Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 5
„Höfðu þá alls fallið í bardaganum fjörutíu og þrír menn úr liði Sturlunga en sjö af sunnanmönnum. En áður en dagur var allur, völdu þeir Gissur og Kolbeinn sex menn til slátrunar á Miklabæjarhlaði og voru þeir allir höggnir með vopni Sighvatar, öxinni Stjörnu.“ Hér aö framan var drepiö á nokkur atriöi, sem fært gátu þeim feðgum jafnteflisaöstööu í þeim átökum, sem framundan voru. En óhóflegt traust á eigin styrkleika geröi þá möguleika aö engu. Þó hefir þaö ef til vill ráðiö meiru, aö þeir geröu engar raunhæfar tilraunir til njósna og vissu því ekkert um liösstyrk andstæöinganna, eöa hvenær þeirra var von. Nú voru njósnir ekkert óþekkt fyrirbæri á þessum tímum og hafa frá aldaööli þótt nauösynlegur þáttur í styrj- aldarrekstri. En Sturla, sem telja varö aðalforingja þessarar herferöar, gerði sig sekan um þá dæmalausu glópsku, eins og áöur var getiö, aö senda á njósn, þá menn, sem voru meiri vinir andstæöing- anna, þannig, aö þetta bitra vopn snérist í höndum hans og réöi úrslitum. Reyndar virðist þaö furöulegt, aö jafnvitur maöur og Sturla Þóröarson, skyldi ekki koma vitinu fyrir frænda sinn í þessu efni. Þaö er eins og allir hafi veriö jafn blindir. Hér á eftir er þaö ætlunin að fikra sig áfram meö hliösjón af söguþræöinum, frá degi til dags, frá því Sturla kom meö liöiö til Skagafjarðar og fylgja slóö hans á enda, þótt sú ganga sé heldur dapurleg. í Sturlungu segir svo: „Sturla reiö til Skagafjaröar Lárentíus- messu, snemma meö alla flokkana, og átu þeir mat aö Reykjarhóli. Var þangaö borinn maturinn." Þaö var 10. ágúst, áriö 1238 og er yfirleitt talið, aö hann hafi þá haft um 800 manna lið. Síðan reiö hann austur yfir Vötnin, aö Flugumýri meö sveit manna, en flokkarnir dreiföust um héraöið. Upphófst nú heldur ógeöfelldur þáttur þessarar óheillaferöar þar sem menn fara um sveitir, sennilega stjórnlausir og ræna mat og höggva fé bænda. Gefur það auga leiö, aö flokkar þessir hafa engir aufúsugestir veriö hér í ríki Kolbeins unga. Tóku margir til þess ráös, aö reka búfé fram til fjalla en bera matvæli í kirkjur. Annars voru íslenskir bændur ekki óvanir slíkum ránum og yfirgangi á þessum tímum, þegar höföingjarnir fóru um héruö, meö heri manns, sem létu greipar sópa um matföng, vopn og hverskonar verðmæti. En það var ekki sama hvort þaö voru sigurvegarar, sem aö ofbeldinu stóöu, því þeir gátu leyft sér flest, — eöa sigraðir menn, sem þá uröu aö gjalda slíkt dýru veröi. Kom þaö í Ijós eftir Örlygsstaöafund, aö Skagfiröingum var heitt í hamsi er þeir flettu vestanmenn vopnum og klæöum á austurbökkum Héraösvatna, eins og síöar veröur á drepiö. — Aö lokinni dvöl aö Flugumýri hélt Sturla út til Hóla í Hjaltadal, en fyrir staönum réö þá Staðar-Kolbeinn. Fór lítt á meö þeim, en skildu þó vandræöalaust. Þaöan reiö Sturla til Kolbeinsáróss og síöan aö Ási í Hegra- nesi þar sem hann dvaldi dagana 13. og 14. ágúst. Engin skýring hefir fengist á þessu flakki hans og viröist hann ekki hafa rekiö nein erindi. Þó er ekki útilokaö, aö hann hafi þreifað fyrir sér um liösstyrk, þar sem margir meiriháttar bændur í Skagafirði þekktu Sighvat fööur hans og voru honum hliöhollir, svo sem þeir frekast þoröu fyrir ofríki Kolbeins unga. En nú voru flestir mjög hremmdir undir hæl þessa harölynda ofstopamanns og þoröi enginn aö gera honum móti skapi. Grunsemdir gátu kostað menn lífiö eöa brottrekstur úr héraði. Þessir dagar hafa því fariö til einskis fyrir Sturlu og veröur hátterni hans ennþá óskiljanlegra, þegar þess er gætt, aö hann átti von á Sighvati aö noröan á hverri stundu. Frá Ási fer hann vestur yfir Héraösvötn og drepur tímann á Langholti og Sæmundarhlíö í algerri erindisleysu, aö því er séö verður. Þangaö berast honum loks þau tíðindi; aö faöir hans sé kominn aö noröan meö fjögur hundruð manna liö og hafi sest aö á Sólheimum. Voru þá uppi ýmsar ráöageröir. Vildu sumir draga flokkana saman og halda suöur yfir, meö ailt liöiö og láta sverfa til stáls viö þá Gissur og Kolbein, hvort sem þeim yröi mætt á leiðinni eöa í byggö sunnanlands. Heföi þaö vafalaust veriö heillaráö eins og nú stóöu málin, því um þessar mundir hefir veriö líkt á komið meö liösafla, áöur en Vatnsdælir og Skagfiröingar þeir, sem Brandur Kolbeinsson safnaöi, komu til sögunnar. Líklegt er, aö herirnir hefðu mæst á Kjalvegi og staðið jafnt aö vígi. Þó verður aö ætla, aö Sturlungar hafi veriö nokkru sterkari. En þaö er því Kkast. aö þeir hafi verið öllum heillum horfnir. Seinlæti og ráöa- leysi einkenndu allt þeirra framferöi og allt er látiö reka á reiðanum. Þaö var þessa dagana, sem Sturla sendir bændur úr Skagafirði á njósn, suöur til fjallvega, en engir komu aftur. Og áfram hélt hann róli sínu vestan Vatna en lét ekki svo lítið, aö fara á fund Sighvats yfir í Blönduhlíö- ina. Sighvatur var þó annar aöalforinginn í þessari herferö og var því sjálfsagt, aö hafa samráö viö hann um framvindu mála. Sturla Þóröarson, sem var þessa daga á flakki meö nafna sínum getur þess hvergi í hvaö tíminn fór og skildi þar eftir eyðu í frásögninni, sem aldrei veröur unnt aö fylla. En þegar hann ræöir um sjálfan bardagann, tínir hann til ýmis smávægileg atriöi, sem eru forvitnileg í sjálfu sér, en skiptu þó engu máli, þegar á heildina er litiö. En nú var tíminn aö hlaupa frá Sturlungum og oröiö of seint, aö halda suöur. Gissur og Kolbeinn voru ekki aögerö- arlausir um þessar mundir og ekki verður þeim brugöiö um seinlæti eöa hik. Tókst þeim á skömmum tíma, aö safna aö sér nær 1100 manna liöi, um sveitir Gissurar, séu þeir meö taldir, sem fylgdu Kolbeini suöur. Var þetta lið sameinaö í Bræöra- tungu og þaðan haldiö af staö noröur 16. ágúst. Voru njósnarar þeirra á ferö og flugi um allar sveitir noröan heiöa og liössamdráttur mikill, einkum um Vatns- dal og mikinn hluta Skagafjaröar, þegar Blönduhlíö er undanskilin. Skyldi allt þaö lið, sem safnaöist, koma til móts viö Sunnanmenn fremst í Svartárdal og Kiöaskarði. Brandur Kolbeinsson var aðsópsmikill og dró aö mikið liö um vestanveröan Skagafjörð og sópaöist þaö aö, fram á síöustu stundu. 20. ágúst var þessi mikli fjöldi, allur samankominn viö Reykjalaug og var þá um 1700 manns og þetta jafnframt orðin langfjölmenn- asta herför í sögu landsins. Sturla haföi þá dvaliö viö Vallalaug 1—2 daga og hafa þeir menn, sem honum fylgdu vestur yfir vötnin, veriö þar samankomnir. Annars hlutu þeir aö lenda í átökum viö menn Brands, sem voru á leiö til Kiöaskarös. Óskiljanlegt er þaö, hvernig svo mikil mannareið um héraöiö gat dulist fyrir Sturlu og hans mönnum. Þó fá þeir „pata" af því, aö eitthvað sé aö gerast af hálfu óvinanna. Staðfestir þetta, aö þeim berast engar njósnir, sem hægt sé aö treysta, aöeins flugufregnir, sem enginn viröist vita hvaöan séu runnar. Þó nægöi þessi „pati" til þess aö Sturla rumskaöi og fór nú loks austur yfir Vötnin meö liðiö. Settist hann aö á Miklabæ en Kolbeinn bróöir hans á Víöivöllum og er örstutt milli þessara bæja. Markús var á Miðsitju en Sighvatur á Sólheimum, eins og fyrr er sagt. Þangað reiö svo Sturla að hitta fööur sinn, en ekkert segir af viðræðum þeirra eöa ráðageröum, ef einhverjar hafa veriö. Viröist fundurinn hafa verið stuttur og bendir ekkert á víndrykkju né skvaldur því skömmu síðar er Sturla kominn aö Víöivöllum og ræöir viö Kolbein í dyrum úti. „Þú hefir gott liö bróöir, segir Sturla, enda mun þess viö þurfa, því hér munu þeir fyrst aö ríöa, er þeir koma handan úr tungunni." „Ok er þaö mitt ráö, aö þér fariö upp á húsin, því at hér er vígi á húsunum, en vér skulum skjótt koma og hjápa yðr.“ Játaði Kolbeinn því. Svo virðist, sem þetta sé eina tilskipun foringjans á örlagastundu og er þó ekki sérlega raunhæf. Eftir oröum Sturlu að dæma, vissi hann nú um návist óvinanna og meira aö segja hvaðan þeirra var von, handan úr tungunni. En um fjölda þeirra hefir hann tæplega vitaö, því þá heföi hann ekki gefið Kolbeini, svo fávíslega fyrirskipun, eða hvernig átti hann með sveit manna, aö taka á móti 1700 manna her. Á húsum uppi, umkringdir margföldu ofurefli, hlutu þeir að stráfalla á skammri stundu, því tæplega heföu torfveggir húsanna staðiö fyrir sunnanmönnum til lengdar, jafn haröskeyttir og þeir voru. Þá var ekkert auöveldara, en tendra eld í húsunum og svæla verjendurna niöur af þeim. — Önnur fyrirmæli eru hvergi nefnd af hálfu Sturlunga og áhyggjulausir gengu þeir til sængur. Þaö var eins og ekkert gæti raskaö þessari dæmalausu ró. Vantaði nú illa Þórö kakala, sem var í Noregi um þessar mundir, en reyndist síðar snjallastur stjórnandi allra íslenskra foringja á Sturlungaöld. Til vopna var hann garpur, sem jafnan fór fremstur sinna manna, ráösnjall og hugrakkur. Veröur síöar á hann minnst í þessu spjalli. — Á þessari stundu var rökrétt aö senda út hraðboða og kalla saman liöiö, sem var á víö og dreif, láta þaö vígbúast og taka sér stööu, þar sem best hentaði til varna. Eins og áöur er á drepið, var Helluborgin besti staöurinn í því efni, af ýmsum öörum, sem til greina komu. — Sunnanmenn lágu viö Reykjalaug þessa nótt eftir stranga öræfaferö undan- farna daga. Foringjarnir héldu liöinu saman, fylgd- ust meö öllu og brýndu menn lögeggjan, aö duga sem best. Slíkt hiö sama áttu Sturlungar aö gera, liggja úti meö sínum mönnum, allir á einum staö og vera viðbúnir öllu. Ekki var þeim vorkunn á því, frekar en hinum, menn hvíldir eftir margra daga dvöl í Skagafiröi og líklega gistingu á bæjum flestar nætur. — Fyrir Örlygsstaðafund dreymdi fólk víöa um land válega drauma. í þeim öllum var sami tónn, einskonar sorgarymur eins og hollvættir landsins væru að harma þaö ókomna, fall Sighvatar á Grund og fjögurra sona hans og lengra fram moröið á Snorra Sturlusyni og hrun þjóðveldisins. Aö öllum þeim ótíöindum stóöu tveir menn, þeir Gissur og Kolbeinn ungi ýmist í sameiningu eöa sinn í hvoru lagi. Veröa þeir því tæplega taldir með óskasonum Islands, þótt ýmsir hafi reynt, aö hefja þá til skýja á fölskum forsendum. Báöir voru þeir ofstopamenn í skapi, svo aö þeir sáust lítt fyrir í aftökum mætra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.