Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 6
Rússneskar konur kaupa í matinn, en stundum er ekki um margt að velja. Uppá síðkastið hefur bæði verið kornskortur og kjötleysi. HÖFUNDUR EFTIRFARANDI GREINAR, Leonid Vlandimirov, er fæddur 1924. Árum saman var hann blaðamaður við Pravda, Izvestija, Literaturnaja Gazeta og önnur helztu blöð og tímarit í Sovétríkjunum. Hann hefur verið bú- settur í Lundúnum frá árinu 1966. Bókin, sem greinin er tekin úr, heitir „Saa lever man í Sovjet" — Þannig er lífið í Sovét. Hún var gefin út af Natur och Kultur í Stokkhólmi 1970. En það var þýðing á bók Vladimirovs, „The Russians". ÞEIR, sem vinna við iandbúnað í Sovétríkjunum eru á vissan hátt olnbogabörn byltinKar bolsévíka, og þau eru nærri helmingur þjóð- arinnar. Verulegur hluti þeirra býr enn f dag — hálfri öld cftir þá atburði, sem áttu að leysa þau undan þrúgandi fátækt, við kjör, sem eru nærri hin sömu og voru. Fáir menn, sem þekkja vel til í Kússlandi nútfmans mundu revna að þræta fyrir það, að bændurnir eru sennilega óánægð- astir allra þeirra, er lúta valdi kommúnismans. Ekki fyrir það, að Iff bænda er eðli sfnu sam- kvæmt nærri alltaf erfilt, eða fyr- ir það citt, að það er sérstaklega erfitt undir Sovétstjórn. Hér við bætist enn fremur, að bændur eru fhaldssamir undir hvaða stjórn sem er. Krústjoff, sem alizt hafði upp í Úkrafnu, kornforðabúri Rússlands, skildi þetta mæta vel. „Sálfræðileg vandamál varðandi bændurna verða alltaf til,“ sagði hann árið 1962. „I Sovétsamband- inu heldur bóndinn áfram að ganga inn í hesthúsið og Ifta eftir hestunum sfnum, jafnvel eftir að þeir hafa verið afhentir sam- yrkjubúinu." Staðreyndin er sú, að venjuleg- ur rússneskur bóndi lifir bág- bornu Iffi og það, sem verra er — hann veit, að það er bágborið og hann veit líka, að litlir möguleik- ar eru til þess, að það breytist verulega í náinni framtfð. Ég var í mánuð W A? 9 uti a landsbyggðinni Fyrir nokkrum árum var ég neyddur til að dvelja í heilan mánuð í bænum Danilovskojc f Kalininhéraði, ekki alllangt frá Moskvu. Þar öðlaðist ég lærdóms- ríka reynslu. Samyrkjubúskapur- inn þar er talinn ganga vel og bændurnir sagðir lifa góéu Iffi. Bærinn nýtur f rauninni margra hlunninda f samanburði við þús- undir annarra rússneskra bæja. t fyrsta lagi er hann aðeins þrettán kflómetra frá höfuðstað héraðs- ins, Kalinin, en þar eru íbúar um 300 þúsund. í öðru lagi nýtur © hann þjóðvegar, sem er stcinlagð- ur og liggur til Kalinin og ann- arra borga. Og í Danilovskoje cr rafmagn og skrifstofa samyrkju- búsins getur státað af þvf, að þar er sími. Ilvort tveggja eru hlunn- indi, sem ekki eru fyrir hendi f 60 af hverjum hundrað rússneskum bæjum f dag. Ég gæti lengi haldið áfram að telja alla hluti, sem vantar í þennan bæ, svo sem skipulegar vatnslagnir, viðhlítandi skólp- ræsi, búð, læknastofu eða skóla. En þorpsbúar lfta ekki á þennan skort sem raunverulegt vanda- mál. Hér á eftir fara nokkrar ástæðurnar til þess. 1. Það eru fáar undantekningar frá þeirri reglu, að íbúar bæja í Rússlandi sækja vatn sitt í brunna og þeir hafa ekki salerni heima hjá sér. Bændurnir hafa vanizt því frá bernsku að nota útikamra, einnig á veturna, þegar er hörkufrost. 2. Kalinin, sem er stór borg, er aðcins 13 kilómetra f burtu og það er auðvelt að komast þangað til að verzla, hafi maður peninga. 3. 1 Kalinin er líka gott sjúkra- hús og ef einhver skyldi nú verða vcikur mundi samyrkjubúið flytja hann þangað í hestvagni. Liggi mikið við má f skyndi panta bíl frá sjúkrahúsinu, sem cr að- eins 15 kílómetra í burtu. 4. Það er að sjálfsögðu sárt, að enginn finnst skólinn. En hann er f bænum Nekrasovo, ekki nema sjö kílómetra f burtu. Börnin í Danilovkojc fara þangað fótgang- andi á hverjum degi. Ég hef ferðazt ærið mikið f bíl eftir vegum Rússlands, og ég hef ekki á reiðum höndum tölu á öll- um þeim skólabörnum, sem ég hef tekið upp í. Maður verður að gera sér grein fyrir þvf, að bfl- stjóri tekur á sig mikla lagalega áhættu, ef hann opnar bílhurð fyrir gangandi vegfaranda. Við fyrst? hrot getur umferðailög- reglan sektað hann. Viö annaó brot verður hann að Ifkum kallað- ur fyrir dómstól ákærður fyrir „að hafa notað bílinn f hagsmuna- skyni“. Það er venjulega erfitt að sannfæra yfirvöldin um það, að maður hafi tekið einhvern upp í af góðmennsku. En það er þegj- Hversdags- líf í rússnesku bœndasamfélagi andi samkomulag milli lögregl- unnar og bflstjóra þegar um skólabörn er að ræða, sem ganga verða langar leiðir í skólann dag- lega. Eru menn þá ekki sektaðir, þótt þeir taki skólabörn upp f. Til allrar óhamingju er mjög lítil umferð á veginum, sem ligg- ur frá Danilovkoje til Nekrasovo. Það eru aðeins vörubfiar á strjál- ingi, og þó varla það um hávetur. Börnin hafa þvf litla von um akst- ur. Þegar þau koma út á þjóðveg- inn nema þau staðar og hlusta, ef vera kynni að heyrðist f fólksbfl eða vörubfl úr nokkurri fjarlægð. En heyri þau ekki neitt fara þau af stað fótgangandi. I raun og veru er Danilovskojc talinn útbær, en ekki eiginlegur bær. Fyrir stjórnarbyltinguna var sá greinarmunur á útbæ og eigin- legum bæ, að í eiginlcgum bæjum voru kirkjur. Aðgreiningin hefur haldizt þó að flestallar kirkjurnar séu löngu horfnar úr bæjunum. Allt, sem eftir stendur f Danilov- skoje, eru rústir af byggingu, sem einu sinni var steinkirkja með stóru hvolfþaki. A þeim mörgu árum, sem liðin eru síðan henni var lokað hefur öllu verið stolið, sem stela mátti. Jafnvel hefur verið flett máimklæðningunni af hvolfþakinu og ekkert er eftir nema sjálf grindin. Auk kirkj- unnar var bænhús úr timbri við veginn, en því hefur síðan verið breytt f bæjarklúbb. A kvöldin safnast ungu piltarnir þar saman ásamt stúlkunum (en þær eru næsta fáar f Danilovskoje) og dansa á hrörlegum gólffjölunum við lög af slitnum grammófón- plötum. Stundum kemur fyrirles- ari frá Kalinin f heimsókn og við þess konar tækifæri er klúbbhús- ið alltaf fullt. Efni fyrirlestursins skiptir þar engu. Úti á lands- byggðinni þykir öll skemmtun góð! Til er annar staður í Danilov- skoje, þar sem fólk safnast sam- an, og það cr kaffihúsið við þjóð- veginn. Það er stór timburkumb- aldi, dökkgrár af elli. Inni f því hálfrokknu standa allmörg borð með vaxdúk á og hefur hann lifað sitt fegursta. I kaffihúsinu er vodka á boðstólum; það er kallað sutjok, áfengur drykkur, sem bruggaður er þarna á staðnum og er harla lélegur. Þá er á boðstól- um kampavfn, þótt furðulegt sé. Öðru hvoru er borið fram dálitið af sykri, osti eða niðursoðnu grænmeti, sem hverfur af borð- um f sömu andrá. Ekki langt frá Danilovskoje, í bænum Mednoje, er annað kaffi- hús. Þar er allt snyrtilegt. Þar eru hreinir, hvítir dúkar á borðum og framreiðslustúlkurnar eru hýrar á svip og svunturnar þcirra bera vott um hreinlæti. Maður pantar, afgreiðslan gengur greiðlega og maður fær sterkt te og jafnvel góða, heita máltíð. Hvernig stend- ur á þessum mikla mun? Astæðan er sú, að Mednoje liggur við aðal- umferðaræðina frá Moskvu til Lenfngrad. Það er góður, malbik- aður vegur, sem erlendir ferða- menn fara um. Þessir ferðamcnn fara aldrei þrönga, stcinlagða veginn, sem liggur framhjá Dani- lovskoje og það er þess vegna, að kaffihúsi staðarins svipar ekkert til kaffihússins í Mednoje. Ég bjó í bænum hjá allrosknum samyrkjubónda, sem naut ekki svo lítilla sérréttinda. Hann var til dæmis félagi í flokknum og að auki var hann formaður í bók- haldsncfnd samyrkjubúsins. Þetta vissi ég ekki, þegar ég var að svipast um eftir húsnæði. Eg valdi blátt áfram herbergi, scm leit út fyrir að vera eitthvað hreinlegra en önnur, sem ég sá. Þrátt fyrir það, var svo sem ekki orð gerandi á hreinlætinu þar. Húsgögnin í eina stóra herberg- inu, þvf herbergi, sem er rúss- neskum bændum í senn svefnher- bergi, matstofa og setustofa, voru langt, hcimasmfðað borð, tveir Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.