Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 5
Rósa haföi Þaö verk meö höndum aö færa sýslumanni kaffi í rúmiö á morgnana og næsta morgun var hún snemma á fótum, sá aö sýslumaöur var kominn og útbjó kaffi handa honum aö venju og gekk meö þaö inn og sér Þá konuna liggja hjá honum í rúminu og var hún sofandi, en Páll vakandi, horföi í augu Rósu og segir: „Einhvern tíma var Þér nú ætlaö aö sofa Þarna“. — Rósa setti bakkann virðulega frá sér og gekk út. tjáir honum, að hún sé orðin barnshafandi og Ijóst er að hún hefur vonast eftir samúö og tilhlýðilegri tillitssemi frá sínum fyrrverandi kærasta. Það bendir mjög til þess aö honum hafi varið málið meir en lítið skylt. Hins vegar er svo það, að Rósa hafði einmitt tekið þá ákvörðun að láta ekki bera á ástarævintýri þeirra, svo að þaö kastaði ekki skugga á hjónabands- hamingju Páls og hafði hún einmitt fært slíka fórn, hins vegar hlaut það að vera á vitorði Páls aö Ólafur smiður haföi árangurslaust beðið hennar. — Sagan segir ekki, hvað þeim Rósu og Páli hafi farið á milli annað en þessi orð Páls: „Þetta tel ég engin vandræði. Gifstu Ólafi smið sem fyrst." Hvað henni féll þessi afstaða Páls þungt verður miklu skiljanlegra ef raunin var sú að Páll var faöirinn. Loks bendir það í sömu átt aö hún lét barniö heita í höfuöið á Páli. Ekki virðist Rósa hafa gert neitt til að kynna skáldskap sinn. — Miklar líkur eru á því aö hún hafi ort miklu meira en geymst hefur. Ekki hefur Páll haldið vísum hennar á lofti. — Það hefði getað stofnað sambandi hans við amtmannsfjölskylduna í hættu. Rósa yrkir, fólkiö heyrir vísurnar, nemur þær, dáist að þeim og kveðskapurinn lifir á vörum samtíðarmanna, veröur þjóðar- eign og fólkið sæmir hana virðingarnafn- bótinni Skáld-Rósa, ekki meö skálaglami og tilgerö, heldur af einlægri virðingu og innri hvöt. Þjóöin átti, og á raunar enn sína minningu um þessa sérstæöu konu, Skáld-Rósu. Ævintýrinu lauk eins og áður segir á harðneskjulegan hátt í sárum harmleik (drama), sem svifti Skáld-Rósu allri lífslöngun, þrótti og vilja, og varð draumsýn sú, sem áður er sagt frá, til að bjarga lífi hennar. Allt þetta ævintýri á að svara til 1. þáttar í 4 atriðum af leikriti Birgis Sigurðssonar. — Þátturinn fjallar um búskaparamstur á Ketilsstöðum eftir aö kona Páls, amtmannsdóttirin frá Möðru- völlum er flutt þangaö, meö margvíslegum oröræðum fólksins, sem yfirleitt eru lítið áhugaverðar en auk þess eru samræður milli Páls og Rósu, sem eiga aö gefa til kynna aö með þeim hafi áöur verið ástarsamband, allt er þetta handahófs- kennt og vandræðalegt án allra tilþrifa og ævintýrið hverfur alveg og byrjun harm- leiks Rósu, hverfur á sama hátt, en að þessu mun ég víkja síðar. Harmsaga Rósu heldur áfram í hjónabandinu viö Ólaf smið. — Hún sinnir öllum störfum sveitakonunnar með dugnaöi og atorku, en lifir í andlegu tómarúmi. — Hún er alltaf jafn fórnfús og hjálpsöm við þá sem bágt eiga og þeim Ólafi farnast vel. Þau bjuggu á Snæringsstöðum í 1—2 ár, en fluttu þaðan að Lækjarmóti voriö 1820 og bjuggu þar í 4 ár. — Þau eignuðust dóttur, Guðrúnu að nafni, og var hún niöurfallssjúk og hafði læknum ekki tekist að bæta henni sjúkdóminn. — Þá gerist það að Natan Ketilsson falast eftir heimilisvist hjá Ólafi á Lækjarmóti og samþykkti Ólafur þaö fyrir góða greiðslu gegn mótmælum Rósu, en þegar Natan læknaði dóttur þeirra af niöurfallssýkinni samþykkti Rósa að hann flytti þangað. Á Lækjarmóti hófust kynni þeirra Natans og Rósu og má vísa þar um til frásagnar Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi. Natan var sérstæð manngerð á íslandi á sinni tíð. Hann var óvenjulega vel gefinn, námsmaður mikill og skáld gott, læröi Dönsku, nokkuð í Þýsku og býsna mikið í reikningslist, auk þess sem hann aflaði sér mikillar þekkingar í læknisfræði, og bjó mikið til af meðulum úr íslenskum grösum. Það eru til margar heimildir fyrir því aö hann var óveojulega glöggskyggn á sjúkdóma og sjúkdómseinkenni og hann læknaði marga, sem lærðir læknar þeirrar tíðar höfðu gefist upp við. — Honum tókst einnig sérstaklega vel að hjálpa sængur- konum og er talið að Rósa hafi lært margt af honum bæöi í því og ýmsu öðru sem að lækningum laut. Natan var dýrseldur á lækningar sínar viö ríka menn en tók lítiö eða ekkert fyrir lækningar sínar þar sem fátækir áttu í hlut. Þetta ber vott um gott hugarfar. Natan var slægvitur og ráösnjall, stríð- lyndur og ertinn, gott skáld og glæsi- maður. Ég tilfæri hér eina vísu, sem sýnir hve vel hann orti, en vísan varð til að gefnu tilefni: Það er feil á Dinni mey Þundur ála bála að hún heila hefur ei hurð fyrir mála skála. Með skáldskap sínum, glæsileik og glaðværð, auk lækninganna sem hann stundaði meö áhuga vakti hann Rósu af þeim þunglyndisdvala, sem hún hafði verið í eftir að harmsaga hennar byrjaði og nú tókust meö þeim Natan og henni svo miklar ástir að hún svo að segja yfirgaf eiginmann sinn Ólaf, þótt þau byggju saman fyrst um sinn og varð hún í raun kona Natans og fóru þau ekkert dult með það. — Þessi vísa er til marks um samband þeirra, en Rósa yrkir svo á Natan: Ég ann bér meðan í æöum mín einn blóðdropi kvikar og hann svarar að bragði Sannlega hefur sálin þín, sopiö á vísdómsbikar. Hér eru skáld að verki. Rósa og Natan áttu börn saman á meðan sambúð þeirra hélst. — Fjölskyld- an flutti frá Lækjarmóti aö Vatnsenda vorið 1824 og fluttist þá Natan með þeim, en brátt þar eftir (1825) fiuttist hann að lllugastööum og byrjaði búskap þar, en Rósa varð eftir á Vatnsenda. Natan var óvenjulega fjöllyndur í kvennamálum og minnir hann aö því leiti á hinn þekkta ítalska ævintýramann Casa- nova (1725—1798). — Sennilega hefur samband hans við Rósu varað lengst af öllum samböndum hans við konur og verið einlægast, því ekki er annað vitað en að þau hafi verið hvort öðru trú á meðan þaó entist. En svona fór það, að nokkru eftir aö Natan flutti að lllugastöðum (1826—27) komst hann í samband við stúlku að nafni Agnesi og fóru ýmsar sögur af því og skrifaöi Rósa honum áminningarbréf, en hann brást reiöur viö og ritaði henni storkunarbréf til aö „bíta hana af sér.“ — Rósu féll þetta afar þungt þar sem hún haföi búist við fullum trúnaði hans í sinn garð, en honum hefur að öllum líkindum fundist aö hann væri orðinn of háður Rósu, og viljað vera laus og liöugur. Ljóða-bréf það sem Rósa skrifar honum til andsvars er mjög fróðlegt um það sálarástand, sem Rósa var í meðal annars áður en hún kynntist Natan og um samband þeirra og vil ég þar til nefna þessar vísur: Oft ég hugði: Er pað sá, er allar burtdreif hryggðirnar, lífsávexti þtna Þá, Þoigóð, friðstillt, ánægð bar? Mönnum framar — man ég Það, mér í nauðum hjálpað gast, en ógjört betra í allan stað, endan fyrst aö svona bast. Æru, fjör og ekta-trú, allt veðsetti ég fyrir pig, af einni tröppu á aðra Þú, ófarsældar leiddir mig. Allt ég matti einskisvert ef eignast mætti trúskap pinn pannig sagði: Þú mér ert það sem dugir, vinur minnl Ó, hve sæla ég áleit mig — enginn mun því trúandi Þá fékk ég líða fyrir pig forsmán vina, en hinna spje. Þetta sýnir mjög skýrt, hve djúpa og hreina tilfinningu Rósa hefur borið til Natans og hún skorar á hann að reyna hvort þeirra sé í rauninni sterkara og segir: Hefur tíðum hrósað Þú hreysti þinni að vinna mig okkar skulum orku nú oftar, reyna lífs um stig. — Frh. á bls 6 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.