Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 13
brúðguminn kemur. Eg áminni yður í Vors Herra og Frelsara Jesú Christi nafni að lesa með djúpustu eftirtekt og bæn til Herrans þær heilögu skriftir, bæði það gamla og nýja testa- ment, sem klárlega vill segja ykk- ur í hverri stöðu og tilstandi þið eruð nú fyrir nærverandi. Pastor Páll segir: Hver sem prédikar annað Evangelium en við höfum prédikað og þó það komi engill af himni, hann veri bölvaður. — O, mínir heitt elskuðu landar, verið ekki þvermóðugir, ef nokkur vildi verða sendur til yðar, ljáið eyrun þeirra raustu, kastið þeim ekki út, því svo sannarlega sem eg lifi og sit hér með pennann í minni hönd, er þetta verk af guði, eg vil ekki ljúga að yður, þetta er ein- mitt sú tið, sem talast um hjá Matteum í 24. cap., að Evangelíið skuli prédikast fyrir öllum þjóð- um og þá vilji endirinn koma. Eg veit að mafgir af yður, mínir kæru, sérdeilis gamalt fólk, hafa lesið það gamla og nýja testa- menti i gegnum, máske marga ganga, i það minnsta einn stóran deil, en ekki skilið 1/20 part þar af. Hver er orsökin? Eg vil segja yður mína meiningu. Margir þenkja, að eg trúi, prestarnir mégi vita hvernig það eður það á að skiljast, því þeir eru lærðir og mega vita og skilja meira en við, og við megum ekki skyggnast inn í guðs leyndardóma. En eg vil segja yður, að ekkert af því, sem stendur skrifað í bibliunni, eru leyndardómar, en skrifað við guðs anda og verður þess vegna að skiljast við þann sama anda. Mín- ir elskulegu, sem þessi fáu orð kunnið að heyra, takið þau sem eg meina þau, því Guð veit eg meina það af minu hreinu hjarta hvað eg skrifa yður, og eg vil ekki skrifa nema hvað eg veit með vissu er sannleikur. Ef þú heyrir nokkra, sem hafi löngun að fá bréf frá mér, þá bið eg þig segja þeim að skrifa mér, eg vil borga þeim það í sama. En eg er snart þreyttur að skrifa min- um kunningjum og fá aldrei bréf aftur. Það eru öll þau bréf sem eg hef fengið, það sem eg fékk frá þér og Magnúsi Eyjólfs- syni siðan eg kom hér á staðinn, fyrir fimm eða sex, sem eg hef skrifað. Vertu nú svo góður og skrifaðu mér langt og fréttarikt bréf um hvað þið hafið starfað á alþingi og hvort þið hafið antekið þau dönsku grundvallarlög og hvort jarðyrkjumönnunum hefur tekizt að reisa nokkurs slags sæði, sem hér var áður reist, með sinni jarð- dírkningu, og yfir höfuð hvernig okkar kæra föðurlands ástand er. Minn kæri Páll, gleymdu nú ekki að skrifa mér eða upphvetja einhvern af minum fyrrverandi kunningjum þar til. Heilsaðu öll- um frá mér, sem kveðju minni vilja taka. Að endingu fel eg yður alla á þess almáttuga vald, minir kæru, óskandi Guðsfrið og bless- un yfir yður. Yðar með undirgefni Loftur Jónsson l'lKi fandi. Il.f. Ariakur. Ri ikjaifk Framk\.>lj.: llaraldur Swinsson Kilsljurar: Mallhlas Johannrssi-n S|> rmir (iunnarsson Kilslj.fllr.: (ifsli SÍKurflsson AukI>sin«ar: Árni (iarðar Krislinsson Kilsljórn: Aðalslræli (i. Simi 1(1100 Dr. Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður. Víð- frœgastur islenzkra manna i Vestu r- heimi Nafn Vilhjálms Stefánsson- ar landkönnuðar ber vafalaust hæst, þegar minnst er manna f Vesturheimi sem af isienzku bergi eru brotnir. Hann öðlað- ist alþjóða frægð og viður- kenningu fyrir vfsinda- störf sín enda var hann brautryðjandi á mörgum þeim sviðum er snerta lif og náttúrufar á heimskauta svæðinu norður af Kanads. Afstaða hans til þess fólks, sem hann heimsótti á norð- urhjaranum varð m.a. til þess að brotið var blaði f sögu landkönnuða og gömlum for- dómum um að frumstæðar þjóðir (eða lftt tæknivæddar) væru að einhverju leyti óæðri hinum, sem lengra eru komn- ar á tæknibrautinni, var hnekkt. Margir landkönnuðir höfðu áður farið halloka fyrir vetrarhörkum norðursins, en Vilhjálmur Stefánsson sann- aði það með eigin fordæmi, að eiga mátti bæði þægilegt og hamingjurfkt lff á vfðáttum heimskautalandanna með þvf að seinja sig að siðum og hátt- um innfæddra. Foreldrar Vilhjálms, Jó- hann Stefánsson og Ingibjörg Jóhannesdóttir voru norðlenzk að ætt. Faðir hans var frá Tungu á Svalbarðsströnd en móðir hans frá Hofstaðaseli f Skagafirði. Þau fluttust fráís- landi til Manitoba árið 1876 og þar fæddist Vilhjálmur árið 1879. Þegar hann var á öðru ári, settust þau að f Norður- Dakota og gerðust bandarfskir rfkisborgarar, en heimilið bar alltaf íslenzkt svipmót. Vil- hjálmur ólst upp við lestur ts- lendingasagna og sjálfur segir hann að faðir hans hafi ekkert lesið nema á fslenzku væri. Vilhjálmur Stefánsson var alla tfð hreykinn af hinum fs- lenzka uppruna sfnum. Fyrst kom hann til tslands árið 1904 og aftur 1905, þá f þeim til- gangi að gera rannsóknir á fornleifum hérlendis á vegum Harwardháskólans. Hann lauk M.A. prófi frá Ilarward 1923 og var sæmdur heiðursdoktors- nafnbót við Háskóla tslands árið 1930. Áður er ævi hans var öll hafði hann verið gerður heiðursdoktor við sex erlenda háskóla- og hlaut auk þess margskonar viðurkenningu frá fjölda vfsindastofnana bæði vestan hafs og austan. Alls fór hann þrjá rannsókn- arleiðangra til heimskauta- svæðanna norður af Kanada, þann fyrsta 1906—1907, annan leiðangur fór hann 1910 og þann þriðja 1913—1918. Rannsóknir hans í þessum ferðalögum beindust f senn að landafræði, jarðfræði, þjóð- háttafræði, fornleifafræði, dýrafræði og grasafræði og árangurinn var víðfeðmur. 1 bókum sfnum og með fyrir- lestrum víðsvegar um heini gerði hann sér far um að sann- færa menn um auðævi þessara landsvæða frá náttúrunnar hendi og hversu rfku mannlffi þar er lifað. Vestan hafs var hann löngum talinn færasti sérfræðingur um allt er laut að málefnum heimskautaland- anna og leituðu bæði banda- rfsk og kanadfsk stjórnvöld til hans um margskonar ráð varð- andi þessi svæði. Eftir að rannsóknarferðum lauk, snéri Vilhjálmur sér að ritstörfum. Alls voru gefnar út eftir hann 26 bækur og er þá ótalinn fjöldi blaðagreina og fyrirlestra. Tómstundum varði hann til að koma upp hinu ágætasta bókasafni um allt til- tækt efni sem að heimskauta- svæðunum lýtur. Bókasafnið telur nú hátt f 30 þúsund ein- tök en það er í umsjá Dart- mouth-skólans í Bandarfkjun- um. Vilhjálmur Stefánsson gat sér vissuiega mikið frægðar- orð f heimi vfsindanna, en ekki er minning hans sfður hjartfólgin almenningi á ís- landi vegna töfrandi persónu- leika hans og djúpstæðs skiln- ings á manngildi hvar sem það er að finna f heiminum. Vilhjálmur Stefánsson lézt 26. ágúst 1962, 83 ára að aldri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.