Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 06.10.1979, Blaðsíða 6
Ingölfur Jönsson frö Prestsbakka ROBERT BURNS Á slóöum Burns er birta og regn og bók viö bók á bak viö gler og andi skáldsins er enn á ferö hans óöur er af þeirri gerö, aö þar sem er hans þjóö á ferö um þagnarskóg veröa vonir til og vængjuö birtast þér viökvæm Ijóö, uns harpan hans er harpan þín þitt hjartablóö. Jön P. Ragnarsson ÁÁRI BARNSINS Á nöktu leirgólfi liggja kornabörn og bíöa óþreyjufull eftir brauömolum frá í gær. Úr kornhlööum ríkisins fæst ekkert nema fóöur í fallbyssukjafta lífvaröarins. Á nöktu leirgólfi leika eldri börnin sér ekki að barnagullum Sameinuöu þjóöanna: Þeirra leikur er aö kreppa litlu hnefana um handfylli af ímynduöu korni. © v \ í Um mitt sumar átti ég sem oftar erindi í kaupfélagiö mitt 6 Sval- baröseyri. Þaö var einn þeirra uf- bvöíu daga þessa sólarlausa sumars 6 Norðurlandi, þegar menn urðu að draga fram vetrarflíkur til skjóls gegn norðangjóstri og nepju. Næð- ingurinn dró suddaaiæður úr lagð- síöum dumbungsskýjum niður yfir Vaðlaheiði miöja, svo ekki sást Hólabrún með Dagmáiahói, hvað þá Sólheimaborg, þar sem rishár Út- garður Menntaskólans á Akureyri er endurborinn. Raunar er alltaf frem- ur uppörvandi aö koma á Sval- barðseyri, því hún er staður mikilla framkvæmda og samhyggju stór- huga samvinnumanna, þar sem áhuginn Ijómar af hverju andliti, hamarshöggin kveóa við og hver bygging rís af annárri. Þetta blasir þeim mun betur við þar, en víða annars staðar, að fyrir fáeinum árum sýndist þetta fremur daufleg- ur staður. Þá sér og vel yfir, þegar sveigt er af þjóðveginum niður bratta brekku niður ó eyrina. Þenn- an hrollkalda sumardag stöövaði ég bílinn minn við bensíntankinn fram- an við kaupfélagið og í sama mund bar þar að roskinn mann á dráttar- vél. Við heilsuöumst, þegar hann var stiginn niður af vélinni. Hann hryllti sig og bölvaði tíðarfarinu hressilega og bætti við: — Þú fyrirgefur nú orðbragðið, prestur minn, en hvað er hægt að segja annað í þessum asskotans noröan- garra og bévítans þurrkleysinu. Mér varð það helst til svars, að ekki væri nú öll nótt úti enn og vitnaði í valinkunnan spámann af Húsavík, sem lofaði okkur einmuna blíðu innan skamms. Svo hefði ég aldrei heyrt, að aá gamli væri vænlegur til ákalls, þegar við þráum aukna birtu og blíðviöri. — Æi, það kann að vera, ansaði karl, — en myrkrahöfðinginn virðist nú helst vera í kallfæri um þeaaar mundir, eins og öllu er komiö í þessu vosæla landi. Ég reyndi að slá á lóttari strengi og minntist á það, að svo langt væri um liðið aíðan við hittumst síðast, til þeaa að spjalla saman að ráði, að á því tímabili hefðu orðið stjórn- arskipti í landinu. Þar sem ég hugði hann hugprúðan framsóknarmann, bjóst ég nú við að brúnin myndi fremur iyftast á honum, svo óg bætti við: — Já, það hefur heldur betur orðið breyting á, síðan við sátum á útsæðiskössunum sunnan undir vegg í fyrrasumar og gáfum okkur tíma til aó skrafa. — Er það? Ekki hef ég orðið var við það, ansaði bóndi snöggt. — Ég só enga breytingu, nema þá til hins verra. Þessir vinstri bjálfar eru eins og óvitar. Hvar eru ungu mennirnir, sem öllu ætluðu að breyta til hins betra? Það virðist sannarlega úr þeim allur vindur. Ég er löngu hættur að opna fyrir útvarpsfréttir eða að blaða í Tíman- um, þvíþað kemur manni einungis í vont skap. í þessum svifum kom Kristján málari Benediktsson út úr kaupfél- aginu með málningarrúllu í hendi. Hann nam staðar, þegar hann heyrði yfirlýsingu bóndans og sagði: — Úr því þú ert hættur að lesa Tímann, þá verð ég að lofa þér að heyra nýjustu fróttir úr þeim her- búðum: Fjármálastjórn er fullkomnuð senn, nú fylltu þeir verðbólgupokann. í hausnum á Tómasi hringsólar enn horngrýtis Austfjarðaþokan. Nú var einhver kominn til þess að afgreiða bensínið, svo talið féll niður. Þegar ég hafði lokið erindum í kaupfélaginu og ók upp brekkuna framhjá höfuðbólinu Svalbarði með hundrað kúa fjósi næst veginum á hægri hönd, en til vinstri gat að líta raðir nýrra einbýlishúsa, þá flaug mér í hug, hvað tímarnir eru undar- legir. Það er kvartað og bölvað og allir eru á einu máli um það, að þjóðfélagið só að sigla í strand. Og viðbrögð fjöldans gagnvart stjórn- málamönnum eru gjarnan þau, að aegja að þeir viti ekkert í sinn haus eða þeir lofi og svíki, Ijúgi og blekki. Á mig leitaði sú spurn, hvort ástæða þessi sé ekki fáfræði okkar flestra um gang stjórnmálanna. Almenn- ingur nennir ekki að fylgjast með því, sem er að gerast. Og stjórn- málamennirnir færa sér það í nyt. Menn hafa miklu meirí áhuga fyrir því, hvort Ólafur Jóhannesson bros- ir út í annað munnvikið í sjónvarp- inu, heldur en að komast að raun um, hvað fólst í efnahagsfrumvarpi hans. Æi, það var alltof flókið. Þau pólitísku mistök hans, að halda áfram stjórnarforystu, eftir að um- rætt frumvarp hafði verið rúið öllum nýtilegum áformum, í stað þess að segja af sór og enda ferilinn með reisn, fór fyrír ofan garð og neðan hjá flestum. Það sem máli skiptir fer þannig fram hjá alltof mörgum. Og þess er vandlega gætt, að gera skilgreiningar á efnahagsstöðunni svo flóknar, að engum só helst fært að átta sig á henni. Stundum læðist að manni grunur, að sérfræðingarn- ir kunni a.m.k. ekki lausnir og útreikningana utanbókar. Menn bölva verðbólgunni, en segja, að án hennar geti þeir ekki eignast það, sem hugurinn girnist mest: íbúð, bíl og þau þægindi, sem þeir krefjast sér til handa. Stjórnmálamennirnir eiga að berjast af hörku gegn ástandi, sem meiri hluti lands- manna vill ekki innst inni að breyt- ist, en segir þeim þó að breyta. Haltu mórl Slepptu mérí er þjóð- söngurinn nýi. Sannarlega eru al- þingismenn ekki öfundsverðir. Er hægt að hugsa sér átakanlegra óraunsæi og grátbroslegri viðbrögð á miklum upplýsingatímum há- þróaðra vísinda. Það þættu háska- leg trúarbrögö, sem flyttu þvílíkan boöskap og hætt er við að þeim yrði brugöiö um viðbjóöslega hræsni. Sannarlega er nauðsynlegt að breyta fleiri þáttum í þjóðlífi og mannlífi en efnahagsmálum, til þess að vænta megi raunhæfra breytinga til batnaðar. Ekki er ólík- legt, að sá sem harðast vó að hræsninni, myndi nú segja við okkur öll: „Enginn leggur bót af óþæfðum dúk á gamalt fat, því bótin nemur af fatinu og verður af verri rifall Hugarfarið þarf að end- urnýja frá rótum og í stað þess að bölva ástandinu út í loftið, þurfum við að glæða almennan fróðleiks- áhuga, þannig að eðlilegra sam- band takist við fulltrúa okkar á Alþingi og þeir hætti að umgangast okkur eina og fávís, áhugalítil börn. Bolli Gústafsson, í Laufási.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.