Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1979, Blaðsíða 9
jótt er aö sjá: Þessi bíll ók á hross á veginum og lasaöi baö — höggiö hefur skki veriö neitt smárssöi. Myndin aö neöan: Auöur og Þorkell njóta góös af geislum vorsólarinnar og Þá liggur beinast viö aö tylla sér á Þaö sem mýkst er: Gyltuna Krús, sem lekur Þvílíku meö jafnaöargeöi. „Við verdum ad bjarga verd- mætunum“, svaraöi konan viö flökunina fréttamanni sjón- varpsins pegar hún var spurð hvort henni fyndist vinnudag- urinn ekki oft langur. Margar kvennanna sem voru spuröar tóku í sama streng, a.m.k. pær sem eldri voru. Það kom í Ijós að vinnutími peirra var frá átta á morgnana til sjö á kvöldin. Þær létu svo sem ekki mikið yfir pví hvernig gengi að sam- ræma vinnu sína fjölskyldulífi. Þeim hefur líklega pótt óparfi að tíunda slíkt frammi fyrir alpjóð. Ein gat pess að petta gengi vegna pess að pau væru tvö ein hjónin, ekki vildu hún eiga stóra fjölskyldu í pessu starfi. Þáttur pessi sem birtist 1. maí og bar yfirskriftina „Fjöl- skyldan og vinnuálagið“, var bæði fróðlegur og tímabær. Pað var út af fyrir sig sér- kennilegt að heyra viðhorf pessa fólks til vinnu sinnar, peirra sem vinna hvaö lengst- an og strangastan vinnudag og eiga svo stóran pátt í grunnatvinnuvegi pjóðarinnar, peim sem borgar kaupið okkar allra hinna. Það parf ekki stórkostlegt hugmyndaflug til pess að sjá fyrir sér líf pessarra kvenna og komast að peirri niðurstöðu að pað er fiskur, — snyrting, flökun, vigtun, pökkun, — standandi upp á endann í stígvélum með vélarglamur bergmálandi í eyrunum. Kvöld og helgar gera ekki meira en rétt duga til undirbúnings fyrir törnina sem hefst með nýrri viku. Þannig líður árið, ævirt. Þetta er í fáum orðum saga mjög margra islendinga hin síðari ár. Vinnuálagið sem tíðkast hér á landi er án efa að leiða til mikils ófarnaðar. Það er eins og ævarandi stríðsástand ríki, par sem fáum er vært, allra síst börnum, gömlu fólki, sjúk- um eða peim sem lifa lífinu í öðrum takti en hinir. Enginn tími er afgangs og par af leiðandi ekki heldur skilningur eða söknuður eftir pví sem aldrei hefur verið notið. Ljóð eða mynd sem parfnast innlif- unar eða dýpri skilnings nær ekki sambandi, aðeins afprey- ing er gjaldgeng, helst beint í æð, sem skilur ekkert eftir. Sumir líkja landinu við ver- stöð, par sem unnið er sleytu- laust milli ferða til sólar- stranda. En peim fjölgar stöðugt sem telja að hér sé um að ræða svo mikið alvörumál að ekki verði við unað öllu lengur, grípa purfi til samræmdra aðgeröa, hvar sem pví verður við komið og fólki gert kleift að lifa af dagvinnutekjum sínum. Þing „heilbrigðisstétta“ sem haldið var í Reykjavík fyrir síðustu helgi og fjallaði um arðsemi sjúkrastofnana komst að peirri niðurstöðu að hvers konar fyrirbyggjandi aðgerðir á sviði heilbrigðispjónustu væri áhrifamesta leiðin til pess að létta á sjúkrahúsun- um, — par væri pyngst á metunum að dregið yrði úr vinnuálaginu. Á ráðstefnu Norrænna sál- fræðinga, sem haldin var hér í Reykjavík í fyrri viku var vinnutími tekinn til umfjöllun- ar. Þar var komist að sömu niðurstöðu og ping „heil- brigðisstétta“ um skaðsemi of mikils vinnuálags. Þar kom auk pess fram að íslendingar vinna að jafnaði 25—30% lengri vinnudag en hinar Norðurlandapjóðirnar. Það var mat margra peirra að við pað að staðgreiðslukerfi skatta var komið á hefði viðhorf fólks til yfirvinnu gerbreyst. Menn hafi pá gert sér Ijóst hvað yfirvinn- an skilaði í raun litlum tekjum miðaö við annað sem mætti gera við tímann og hafa mikla ánægju af. Eigi stytting vinnutímans að geta orðið farsæl lausn á ýms- um plágum sem hrjá okkur, pá verður einnig aö koma til samstillt átak margra aðila svo að tómstundir og lífskraftur megi finna sér farveg við hæfi. Eitt mikilvægasta verkefni fjölmiðla, skóla og æskulýðs- félaga nú á tímum er án efa að móta stefnu og vísa veginn til heilbrigöra lífshátta. Það er margt sem bendir til pess að pessar stofnanir hafi brugðist pessu hlutverki og ekki orðið fjölskyldum og uppalendum sú stoð sem fólk vonaðist eftir. Hafi nokkurn tíma verið pörf slíkrar stefnumótunar víð- sýnna, ábyrgra aöíla, pá er sá tími runninn upp nú. Erna Ragnarsdóttir. 15. maí 1979.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.