Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 4
Meðan vi8 hér á Suðurlandi biðum hverja vikuna af annarri i þeirri von að sólin sæist, leituðu Evrópubúar á baðstrendur til þess að fá ögn af hressandi svala. Á Frakklandsströnd Miðjarðarhafsins var haldin rokkhátfð með tilheyrandi frjáls- lyndi i klæðaburði sem og öðru og eru meðfylgjandi myndir þaðan. Fullkoinið frelsi I klæðaburði er grundvallarforsenda þess a8 hægt sé að halda sæmilega vel heppnaða popphátlS. Þar voru sumir kappklæddir þrátt fyrir hitann og sólskinið, en aðrir léttklæddir eins og stúlkan hér á myndinni. Meðal hippanna, sem sóttu hátlðina I Castellet, voru Citroén-braggar vinsæl farartæki. Á staðnum var þeim breytt I hótelherbergi — að visu ekki með baði. Og sé maður leggjalangur, er ekki annað en fjarlægja afturrúðuna og láta lappirnar lafa út. SUMARIÐ Meðan regnskýin lógðu leið sina yfir Island I sumar. var haldin svonefnd Jass-rokkhátið á þeim stað á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. sem heitir Castellet. Michaél Lang er maður nefndur og hafði hann á sinum tlma staðið fyrir hinni frægu hippahátlð, sem kennd er við Woodstock. Nú átti að endurtaka allt ballið og stóð mikið til: Nýtt „sánd", sagði Lang. uppsuða úr rokki hvita mannsins og dansmúsik svörtu Afriku. Engum sögum fer af þvi, hvort það lukkaðist. En þarna var mikil stemmning þótt aðeins kæmu 35 þúsund hippar af þeim 1 00 þúsundum, sem Lang vonaðist eftir. Og á sama hátt og Woodstock, var allt saman fest á marga kilómetra af kvikmyndafilmum. Hvar sefur maður á popphátið? Svar: Þar sem maður lognast útaf. hvort heldur það er inni i tjaldi eða bara á mótorhjólinu sinu. Eins og kunnugt er, verða mótorhjólamenn að vera mjög leðurklæddir og geta varla leyft sér þann munað að f ækka fötum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.