Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 11
1950, og kannast vel viö flest, sem sagt er frá í sögu Guðmundar. Hún er ekki meö neinum ólíkindum, en beztir þykja mér fyrsti og síöasti kaflinn. Þaö eru listrænar frásagnir. Persónur í sögunni eru ekki margar, en vel geröar og sjálfum sér samkvæmar og ekki þætti mér ólíklegt, aö þær manngeröir kæmu víöa kunnuglega fyrir, eins og Bjartur í Sumarhúsum ku hafa skotiö upp kollinum í Ameríku og þá er sagan góð. Mikiö er rætt um þaö nú, aö víndrykkja sé mikil og ekki er hægt aö neita því, en ég held aö drykkjuskapur hafi veriö meiri í sveitum á bruggunar- tímanum, nema aö konur drukku þá hvorki né reyktu. Fjöldamargir dómar yfir bruggurum eru til frá þessum tíma. Oftast vóru menn dæmdir í 10 daga varðhald skilorösbundiö og 500 króna sekt, sem var nokkurt fé þá, en þaö dreg ég í efa aö nokkur hafi setið inni fyrir þaö eitt aö brugga áfengi. Sýslumenn voru mildir í dómum og sumir þeirra létu ekki leita aö áfengi nema kærur bærust. Sú saga var sögö á þeirri tíö, að sýslumaðurinn á BLönduósi Bogi Brynjólfsson, hafi fengiö aöfinnslur frá yfirvöldum sínum fyrir þaö aö láta ekki leita aö bruggi og hafi hann þá spurt: „Hafiö þiö pláss fyrir helminginn af Húnvetningum"? Ég held aö þaö sé ofsagt, aö bruggaö hafi veriö á öörum hverjum bæ. Þaö voru nokkrir menn, sem brugguöu mikið og seldu, en svo var heill hópur af mönnum, sem brugguöu, oft meö lélegum tækjum, seldu ekki, en drukku sjálfir og gáfu vinum sínum. Aldrei heyröi ég talaö um, aö landi væri seldur okurveröi, en menn þurftu aö fá þóknun fyrir aö sitja yfir suöunni og til aö borga sykur og ger. í fimm dagblööum Reykjavíkur birt- ust dómar um bók Guðmundar Hall- dórssonar og samkvæmt þeim er hún æði misjafnt álitin. Ég vil nú gera nokkrar athugasemdir viö þessa dóma: í Þjóöviljanum 28. október 1978 skrifar Magnús Gíslason frá Frosta- stööum um rithöfundarferil Guömund- ar Halldórssonar. Þar segir svo: „Þar sem bændurnir brugga í friöi er fjóröa bók Guðmundar Halldórssonar. Fyrst kom út smásagnaáafniö Hugsaö heim um nótt, 1966. Þá skáldsagan Undir Ijásins egg 1969. Síðan smásagnasafn- iö Haustheimtur 1976. Allar hlutu þessar bækur góöa dóma gagnrýn- enda og annarra.“ Ég held aö þessi umsögn sé ekki alveg rétt, því bækur Guðmundar hafa hlotiö misjafna dóma hjá gagnrýnend- um. Og svo heldur Magnús áfram og skrifar: „Guömundur er hófsamur höf- undur og vandvirkur meö afbrigöum. Hann fjallar í bókum sínum aöeins um það mannlíf,. sem hann gjörþekkir, velur sér þaö sögusvið, sem hann sjálfur er vaxinn upp úr og er hluti af. í því er styrkur hans sem rithöfundar m.a. fólginn." Þetta finnst mér hárrétt lýsing á Guömundi Halldórssyni. í Vísi er ritdómur eftir Heimi Pálsson meö yfirskrift: „Að skemmta með hinn óskemmtilega hlut.“ Heimir finnur margt aö og skal nú vitnað í sumt: „Nú dettur mér ekki í hug aö Guðmundur á Bergsstöðum hafi hugs- að þetta svona. Fyrir honum hefur ugglaust vakað þaö eitt aö bregöa upp ýktri mynd af atburðum, sem vel hafa getað átt sér stað, og hann hefur kannski þekkt til. En myndin verður ekki bara til skemmtunar, hún verður líka á sinn hátt siölaus, vegna þess aö hvergi örlar á gagnrýninni afstööu höf- undar til efnis síns“. Ég efast um að Heimir Pálsson sé dómbær um bruggunartímann, því hann er fæddur eftir 1940, líklega jafngamall lýöveldinu og kynslóö hans veit ekkert um landaárin, nema orð- sporiö eitt. Og hneysklun Heimis er meiri. Hann skrifar: „Og viö þetta bætast svo kvenlýs- ingar, sem stoppa nærri kvenfyrirlitn- ingu, einkum þegar verið er aö tala um dóttur bruggara A, sem vill fá son bruggara B til að stofna bú meö sér, og hefur til þess þá einföldu aöferö aö drösla honum á kvið sér í fjósinu svo hún geti bundiö hann fastan meö væntanlegum naflastreng. Þetta er viðhorf til kvenna, sem maður vonaði aö væri á undanhaldi en er líklega óhugnanlega lífseigt." Þaö er ekki hægt að sjá neitt hneykslanlegt eða fyrirlitlegt í því að konur hafi frumkvæöi í ástalífi karla og kvenna, ef svo vill verkast. Nú á tímum eru háværar kröfur um jafnrétti kynj- anna á öllum sviðum. „Að skemmta með hinn óskemmti- legasta hlut“ — „í sjálfu sér er þetta giska lipurlega sögö saga“ og „hvergi örlar á gagnrýninni afstööu höfundar". Strákurinn hjá Dagblaöinu Tryggvi Gunnarsson hefur allt á hornum sér þegar hann skrifar um bók Guömundar Halldórssonar. í þeim ritdómi eru jafnvel ennþá meiri fjarstæöur, en þær, sem Heimir Pálsson lætur frá sér fara. Tryggvi Gunnarsson lætur þess ekki getiö að „Þar sem bændurnir brugga í friöi“ sé vel skrifuö bók, en þaö segja og skrifa aörir ritdómarar allir. Kannski er það aukaatriöi hjá bók- menntasérfræöingi Dagblaðsins, hvort bækur eru skrifaöar á góöu íslenzku máli. Eftirfarandi setningar benda til þess: „Landinn reddar málunum“. Og: „Þaö vekur furöu mína aö bóndi skuli hafa ritað sögu jafnraunveruleikafirrta og þessa“. Ekki vil ég gera því skóna að þessi piltur sé glataöur, vel má vera aö síðar verði hann virtur dómari um bók- menntir, en fyrst veröur hann aö hlaupa af sér hornin. „Þar sem bændurnir brugga í friöi“ fékk býsna góöan dóm í Morgunblað- inu hjá Erlendi Jónssyni. Þar stendur skrifaö: „Guömundur Halldórsson er eðlis- greindur og býsna snjall skáldsagna- höfundur. Stíll hans er bæöi lipur og myndríkur. Og tök hans á efni eru því fastari, aö hann lýsir jafnan umhverfi sem hann þekkir: Lífinu í norölenzkum sveitum á uppvaxtarárum sínum. Líka hefur honum aukist þróttur og sjálfs- traust frá fyrstu bók. Á henni var mark lærimeistarans Indriða G. Þorsteins- sonar, full augljóst. Enn hefur Guö- mundur hliðsjón af Indriða bæöi um form og efni. En Guðmundur hagnýtir sér þann lærdóm frjálslegar en áöur. Erlendur finnur að ýmsu, en telur aö Guðmundur sé svo góöur rithöfundur að hann standi vel undir því. Erlendur lýkur ritdómi sínum meö þessum setningum: „Ef Guðmundur heldur stílþrótti sínum sem víkkar jafnframt sjónhring sinn yfir mannlífiö mun honum vissulega takast aö senda frá sér skáldverk sem lesið verður og munað lengur en eina jólakauptíö og lengur en einn mannsaldur." Ekki veit óg hversu rétt þaö er aö Indriöi G. Þorsteinsson sé lærifaðir Guömundar Halldórssonar, en þaö er ekkert nýtt aö því sé haldiö fram aö ung skáld hafi orðið fyrir áhrifum frá skáldum, sem á undan þeim voru og nafnkennd urðu. Um þaö vil ég nefna nokkur dæmi: Áriö 1907 skrifaöi séra Jónas á Hrafnagili í „Nýjar kvöldvökur“: „Fyrir meira en ári síöan kom út bók ein á forlag Guldendals í Kaupmannahöfn „Doktor Rung“. Höfundurinn hefur lært æöi mikiö af Ibsen. stórmerkilegt frumverk af unglingi. Þegar hann losar sig betur úr Ibseskunni og verður alfrjals, má búast við bæöi miklu og góöu af honum". Þessi unglingur var Jóhann Sigurjónsson. Því hefur verið haldiö fram, aö Halldór Laxness hafi átt lærifööur þegar hann skrifaöi „Sjálfstætt fólk“. Þaö átti aö hafa verið Knút Hamsun og fyrirmyndin „Gróöur jarðar“. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi skrifaöi ritdóm um „Sjötíu og níu af stööinni", eftir Indriða G. Þorsteinsson, tók bókinni vel en kvaö fast að oröi um áhrif frá meistara Hemingway. „Stíllinn er ósjálfstæður — stældur Heming- way. Ýmsir hafa lært sittbvaö í stíl af þeim meistara; margir hafa auögast af honum án þess að glata sjálfstæöi sínu. Indriöi gengur í þessari sögu undir stílok hans og krefst lítils fyrir sjálfs síns hönd“. Helgi Sæmundsson var á sama máli um stíláhrifin frá Hemingway, en kvaö ekki eins fast aö orði. Ýmsir hafa taliö aö fyrstu bækur Hannesar Péturssonar sýndu að hann hafi sótt til Snorra Hjartarsonar og jafnvel til Jóns Helgasonar prófessors. Erlendur Jónsson skrifaöi um skáldverk Guömundar Halldórssonar í „Skáldu" sína, sem út kom 1971. Þar er skrifað: „Skjótt er frá aö segja, aö flestar ef ekki allar sögurnar í „Hugsað heim um nótt“ minna eindregið á smásögur Indriða G. Þorsteinssonar, efni, sögusnið, stíll — allt er þ^ö sótt í smiöju Indriöa. Svo dyggilega hefur Guömundur fylgt forskrift hans, að lengra veröur vart komist í eftirlíkingu, ef ekki á aö teljast vera bein stæling. Hugblærinn er áþekkur, samtölin lík, náttúrulýsingarnar af sama tagi og söguhetjurnar nauðalíkar". Og svo spyr Erlendur: „Hefur Guö- mundur þá ekkert að segja sjálfur? raunar! Þó hann hafi mikiö af öörum lært, er ekki þar meö sagt, aö hann hafi ekki sjálfur nokkuð til brunns að bera; þvert á móti hefur hann reynst dugandi lærisveinn, en um leið lagt af mörkum eigiö frumkvæöi í samræmi viö reynslu og aðstæöur, enda væru sögur hans alls engrar umræöu veröar, ef svo væri ekki“. Þaö er ekki alltaf hægt aö taka mark á vangaveltum bókadómara um læri- feður ungra skálda og áhrif frá öðrum, enda stundum notaö til aö gera lítiö úr þeim, sem er um rætt. Áhrif umhverfis eru alltaf einhver. „Fjórðungi bregöur til fósturs", er málsháttur byggður á reynslu aldanna. Engir tveir menn eru nákvæmlega eins. Þrír fjóröu af eigind- um manna eru því, erföír og gefnar gáfur, óháö umhverfi og þar er farveg- ur listagáfunnar, skáldæöin. Þeir Indriði G. Þorsteinsson og Guðmundur Halldórsson eru af sömu kynslóö, báöir fæddir 1926. Ýmsar skáldsögur þeirra eru líkar aö efni og formi, þær eru meö atomblæ. Þetta orð er ekki í niörandi merkingu hjá mér. í huga mínum merkir þaö breyt- ingu, sem orðið hefur frá því sem var. Og þaö er mikil breyting á stíl frá þeim Guömundi á Sandi og Gunnari Gunn- arssyni, sem skrifuðu líka sveitasögur. Indriöi byrjaöi fyrr en Guðmundur aö birta sögur eftir sig og má vel vera að hann hafi lært eitthvað af Indriða, Framhald á bls 14. „Guðmundur er hófsamur höfundur og vand- virkur með afbrigðum. Hann fjallar í bókum sínum aöeins um baö mannlíf, sem hann gjörþekkir, veiur sér þaö sögusviö, sem hann sjáifur er vaxinn upp úr og er hluti af. í pví er styrkur hans sem rithöfundar m.a. fólginn.“ Magnús Gíslason frá Frostastödum „Fyrir honum hefur ugglaust vakaö aö bregða upp ýktri mynd af atburðum, sem vel hafa getað átt sér stað, og hann hefur kannski pekkt til. En myndin verður ekki bara til skemmtunar, hún verður líka á sinn hátt siðlaus, vegna þess að hvergi örlar á gagnrýninni afstöðu höfundar til efnis síns.“ Heimlr Pélsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.