Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 10
Ivan og Olga eru sííellt í mannmergð og þrengslum og Stóri Bróðir viður- kennir ekki kyn- hvötina. Kynferðismál í Sovétríkjunum undir forsjá Stóra Bróður Náttúran er lamin með lurk Maöur er nefndur Mikhail Stern og er einn þeirra Rússa, sem snúizt hafa gegn kerfinu þar í landi meö þeim afleiöingum, aö hann býr nú í útlegö í Frakklandi. Nú eru liöin tvö ár síöan þessi andófsmaöur yfirgaf fööurland sitt og hefur hann nú komiö fram í dagsljósið meö því aö skrifa bók um kynlíf í Sovétríkjunum. Raunar er Stern læknir aö menntun og hefur unnið um rúmlega þrjátíu ára skeiö sem sérfræöingur í kynlífsmálum á stofnun í Vinnitsa, rétt hjá Kiev í Úkraínu. Hann hefur getiö sér orðstír sem rússneskur Kinsey og bókin er talin bera meö sér mjög yfirgripsmikla þekkingu á þessum þætti mannlífsins í Sovétríkjunum. Enda þótt Kremlverjar séu ötulir viö að opinbera tölur um aöskiljanlega þætti mannlífsins í Sovétríkjunum, hefur einn verið undanskilinn. Sá er þáttur kynlífsins og má undarlegt kalla, þegar látiö er svo sem mannleg náttúra sé ekki til, ellegar skipti aungvu máli. Sannast ugglaust þar, aö þótt náttúran sé lamin meö lurk, leitar hún út um síöir. Vegna þeirrar þagnar sem ríkt hefur um kynlíf sovézkra borg- ara, hefur næsta fátt veriö vitaö meö fullri vissu um þá hluti, en Mikhail Stern hefur nú bætt úr því. Bók hans mun koma út í Bandaríkjunum á næstunni og er þegar konin út á frönsku undir heitinu „La vie sexuelle en U.R.S.S." Hvort tveggja er, aö Stern lýsir kynlífi karla og kvenna austur þar og einnig aöstæöum og siövenjum, sem tengjast kynlífi. Og þaö er dapurleg iýsing vægast sagt. Vegna ofboöslegra þrengsla og margmennis í íbúöum og vegna ævagam- alla fordóma á þessu sviði, eru tækifærin til blómlegs ástalífs næsta bágborin. Þrátt fyrir hátt hlutfall af háskólamennt- uöu fólki, er sovézkur elskhugi furöulega fáfróöur um tilbrigði ástalífsins. Stern haföi meö höndum ráöleggingastarf, sem sannarlega virtist vera þörf á. Samskipti kynjanna eru ennþá mótuö af eldgömlum hugmyndum um vald og undirgefri. Söngvar og sagnir frá gamalli tíö grei.'d frá kvenhetjum undir oki karlveldisins, og mæöur hafa löngum sagt dætrum sínum, aö „ef hann lemur þig ekki, þá elskar hann þig ekki". Stern telur aö kvalalosti og drykkju- skapur setji oft svip sinn á kynferöisleg samskipti karla og kvenna. „Ofbeldi, alkóhóiismi og kynlíf eru eldfimur kokk- teill", segir Stern og bilið verður mjótt milli birtu og éls, eða milli þess sem kalla má normalt líf annarsvegar og glæpsam- legt athæfi hinsvegar. Misheppnuö kynferöisleg samskipti hafa markað svo djúpstæö sálræn spor meöal fjölda kvenna, aö þær hafa týnt eölilegri náttúru og löngun til kynlífs. Enda þótt opinberar tölur frá Sovétríkj- unum hermi, aö aöeins 18% sovézkra kvenna séu kynferðislega kaldar, telur Stern aö samkvæmt sínum rannsóknum sé sú tala nær því aö vera 45%. Stjórnvöld virðast afneita kynlífinu sem þörf og litla eöa enga hjálp er aö fá, þegar illa gengur, nema kannski hjá einstaka læknum eins og Stern. Að vísu eru til opinberir leiöarvísar og þar geta fáfróö brúöhjón fjett upp á nokkrum atriöum, en svörin eru öllu fremur furöuleg en að þau komi aö gagni. í leiöarvísi frá 1974 er taliö gott aö ráöa bót á kynkulda meöal kvenna meö því aö úöa yfir sig ölkelduvatni og dvelja í heitara loftslagi í sumarleyfinu. Stern segir aö sovézkir karlar hafi áhyggjur af karlmennsku sinni og sumir komu til hans vegna ótta um, aö limur þeirra hefði minnkað meö aldrinum, en aðrir komu vegna þess aö þeir voru svo mjög vaxnir niöur, aö þeir máttu ekki þýöast konur fremur en Hrútur í frásögn Njálu. Stern kveöst þá aðeins hafa ráöiagt vítamín til aö létta á áhyggjunum. Þegar sovézk hjón hafa samfarir, segir Stern í bók sinni, þá er þaö hrist af í flýti, alltaf á sama hátt, skömmustulega og án fullnægju. Hann segir ennfremur: „Sam- farir eiga sér staö í náttmyrkri undir sængurfötum og meö lokuöum augum. Forleikur til örvunar þekkist nálega ekki. Hin venjubundna stelling er sú, aö konan hvílir á hnjám og brjósti, en maðurinn nálgast hana aftan frá og hverfur frá henni jafnskjótt og hann hefur lokiö sér af. Aö teygja á tímanum viö samfarir, konunni til fullnægingar, er talið ósiöur, sem geti haft alvarlegar sálrænar og líkamlegar afleiöingar. Afleiöingin er sú, segir Stern, aö kynferðisleg fullnæging er næstum eingöngu forréttindi karlmanns- ins. „Fáfræöi karlmanna er svo alger aö þeir vita ekkert um kynferðisleg örvun- arsvæöi á líkama konunnar og halda aöeins, aö konan veröi alsæl um leiö og hún kennir lim þeirra," segir Stern ennfremur. Vændi viögengst í Sovétríkjunum þrátt fyrir tilraunir valdhafanna til að útmá baö. Leiötogarnir hafa aungva þolinmæöi gagnvart „djarfri" eöa ögrandi hegðun og klám sést ekki aö heitiö geti. Svo mjög er litiö niður á kynvillu aö yfir kynvillinga er einfaldlega slegiö striki. Samt eru hliöar á sovézku kynlífi, sem koma á óvart og Stern nefnir m.a. það sérstæöa sport aö stofna til samfara í mannþröng, t.d. í yfirfullum sporvagni eöa neöanjaröarlest. Þaö útheimtir nokkra lipurö og aö sögn Sterns eru þarna einnig gildandi óskráö lög, sem ekki veröa brotin. Því var þaö, aö maður nokkur reyndi aö stofna til frekari kynna viö konu eftir samfarir í lest, en hún brást ókvæöa viö og ásakaöi manninn um „algert siöleysi". Myndablöö eins og Playboy og önnur álíka eru ekki á boöstólum. Aftur á móti er neðanjaröarpressa á þessu sviöi, kölluö „sexizdat" samanber samizdat, sem er eins og kunnugt er neöanjarðar- hreyfing á bókmenntasviöi. Ekki spáir Stern neinni þýöu á sviöi ástalífs í Sovétríkjunum og óttast jafnvel, aö kuldinn gæti farið vaxandi. Allt styöur þaö gamla staöhæfingu, aö byltingin náöi aldrei innúr svefnherbergisdyrunum. Byggt á Time. Pétur Svarfaðardal ÞEGAR ÁSTIN KEMUR Þegar ástin kemur mun ég fagna henni, bjóða henni að ganga í bæinn og spyrja hana hvort hún vilji ekki piggja hjá mér smá kaffísopa. Og biðji hún um tíu dropa í viðbót, skal ég fúslega gefa henni tuttugu. Þegar ástin fer mun ég sakna hennar, sérstaklega ef hún segir að sér hafi Þótt kaffið mitt gott. ( 10 ) i t i.l iiiii iiiii m imuitmiiimMHMmtmmimmiimmmtiimiiiiiimmmmmmimm t )

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.