæfilegri skömmt- um. Anna María Þórisdóttir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.