Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 13
og fóru beint útí bláinn yfir víðáttu einhverrar sléttu. Það var Cassady sem leiddi Kerouac útá þjóðveginn og kynnti hann fyrir puttaferðalögum og þeysireiðum á alls kyns undarlegum bílum. En samt sem áður sneri Jack alltaf heim aftur til Mémere, til að skrifa og hvíla sig. 1950 gifti hann sig reyndar öðru sinni en hjónaband hans og Joan Haverty entist aðeins í tæpa sex mánuði, þá fannst Kerouac nóg komiö, haföi enda haft tíma og friö loks aö fullgera On the Road. Bókin var skrifuö á tæpum þremur vikum, Kerouac sat sem límdur við ritvélina og vélritaði stanslaust á 120 jeta langa pappírsrúllu, sagði frá ævin- týrum sínum og vina sinna, þó aðallega fjalli bókin um Neal Cassady — sem heitir Dean Moriarty í sögunni. Ker- ouac sjálfur heitir Sal Paradise, Gins- berg er Carlo Marx, Burroughs er kallaöur Old Bull Lee og svo framvegis. Illugi Jökuls- son tók saman Til aö skrifa On the Road hafði Kerouac myndað sér nýjan ritstíl; hann kallaöi þaö „sketching" eða „spontan- ous prose“, fólst aöallega í aö skýra frá öllu sem kom í hugann, skrifa hratt og ákveöiö, lýsa atburðum og persónum nákvæmlega eins og allt kom honum fyrir sjónir. Hann hataði loks eins og pestina allar breytingar á því sem hann hafði þegar skrifaö, að skrifa uppá nýtt og „endurbæta" var ekki hans fag. En On the Road fékkst ekki gefin út í mörg löng ár og Kerouac sat ekki auðum höndum á meðan: hann var á stöðugum feröalögum milli landa og milli borga. Neal Cassady bjó lengst af í San Francisco með hinum og þessum konum; hjá honum dvaldist Kerouac oft á tíðum, þeir lifðu „hátt“ og flæktust víöa um. Jazz var eitt aöaláhugamáliö; Kerouac var alla tíð mjög hrifinn af jazzi, liföi sig inn í stemmninguna og geröi nokkrar tilraunir til að skrifa „jazz-skáldsögu“, sem hann kallaöi. En hvert sem Jack fór var hann alltaf sískrifandi, í „Frisco“ hjá Neal, í New York eða hjá mémere, Leo Korouac var þá látinn. Þó ekkert fengist selt fyrr en löngu seinna lét Jack þaö ekki aftra sér frá því aö skrifa fleiri og fleiri bækur. Nokkrum sinnum dvaldist hann í Mexíkóborg, fyrst hjá Burroughs sem hafði hrakist írá USA vegna fíknilyfja- neyslu sinnar, dundaði sér við það í Mexíkó að gera tilraunir á sjálfum sér með hin dularfyllstu efni, og síöar — er Burroughs haföi sömuleiðis hrakist frá Mexíkó — bjó Jack þar einn. (Burr- oughs hafði í samkvæmi farið að setja upp leikrit um Vilhjálm Tell; hann átti með raunverulegri skammbyssu aö hitta vínglas á höfði eiginkonu sinnar. Hann hitti ekki og konan dó. Eftir þetta bjó Burroughs lengi í Tangier). Þaö var á þessum árum vonleysis og vonbrigða sem Kerouac komst í kynni við búddisma: hann varö stórhrifinn af frasanum „lífið er þjáning“, — hélt áfram að stúdera fræðin og meðan Jack bjó í Berkeley, Kaliforníu, 1955 hjá Ginsberg sem þar stundaði nám, sökkti hann sér niöur í búddismann af krafti. Þar var þá nokkur áhugi á efninu; i'erouac varð stórhrifinn af skáldinu Gary Snyder og fannst hann hafa tileinkað sér fræöin mjög sann- færandi. Þaö er Snyder sem gengur undir nafninu Japhy Ryder í The Dharma Bums sem er sennilega önnur frægasta bók Kerouacs, skrifuö 1957. Ray Smith er auðvitað Kerouac sjálfur, Alvah Goldbook er Ginsberg, Cody Pomerey er Neal Cassady og svo framvegis. Þetta voru góðir tímar fyrir Jack, hann stundaöi hugleiöslu og búddisma, flæktist um og kynntist vinum Allens — sem bjó með ástmanni sínum Peter Orlovsky, George í The Dahrma Bums — drakk brennivín í San Francisco, reykti marjúana, notaði benzedín, meskalín og morfín — og skrifaði. Á þessum tíma átti sér staö það, sem síðar var kallað „the Poetry Renaissande of San Francisco“, upp- lestur sex skálda í Six Gallery sem Jack lýsir frábærlega í The Dharma Bums. Alvarlegasta tilraun Kerouacs til að gangast einlífi og búddisma á hönd var gerö sumarið 1956, er hann var brunavöröur í sfcógum Washingtonrík- is, — bjó þá einn í kofa í marga mánuöi án þess aö sjá nokkra sálu; hann varð þeirri stund fegnastur er hann gat komist aftur suður til „Frisco" að hlusta á jazz, drekka og reykja ... Síöar var hann enn um tíma í Mexíkó með Ginsberg, Orlovsky og nýjasta stórvini þeirra, skáldinu Gregory Corso. Þaö voru breyttir tímar í vændum fyrir þá; allir um það bii aö verða frægir, útgáfufyrirtæki haföi að lokum fallist á að gefa út On the Road og þessi bók, sem átti eftir aö færa Jack mikla frægð en litla hamingju, jcom út í september 1957. Gagnrýnendur voru mishrifnir af On the Road til að byrja með. Margir rómuöu hana sem frumlega, nýstár- lega og vel skrifaöa, öörum fannst hún tilgangslítil og opin í báöa enda. En lesendur voru yfir sig hrifnir, sérstak- lega ungt fólk sem fann til samkenndar með söguhetjum Kerouacs, eirðarlaus- um og flökkugjörnum, ætíð í leit að betri heimi handan næsta sjóndeildar- hrings Kerouac hafði mótað það sem kallað var „Beat Generation“ (nafn sem hann haföi sjálfur fundið upp nokkrum árum fyrr), Kerouac var nefndur „kon- ungur bítnikkanna" og frá og með útkomu On the Road var hann ávallt settur í samband við þá, endalausan þjóöveginn og æsandi líferni. Þetta var hlutverk sem Jack líkaði illa aö leika. Hann var kominn inn af þjóðveginum, — frá 1957 settist hann að mestu í helgan stein, bjó með mérere og vildi fá að vera í friði, ekki sífellt þurfa að vera bítnikki. Og sömuleiðis féll honum mjög illa aö vera af bókum sínum einungis stimplaöur fulltrúi og talsmaöur „Beat“ kynslóöar- innar, honum fannst hann vera að fást viö mun merkilegri hluti, skrá „legend" lífs síns, langa króníku skáldsagna — honum fannst hann standa næst hinum miklu meisturum franskrar skáld- sagnagerðar, sér í lagi Marcel Proust. Kerouac var sannfærður um líkingu verka sinna við snilldarverk Prousts „t leit að horfnum tíma“ og fannst sárt aö vera aðeins tekinn sem málpípa vissra hópa, hversu mjög sem hann taldlst til þeirra. Með frægðinni einangraðist hann að miklu leyti frá vinum sínum. Ef undan er skilin stutt ferö til Tangier með Ginsberg, Orlovsky og Corso til að hitta Burroughs, kaótískt drykkjuferða- lag til Kaliforníu og loks stutt dvöl í Frakklandi, bjó Jack að mestu meö mémere, flæktist um í New York og drakk meira en nokkru sinni fyrr. Vonbrigði velgengninnar voru of mikil fyrir Kerouac, hann varð bitur og gramur, fór að vera nöldursamur og fyrtinn, stundum meira að segja út í vini sína. Sérstaklega var honum illa við, er honum fannst Ginsberg, Burr- oughs, Corso o.fl. fara aö hneigjast of mikið tii vinstri í pólitík. Fyrr á árum er þeir diskúteruöu stjórnmál hafði Jack gjarnan gert grín að þeim; kvaðst ætíö vera fullkomlega ópólitískur. En nú, er vinir hans fóru jafnvel að hallast að anarkisma, sakaði hann þá um að vera ekki nógu miklir föðurlandsvinir. Hann studdi Lyndon Johnson í Víetnamstríði hans og nefna má, að eftir að Jack hafði í eina skiptið á ævinni tekiö LSD (reyndar meö Timothy Leary) og farið í „slæmt tripp“, varð hann sannfæröur að rússar hefðu komið LSD til Banda- ríkjanna til að grafa undan amerísku þjóðinni. Jack Kerouac eltist fljótt. Lýsingar eru til af dapurlegu lífi hans með mémere; hann drakk feykilega mikið, einn heima hjá sér ef enginn var viö* hendina sem drykkjufélagi, reifst viö Félagarnir talið f.v.: Jack Karouac, Allen Ginsberg, Peter Orloveky, Gregory Corao, Lafcadio Orlovsky staddir f Mexikóborg í október 1956. mémere, sem hann gat þó ekki án veriö, og fannst hann yfirgefinnn og einmana. 1966 fluttist hann aftur til Lowell, heimabæjarlns sem alltaf haföi átt mjög sterk ítök í honum, og giftist í 3ja sinn, nú kvenmanni úr nágrenninu, Stellu Sampas — mémere hafði fengið áfall og var hálflömuö og Jack þarfn- aðist einhvers til að hugsa um þau bæði. Hann þjáðist af ýmsum kvillum; alltaf hélt Kerouac þó áfram að skrifa, það var hans eina yndi þessi dapurlegu ár. Meðan fjölskyldan dvaldist í Florida síðla árs 1969 var Kerouac loks nóg boðið, hann dó á sóttarsæng 21. október, 47 ára gamall.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.