Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 8
Viö Golden Gate-brúna yfir San Franciscoflóa. Brúöhjónin eru komin alla leiö frá Tókíó, með beim eru vígsluvottarnir, vinafólk beirra; myndavólin á bekkendanum, stillt á tíma og á aó festa augnablikiö á filmu. Þarna stanza tugir eöa hundruö manna á dag og láta mynda sig á kambinum ofan viö brúar- sporöinn meö borgina í baksýn. San Francisco er einn mestur ferðamannastaöur í Bandaríkj- unum og þótt víðar vœri leitaö; talið að brjár milljónir muni leggja leiö sína Þangað á bessu ári. San Francisco er enda mjög sérstœó meöal borga og yfir henni ævintýraljómi. Ekki er dregiö úr Þeim ævintýra- Ijóma í ferðamannabæklingum — af Þeim mætti ætla aó Þarna væri paradís á jöróu. Víst er margt gott um staöinn: Þar er til að mynda ævinlega gott veður, Þ.e. gott á mælikvaröa Þeirra sem eiga lítilli sól aó venjast, Þarna er sem sé glampandi sól alla daga og Þó ekki óÞægilegur hiti. Þá má telja Þaö aö borgin er Þekkt fyrir óvanalegt frjálslyndi enda hefur flykkzt Þangaó fólk sem erfitt átti uppdráttar annars staóar vegna litarháttar síns, kynhneigöar, trúarskoóana eöa einhverra hluta annarra. Hafa fjölmargir slíkir fundiö Þarna griöastaö. En sumir finna hvergi friö, og Þaö er mikið um sjálfsmorö í San Francisco, sjálfsmorðstíönin Þar einum og hálfum sinnum meiri en í Bandaríkjunum í heild. Margir sem komu um langan veg yfir Golden Gate-brúna, „Brúna yfir í borgina fyrirheitnu“ sem út- máluö er í feröamannapésun- um, í von um betra líf, snúa vonsviknir aftur — og stökkva út af henni. Tæplega 700 manns hafa fyrirfariö sér meö Þeim hætti. „Blómabörnin“ geróu garö- inn frægan fyrir nokkrum árum. Þessi hreyfing var tengd fíkni- efnaneyzlu og vildi bylta heim- inum meó ást - og blómum. Nú eru blómabörnin horfin úr Haight-stræti. í víótækri könn- un sem fram fór á vegum „National Institut of Mental Health“ kom á daginn aö meiri hluti Þeirra, sem ekki uróu fíknilyfjum að bráó, gaf hug- sjónir sínar upp á bátinn, aó nokkru leyti a.m.k., og „gekk aftur í Þjóöfélagiö“ — settist á skólabekk, eóa fór út í atvinnu- lífið. Þaö er reyndar ekki alveg rétt aö Þau sóu öll á brott úr Haight-stræti og hverfinu Þar í kring; nokkur hópur varö efftir, en Það fólk situr ekki lengur á stéttum úti og bíður hinnar fyrirheitnu Þjóófélagsskipunar. Þaö er margt búió aö stofna fyrirtæki — fataverzlanir, forn- munabúóir, sýningarsali og væntir Þess að hverfió fari nú aö hækka í áliti. Viröast Þær vonir ætla aö rætast, Því aö McDonald sá, sem heimsfræg- ur er af hamborgurum sínum, var aó reisa Þarna matsölustaö fyrir stuttu.... ■ wt flfl " Mtík v M „Lífskúnstnerar“ setja svip sinn á borgina Flugvélin meö felulitunum, hakakrossinum og brúöunni í flugmannssætinu, píanóleikar- inn sem ferðast um meó hljóö- færió aftur í bíl sínum, leggur við gangstéttarbrúnir og spilar stundarkorn á hverjum staö í von um Þaö aö einhverjir veg- farendur láti smáaura af hendi rakna, fiskurinn, geröur af bjórdósum mestan part, og Ray Solo, einsmannshljómsveit sem situr parna á kolli og einkum er frægur af Því aö hann getur leikiö á tvo tromp- eta í einu: pessi fyrirbæri eru ekki Þarna einungis til gamans feróamönnum, öll eru Þau sam- gróin og eiginleg borgarbragn- um í San Francisco, dæmigerö um andrúmsloftió Þar. Lista- menn af öllu tagi, og ekki sízt „lífslistamenn", eru fjölmennir mjög í borginni, enda er Þar yfirleitt ekki amazt viö neinum — svo fremi sem hann angrar ekki yfirvöldin. Frjálslyndinu í San Francisco eru sem sé takmörk sett. Þar eu reglur eins og annars staöar og mönnum helzt ekki uppi aö brjóta pær. Reglurnar setja Þeir sem völdin hafa, og Þaö eru auöjöfrarnir sem „halda uppi“ borginni, hóteleigendur, bankastjórar og tryggingafor- stjórar. Þeir greiöa hæstu skattana og eru Þar af leiöandi áhrifamestir í stjórnmálunum. Þessir menn eru fæstír sórlega hrifnir af „lausingjalýó“ Þeim og „hippadóti“ sem fjölmennt er í San Francisco, og pví er Það aö lögreglan veróur oft aó taka sig til og stugga vió Þessu fólki ef Þaö gerist of nærgöng- ult; lögregla er sérstaklega liösterk í verzlunarhverfunum í miöborginni og sést ósjaldan hreinsa Þar til — fjarlægja hljómlístarmenn af gangstétt- um fyrir Þaö aö „hindra um- feró“ o.s.frv. Menn veröa aö Þekkja leikreglurnar....

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.