Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 10
— Farðu þér ekki að voða með skærunum, drengur. — — Helduröu að ég sé einhver helvít- is klaufi, eða heldurðu kannski aö ég ætli að kála mér, — svarar drengurinn án þess aö líta upp. Hann er nýorðinn fimmtán, í andlitinu er sakleysi, blá spurnaraugu og Ijós hárlubbinn nær niöur á heröar. — Hvaö ertu að klippa út:? — spyr ég. — Blaðagreinar. — — Um hvaö eru þessar blaðagrein- ar? — held ég áfram aö spyrja. — Hvern djöfulinn kemur þér það viö? — Hann hefur ekki enn litiö upp. Hann vandar sig, snyrtir dálkinn sem hann hefur klipr t út úr einu dagblaðinu og þegar ég gjng aö honum til að líta á, hvað hann er að gera, þá flýtir hann sér aö stinga úrklippunni inn á sig beran, horfir á mig og segir: — Fær maður ekki að hafa neitt í friði hérna? — — Þú veist ég er forvitinn, Simmi minn. — — Ég heiti Sigmundu — — Liggur eitthvaö ill^ a þér í kvöld, vinur? — — Ég er enginn vinur.— Ég sest aftur og held áfram aö lesa. Það er myrkur úti og rigningin lemur gluggana. Drengurinn er eirðarlaus, fer fram í eldhús, kemur aftur inn, kveikir á sjónvarpinu, slekkur strax á því þegar myndin kemur á skerminn, grípu- aftur blaöiö sem hann haföi verið a Klippa úr, gengur um gólf. — Áttu Vísi?, — spyr hann. — Hefur hann ekki verið borinn út hingað í dag? — spyr ég. — Ég veit þaö ekki. Ætli kerlingarn- ar hafi ekki stoliö honum,— svarar hann. — Hvaða kerlingar? — — Þær sem koma meö matinn. — — Bfddu annars andartak. Ég ætla að gá hvort ég er með hann í frakka- vasanum, — segi ég. Ég fer fram í forstofu og þaö stendur heima, blaöiö er í vasanum. Ég rétti drengnum blaöiö. — Má ég eiga það? — spyr hann. Bláu spurnaragun eru aftur stór, sakleysiö á sínum staö í andlitinu og skeifan horfin af stútmunninum. — Ætlarðu þá aö segja mér, hvað þaö er sem þu ert aö klippa út? — spyr ég. Drengurinn horfir á mig, brosir dálítiö sigri hrósandi, mundar skærin, stendur snögglega up, otar að mér skærunum og segir: — Á ég að láta þau vaöa í þig? — — Vertu ekki meö þessi mannalæti, Simmi minn. Ef þú ætlar ekki að lesa blaöiö, þá ætla ég aö fá þaö aftur, — segi ég með hægð. — Þú ert skíthræddur við mig, — segir hann og stendur yfir mér meö skærin á lofti. — Það held ég varla, enda væri ég þá ekki hér, — svara ég og held áfram að lesa. Drengurinn er stór eftir aldri, þrekinn um axlir meö karlmannshandleggi, allur vel á sig kominn. Þetta er í þriöja skiptiö sem ég gæti hans hér á skammvistunarheimilinu. Skammvist- unin er á Kópavogsbrautinni. Fjögur herbergi, eldhús, bað og miöstöövar- klefi. Hér eru ungmenni höfö í gæslu meðan mál þeirra eru í rannsókn, eins og þaö heitir á lögreglumannamáli. Drengurinn hefur klippt út smádálks- snifsi af öftustu síðu Vísisblaðsins og réttir mér það aftur og segir. — Hérna, þú getur fengið það. — — Stundum þakkar maöur fyrir sig, — segi ég. — Drengurinn roðnar einsog stelpa. Þegar ég skoöa gatiö á öftustu síöu blaðsins, þá man ég aö þarna haföi veriö stuttaraleg lögreglufrétt um inn- brot eða eitthvað þvíumlíkt. — Safnarðu lögreglufréttum? — spyr ég Hann svarar ekki strax, gengur aö sjónvarpinu, kveikir á því, fær sér sæti fyrir framan það og segir: — Ég ætla að horfa á sjónvarpið. — — Geturöu ekki svarað mér, ég var að spyrja, hvort þú safnir lögreglufrétt- um? — spyr ég aftur. Smásaga eftir Björn Bjarman — Andskoti ertu leiðinlegur, hvað kemur þér þaö við eiginlega? — Hann þegir andartak en heldur svo áfram. — Ef þig langar endilega til aö vita það, þá safna ég úrklippum þar sem minnst er á mig en auðvitaö ekki meö nafni. — Hvað ert aö segja ? — spyr ég. — Ég hef gert það i tvö ár og lími úrklippurnar inn í stílabók, sem ég geymi heima. Þú mátt ekki segja löggunni þetta. Þeir mega ekki vita af bókinni, því þaö er ýmislegt í henni, sem hefur ekki komist upp. — — Hvað segirðu tvö ár? — spyr ég. — Já mér datt það ekki strax í hug. Heyrðu þú mátt ekki segja kerlingunni frá þessu, hún kemur í kvöld. Hún hringdi í dag og sagöist ætla að koma. — Hver er kerlingin? — — Auðvitaö hún mamma — segir hann í þeim tóni, sem gefur til kynna aö ég eigi aö vita hver kerlingin er. Við þegjum saman. í sjónvarpinu er þáttur frá útlöndum. Drengurinn stend- ur upp og skrúfar talið niður. Hann segir ekkert, skoðar hasarblöð sem legið hafa á hornborðinu. Ég kemst ekki hjá aö hugsa um þetta furöulega uppátæki drengsins aö safna úrklipp- um og greinum um afbrotaferil hans. Forvitni mín er vakin og ég held áfram aö spyrja. — Segðu mér Simmi, hvaö er langt síðan þú byrjaðir í innbrotunum? — — Þekkirðu karlana hjá sjónvarp- inu? — spyr hann. — Það var ég sem var að spyrja þig, — segi ég. — Hvað er þetta, má ég ekki spyrja einsog þú, hefurðu einhvern einkarétt á því aö spyrja? — — Nei, ég þekki ekki karlana hjá sjónvarpinu, — segi ég. — Ætli þeir séu eki leiðinlegustu og vitlausustu karlar í heimi, — segir drengurinn og þagnar andartak en heldur áfram. — Ég man ekki hvað er langt síöan. Ætli séu ekki þrjú ár. Nei annars. Það var haustiö eftir að ég var hjá afa, þá var ég ellefu. — — Hvaö segirðu, varstu hjá afa þínum? — — Hann átti heima fyrir austan fjall og bjó einn, kerlingin hans var dauö. Fínn karl afi. Hann drapst í fyrra, varð fyrir bíl. Viö drukkum alltaf saman um helgar. — — Drukkuö saman, og þú bara ellefu? — spyr ég. — Hvaö er þetta, finnst þér þaö eitthvað mikið? — Það er hringt á dyrabjöllunni. Dreng- urinn stendur upp, en sest undireins aftur. Ég geng fram og opna bæði forstofu og útidyrnar. Hún stendur fyrir utan há og spengileg. Glæsiieg kona með þóttasvip og stútmunn einsog drengurinn. Hún er öll klædd svötru, í svartri dragt og í svörtum hnéháum rúskinnsstígvélum. — Má ég kikka Inn og líta' hann Sigmund? — spyr hún. Röddin er kisuleg og dálítiö tilgerðarleg. — Gjöröu svo vel. — Hún kemur innfyrir, gengur upp á tærnar og það er mýkt í hreyfingunum, loftiö fyllist ilmvatnsangan. Drengurinn lítur ekki upp, blaöar í bók sem hann hefur gripið. — Sæll elskan. Eg kem hérna meö kók, prinspólo, sígarettur, og tyggjó., Ósköp er að sjá á þér háriö, að þú skulir ekki vilja láta klippa þig. — Og hún snýr sér að mér og segir: — Það eru meiri vandræðin meö þessa ungl- inga, þó maöur suöi í þeim á hverjum degi þá fást þeir ekki til rakara. Af hverju fórstu í þessum, buxum, Sig-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.