Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1976, Blaðsíða 3
Eins og sakir standa er aðeins einn af sonum Ei- riku til heimilis hjá henni. Hér eru þau sam- an heima hjð sér. þrek til að byrja aftur. Drengirnir voru mér mikil hjálp. Einu sinni man ég að við héldum fund um þetta. Þar var samþykkt með öll- um atkvæðum að ég héldi áfram. Fékkst þú enga f járhagsaðstoð, lán eða styrkveitingu á meðan á náminu stóð? — Nei, um það var ekki að ræða. Ég hefði ekki þurft mikla aðstoð, þó hefði ég kosið að eiga kost á smáupphæð, sem nægt hefði til að fá umönnun fyrir yngsta son minn á daginn. En það tókst ekki heldur, svo þetta varð að bjargast hjálparlaust, segir Eiríka. Hvað fannst þér erfiðast að yf- irstfga á þessum námstfma? Ég held að ekkert hafi reynst mér eins erfitt og togstreitan milli námsins annars vegar og drengjanna og heimilisins hins vegar; ég hafði slæma samvisku þegar ég lét heimilisstörfin og drengina sitja á hakanum vegna námsins og þegar ég sinnti heim- ilinu, fannst mér ég ætti að vera að læra. Mér finnst enn að ég hafi verið eigingjörn og lagt of mikið á drengina, sérstaklega þann yngsta, hann varð svo oft að vera einn heima. Á hvaða aldri voru þeir? — Sá yngsti var átta ára og hinir fimmtán og átján ára, þegar ég byrjaði á náminu. Þeir hjálp- uðu mér allir eftir bestu getu, og án þess hefði þetta ekki tekist. Til dæmis fannst mér það vera for- réttindi að eiga son, sem gat tekið móður sína í stærðfræðitíma. — En vegna drengjanna hefði verið betra að ég hefði byrjað námið fyrr og verið þá fyrr búin, segir Eiríka. Það kemur þeim ekki eins að gagni nú á þessum aldri. Auk þess eru táningar við- kvæmari fyrir röskun á heimilis- högum en yngri börn, að mínu áliti. Það er nauðsynlegt að mæð- ur stefni að því að ljúka námi sínu áður en börnin komast á þann aldur. Með því kemur bætt- ur fjárhagur fjölskyldunnar þeim einnig að bestum notum. Telur þú að hag heimilisins hefði verið betur borgið með þvf námi, sem þú hafðir fyrst í huga? — Já, á því er enginn vafi. Það hefði tekið mun styttri tíma og komið fyrr fram í hærri launum og betri afkomu. Með því námi sem ég var að ljúka, er í rauninni engin breyting framundan. Þetta er aðeins áfangi á lengri leið. Ætlar þú að halda áfram? Það er freistandi að fara í há- skólanám. En hvaða námsgrein? Það val er erfiðara þegar komið er á þennan aldur. Það er nefni- lega annað að vera ungur og upp- rennandi eða gamall og upprenn- andi í einhverri starfsgrein. Það verður aö hafa í huga, þegar valin er framhaldsmenntun. En :hug- inn er vakandi, hvað sem fyrir valinu verður, segir Eiríka. Að Iokum ein mikilvæg spurn- ing: Hvetur þú konur til þessa náms eða ekki? — Ég vona að ég hafi ekki gert of mikið úr erfiðinu, en það er alltaf nauðsynlegt að gera sér grein fyrir staðreyndum. Mestu máli skiptir að eiga víst tækifæri til þessa náms, ef áhugi og áræði er fyrir hendi. Kennslan í Öldungadeild M.H. felst í raun- inni í hjálp til sjálfsnáms. Nem- endur ráða sjálfir námstímanum og reynt er að koma til móts við þarfir og óskir, jafnvel hvers ein- staks nemanda. Fyrir þá sem velja þetta nám, verður ekki á betri námsaðstöðu kosið, hvort sem það eru konur eða karlar. Mesta ævintýrið er að þessi deild skuli vera til og opin öllum þeim, sem vilja og þurfa að auka mennt- un sína á hvaða aldurskeiði, sem þeir eru. Það er vafalaust mörg- um konum kærkomið tækifæri en árangur næst ekki án fyrirhafnar þar fremur en annars staðar, seg- ir Eiríka að lokum. Og hún talar af reynslunni. Þar sem ég sit andspænis Eiríku á heimili hennar að Torfu- felli 44, velti ég fyrir mér ýmsum spurningum. Er árangur af námi hennar erfiðisins virði? Fyrir hana sjálfa? Fyrir drengina henn- ar? Fyrir þjóðfélagið? Hefði sam- félagið ekki átt koma til móts við óskir hennar um styttra og hag- kvæmara nám eða á annan hátt greiða götu hennar ( og annarra, sem svipað eru settir) til aukinn- ar þekkingar og öruggari afkomu, t.d. með láni eða styrkveitingu til námsins? Þessum spurningum verður ef til vill svarað í náinni framtið m.a. með afgreiðslu frumvarps um fullorðinsfræðslu, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi og miðar að því að styrkja jafnrétti i reynd til menntunar. Þótt þar sé átt við jafnrétti almennt, er ástæða til að ætla að með því veitist konum sérstaklega, auðveldara að auka menntun sína og jafnframt sam- ræma hin mörgu hlutverk, sem þeim eru ætluð í þjóðfélaginu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.