Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 7
Móttökutæki til aö ná mynd beint frá gerfihnetti — hægt aö horfa á tvær útsendingar samtímis (sjá hér aö ofan) og ýmiss konar brautir, spii og leikir. Allt er petta í notkun nú pegar. eru myndsegulbönd, sem gera notendum kleift aö taka upp og geyma ýmislegt efni, sem þeir gátu ekki horft á, þegar því var varpaö út. Þeir geta líka meö sérstakri myndavél gert sína eigin þætti. Fjölskyld- ur, sem eiga þennan útbúnaö, geta einnig keypt áteknar spólur meö margvíslegu efni, og þannig komið sér upp safni af hverju því, sem hugurinn girnist. Um þessar mundir hafa myndsegul- böndin fengið keppinaut, sem er mynd- platan, sem líkist venjulegri hljómplötu, en sendir frá sér myndefni ásamt hljóöi. Aö minnsta kosti 20 fyrirtæki eru nú í fuilum gangi viö framleiöslu slíkra platna, en fyrirtækiö MCA er komiö einna lengst á þeirri braut. Framleiöendur þessir hafa fyrst og fremst augastaö á þeim hópi áhorfenda, sem gerir strangar kröfur til efnisins. „Viö ætlum aö komast í vasa þessa áhugafólks og byggja framleiösl- una á því", segir Norman Glenn varafor- seti MCA, „Þaö er hálf milljón manna sem munu fremja morö, til að fá aö horfa á óperur í tækjum sínum." Loftnet sem ná sendingum gervihnatta Fyrir sannan sjónvarpsunnanda eru þessir hlutir þó aöeins lítill hluti þess, sem á boöstólum er. Fyrir þá, sem sólgnir eru í sjónvarpsleiktæki, t.d. tennis, badminton o.fl. og hafa hingaö til oröiö aö láta sér nægja þaö, eru nú komin á markaöinn mörg önnur og jafnvel er hægt aö leika heila styrjöld á skjánum. Þeir, sem hafa ennþá meiri áhuga — og peninga — eiga efalaust útbúnaö fyrir „risaskjá". Fimm stór fyrirtæki eru nú aö setja á markaðinn 45—84 þumlunga skerma, sem búist er viö, aö nái hálfri milljón í sölu 1983. Nú fara aö koma á markaðinn allskonar undratæki fyrir sjónvarp. Eitt er t.d. disklaga heimaloftnet, sem náö getur sendingum frá gervihnöttum og þannig getur fólk fengið dagskrá, hvaðan sem er úr heiminum, beint inn í stofuna til sín. Annaö tæki er komið, sem gerir fólki kleift aö horfa á tvær mismunandi útsend- ingar á sama tíma á sama skjánum. Þetta kerfi, sem þegar er til í Evrópu, sendir litla svarthvíta mynd frá ööru senditæki í horniö á stórri litmynd. Þetta þýöir t.d., aö áhorfandinn getur samtímis fylgzt meö fréttum og horft á venjulega kvikmynd. Glert>ráðurinn býður upp á margt En stórkostlegasta tækniundriö núna er glerþráöur, lítiö eitt sverari en mannshár, sem nefna mætti sjónþráö. Með Laser- geisla er hægt aö senda næstum ótak- markaðan fjölda mismunandi upplýsinga eftir honum. Hann hefur nú veriö fram- leiddur í Bell-rannsóknarstofnun og er ætlaöur í símaþráð. Einn þráöur á aö geta flutt öll símtöl fjölskyldunnar, hafa marg- faldar sjónvarpsbrautir, og, ef hann er tengdur viö tölvubanka, er -hægt aö stjórna margskonar heimilistækjum eftir honum. Margir aörir möguleikar í notkun hans eru einnig fyrir hendi. í rauninni mundi slíkur tækjabúnaöur þjóna sem nokkurs konar alvitur rafeinda- snillingur. Meö því aö styöja á hnapp, getur tölvan sent á skjáinn myndir og lesmál úr öllu því efni, sem henni hefu'r veriö ætlað aö geyma. Neytandinnn gæti beöiö um umferöarupplýsingar, veöurfar, leitaö ráöa um sagnir í bridge, hvernig steikja eigi grís eöa leysa reikningsdæmi. Húsmæöur gætu kynnt sér verðlag á vörumörkuöum, atvinnuleysingjar fengiö yfirlit yfir auglýsingar um þá vinnu, sem þeim sérstaklega hentar. Svo má panta miöa aö leikhúsi og ganga frá ferðaáæti- un næsta sumars, án þess aö fara nokkru sinni út úr stofunni. Undir lok aldarinnar geta dagblöðin, sem þegar berjast viö geysiháan dreifing- arkostnaö, sent útgáfur sínar til þeirra lesenda sem eiga til þess gerö móttöku- tæki, og birtast þau þá á skjánum eöa prentast á pappír. Lesendur sem aöeins hafa áhuga á íþróttum eöa tízku nota stjórntakka sína til aö fá aðeins fram tilsvarandi síður blaöanna. í staö þess aö staulast til dyranna eftir dagblaðinu, eins og viö gerum núna, staulast menn aö sjónvarpinu, ýta á hnapp og fá þaö lesmál fyrir augu, sem þeir helzt kjósa. Jafnvel þó viö gerum okkur aöeins aö litlu leyti í hugarlund möguleika framtíöar- sjónvarps, er eitt víst aö áhorfendur munu njóta góös af því á marga vegu. Frá upphafi hefur þaö veriö svo, aö haltumér, — slepptumér — kosturinn hefur veriö einráöur. Viö höfum oröiö aö sitja kyrr og engu ráöiö um þaö, hvað á skjánum birtist. Hin nýja tækni lofar því, aö í framtíöinni munum viö sitja aö veizluborði sjónvarpsefnis og velja úr réttunum, hver eftir sínu höföi. Hættan á myndun múgsálar Hér er komið aö merkilegu atriöi. Menn hafa löngum óttast, aö sjónvarp, ásamt öörum fjölmiðlum, muni smátt og smátt móta persónuleika manna á einn og sama veg, þannig, aö hver einstaklingur tapi sínu eigin eðli, meö því aö vera mataður á því eina og sama og allir aðrir, hverjar svo sem persónuþarfir hvers og eins eru. Þetta er myndun múgsálarinnar. En þeir möguleikar sjónvarps, sem hér hefur veriö lýst og margir fleiri, sem okkur órar ekki fyrir, eru einmitt lykillinn aö því, aö hverfa frá þessari óæskilegu þróun og gera hverjum einstaklingi fært að njóta þess skemmti- og fræösluefnis, sem eðli hans hneygist aö, og varðveita þannig og þroska einstaklingseðlið, í stað þess aö framleiöa einlita hjörö múgsins. Margir eru þeir, sem álíta, aö mynd- segulbandið, myndplatan o.fl. þ.h. muni ýta til hliöar hinum stóru sjónvarpsstööv- um og hlutverk þeirra veröi aöeins aö miöla fréttum, íþróttaþáttum og ööru slíku takmörkuöu efni. Þeir, sem spá slíku, viröast gleyma stööugum tækniframför- um og því mikla fjármagni, sem sjón- varpsiönaðurinn hefur yfir að ráöa. Davíö felldi aö vísu Golíat á sínum tíma, en þessir Golíatar falla aldrei, því þeir munu alltaf hafa nægar varnir, hvaö svo sem Davíðarnir gera. „Sjónvarpsstöövarnar eru ekki þeir litlu ungar, sem halda aö loftnetin séu um þaö bil aö hrynja" segir Julian Goodman, formaður NBC stöövar- innar. „Sjónvarpststöövarnar munu ekki standa neinum aö baki í því aö notfæra sér tækninýjungar." 135 Hvenær viltu fréttirnar? í sameiningu hafa litlar, handhægar sjónvarpsmyndavélar og örbylgjusendar t.d. gefið fréttaþjónustu sjónvarpsstööv- anna möguleika á beinum útsendingum frá stööum þar sem eitthvað fréttnæmt er aö gerast, og tæknifrömuöir eru aö útbúa þrívíddarhljómburð (stereo) fyrir sjónvarp. Ný gerö loftneta mun á næstunni skila mun skýrari mynd en nú er, og nýtt tæki, sem nú er í smíöum, mun gora áhorfend- um kleift, meö þvíaö styöja á hnapp, aö stanza þá dagskrá, sem í gangi er, og fá í þess staö nýjustu fréttir á skerminn. Ýmsir framleiðendur eru nú aö kanna allar leiðir til aö beizla gróöamöguleika myndsegulbandanna. Á þeim tíma, sem vanalega er ekki um útsendingar aö ræöa, þ.e. milli kl. 1—6 að nóttu, gætu sjónvarpsstöðvar sent út efni fyrir eigend- ur myndsegulbanda — til aö sýna svo aftur viö hentugleika — ýmiss konar sérhæft efni s.s. golf- og tenniskennslu, heilsuræktarþætti, jóga og jafnvel klám- myndir! Stöövarnar gætu líka sent út sérstakt barnaefni, sem móöirin geymir, og notar til aö sýna ungunum á öörum tíma dags, og sþarað sér þannig barnagæzlu eöa þaö, aö vera á nálum um, aö afkvæmin séu nú aö horfa á eitthvað miöur hollt efni, meöan hún er upptekin viö húsverk- in. Þetta gæti líka opnað nýjar leiðir í auglýsingatækni, bæöi hjá stóru stöövun- um þrem og smærri sjónvarpsstöövum. En þangað til er þaö stofnun lítilla þráöstööva víöa um, sem stóru stöövarn- ar hafa auga með, því þær gætu veitt óhemju mikla samkeppni. Með því að nota RCA-gerfihnöttinn hefur þráðsendi- stöö er nefnist Home Box Office (HBO) komiö sendingum sínum til meira en milljón manna, er kaupa þráösent efni frá þeim, í 47 ríkjum Bandaríkjanna. „Viö erum búnir aö koma upp neti", segir forstjóri HBO. „Þaö eru nú yfir 500 útibú tengd viö aöalstöö okkar í 23. stræti. Þaö er næstum jafnmikið og aöalsjónvarpsstöövarnar þrjár hafa til samans." Samkvæmt geröri áætlun getur svona þráötengt kerfi, meö hjálp gerfi- hnatta, náö til meira en 15 milljóna manna áriö 1985. Þegar svo er komið hafa slíkar stöðvar fjárhagslegt bolmagn til aö keppa full- komlega viö aöalstöövarnar ABC, CBS og NBC, um rétt til aö frumsýna kvikmyndir og sérstaka íþróttaviðburði. „Þegar þráð- stöövum vex fiskur um hrygg, veröa þær færar um að útiloka frjálst og óháö sjónvarp" segir varaforseti ABC í viö- vörunartón, en hann er einn af andstæö- ingum slíkra einka-þráöstöðva. Aö komast í slíka aöstööu var ekki það, sem ætlað var með stofnun slíkra einka- stöðva, heldur það, að geta boöiö efni, sem var frábrugðiö því, er stóru stöðvarn- ar sýndu og gefa fólki meira val. Þær hafa þó, af mörgum framámönnum fjölmiðla, veriö ásakaöar um að hafa brugðist þessu hlutverki aö mörgu leyti og telja margir, að sú gagnrýni eigi við talsverö rök að styðjast. Þó er því ekki aö neita, aö margar slíkar stöövar hafa opnað dyr sínar fyrir ýmsum framúrstefnulistamönnum, sem tæpast heföu fengiö inni annars staöar. ÞráoSÍCÖYSr eru enn of dýrar En nú, þegar útlit er fyrir, aö stjornvöiu i USA muni losa um böndin hvaö viökemur Framhald á bls 14. Myndsegulband, videódiskur, „súperscreen“ fri Sony og léttur tökubúnaöur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.