Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1979, Blaðsíða 7
Á dögunum, Þegar ég var aö glugga í fyrsta bindi af ritverki Thorkild Hansens um „Processen mod Hamsun“, varö mér staldraö viö tilvitnun í endurminningar bess síöarnefnda. Þar greinir frá ferö um Austurlönd um aldamótin síðustu, skömmu eftir hann lauk við skáldsöguna Viktoríu. Hamsun hafði Þá dvalið á meðal fátækra bænda í afskekktum sveitaborp- um Persíu. Þaö skipti sköpum í lífi hans, aö vera í návist pess fólks, sem lifði viö kröpp kjör, hafði jafnan lítiö til hnífs og skeiöar, en tók örlögum sínum með stillingu og virðuleika, „kvartaöi aldrei í blööunum“, en var ánægt, pegar ekki skorti nauösynlegt lífsviður- væri. — Því austar sem fariö er, peim mun minna talar fólk, skrif- aöi Hamsun. Gömlu pjóðflokkarn- ir hafa fyrir löngu hafiö sig upp af skrafstiginu, lagt niður kjaftæöi og flimtingar, en pegja og brosa. — Sá, sem fyrrum var vagnstjóri í hinni stóru Chicago (1886), fann nú enn betur tómahljóö peirra framfara, er hann haföi kynnst í Nýja heiminum og bætir síöan viö: — Þau flón eru til, sem eínungis eygja frelsi heimsins og líf fram- tíöarinnar í járnbrautabyggingum og sósíalisma og amerísku bauli. — Viöhorf skáldsins breyttust um pessa mundir, sem sjá má af verkum pess, og paö notaöi sterk orð, sem hæfðu peirri innri bylt- ingu, er var upphaf nýrrar stefnu í skáidskap pess. En mér kom ósjálfrátt í hug, pegar ég ias pennan kafla, hve mikiö er talað og pá ekki síst kvartaö á íslandi. Þaö er sífeilt veriö aö greina frá fundum og ráöstefnum. Yfir morgunkaffinu hlýddi ég á samtal í útvarpinu, Þar sem tveir land- búnaöarráöunautar ræddu fjálg- lega um samnorræna ráöstefnu í Reykjavík. Þar myndu búnaöar- fulltrúar frá öllum Noröurlöndum ræöa í nokkra daga um sameig- inleg vandamái. Aöalvandamáliö væri, hvernig landbúnaöarfram- leiöslu landanna yrði best stjórnaö, Þannig aö offramleiösla skerði ekki tekjur bænda. Þátt- takendum ráöstefnunnar yröi skipt í umræöuhópa, sem eiga aö tala og tala, uns peir skila álykt- unum. Óvót er aö vísu um raun- hæfan árangur en mest gagn af ráðstefnunni veröur að sjálfsögðu kynning (sbr. „Hin gömlu kynnf gleymast ei, er glóir vín á skál“.) og mikilsverö fræðsla. Á meðan mikill hluti mankyns sveltur, Þá sveitast menn hér viö aö kjafta um offramleiðslu á matvælum sem óviðráðanlegt vandamál. Síö- an efna læknar til ráöstefnu (t.d. austur á Hornafiröi) til Þess að tala, já, skeggræöa fram og aftur, og skila aö lokum ályktunum til fjölmiöla um, hve pessi fram- leiðsla bændanna sé óholl fyrir hjartaö. Þaö er sem málæöi, nefndafargan, dýrar ráðstefnur, sem kosta löng ferðalög, hanast- éisboö og kynnisferöir í ýmsar áttir séu aö veröa ein af meiri háttar menningarplágum vor á meðal. Fólk kemst ekki til að taka til höndum fyrir málæöi. Hjúkrun- arkona, sem vann á stóru sjúkra- húsi í Reykjavík, en haföi áöur dvaliö um nokkurra ára skeiö erlendis, kvaöst hafa oröiö fyrir sárum vonbrigöum, pegar hún tók til starfa hér. Hún sagöi aö starfsdagurinn heföi allur fariö í fundahöld, en sjúklinga heföi hún varla séö. Þaö var setiö á rökstól- um um daglegan rekstur stofnun- arinnar, tækjakaup, einstök vandamál o.s.frv. Kennurum næg- ir ekki sumarið til fundahalda, ehda telja peir sig eiga frí pá og pví verður kennsla oft aö sitja á hakanum fyrir ráðstefnum og fundum. „ísland er kjörið ráð- stefnuland,“ segja ferðamála- frömuðir, sem hafa komist aö raun um pað á pingum og nefnda- fundum og pað skal ekkert til sparað til pess að auglýsa pað. Eitthvað veröur að vega upp á móti óstöðugu veðurfari. Einhver ráöherranna fór á liðnu vori með nokkra ráðherra frá hinum Norö- urlöndunum norður til Húsavíkur og par héldu peir mikilvægan fund í ákjósanlegum ráöstefnusal í félagsheimili staðarins. Hvaöa gildi pað hafði fyrir Noröaustur- land eða ráðherrana, veit ég ekki, en petta var pó líklega ávöxtur peirra ályktana, sem ráöstefnu- glaðir ferðamálafrömuöir sendu frá sér. Málping skulu sem víðast haldin, flogið skal yfir fjöll og firnindi, til pess aö menn geti spjallað saman annars staðar en heíma hjá sér, svo hótelin fari ekki á hausinn, flugfélögin og ferðaskrifstofurnar beri sig. Þater ráðstefnugleðin orðin svo mikil, aö víða eru menn hættir aö viröa lögboðinn messutíma og láta sig pað engu varða, pótt kirkjuklukk- ur kalli til helgra tíöa. Þrýstihópar og hagsmunafélög prefa oft sem hæst á fundum, pegar peim væri hollast að hlýöa á Guös orð, sem eitt getur mildað hugarfar peirra og sparað peim pannig langar fundarsetur og málæði. Hvaö svo sem segja má um prédikanir prestanna, pá er paö víst aö peir byggja pær á grundvelli, sem ekki hefur bifast í aldanna rás og ég hika ekki viö aö fullyrða, að peir bera allar virðingu fyrir íslensku máli. Og enginn sæmilega viti borinn maður efast um áhrifamátt lofsöngsins og bænarinnar, sem er lykillinn að náð Drottins. — Þaö er athyglisvert, aö pví meir sem talað er og oftar efnt til pinga og ráðstefna, peim mun erfiðara er að halda almenna fundi. Þaö er engu líkara en almenningur sé orðinn ónæmur fyrir ræöuhöldum og erindum og skyldi engan undra. Viðamiklar umbúðir og marklaust orðagjálfur hafa valdið Þeirri ógleði og pví ógeði, aö pegar velviljaðir alpíngismenn hyggjast greina frá störfum sínum og áhugamálum heima í kjör- dæmunum, mega Þeir vel viö una, ef peir fá sex til sjö hræður til fundar viö sig. Þaö parf helst að auglýsa Halla og Ladda og magn- aða poppara, er vaöa elg inni- haldssnauðra orða, sem fara inn um annað eyrað og út um hitt, til Þess að fólk nenni að koma. Gengi orðanna virðist hafa falliö með krónunni á liðnum áratugum og Þjóö peírra höfunda, er sagt gátu langa sögu í einni setningu, sýnist hafa glatað viröuleika og reisn í Þindarlausu kapphlaupi eftir vindi hverfulla lífsgæöa. Bolli Gústavsson Laufási.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.