Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 16
Átökin í Ingólfi Framhald af bls. 15 Vorið áður (1882) barst Verðandi hingað út. Urðu félagsmenn að sjálfsögðu nokkuð upp með sér. Má þó telja útgáfuna nokkuð táknraena fyrir ástandið. Frumherjarnir voru horfnir á braut og farnir að hasla sér völl annars staðar, en nýsveinar, sem teknir höfðu verið í þeirra stað, voru engir menn til þess að fylla skörðin. Gerðust nú raddir um sameiningu Ingólfs og Banda- mannafélagsins æ háværari og vart haldinn svo fundur, að ekki mælti einn eða fleiri með sameiningu. Rit voru hálfu færri en minnst hafði verið áður. Helst skrifuðu þeir Sigurður, Bjarni Pálsson og Hannes Þorsteinsson, en allir heldur lítið. í janúar 1883 komast Ingólfs- menn og Bandamenn að sam- komulagi. Varð að ráði að leggja bæði félögin niður, en félags- menn beggja skyldu ganga I nýtt félag. Virðist sameiningin hafa gengið þrautalitið. Hið nýja félag, Framtiðin var stofnað 15. febr. 1883 og Valtýr Guðmundsson kjörinn fyrsti forseti. Lýkur þar sögu Ingólfs. A þeim tæpu fimm árum, sem Ingólfur starfaði, rituðu félags- menn samtals um 480 verk, stór og smá. Kennir þar margra grasa. Smásögur, ljóð, þýðingar, leik- þættir, mannlýsingar og margt fleira, — öllu ægir saman. Jón Þorkelsson kom með orðasafn sitt, Niels Finsen lagði til fær- eyskar þjóðsögur, Einar Hjör- leifsson ritaði langar sögur. Svo mætti lengi telja. Bækur eru til frá öilum árum félagsins og nær öll rit nema um 40 frá forsetatið Jóns Þorkelssonar. Auðvitað er margt af þessu lítils virði, enda skrifað af skólapiltum, en annað er vel þess virói að vera birt, þótt ekki væri nema til gamans. Saga Ingólfs er stutt, en af henni má þó draga mikinn lær- dóm. Starf í nemendafélögum leggst alltaf á herðar fárra. Ef í foringjunum er nokkur dugur, drlfa þeir hina með. Annars er allt drepið í dróma deyfðar og drunga. Reykjavík, í marz 1975 Benedikt Jóhannesson. Heimildir: 1. Fundabækur Ingólfs og Banda- mannafélagsins. 2. Hannes Hafstein: Félags- byllingin í Reykjavíkurskóla. 3. Bjarni Pálsson: Saga Ingólfs fyrstu þrjú árin o.fl. rit Ingólfs. I grein Svavars Gestssonar í 80 ára afmælisriti Framtíðarinnar eru ýmsar missagnir, sem stafa m.a. af því, að hann hefur ekki vitað að bækur Ingólfs og Banda- manna eru til. GALLVASKI i í útlendingahersveitinni ENÆ6ILEG VA U66URÍLEYN! FYRIR FRJÍU SRŒÐtSHETJUN- UM ÚTI 'A RECrlNHAFI. Æíh LEAUSTU ‘ZJORÆNINCrJAR- Í HEIMI, ILLRÆMDIRFYRIR BLdÐÞORSTA OG HRÖTTASKAP. / HROGNAHEPPN! VAR ÞAÐ HJÁ , / OKKUR AÐ KÖMAGTAD KAUPUM A ÞESSARI SPÆNSJKU SKUTSKÚTU. HÚN VAR R'ANDÝR, EN BYGEUASJÓUUR , BORGAR J3RUSAA/AJ. VERST ER. AÐ ÞAÐ. SANDUR A 'ARAHLUMHUÞhs' SKALLA GRMUR, SK/P l , j ^jSJÖNMfiL/ y PRW/L£6T! 'v/OFÁUMÞh . E/TTHVAUUPP/ RFLATRY66; V/ALLTAF ERÉG^ /i r/ n ut r\ / HURRA AFLHKLÓ/ J& L/f/... fELSKU SMAFRÍDUP! LÚKS EFTIR T/UJUPALAUSA OG T/LBREYT- /HGA LAUSA SJOFERD KOMA FFUAJSRÆD- ISHETJURNAR GOÐU HE/M íGAUl VERJAB/E ' sh ELSKU \ KRÍLFRÍDAR/ ! /ó! GVÖp! HVERN- /'DKKl NE/T7SEÚ/R HANN.'HANNER 'V" POPODONA ■' ÞA AD GERA AD 6AMN/ S/NU.' 06-pE/R \ VA NÚ BADADA SEM BREYT7U VERALDARSOGUNN/ ', / POA/A DÍT/LL 00 ÞÚ HEFD/R ATTAD SJ'A STE/NR/kJ Dl/KKUHER /0 FÆÉO NOKKRU SINNIÞAKKAD , 'v. YKKURR „V USS, ÞETTA VAR EKK! NE/TT' ÞEOAR HANN BARÐ/ST E/NN V/D ALLAN HER SESARSJ^-Ty^ FÁv 1 ií ;j| k • Hótelið er heimili skáldsins Framhald af bls. 13 Nabókoffs. Hann hefur sjálfur umsjón með sum- um þeirra. Einnig barst í tai, að nýlega kom út þýðing hans á ..Eugene Onegin" eftir rússneska skáldið Púskín. Og svo vék Nabókoff enn einu sinni að fiðrildunum sínum Sagði hann að þarr hjónin ætluðu til Suðurfrakklands ! sumar að veiða fiðrildi Væru þau á höttunum eftir nokkrum fágætum tegundum og gerðu sér vonir um góða veiði. Þegar leið að lokum baðst Nabókoff afsökunar á því. að honum væri ekki létt um að orða hug- myndir sínar í samræðum; rétti hann mér ritgerð- arsafn eftir sig og sagði, að þar mundi ég finna það, sem mig vantaði. í formálanum stendur þetta meðal annars: „Ég hugsa eins og snillingur. Ég skrifa eins og snjall rithöfundur, og ég tala likt og barn. Ég stama og rek í vörðurnar, þegar ég þarf að tala i síma og verður viðmælendum minum oft svo um, að þeir hætta að tala móðurmál sitt, ensku, en breyta um og halda áfram á heldur dapurlegri frönsku Reyni ég að skemmta gestum með kimnisögum, veit ég ekki fyrri til en ég er farinn að endurskoða það, sem ég sagði áður, skjóta inn setningum og fella aðrar niður. Jafnvel draumarnir, sem ég segi konu minni við morgun- verðarborðið eru aðeins frumdrög." Hann gætir sin lika i samræðum, lætur hin erfiðari umræðuefni vera, en reytir af sér örstuttar skrýtlur, orðaleiki og athugasemdir um liðna tíð. Vera, kona hans, situr hjáog gerir fyrir sitt leyti athugasemdir við orð hans. Hann þagnar þá en hún heldur áfram, hann grípur svo fram í og raddir þeirra blandast i kliði. Klukka slær. Stundin var komin. Timi var kominn til að hverfa aftur til vinnu, halda inn ! þá margbrotnu, einstæðu veröld, sem er „heiður og einmana hugur" Vladimirs Nabókoffs. Við kvöddumst og Vera og Nabókoff leiddust inn í fornfálega lyftuna og liðu upp I hæðir, en ég gekk út og hljómaði í eyrum mér nafn Nabókoffs borið fram með ýmsu móti: Nab-Ó-kof, NAB- ó-kov, Nah-bó-KOV, Na-BÓK-off . . .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.