Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 16
Dulskyggni barna Framhald af bls. 15 Þetta var rétt, þegar Sigurður kom heim, steinsváfu þeir báðir Sæmundur og Jónas. Þá hélt Sig- urður að það hefði verið aðkomu- maður, sem hann sá og hefði hann gripið þar upp orf að gamni sínu til að reyna bitið í ljánum. Daginn eftir sagði hann Sæmundi frá þessu, en hann sagði þá: „Ekki get ég skilið, að nokkur aðkomu- maður hafi gert sér það ómak að fara heim í skemmu til þess að ná þar í orf og ljá, aðeins til að bregða ljánum í gras. En sumir sjá það, sem ekki er.“ Skömmu seinna var það um miðja nótt, að Sigurður hrökk upp úr fastasvefni við að leikið var á orgelið frammi í stofu Rannveig- ar. Hann settist upp í rúminu og hlustaði um stund, en svo þagnaði orgelið. Lagðist hann þá út af, en þá byrjar orgelið aftur. Sæmund- ur var steinsofandi í rúminu fyrir framan hann. Og nú greip hann óstjórnleg forvitni að vita hver væri að leika á orgelið. Hann læddist upp úr rúminu og fram á gólf. Þá hætti orgelið aftur, en hann stóð þarna lengi og beið, en ekkert heyrðist framar. Þá skreið hann i rúmið aftur og svaf til morguns. Þegar hann var kominn á fætur rakst hann á Guðrúnu vinnukonu fyrsta og spurði hana hver mundi hafa verið að leika á orgelið í nótt. „Heyrðir þú það?“ spurði hún. Hann játaði því. „Það er býsna margt, sem þú sérð og heyrir bæði nætur og daga?“ sagði hún, „en það get ég sagt þér drengur minn, að hér kann eng- inn að leika á orgel nema Sæmundur, og það er ekki honum lfkt að halda vöku fyrir fólkinu, hann veit að nóttin er ekki of löng fyrir þreyttar manneskjur." Sig- urður sagði að það mundi hafa verið einhver annar en hann. „Þegiðu," sagði Guðrún, „þig hef- ir verið að dreyma þetta, og haltu þér saman um allt slíkt!“ Sigurð- ur sá, að ekki þýddi að tala við Guðrúnu. Viku seinna var Sigurður látinn reka kviaær að kveldi út í Árdal- inn. Þoka var á fjöllum og fremur dimmt yfir. Þegar hann kom heim aftur, staðnæmdist hann við traðarhliðið, þvi að honum sýnd- ist margt fólk vera heima á hlað- inu og allt sparibúið. Af feimni vildi hann ekki verða á vegi þess, er það kæmi niður traðirnar, og fa.di sig þvi skammt frá hliðinu. Sér hann þá, að maður kemur eftir tröðunum og teymir gráan hest, en á hestinum var þverbaka eitthvert kolsvart ferlíki, er skag- aði mikið út til beggja hliða á hestinum. Slika sjón hafði Sigurð- ur aldrei fyrr séð á ævi sinni, og vissi ekki hverskyns fyrirbæri þetta var. Á eftir hestinum gekk svo fólkið í einum hópi eftir tröð- unum og út á götutroðninga, sem lágu í áttina út í Ardalinn. Þegar hópurinn var kominn fram hjá, tók Sigurður á rás heim og beint inn í baðstofu, en þar voru þá allir háttaðir og sofnaðir. Morgun- inn eftir vaknaði hann svo ekki fyrr en allir voru komnir á fætur. Það var sunnudagur og sýndist honum liggja mjög vel á Jónasi vinnumanni, svo hann áræddi að segja honum frá sýn sinni kveldið áður og spyrja hann um hverjir hefðu verið þarna á ferð. Jónas ræskti sig og svaraði drýginda- lega: „Þú munt hafa séð líkfylgd álfafólks, svarta ferlikið á hestin- um getur ekki hafa verið annað en líkkista." Sigurði þótti vænt um að Jónas skyldi leysa svo greiðlega úr þessu og var viss um að hann hefði sagt sér satt. Þvi var það í hvert skipi eftir þetta, er hann kom upp í Árdalinn, að hann litaðist um, hvort hann sæi ekki álfakirkjuna og kirkjugarð- inn, en það sá hann aldrei. Heilnæmur Nú fást tvær tegundir af Close- Up, Rautt Close-Up, og nýtt Grænt Close-Up. Græna tann- kremið Close-Up er ekki bara nýr litur—heldur lika nýtt bragð. Heilnæmt og hressandi pipar- mintubragð. I hvorutveggja—rauðu og grænu—er Close-Up efnið sem tryggir yður mjallhvitar tennur— og ferskan andardrátt. Þess vegna getið þér verið alveg örugg í návist annarra. Og þaraðauki getið þér valið bragðið eftir smekk: Nýtt Grænt Close-Up VESTURBÆRINN Framhald af bls 11 í Litla-Seli bjuggu Sigurður Einars- son og Sigríður Jafetsdóttir. Þau áttu 1 1 börn, sem nú eru öll látin. Ívars-Sel var norðan Vesturgötunn- ar. Þar bjuggu um aldamótin ívar Helgason bátasjóðmaður og Ólöf Bjarnadóttir, mestu heiðursmanneskjur. Mið-Sel var við Seljaveg. Þvi fylgdi hálf Selsvör, móti Oddgeirsbæ. Þar bjó Magnús Vigfússon. Karlarnir ruddu sér varir í fjöruna og höfðu þar smábátauppsátur, hrognkelsaveiði og þyrskling. Loks var Stóra-Sel. Það stóð þar sem nú er lýsisverksmiðja Bernhards Petersens. Þarátti heima um skeið Guðjón bryti Jónsson, siðar umsjónarmaður Miðbæjarbarnaskól- ans. Hann var faðir Kjartans Guðjóns- sonar listmálara. Einnig bjó þar Guð- mundur Jensson, síðar bió-eigandi. Listamenn við Vesturgötu Þó að Vesturgatan hafi einkum og sér i lagi verið heimilisgata sjómanna og útgerðarmanna, og þeir hafi frem- ur öðrum reist þar sín hús og bæi, til að búa nærri höfninni, þá flutu að sjálfsögðu aðrar stéttir með. Við höf- um minnzt á að iðnaðarmenn bjuggu við Vesturgötu, líka verzlunarmenn og embættismenn. Sér í lagi virðist þessi friðsæla gata þó hafa seitt til sín alls konar listamenn, tónlistarmenn, rithöfunda og söngvara. í húsunum númer 33 og 38 bjuggu tveir járnsmiðir, ákaflega söngelskir og músíkalskir. Þeir hétu Þorsteinn Jónsson og Gísli Finnsson. Þorsteinn bjó á 33. Hann varð síðar tengdafaðir Gísla Jónssonar fyrrver- andi alþingismanns. Gísli Finnsson bjó á 38. Báðir þessir menn áttu hljóðfæri, orgel og stóran barnahóp. Á stórhátiðum eins og jólunum námu menn staðar fyrir utan hús þeirra og hlýddu á söng. Barnakór, þaulæfður af húsbændunum söng jólalög og ættjarðarsöngva með hljóðfæraundir- leik. Það voru þeirra eigin börn, sem sungu, ásamt heimilisfólkinu. Var un- aðslegt að hlýða á þennan söng út um opna gluggana. Það varð eins konar fastur liður i hátíðahöldum jól- anna að fara að húsum þessara heið- ursmanna og hlusta á söng barn- anna. Þetta var óvenju tónelskt fólk. Ekki er mér kunnugt um að börn þeirra hafi orðið tónlistarmenn í þeim skilningi sem nú er lagður i það orð, en Reynir Gislason varð þó tónlistar- maður og stundaði hljóðfæraleik í Kaupmannahöfn áratugum saman og Eygló Vikotorsdóttir óperusöngkona mun vera dóttur-dóttir Gísla Finnns- sonar. Á Vesturgötu 41 bjó um langt skeið Árni Thorsteinsson tónskáld í húsi Finns Finnssonar skútuskip- stjóra, föður Kolbeins Finnssonar hafnsögumanns. Pétur Jónsson óperusöngvari var fæddur og uppal- inn á Vesturgötu 39, og var ávallt stoltur af uppruna sinum og Vestur- bænum. Ef haldið er við þá skilgreiningu, að Vesturgatan sé streymandi móða meðstuttum þverám, bætast margir listamenn við, er bjuggu steinsnar frá Vesturgötunni eða við hana, þótt hús þeirra teldust til annarra gatna. Þann- ig bjó Markús Kristjánsson tónskáld við Stýrimannastíg 2. Þar býr nú annað tónskáld og píanóleikari, Skúli Halldórsson, og Einar Kristjánsson óperusöngvari bjó á Nýlendugötu frá þvi að hann fluttist aftur heim til íslands frá Kaupmannahöfn eftir glæsilegan söngferil við Kon.unglega leikhúsið og víðar. Einar bjó þar til dauðadags. Allt þetta glæsilega listafólk setti svip sinn á Vesturgötuna, enda þótt það „eignaðist'" ekki götuna i þeim skilningi að Vesturgatan yrði eins konar listamannahverfi Reykjavíkur. Þótt hér hafi verið nefnd fáein nöfn, hefur mörgum veriðsleppt. Meistari Þórbergur Þórðarson bjó lengi á Vest- urgötu 35, á hann var minnzt hér að framan. Hin milda kyrrð og dulmögn- uð fegurð þessarar götu hefur seitt til sin listafólk, sem með skáldaaugum hefur borið kennsl á stil þessarar römmu sjávargötu, Vesturgötunnar. Eins og fram kom hér að framan, þá hefur það yfirleitt mistekist að útskýra vesturbæinn. Að útskýra guð er að hafa engan guð, segir skáldið. Ef til vill leysist sýnin, eða goðsögnin upp við nánari skoðun. Fegurstu málverk leysast upp ef þú stigur feti framar. Kirkjusaga er aðeins partur guð- fræðinnar og það breytir líklega ekki miklu i trúarlifi einstakra manna þótt mikið sé ritað af kirkjusögu. Það sama á við um Vesturbæinn. Hann er fyrst og fremst til innra með okkur, en er ekki til í bókum, ekki einu sinni i góðum bókum. Jónas Guðmundsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.