Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1979, Blaðsíða 12
Jack Kerouac ■eiróar laus flökku- gjarn og ætíð í leit að betri Jack Kerouac er í hugum flestra ímynd beat kynslóðarinnar bandarísku uppúr 1950, á puttaferða- lögum um endalausar slétturnar, sífellt á ferð og flugi, hátt uppj af áfengi og lyfjum, takmarkalaus í prá til betra lífs. Úr bókum hans má lesa lífshlaup hans allt, frá kreppuárunum í heimabæ hans til sorglegra daga á sama staö löngu síðar. Um ævina kynntist hann gleði, hamingju og náinni vináttu en einnig eirðarleysi, óhamingju og djúpum vonbrigðum. Jack Kerouac. Myndin tekin í Tangier 1957. Kerouac hét auövitaö ekki bara Jack. Jean Louis Lebris de Kerouac var í heiminn borinn 12. mars 1922 í Lowell, Massachusetts; af fransk- kanadísku bergi brotinn. Ættfaöirinn de Kerouac barón haföi flutst til Kanada kringum 1750, afi Jacks settist síöar aö í Bandaríkjunum. Sjálfur var Kerouac hreykinn af ætterni sínu og fannst hann alla tíö tengdur Frakklandi sterkum böndum, franska enda þaö tungumál sem talaö var á heimili hans, — ensku átti hann í mesta basli meö aö iæra í skóla. Kerouac ólst upp á tímum krepp- unnar miklu og þó fjölskylda hans hafi ekki beinlínis liöiö skort, voru peningar tíöast af skornum skammti. Jack var þriöja barn Leo Kerouacs, prentara, og Gabriele konu hans — sem allir kölluöu mémere. Gerard var fimm árum eldri en Jack og Caroline systir hans þremur. Mémere var mjög ákveö- in kona og viljasterk, eyddi öllum sínum tíma til aö sinna fjölskyldunni eöa vinna úti fyrir heimilisþörfum. Hún haföi sterk áhrif á Jack alla hans ævi og hugsaöi alla tíö um hann — jafnvel meöan á flökkutíma Kerouacs stóö gat hún ávallt treyst því að hann kæmi fijótlega aftur til aö hvílast og skrifa um / það sem haföi hent hann á þjóövegin- um. Mémere var mjög tryggilega ka- þólsk og Jack ólst upp í strangka- þóisku umhverfi. Þaö er heldur ekki erfitt aö finna þess merki í bókum hans, aö hann var mjög trúaöur og haldinn ríkri trúarþörf; jafnvel á þeim árum er hann duflaði sem mest viö búddisma stóö hann ætíö á því fastar en fótunum, að hann væri rammka- þólskur eftir sem áöur. En þaö sem varanlegust áhrif haföi á Jack í æsku var dauöi bróöur hans Gerards, sem var níu ára, en Jack þá fjögurra. Meö tíö og tíma tók Jack aö dýrka minningu bróður síns sem ímynd einhvers hreins, fagurs og saklauss: Gerard fylgdi honum alla ævi og 1956 skrifaöi Kerouac bók helgaöa honum, æsku þeirra beggja og þeim áhrifum sem Jack varö fyrir af veikindum og dauöa eldri bróöur síns, „Visions of Gerard“. Þessi atburöur varö þess sömuleiöis valdandi aö Jack var alla tíö mjög hræddur viö dauöann. Aö ööru leyti voru bernska og uppvöxtur Kerouacs ekki frábrugðin reynslu annarra barna og unglinga í Lowell: hann stundaöi bíó, tuggöi tyggigúmmí, las teiknimyndaseríur af feiknalegum krafti og spilaöi amerísk- an fótbolta — á þeim vettvangi sýndi hann svo mikla hæfileika aö Columbia háskóli bauö honum vist meö fótbolta sem „aöalgrein". Þar var Jack þar til í september 1941 og dreymdi mikla og stóra hetjudrauma meö sjálfan sig í aðalhlutverki; hann var ýmist geysilegt fótboltatröll, hnefaleikakappi, stjörnu- leikari eöa frægur og mikilsvirtur rithöfundur. Dagdraumar og þokusýnir voru hluti af lífi Kerouacs allt til dauöans; hann kallaði líf sitt ýmist „dream“, „vision“, „myth“ eöa „leg- end“. Hann var þegar farinn aö gæla mikið viö hugmyndir um rithöfundafer- il, mest áhrif á hann á þessum tíma haföi Thomas Wolfe meö háfleygum stíl sínum, löngum setningum og hátt- heimi stemmdum lýsingum — fyrstu skref Kerouacs á rithöfundabraut voru mjög í anda Wolfes. 1941 fannst Jack hann hafa fengiö nóg af skólavist og lagöi af staö útí heim til aö leggja hann aö fótum sér. Eftir ýmis störf í landi fór hann á sjóinn, einn langan túr á kaupskipi eftir aö stríöiö var skollið á, síöar reyndi hann að komast í sjóherinn en þoldi ekki agann þar og eftir annan túr á kaupskipi og síöan hin undarlegustu störf í Lowell og New York veturinn 1943—44 settist hann að í listamanna- og sérvitringahverfi New York-borgar, — bjó þar um nokkurra ára skeiö, framan af meö stúlku sem hét Edie Parker. Fyrir meöalgöngu hennar hitti hann þá menn sem áttu eftir aö hafa mest áhrif á hann í lífinu: Neal Cassady, Allen Ginsberg og William purroughs. Allen Ginsberg, sem síðar varö — og er — eitt frægasta og besta Ijóöskáld Bandaríkjanna, varö fljótlega mikill vinur Kerouacs, báöir ólu með sér drauma um rithöfundaferil og þeir leituöu ráöa hvor hjá öörum. Þeir bjuggu um tíma saman á herbergi Ginsbergs á Columbia háskólagaröin- um þar sem Allen stundaöi nám, síðar í einskonar kommúnu inni í Greenwich meö Burroughs, vinkonu hans og Edie Parker. Þau drukku, reyktu marjúana og neyttu benzedríns og morfíns — Burroughs sérstaklega notaöi þaö ótæpilega. Þetta var veturinn 1944—45. Sumariö áöur haföi Kerouac gengiö aö eiga Edie Parker þó kringumstæðurnar væru óvenjulegar. Einn af meginvinum þeirra félaga, Lucien Carr, haföi drepiö í sjálfsvörn kunningja þeirra, Dave Kammer, sem í mörg ár haföi reynt aö stofna til kynvillusambands viö Lucien. Carr gaf sig fram viö lögregluna en ekki fyrr en Kerouac og Burroughs höfðu hvatt hann eindregið til þess. Þar sem yfirvöldin vissu aö Lucien haföi eytt heilum degi meö Kerouac áður en hann gaf sig fram var hann handtekinn sem samsekur. Fjölskylda Kerouacs neitaöi aö borga trygginguna sem upp var sett til aö fá hann lausan; hneyskluð á þeim félögum sem hann haföi komiö sér upp, svo Jack og Edie giftu sig til aö fá fjölskyldu hennar til aö borga umrædda tryggingu. Hjóna- bandiö sjálft entist aöeins í tvo mánuöi þó Jack og Edie byggju raunar saman nokkuö eftir þaö. William Burroughs haföi eflaust mest áhrif á Kerouac á þessu tímabili. Kerouac — og Ginsberg — hrifust mjög af honum og hann varö einskonar leiötogi þeirra og kennari. Burroughs var um þrítugt, vann fyrir sér á ýmsan hátt, m.a. sem barþjónn, auk þess sem hann naut styrkja úr fööurhúsum. Hann var nákunnugur alls kyns „und- erground“ karakterum og var þegar í stríöslok oröinn háöur alls kyns fíkni- íyfjum — reynsla fimmtán ára heróín- neyslu varö honum m.a. efni í skáld- söguna Junkie og síöar „minninga- bækurnar“ Naked Lunch og Soft [^achine; ákaflega áhrifamikil lesning. Nokkru eftir stríöslok hóf Kerouac að skrifa fyrstu skáldsögu sína, The Town and the City, eins og allt sem Kerouac skrifaði var hún byggö aö miklu leyti á reynslu hans sjálfs, þó máski ekki eins og síöari verk hans, þar sem hann lét sér oft nægja að breyta nöfnum og örfáum smáatriöum. Bókin er skrifuö undir miklum áhrifum frá Thomas Wolfe; geldur þess aö nokkru í háfleygum stíl og rómantíser- uöum lýsingum. Jack var í tvö ár, 1946—48, aö skrifa bókina, aö mestu heima í Lowell, og hún kom út 1950. Þó bókin hlyti yfirleitt þokkalega dóma voru þeir samt hvergi nærri eins jákvæöir og Jack haföi búist viö og vonað. Áöur en The Town and the City kom út var Kerouac þegar byrjaöur aö gera tilraunir til aö rita þá bók sem átti eftir aö gera hann víöfrægan, On the Road. Sú bók er aö mestu um — og skrifuö fyrir áhrif frá — Neal Cassady. Neal Cassady var ævintýramaöur, hann flakkaöi milli borga, ýmist á puttanum eöa á stolnum bílum, keyrandi alltaf á ofsaferö, fór úr einu starfinu í annaö, svaf hjá hvaöa kvenmanni sem færi gafst á, auk þess sem hann stóö oft í mörgum „föstum" ástarsamböndum í einu. Fyrir Kerouac, og fleiri, varö Cassady tákn ameríska ævintýrisins, takmarkalaus og stórhuga fannst Jack hann varöveita manna best „The Frontier Spirit“, anda hvítu bandarísku landnemanna sem öllu buöu byrginn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.