Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 9
mann fram af manni úfi grasbýlin sfööu öfram. . ." RÁNARGATA 50 heitir raunveruiega Gíslholt eða Vestra Gíslholti, til aðgrein- ingar frá næsta húsi fyrir austan, en það heitir Eystra Gislholt. Gíslholt var byggt skömmu eftir aldamótin siðustu og að sögn eigand- ans, Ólafs Þórarinssonar. — Hér hafa ýmsir merki- legir menn búið, þará með- al H.J. Hólmjárn og Runólf- ur Jónsson verkamaður, stór maður sem vann við höfnina. Ég keypti húsið árið 1953 og hefi búið hér sið- an. Ólafur sagðist vera verzlunarmaður ættaður vestan af fjörðum en hefði fyrst verið sjómaður, en aldrei komist lengra en á færaskak. Hann vildi fara i siglingar um heiminn, en aldrei varð samt af því. Hann fór á skútur og skútur eru hátt skrifaðará heimili hans. Hann hengir skútumyndir yfir dyr, því þannig fær hann menrí til þess að lita upp til þessara gömlu skipa. i byggingu húsanna og hefur búið í einu svona húsi frá fyrstu tið. Kjartan hafði þetta að segja: Þessi hús eru byggð af Byggingasamvinnufélagi Reykjavikur, sem hóf bygg- ingu þeirra árið 1 934 á kreppuárunum. Margir merkilegir menn lögðu félag- inu lið og má þar nefna menn einsog Þórð heitinn Eyjólfs- afa, ki )an VESTAN Bræðraborgarstigs, milli Sólvallagötu og Hring- brautar, standa svonefnd Byggingasamvinnufélagshús, en frá sögulegu sjónarmiði eru þau merkilegur áfangi í húsabyggingum i Reykjavik. Húsin eru þau fyrstu sem byggð eru i borginni af bygg- ingasamvinnufélagi. Við hitt- um að máli Kjartan Sveins- son, skjalavörð, sem tók þátt FRAMNESVEGUR 20A er eitt hinna svoköll- uðu „bankahúsa" en þau voru byggð fyrir meira en 50 árum. Við hittum Jón Þórðar- son, prentara að máli og hann hafði þetta að segja um bankahúsin: — Ég er búin að búa i þessum húsum frá upphafi. eða i 53 ár, en húsin voru byggð árið 1921 og 22. Ég flutti vorið 1923, en alls voru byggð 1 2 hús. Það var Landsbanki íslands sem byggði þau og þau kostuðu 1 3— 1 6 þúsund krónur. — Hvers vegna fór Landsbankinn út i það að byggja ibúðarhús? — Bankinn var fullar af peningum og eftirspurn eftir lánum var svotil enginn. Allir virtust komast af án þess að fá peningalán. Bankinn fór þvi út i það að taka á leigu hjá Reykjavíkurborg allt „Selstúnið" til 99 ára og þar byggðu þeir þessi hús. Upphaflega áttu þau að verða handa verkamönnum, einskonar félagslegt framlag, en svo reynd- ust þau of dýr og ofviða verkamönnum og þá voru þau seld ýmsum mönnum, aðallega iðnaðarmönnum og öðru millistéttarfólki. Ekki var bankinn samt búinn að byggja húsin, þegar eftirspurn eftir peningum fór aftur að aukast og stendur sú eftirspurn enn að þvi er ég best veit. Annars hefðu þeir byggt fleiri svona hús. — Ódýrustu húsin voru á rúmar 13.000 krónur, en önnúr voru dýrari. Mitt hús kostaði rúmlega sextán þúsund og útborgun var 2500 ,ur, sem maður varð að borga strax við samning. Hitt kom á víxli og veðdeildarbr^fi. Lánað var til 20 ára. — Það v ir Guðjón heitinn Samúelsson sem teiknaði þessi hús, sem voru að nokkru eftir safenskum hugmyndum um húsagerð. Eldhús og stofa á hæðinni og svefnherbergi voru uppi. í kjallara voru geymslur, en þegar hitaveitan kom, þá varð kjallarinn óhæfur sem slíkur. Flestir hafa því brugðið á það ráð að innrétta eldhús i kjallaranum og er íbúðin nú á þrem hæðum. Menn gerðu sér svo kalda geymsluskúra á baklóðinni. — Eru margar fjölskyldur i bankahúsun- um, sem verið hafa þarfrá upphafi? — Nei ég er sá eini. Að visu er hér i suðurendanum Ólafur Pálsson fyrrum borg- arfógeti, en foreldrar hans bjuggu þar. Hann býr þar nú ásamt systur sinni, svo það má segja að þarna sé sama fjölskyldan. — Hér hafa búið margir ágætir menn og aðrir hafa komið í þeirra stað. T.d. bjó Ágúst Jónsson, heilbrigðisfulltrúi hér lengi og fleiri og fleiri. Annars kynntist ég fólkinu i göt- unni Iftið. Ég fór til vinnu minnar eldsnemma á morgnana og kom aftur á kvöldin og það hefi ég gert fram á siðasta dag. — Eru þetta þægilegar íbúðir? — Þær eru það, en stigarnir voru erfiðir fyrir konurnar, sagði Jón Þórðarson, prentari að lokum. son hæstaréttardómara, Guð- laug Rósinkrans, síðar Þjóð- leikhússtjóra og Eystein Jónsson. — Hvar fengust lán fyrir húsunum? — Ég skrapp til London og sló 30.000 sterlingspund. Lánið var til 25 ára og vextir voru 5%. — Hvert hús kostaði full- gert um 24.000 krónur. Hús- in voru dýrari en ráð hafði verið fyrir gert og munaði þar mestu hversu erfiðir grunn- arnir voru, blautir og djúpir, en húin voru reist i svo- nefndu „Séra Jóhanns túni" (Þorkelssonar). — Það tók eitt sumar að byggja húsin og sum eru úr steini. önnur timburhús á steinkjallara, með steyptri plötu. Húsin eru 46 og voru til peningar fyrir þeim og átta húsum til viðbótar, sem reist voru á öðrum stöðum siðar. — Menn hafa helst ekki flutt héðan lifandi, sagði Kjartan Sveinsson að lokum. Sjá nœstu síöu A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.