Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 3
Um þá sem eiga við alvarlega geðveiki að strfða, segir Lárus Helgason: „Sjúklingar með slík einkenni gera sér almennt ekki grein fyrir þvf, að þeir séu sjúkir. Þeir lifa í fmynduðum heimi með annarlegar hugmyndir sem oftast valda þeim þjáningum og leiða til árekstra við umhverfið“. glögga mynd af því, hversu margir hafa leitað aðstoðar. í rannsókn próf- essors Tómasar Helgasonar kemur í Ijós að fleiri konur en karlmenn fái sjáanleg eða greinileg einkenni geð- rænna truflana. Hann fann að fyrir 61 árs aldur fengu 32.5% karla og 35.3% kvenna slík einkenni. Hins- vegar er hugsanlegt, að karlar geti betur leynt einkennum sinum en kon- ur og farist því á mis við rannsóknir á tíðni geðrænna truflana. Rannsókn mín sýnir, ef miðað er við árin 1 966 og 1967, að til geðlækna leita ein- hverntíma um ævina 10.5% karla óg 14.3% kvenna. Fleiri konur en karlar lögðust inn á geðsjúkrahús. Niður- stöður álíka rannsókna í nágranna- löndum, einkum á Norðurlöndum, sýna einnig hærri tíðni hjá konum en körlum. Því hefur verið haldið fram, að koriur virtust eiga við vaxandi geð- rænar truflanir að etja, sem og jafnvel í sumum tilfellum leiddi til drykkjuhneigðar? Lárus Helgason telur óvist, hvort um vaxandi geðrænar truflanir sé þar að ræða, en hinsvegar rétt, að drykkjuhneigð kvenna hafi stóraukist: — í rannsókn sem Dr. Helgi Tómas- son gerði á árunum 1928—1936 reyndist tíðni nýrra einstaklinga ár hvert vera sama og var árin 1 966 og 1 967. Á sama tíma höfðu gerst feyki- miklar breytingar í þjóðfélagsstöðu einstaklinga hérlendis. Þessar niður- stöður renna stoðum undir þá skoð- un, að jafnvel miklar þjóðfélagsbreyt- ingar hafi ekki nein veruleg áhrif á fjölda þeirra einstaklinga, sem leita geðlækna, svo fremi sem þjónustan breytist ekki að ráði að formi til. Konur virðast síður hræddar við að leita til geðlækna til að fá úrlausn vandkvæða sinna. Er þetta afleiðing þess uppeldis- mynsturs, að körlum beri að vera sterkir og láta ekki í Ijós veiklunar- merki? Svo virðist sem karlar taki fremur þann kostinn að glíma sjálfir við ein- kenni sín og hugsanlegar afleiðingar sem af því kann að leiða. Vel má vera, að viðhorf þessi séu tengd stöðu karla og athöfnum þeirra i þjóðfélaginu. Drykkjuhneigð kvenna hefur aukist mjög mikið og má e.t.v. segja, að þær séu að líkjast körlum að þessu leyti. Erfitt er að segja um orsakir drykkju, en það er Ijóst, að við almennari neyslu áfengis verða fleiri einstaklingar drykkjusjúklingar. Nú hafa konur i æ rikari mæli talið sjálf- sagt að neyta þess með þeim afleið- ingum að tíðni drykkjusjúkra kvenna hefur margfaldast. Þessi samræming kynjanna nær einnig til annarra þátta, s.s. reykinga, þar sem krabba- mein og aðrir lungnasjúkdómar fara vaxandi hjá konum. Verða geðlæknar varir viS eSlis- bundinn mun á vandamálum karla og kvenna? Já, konur eru ólíkar og oft með ólík vandamál. Þó er erfitt að segja til um hvernig konur væru ef þær hefðu alist upp við aðra mótun en fram að þessu hefur verið I gildi. Reynir meira á hlutverk móður en föður í uppeldi barna? Við vitum allt of lítið um áhrif foreldra á mótun andlegs ástands barna þeirra, bæði hvað varðar erfða- eiginleika og framkomu, svo nokkuð sé nefnt. Hlutverk föður og móður eru mikilvæg, en ég er ekki viss um hvort þeirra er I raun mikilvægara. Konan hefur almennt staðið nær barni slnu þar sem hlutverk hennar hefur verið meira að sjá um heimilið. Ég er þeirrar skoðunar, að barn þurfi mikla návist og umhyggju, en tel að I ■mörgum tilvikum geti faðirinn tekið slíkt hlutverk að sér, engu síður en konan. Ég er ekki sannfærður um að aðrar stofnanir en heimilið geti al- mennt náð sama árangri I mótun andlegs ástands barnsins. Ég álít að ef meginþáttur uppeldisins verður al- mennt færður frá foreldrunum, þá muni mótun barna verða önnur en hún er nú svo að breyta þurfi senni- lega að miklu leyti þjóðfélagsháttum svo unnt reynist að mæta þörfum þessara einstaklinga síðar. Er Kklegt aS breytt samfélags- staSa kvenna hafi truflandi áhrif á andlegt jafnvægi þeirra? Fólk leitast ævinlega við að skapa visst jafnvægi I lifi sínu. I sliku jafn- vægi þurfa oft að verða ýmsar breyt- ingar til þess m.a. að skapa tilbreytni. Hinsvegar geta miklar truflanir eða vissar tegundir truflana raskað jafn- væginu og valdið óþægilegum ein- kennum. Segja má því, að breyting- ar, samfélagslegar sem aðr^f, gegni tviþættu hlutverki. Annars vegar að skapa betra ástand og hins vegar geta þær verkað truflandi og valdið meiri geðrænum vandkvæðum. Að þessu leyti er ekki hægt að segja, að karlar séu neitt betur settir en konur. Taka má dæmi um miðaldra menn sem hafa orðið að breyta um starf vegna breyttra vinnuhátta. Leita heimavinnandi konurfrekar til geðlækna en hinar, er vinna utan heimilis? Hvað er heimavinnandi kona? Mjög margar konur vinna nú bæði á heimilum sínum og utan þeirra, svo að þarna er ekki auðvelt að draga skil á milli. En vissulega verður mikil breyting á högum kvenna frá því að starfa heima, eða fara til starfa utan heimilis. Konur taka nú mun meiri þátt I fjármálum heimilisins og fram- færslu fjölskyldunnar. Reynsla min og margra annarra geðlækna var sú, að konur vissu áður mjög litið um tekjur eiginmanna sinna og hinn raunverulega fjárhag heimilisins. Þetta var sérstaklega áberandi fyrir mig, þar sem ég gat borið saman stöðu íslenskra kvenna og sænskra kvenna eftir árið 1960. Ég er ennþá minnugur þess, hversu oft ég varð undrandi á því, er íslenskir heimilis- feður gáfu konum sínum dýrar gjafir eða fóru með þeim I ferðalög, sam- tímis því er þeir voru á barmi gjald- þrots. Konurnar vissu þá ekkert hvað amaði að mökum þeirra, reyndar höfðu þær aldrei spurst neitt fyrir um fjármálin. Þótt telja megi, að þetta sé úr sögunni, hefur sú breyting er orðið hefur á stöðu kvenna reynst karl- mönnum að ýmsu leyti erfið. Margir og e.t.v. flestir þeirra hafa reynt að taka þátt I þessari breytingu en sum- um hefur reynst það ókleift. Eins og ég benti á áður, þá leitum við oft öryggis I vissu jafnvægi. Það eru ekki svo fáir karlmenn, sem fundið hafa öryggi I heimili foreldra sinna, þar sem móðir var heima til að sinna heimilisstörfum. Sumum þeirra veitt- ist erfitt og jafnvel ómögulegt að víkja frá þvi heimilisformi. Það gefur auga leið, að veruleg átök hljóta að skap- ast, er slíkir menn hefja sambúð við konur sem eiga bágt með eða geta ekki gengið I slíkt móðurhlutverk. Konur hafa heldur ekki sloppið við óþægindi af breytingum þessum en eins og fram hefur komið, þá hefur drykkjuskapur þeirra stóraukist. Þetta er því ekki beinlínis uppörvandi og I því sambandi má hafa I huga, að miklum mun erfiðara er að ráða bót á drykkjusýki en taugaveiklun. Er breyting á stöðu kvenna þá fremur neikvæð en jákvæð að mati geðlækna? Það þarf alls ekki að vera. Það er ætlð viss ávinningur að nýjum og fyllri verkefnum. Eins og áður hefur verið bent á, valda of litil tilbrigði eða fjölbreytni I viðfangsefnum leiða. Ég tel að breyting á stöðu kvenna sé aðeins á byrjunarstigi og að hvorki verði séð fyrir, hvernig hún muni þróast eða hvaða afleiðingum hún muni valda. Það er aðeins óþægilegt ef því fylgir, að konur fá meira af þeim geðrænu truflunum sem áður voru nær eingöngu bundnar við karla. Vonandi verður það aðeins millibil sem fólk siðan sigrast á. Er svipað ástatt um geðheilsu fólks, ef miðað er við stéttir og landshluta? Kannanir sýna, að mest er leitað til geðlækna úr þéttbýlisstöðum, mest I Reykjavík og minna eftir því sem íbúatalan lækkar. Minnsta tíðni er hjá fólki I bændastétt. En þetta segir þó ekki nema hálfa sögu, því að þjónust- an hefur hvergi verið fyrir hendi nema í Reykjavík. Eini geðlæknirinn starfandi utan Reykjavikur er nú á Akureyri, en hann hóf þar störf fyrir skömmu. Það breytir þó ekki þeirri niðurstöðu rannsókna, að i þéttbýli leitar fólk meir til geðlækna. Eru líkur til að tíðni geðrænna sjúkdóma fari vaxandi? Um það er ekki hægt að fullyrða. Rannsóknir ná aðeins til þeirra er leitað hafa til geðlækna; af viðtölum við aðra lækna verður ekki ráðið hvort nokkur veruleg aukning sé á tíðni geðrænna vandkvæða hjá þeim sem til þeirra leita. Hins vegar hafa þjón- ustumöguleikar aukist og viðbrögð þeirra orðið æ flóknari og timafrekari, svo að Ijóst er að nú fá einstaklingar er leita aðstoðar meiri umönnum og tímafrekari hjálp en áður. Ætla má að það gefi betri árangur en ella. Að lokum segir Lárus Helgason: Það má fullyrða, að mesti bölvaldur mannkynsins eru andleg vandkvæði. Ég tel nauðsynlegt að komið verði á nánara samstarfi með öllum þeim aðilum er hér starfa að þessum mál- um; skipulagning á slíku samstarfi ætti að geta bætt árangurinn og aukið nýtingu þjónustunnar. Ástand- ið nú er óviðunandi þar sem vistunar- rými eru fullnýtt og langir biðlistar eru hjá starfandi geðlæknum. Rann- sókn mín sýnir, að geðræn vanheilsa dregur einnig mjög úr starfsgetu og við því má þjóðin illa. (Þess má geta að rannsókn sú, sem hér er vikið að, hefur verið lögð fram sem prófritgerð til doktorsprófs við læknadeild Háskóla íslands.) ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.