Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 11
fjórðungi. Útgjöld landeigenda eru því hlutfallslega lítil. Árlega gróðursett í um 1500 hektara Af framangreindu má ráöa, aö skóg- græösluáaetluninni á aö Ijúka í kringum 1990 og á þá aö vera búiö aö gróðursetja í um 500.000 ha lands, landsvæði á stærö viö allt gróiö land í Suðurlandskjördæmi. Auösætt er að skóggræðslan er mikils- veröur stuðningur viö landbúnaöinn í strandhéruöunum, auk þess að í henni er fólginn mikill þjóöhagslegur hagur. Áætl- aö er aö meö þessu aukist viðarfram- leiösla Norömanna um 20%, eöa um 2.3 millj. teningsmetra viöar árlega. Hvaö varöar" Höröaland, þá er ráö fyrir því gert aö gróöursetja alls í um 80.000 ha lands, sem að mestum hluta er vaxið birkiskógi. En þar sem heita má að allt skóglendi sé í einkaeign, um 93%, og skógareiningar því oft litlar, aöeins 20—30 ha aö stærö, þá hefur í sumum tilvikum af tæknilegum ástæöum, reynst erfitt að koma birkiviönum í viðunanlegt verð. Af þeim sökum hafa trjátegunda- skiptin dregist úr hömlu með þeim afleiöingum aö framleiðsla á verömætari viöartegundum s.s. greni hefir seinkað um 10—15 ár. Árlega er gróðursett í um 1500 ha lands og er nú lokiö viö aö planta í rösklega helming þess lands, sem ráö var fyrir gert í fyrstu. Auðsætt er, aö eitt af aðalviöfangsefn- um skóggræöslunnar er val á heppilegum trjátegundum og staöbrigöum þeirra. Þær tegundir, sem mestar vonir eru bundnar viö eru rauðgreni (Picea abies) og sitkagreni (Picea sitchensis). Rauðgreni- staöbrigöi þau er gefist hafa best eru fengin frá héruöunum upp af Óslóarfirði og frá Miðevrópu, einkum frá Harz í Þýskalandi. Þau sitkagrenistaðbrigði sem bera af í vexti og mest eru notuð á Hörðalandi eru komin frá Petersburg, Ketchican og Sitka í Suðaustur-Alaska. Af þessum tveim grenitegundum ber sitka- greni af hvaö vaxtarhraða snertir. í Lindás, sá ég t,d, 52 ára gamlan sitkagrenilund, þar sem árlegt meðaltal viðarvaxtar var 17.4 teningsmetrar á ha og árlegur viðarauki 30.8 teningsmetrar, sem er allt að þriðjungi meiri vöxtur en hjá rauðgreni við sömu vaxtarskilyröi. Sum- staðar getur þessi vaxtarmunur numiö allt aö helmingi, eins og t.d. í Mobergslien viö Voss, en þar voru skoðaðar samanburö- artilraunir á 20 ára greni. Notagildi sitkagrenisins eykst einkum er nær dregur ströndinni, þar sem veður gerast höröust. Hins vegar er megináhersla lögö á ræktun rauðgrenisins, þar sem þaö hentar betur trjávöruiönaöinum, en sitkagreniö. Góð vaxtarskilyröi Af öðrum trjátegundum í reynslu má nefna ýmsar þintegundir, s.s. Evrópuþin (Abies alba), marþöll (Tsuga heterophylla) og Lífvið (Thuja plicata), þar sem vaxtarskilyrði leyfa, og af furutegundum norskrar skógarfuru (Pinus silvestris) og stafafuru (Pinus contorta) á rýrari jarð- vegi. Það vekur athygli hve gróska er víða mikil á Hörðalandi, og þá einkum um miöbik fjarða. Skýringu á þessu er m.a. aö leita í mikilli úrkomu og til tiltölulega hlýrrar veðráttu, miðaö við breiddargráðu. Þannig er meöalhiti mán- aöanna júní til september (tetraterm) um 13°C. Þar sem jarðvegur leyfir rekst maður því oft á varmakær lauftré og jurtir, sem sjaldséðar eru austanfjalls í Noregi. Af lauftrjám má t.d. nefna ask og eik, og á Vollum, um 20 km norðan Bergen er nyrsti beykiskógur í heimi. Þá skapar hiö milda veðurfar mikla möguleika og tilbreytni í garö- og ávaxtarækt. Af ööru því, sem forvitnilegt var aö kynnast í skógrækt á Höröalandi má nefna hinar ýmsu skógræktartilraunir, sem þar eru gerðar, s.s. ræktun Leiðangur númer tólf trjátegunda á framræstum mýrlendum, grisjunartilraunir, áburöartilraunir o.fl. Sú stofnun, sem hefur forustu og eftirlit meö tilraununum er Skógrannsóknarstöðin á Stend viö Bergen, sem er ein af þrem tilraunastöðvum norsku skógræktarinnar. Rannsóknarstööin, sem stofnuð var 1916, starfaöi áöur sem Vestlandets Forstlige. Forsöksstasjon, en heyrir nú undir Norsk Institutt for Skogforsikning. Gafst mér tækifæri til að kynna mér starfsemi stöövarinnar á Stend. Auk fyrrgreindra rannsókna og tilrauna á tegundum og afbrigöum trjáa fæst stööin viö rannsóknir á mismunandi ræktunaraðferðum t.d. viö uppeldi plantna og gróðursetningu og má segja aö rannsóknarstörf stöövarinnar miöi aö því aö ná sem mestum viðarvexti á sem hagkvæmastan hátt. Nor egs og Svíþjóðar Skógar vorrr hafa gegnt og gegna Þýðingarmiklu hlutverki fyrir afkomu hjóða vorra og lífsbjörg. Viður er endurnýjanlegt hrá- efni, sem sívaxandi t>örf er fyrir á æ fleiri sviöum. Skógarnir eru undirstaða að atvinnu og tekjum — ekki hvað síst ( strjálbýlum héruö- um, bar sem atvinna er oft stopul og tímabundin. — Skógarnir eru og heilsulind, sem veitir mönnum innsýn í náttúruna. Þau héruð, par sem er kostur til skógræktar, geta gefið miklu meira af sér en nú, meö skynsamlegri skipan og tilkostnaði. Vér skuldum peim kynslóð- um, sem hljóta að búa í heimi síminnkandi náttúrugæða, aö vér keppum að þessu marki. Norrænir skógræktarmenn samankomnir í Osló hinn 30. júní 1978 telja sig bera ábyrgð á pví, aö viðhalda og auka auölindir skóganna, bæði sameiginlega og sem einstakl- ingar. Héöan af má engan tíma missa. Vér biðjum pví ríkisstjórnir landa vorra aö gefa hinn ítrasta gaum að langtíma pýðingu skóganna fyrir fram- tíð pjóða vorra. Þetta má verða meö pví aö haga stjórnun skógarmála á pann veg, aö tekiö sé miö af og tillit til langtíma fjárfest- inga við skógrækt og málum pannig skipað, aö unnt sé aö leyfa verkefnin á hagkvæman og skipulegan hátt. Framhald af bls. 9. ræturnar drepast líka sprettur jurtin ekki aö nýju og að sjálfsögöu útilokar öll rótarskot sem oft eru verri viðureignar en þótt jurtirnar spretti uppaf fræum. Reynsla og tilraunir meö lyf þetta hafa leitt í Ijós aö eituráhrif utan sjálfrar jurtarinnar eru engin, eöa svo lítil aö ekki er umtalsvert, hvorki á menn, fugla, skordýr né vatnafiska. Sá sem sýndi okkur notkun þessa lyfs sagöi aö reynsla síöan 1971 sýndi ótvíræöa yfirburði glysofats yfir önnur gróðureyðingarefni, væri áhrifa- meira og markvissara. Undirritaöur leit svo til að lyf þetta hentaöi mjög vel til aö halda arfa í skefjum, hvort heldur væri í göröum eöa gróörastöövum þótt þarna væri þaö sýnt og frá því sagt í sambandi hiröingu skóga. Þótt ég sé kominn langt út fyrir þann efnisramma, er mér var skammtaöur, get ég ekki skilist svo viö efnið að ekki sé minnst á annan aöaltilgang meö leiðangri nr. 12, tema, eins og þaö hét í boðspésanum, en það var skógrækt í sambandi viö timburiðnað. Áöur var á þaö minnst aö hann hafi heitið Treschow formaöurinn fyrir undir- búningsnefndinni, titlaöur sem verk- smiöjueigandi. Hann reyndist að vera stærsti skógar- eigandi Noregs og einkaeigandi timbur- verksmiöjunnar í Larvik, sem talin er ein af stærstu og fullkomnustu þar í landi. Trésmiöja þessi vinnur úr 400 þúsund teningsmetrum af timbri árlega og af öllu því mikla timburmagni kemur helmingur, 50%, úr skógum Treschows sjálfs. Auk þessa er hann einn stærsti kúabóndi Noregs og á ekki færri kýr í fjósi en sýslungur hans fyrrum, Hálfdán Ólafs- bróöir helga vildi eiga eftir því sem segir í 74 kap. Heimskringlu. Áriö 1978 er áætlaö aö mjólkurframleiöslan frá búum hans nemi 1 million kílogramma auk 70—80 sláturgripa. Eins og sjá má af tölum þeim sem hér hafa verið nefndar og hafðar eru úr kynningarbæklingi um fyrirtækið Treschow-Fritzöe, aö hér var enginn kotbóndi á ferö. Sjálfur var hann einstak'lega viöfeldinn og geröi sér mikiö far um aö leiöangurinn nýttist sem best þeim sem í honum tóku þátt. Fljótsdælingar séðir í anda Segja má aö borgin Larvi, syösta borg Vestfoldfylkis, hafi byggst umhverfis sögunarmillurnar er settar voru upp viö afrennsli Farissvatns 1540. Vatnið var stíflaö 1765 og fékkst þá 22 m. fall og um leiö enn meiri vantsorka til aö knýja æ stærri og öflugri vatnshjól. Nú framleiðir afrennslisvatniö raforku sem knýr marg- brotnar vélar er breyta tjástofnum, sem legiö hafa í bleyti í Farrisvatni, í borð og planka af ýmsum geröum og stæröum og síöar í hús og húshluti. Úrgangstimbriö og trjárusliö, börkur o.fl. breyttist í viðaplötur og trjámauk, m.ö orðum 100% nýting hráefnisins. Þaö var yfirverkfræðingur fyrirtækisins sem sýndi okkur þaö og útskýröi. Á nafnspjaldi hans stóö nafnið Tore E. Johnson. Tilviljun olli því aö hann komst aö því aö ég var íslendingur og gaf hann sig þá á tal við mig og upplýsti aö E-ið í nafni hans væri fyrir nafnið Espolín og væri hann afkomandi séra Gísla Jónsson- ar Espolíns sem varö prestur í Noregi. Spurði hann margs um fólk sitt hér þótt mér yröi svara fátt sakir ókunnugleika, nema þegar taliö barst aö Jóni Espolín sýslumanni hinum sagnfróða, forföður hans, og föður séra Gísla Af mörgu merkilegu sem þarna mátti sjá, er mér þó tvennt minnisstæðast: Aö sjá hvernig berkinum var sprautaö af trjábolunum á leiö þeirra inn í sögunar- milluna og aö sjá í anda fljótsdælskan bónda eftir svo sem 20—30 ár. Á meðan viö stóöum við í Larvik og virtum fyrir okkur verksmiöju Treskows, bar þar aö bíl hlaðinn tjábolum ætluöum til innleggs. Bíllinn var veginn með tjánum til aö reikna út viðarmagnið og síðan boraö í hvern bol til aö mæla í honum vatnsmagnið, þaö et ekki keypt meö. Aöspuröur sagöi Espolín verkfræöingur aö greiddar væru 180—200 krónur, aö sjálfsögöu norskar fyrir hvern tenings- metra af tjáviði úr skógi, sem nýttist í fullunnið timbur og væru það um % af hverjum bol, fyrir afganginn væru greidd- ar 90—110 kr. Trjábolirnir á bílnum voru af svipuðum gildleika og þroskamestu trén í Guttorms- lundi í Hallormsstaðaskógi og því áa ég í anda mína fornu sveitunga, Fljótsdælinga, þegar þeir fara að leggja inn trjáboii úr lerkiskógunum sínum, bændaskógunum svökölluöu, sem nú vaxa þar upp á nokkrum bæjum. Hér verður staðar numið aö segja frá leiðangri nr. 12 þótt margt sé enn ósagt frá þeirri ógleymanlegu ferð um Vestfold- fylki. Vart þarf aö taka þaö fram aö hvarvetna sem áö var, blökktu þjóðfánar Norðurlanda viö hún, einnig sá íslenski, og á matmálstímum og raunar oftar voru frambornar hinar dægilegustu veitingar af mikilli rausn og gerðu þaö aö jafnaði blómarósir klæddar þjóöbúningum. OSLO ÐEN 30. JUNI 1078 HAKON FR0LUND DANMARK HAUKUR RAGNARSSON ÍSLAND HANS KR. SEIP NORCE —-— PER SKÖLD SVEhlGE

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.