Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1978, Blaðsíða 8
 Bk iB vln gð«$ l |VG t la i "O WwMxí ■ /. t * IS 1- § 'iSmF’ £ j jnL ’/• 'liáagmP* | Í|jg I rjipy ' * SKOGRÆKTARRAÐSTEFNA I N Síðastliðið vor héldu samtök er nefnast Nordisk Skogsunion 14. ráðstefnu sína og var hún að Þessu sinni haldin í Noregi. Aö pessum samtökum standa ýmsir aðilar á Norðurlöndum sem starfa að skógrækt, skógræktarfélagasam- bönd o.fl. Slíkar ráöstefnur eru haldnar fjórða hvert ár á Norðurlöndunum til skiptis. Arið 1976 gerðist íslenzka skógræktin aðili að bessu sambandí og sóttu fulltrúar frá Íslandí pessa ráðstefnu í fyrsta sinn í vor sem aðilar samtakanna. Fulltrúar og gestir á pessari ráðstefnu voru rúmlega 700 talsins frá öllum Norðurlöndunum og stóð hún dagana 26.—30. júm'. Þátttakendum var fyrstu dagana gefinn kostur á að velja eina af 21 skipulagðri ferð um Noreg allt frá nyrstu héruðum til hinna syðstu, par sem heimamenn lýstu gangi mála er að skógrækt lutu. Þeir sem fylgst hafa með framvindu skógræktar hér á landi vita að hún hefur átt góð og nytsamleg samskípti viö skógræktarmenn og stofnanir í öðrum löndum. Nauðsyn á siíkum samskiptum ættu að vera augljós, ekki síst vegna pess að við verðum aö styöjast viö aðfengna pekkingu og reynslu í mörgu pví er varöar skógrækt. Nokkrir íslenzku fulltrúanna voru beðnir að segja hér í stuttu máli frá pví helzta er fyrir augu og eyru bar í pessum skoðunarferðum. Hulda Valtýsdóttir Ámóta n^rstu sveitum íslands „Náttúruauðlindir skóganna" var yfir- skrift kynnisferöarinnar sem farin var til Nordland í sambandi við norræna skógræktarpíngið í Noregi í vor og er par átt við pá sólarorku sem bundin er í skógargróðri og parf ekki frekari skýringar við. Nordland er næst stærsta fylki Nor- egs, slagar hátt upp í Oanmörku að stærö og um fylkið liggur heimskauts- baugurinn. Vegna legunnar mátti gæla við pá hugsun aö parna værum við stödd álíka norðarlega og nyrstu sveitir íslands og pví hafa í huga hvers vænta mætti af gróðrarmöguleikum breiddar- baugsins vegna. Beinn samanburður er pó varla sanngjarn par sem ýms skílyrði eru hagstæðari í Noregi en hér á iandi, bæði hvað varðar jarðveg og veðurfar. En pá er pess að gæta að jaröveg má bæta með skógargróðri pótt lágvaxinn sé og par sem hann er komínn á legg bætir hann líka veðurfar í peim skilningi að veðurfarssviftingar leika hvorki landið sjálft, annan gróður né menn og skepnur eins hart og á gróðuriitlum eða gróðurlausum stöðum. Samanburðurinn á pví rétt á sér með pað í huga hver framvindan gæti orðið ef vel væri að pessum málum staðið hjá okkur og menn hafa leyfi til að vona. Ot um eyjar og upp í dali í Nordland þekur skógargróður 6 þúsund km!, þar af er nytjaskógur 4400 km2 en frá árinu 1910 hefur verið plantað skógi í 900 km2. Þriðjungur þessarar skóga er í eign ríkisins en tveir þriðju í einkaeign. Saltfjall heitir mikið fjall miðsvæðis í fylkinu. Lengi var það trú manna að greni gæti ekki dafnað noröan Saltfjalls, því fjalliö hefti útbreiöslu þess norður á bóginn frá náttúrunnar hendi. En þá kom mannshöndin til hjálþar og síöan hefur komið í Ijós að greni á ekki erfiðara uppdráttar norðan fjallsins en sunnan. í kynnisferðinni var farið bæði um strandhéruð, út á eyjar fyrir ströndum fram og upp í dali, ekið eða siglt á milli og arkaö upp og niður skógi vaxnar hlíöar. Forsvarsmenn skógræktarinnar á staðn- um, skógfræðingar og fulltrúar ríkisins í skógræktarmálum leiddu hópinn sem taldi um 40 manns frá öllum Norðurlönd- unum, skýrðu staðhætti, vöxt og viðgang og nýtingu allt frá því þar sem skilyrði til skógræktar eru hvað bezt á láglendi og í fjallshlíðum upp í 600 metra hæð yfir sjávarmál þar sem möguleikarnir eru takmarkaðri. Náttúrufegurð er þarna geysimikil, loftið hreint og litir tærir. Utlínur fjallanna minntu mjög á íslenzk fjöll, að minnsta kosti úr fjarska — en þar eins og allt um kring skilur á milli Noregs og íslands hinn mikli og unaðslegi gróður í Noregi, þegar nær er horft. Þarna sést hvorki rofabarð eöa blásinn melur — gróðurþekja hylur allt nema efstu fjöll. Framsýnn hugsjónamaður Lengi vel höfðu Norðmenn enga trú á því að nytjaskóg mætti rækta úti við ströndina á þessum norðlægu slóðum vegna stormasamrar veöráttu og seltu frá sjónum. En þá eignuðust þeir framsýnan hugsjónamann sem breytti þeirri afstöðu. Sá hét Isach Goldevin, bóndi á eyjunni Dönna. Þar er fjallið Dönnes á norður- strönd eyjarinnar og snýr bröttu baki við hafvindum úr norðri en í hlíöunum sem vita til suöurs verður gott skjól. Þar hóf Isach Goldevin gróðursetningu barrþlantna á árunum 1905—06 og var þetta uþþhaf nytjaskógræktar í Nordlandsfylki. Þarna voru gróðursettar 40 þúsund þlöntur þessi ár en vegna plöntuskorts kom hann upp uppeldisstöð fyrir tjáplöntur á jöröinni til þess að geta haldiö starfseminni áfram. Um atorku og framkvæmdir Isachs Goldevin mætti fleira segja. Land- búnaðarvísindin áttu hug hans allan. Hann rak mikið bú á Dönnes og flutti reyndar inn fyrsta traktorinn sem til Noregs kom. Hann var hugsjónamaður í öllu því er að landbúnaði laut og trúði því að tilvera mannkyns ætti allt undir skynsamlegri nýtingu og eflingu náttúruauölinda jarðar- innar komið. En svo fór fyrir honum eins og oft vill verða raun á um framsýna brautryðjendur — árið 1911 varö hann gjaldþrota og þegar þrotabúið var gert upp, var skógrækt hans á Dönnesfjalli einskis virt, einungis talið að hún hefði rýrt beitiland jaðarinnar. Isach Goldevin var 50 árum á undan sinni samtíð segja Norðmenn nú. Hann sannaði að hægt var að rækta nytjaskóg á veðrasamri ströndinni og nú er þarna rekin fyrirmyndar skógrækt, útplöntun og viðarhögg helst í hendur til hagsbóta bæði fyrir eiganda jarðarinnar og samfélagiö. Margt mætti til taka sem markvert bar fyrir augu og eyru leikmanns í þessari kynnisferð, en þegar úr átti að velja kom Isach Goldevin efst í huga. Ef til vill vegna þess að enn stöndum við í þessu tilliti á því stigi að framsýnna hugsjónamanna er mikil þörf. Viö megum bara ekki láta á okkur sannast að þeir séu 50 árum á undan sinni samtíð. Þegar okkur íslensku skógræktar- og áhugafólki var boðin pótttaka í XIV. norræna skógræktarmótinu, sem haldið var í Noregi, dagana 26.—30. júní, sl„ stóð okkur til boða að velja á milli 21 staðar í Noregi til skoðunar og fróðleiks. Staðir pessir dreifðust um Noreg, allt frá Finnmörk í norðri, 400—500 km. norðan við heimskautsbaug og til Austurgarða, syðst í Noregi. Fyrir valinu hjá mér varð Vestfold, nr. 12 í boðspésanum. Viðfangsefnið par var tvípætt, eftir pví sem pésinn upplýsti: Lauf og/eöa barrskógar. — Skógrækt í sambandi viö trjávöruiðnað. Ég verð að gera pá játningu að meiru réði um petta val mitt áhugi á sögu fylkisins en gróðri pess, sem hlaut, legu sinnar vegna, að vera allt annar en nokkurs staðar finnst hér á iandi. Annar og meiri en jafnvel bjartsýnustu áhuga- menn um skógrækt geta nokkurntíma látið sig dreyma um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.