Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1977, Blaðsíða 2
Lárus Helgason yfirlæknir Kannanir sýna, að mest er leitað til geðlækna úr þéttbýlisstööum, mest f Reykjavfk og minna eftir því sem fbúatalan lækkar. Minnsta tfðni er hjá fótki í bændastétt. SPJALL UM GEÐHEILSU Þuríður J. / Arnadóttir ræðir við LÁRUS HELGASON* yfirlækni á Klepp- spítalanum Kieppspftalinn. Kannski er einhver, sem ekki hefur tekið eftir þvf ennþá, hvað þessi spftali er fallegt hús. Geðrænt heilsufar er ekki síður undirstaða mannlegs velfarnaðar en hið líkamlega, hvort heldur miðað er við einstaklinginn eða þjóðfélagið í heild. Þess vegna lét ég freistast til að leita fræðslu um hvernig ástatt er í þeim efnum, ef ske kynni að með því upplýstist einhver athyglisverður þáttur í jafnstöðumálum kvenna og karla. í eftirfarandi spjalli, er ég átti við Lárus Helgason, einn af yfirlæknum Kleppsspítala, lætur hann í Ijós álit sitt, byggt á rannsóknum og starfs- reynslu við geðræn vandamál hér- lendis um mörg undanfarin ár. Ekki verður framhjá því gengið, að nokk- urs misræmis hlýtur að gæta í sjónar- miðum hans sem vísindamanns og mínum sem lítt upplýsts leikmanns í þessum efnum. í Ijósi þess er að framan segir, verður því að taka viljann fyrir verkið, þótt vart verði meira en tæpt á fræði- legum orðræðum yfirlæknisins um þær spurningar er mér liggja hjarta næst, og ekki sé árangurinn llklegur til að leysa neinn vanda heldur í besta lagi, að vekja athygli á mannlegum vandamálum af þessum toga. Flestir kannast við orðið „móður- sýki ', þótt það hafi á síðustu árum vikið fyrir hinu títtnefnda orði „tauga- veiklun". Hvorugt gefur þó rökræna skilgreiningu á sjúkleika. Hins vegar er ekki úr vegi að rekja uppruna íslenska orðsins „móðursýki", sem augljóslega táknar ! bókstaflegri merkingu „kvennasýki". Merkingar þess er að leita, eins og mörgum er vafalaust kunnugt, í læknisfræðileg- um hugmyndum sjálfs Hippocrates- ar, sem nefndur er faðir læknisfræð- innar. En á hans dögum töldu grískir læknar viss sjúkdómseinkenni kvenna, svo sem yfirliðaköst, ásamt öðrum og miklu alvarlegri einkenn- um, orsakast af því að móðurlíf kvenna léki lausum hala og ferðaðist um llkama þeirra og ylli þessum vandræðum. Þannig er gríska orðið „hystera" eða móðurlíf tilkomið sem einskonar safnheiti á vissum greinum geðveiki. Sú skilgreining, að sálin ætti heima í móðurlífinu og þess- vegna sækti geðveiki einkum á kon- ur, hélt velli allt fram á 1 9. öld. Þetta er nú liðin tíð og nýjar hug- myndir og niðurstöður hafa birst í sjónmáli; sjúkdómar af þessu tagi hafa fengið skýrari form og greinst í hinar ýmsu greinar, er sumar reynast tíðari hjá körlum en aðrar hjá konum. En hvað er að segja um skýringar á teugaveiklun, sem nú nálgast að vera tfskusjúkdómur? Lárus Helgason segir, að éinkenni taugaveiklunar séu oftast svo alvarleg og þjáningarfull, að þau muni líklega aldrei verða tískusjúkdómur. Skipta má andlegum vandkvæðum í tvennt, — annars vegar eru einkenni tauga- veiklunar (neuroses). Einstaklingar með þessi einkenni hafa meira eð minna óskerta rænu og ræða á gagn- kvæmum rökréttum grundvelli um einkenni sín, helstu orsakir og afleið- ingar þeirra og leiðir til úrbóta. Þeir eru almennt I góðum tilfinninga- tengslum við umhverfið og óska oft- ast nær sjálfir eftir aðstoð. Hins vegar eru einkenni alvarlegrar geðveiki (psychoses). Sjúklingar með slík ein- kenni gera sér almennt ekki grein fyrir þvi, að þeir séu sjúkir. Þeir lifa I Imynduðum heimi með annarlegar hugmyndir sem oftast valda þeim þjáningum og leiða til árekstra við umhverfið. Svo gagnteknir eru þeiraf hugmyndum sínum, hversu annar- legar sem þær eru, að þær verða þeim sem raunveruleiki. Þar sem þeir almennt koma ekki auga á sína heilsufarslegu geðbresti er ekki fyrir áhugi á þvl að fá meðhöndlun eða að vinna að úrlausnum til bóta. Með- höndlun sem læknar veita á slíkum tilfellum er fólgin I þvl að draga svo mikið úr einkennum þessum að sjúk- lingarnir fái heilbrigðari sjónarmið og að möguleiki skapist fyrir samvinnu á frekari leiðum til úrbóta. Þetta tekst nú mjög oft. Af fjölmörgum ranghug- myndum ber mest á ofsóknarkennd- um. Hikar fólk ekki lengur við að leita geðlæknis? Fólki reynist oft erfitt að ákveða hvort það þurfi að leita til geðlæknis eða ekki. Vafalaust leita færri til þeirra en þyrftu og kemur þar margt til. Stundum er skoðað sem uppgjöf að viðurkenna vanmátt sinn I því að geta unnið á einkennum sínum eða leyst úr þeim vanda sem kann að vera I tengslum við þau. Rannsókn sem ég hef nýlega lokið sýnir, að um 1200 íslendingar leituðu I fyrsta skipti til geðlækna sitthvort árið 1 966 og 1967. Ekki er ástæða til að ætla að þeim hafi fækkað síðan. Prófessor Tómas Helgason hefur I mjög þekktri rannsókn sýnt fram á hversu margir íslendingar eru taldir líða af geðræn- um truflunum. Samanburður á rann- sókn hans og rannsókn minni sýnir, að um 25—30% þeirra sem liða af taugaveiklun og 55—60% þeirra er líða af alvarlegri geðsjúkdómum leita til geðlækna. Heyrst hefur að konum hætti fremur en körlum til geðrænna truflana, jafnvel að þar séu 2 á móti 1, er leita læknis? Líklega er konum fremur hætta búin, en erfitt er að fullyrða sllkt. Einstaklingar með geðrænar truflanir geta fengið aðstoð á margvíslegan hátt og rannsókn hefur ekki verið gerðá öllum þeim möguleikum. Einstaklingarnir geta lagst inn á geðsjúkrahús, en vegna mikils skorts á sjúkrahúsrými hefur ekki verið unnt að veita slíka aðstoð nema sárafáum þeirra sem hafa þurft á henni að halda. Mun fleiri hafa notið aðstoðar geð- lækna utan geðsjúkrahúsa. Rannsókn mín sýnir, að 1 af hverjum 6 sjúkling- um sem leituðu til geðlækna lögðust inn á geðsjúkrahús. Rannsóknin sýndi einnig, að verulegur fjöldi þeirra sem leituðu til geðlækna voru illa haldnir af einkennum sínum, auk þess sem lífsafkoma þeirra var skert og verulegrar röskunar gætti á félags- legum aðstæðum. Mjög margir leita einungis til heim- ilislækna sinna eða annarra lækna. Geðrænar truflanir ná ekki eingöngu til einkenna, s.s. meltingartruflana og truflana á blóðrásarkerfi. Engar ítar- legar rannsóknir liggja fyrir hérlendis á tlðni þessara sjúkdómseinkenna, reyndar oft erfitt að meta hvenær um er að ræða einkenni orsökuð af geð- rænum truflunum eða af öðrum or- sökum. Margir fá einnig aðstoð hjá félags- málastofnunum, prestum, félagsráð- gjöfum, sálfræðingum, lögreglu, auk margvíslegra samtaka s.s. AA og líkn- arfélaga svo nokkuð sé nefnt. Rann- sókn sem næði yfir alla þá einstak- linga sem fá aðstoð frá öllum áður- greindum aðilum mundi gefa nokkuð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.