Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 9
Bandríkjamenn hafa átt flugkappa og geimfara, sem ruddu braut- ina og lögðu grundvöll að tæknilegum nýjungum, allt frá Charles A. Lindbergh, sem flaug einn á vél sinni, Spirit of St. Louis, yfir Atlantshafið árið 1927, til nútíma geimflugskappa eins og Neil Armstrong, sem fyrstur manna steig fæti á tunglið árið 1969. Vestur á sléttunum lentu hvftu frumbyggjarnir oft í úti- stöðum við Indíána, frum- byggja landsins. Einn frægasti foringi þeirra var Sitting Bull, sem sést á myndinni. Meðferð- in á Indíánunum er 1 jótasti bletturinn á landnámi hvfta mannsins f Vesturheimi. '---------------------------------------------------------------\ Önnur alvarleg þáttaskil urðu f sögu bandarfsku þjóðarinnar með árás Japana á flotastöðina Perl Harbour. Þar með urðu Bandarfkja- menn aðilar að heimsstyrjöldinni sfðari og hafa alla tfð sfðan verið annað af tveimur mestu herveldum heimsins. Arin 1861 til 1865 voru mikil eldraun fyrir Bandarfkin. Þá var háð þrælastrfðið, en Norð- urrfkin undir forustu Abra- hams I.incoln, forseta, sem hér sést á myndinni, beittu sér fyrir þvf að binda endi á þrælahald. V_________-___________________> r v Sjálfstæðisyfirlýsingin sarnin og byltingin hefst. Leiðtogar 13 nýlendna komu saman árið 1776 og sömdu yfirlýsingu um sjálfstæði og lausn undan brezkum yfirráðum. Hér sjást þeir Thomas Jefferson og Bcnjamin Frnklin (stand- andi) ásamt öðrum leiðtogum. Islenzkt landnám Islenzkt landnám varð aldrci f Bandarfkjunum f svipuðum mæli og norður f Nýja íslandi. Íslenzk- ir mormónar teljast fyrstir f flokki þeirra er hcldu til Banda- rfkjanna. Fyrsti mormónahópur- inn hélt utan frá Islandi 1855 og var förinni heitið til Spanish Fork f Utah. Vestur til borgar- innar Milwaukee f Wisconsin barst sfðan hópur af tslending- unt, sem lögðu upp frá Eyrar- bakka 1870 og þessi borg varð um skeið miðstöð tslendinga, sem um skeið voru talsvert fjölmennir þar um slóðir. Samt er svo að sjá, að þeim hafi ekki litizt á búsetu þar fyrir fullt og fast, en fremur haft hug á landnámi annarsstað- ar. Einn þessara manna var Torfi Bjarnason,' sem sfðar varð skóla- stjóri búnaðarskólans f Ölafsdal. Hann hugði á landnám vestur f Nebraska og lét ekki nægja að bollaleggja. Hann fór vestur þangað og hóf sáningu og fram- kvæmdir en hvarf jafnskjótt frá öllu saman og sneri heim til is- lands. Fleiri Islendingar fluttust vestur til Nebraska og þar varð til um tfma fámenn fslcnzk sveit. Svo virðist hópurinn í Milwaukee hafi einungis litið á búsetu þar sem tfmahundna, meðan útsend- arar skyggndust um eftir hnýsi- lcgra landi til búsetu. A þúsund ára afmæli lslands- byggðar efndu landarnir í Wis- consin til hátfðahalda og stóð fyr- ir þeini að verulegu leyti Jón Olafsson frá Kolfrcyjustað, þá landflótta frá Íslandi fyrirgífur- yrði um landsfeðurna. Hann beitti sér nú fyrir leit að heppi- legu landsvæði til handa lslcnd- ingum og var honum bent á Al- aska, seni Bandarfkjamcnn höfðu þá rétt nýlega keypt af Rússuni og þótti flestum Iftill búhnykkur í. Jón leitaði til stjórnarinnar og hún styrkti hann til landaleitar um norðurslóðir og höfðu menn einkum augastað á eyjum við strönd Alaska. Voru þeir félagar á ferð þarna sfðsuinars þjóðhátíð- arárið 1874 og leizt harla vel á landgæði og náttúrukosti. Varð þetta ferðalag til þess að'Jóngaf út bækling, þar sem hann hvatti til húferlaflutninga vestur til AI- aska og gerði þvf jafnvel skóna, að lslendingar kynnu með tfman- um að gerast herraþjóð Norður Amerfku f krafti mannkosta sinna. Mundi þá ástkæra ilhýra málið sigra hina hundflötu og úr- kynjuðu ensku. Meðreiðarsveinar Jóns urðu afhuga Alaskaflutning- um eftir vetursetu þar og aldrei varð nein stemmning mcðal land- anna fyrir flutningum norður í slfka afskekt. Fyrirheitna landið fannst í Minnesota 1 ágætri grein um upphaf og aðdraganda vesturferða af ís- landi á nítjándu öld, sem birtist í fyrra í Andvara og er eftir Berg- stein Jónsson sagnfræðing, segir hann svo um áframhald leitarinn- ar að fyrirheitna landinu: ,,Meðal islendinga, sem kornið höfðu til Wisconsin árið 1873, voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir og Gunnlaugur Pétursson frál Hákonarstöðum á Jökuldal. Var hann í beinan karllegg kominn af bændum, sem mann fram af manni höfðu búið á þeim bæ. Vor- ið 1875 höfðu þau hjón um hálfs annars árs skeið búið í norskri byggð í Iowa County i Wisconsin. En i maí það ár tóku þau saman pjönkur sinar, og eftir þriggja vikna ferð í uxakerru um rúmlega 500 mílna léið námu þau staðar i Lyon County á bakka Yellow Medecin ár i Minnesota, skammt norður af smábænum Minneota. Settust þau þar að á þjóðhátfðar- dag Bandaríkjanna, réttum 99 ár- um eftir birtingu sjálfstæðisyfir- lýsingarinnar. Fleiri islendingar settust að þarna i grenndinni þetta ár og hin næstu; siðar einn- ig í Lincoln County, sem er vestar, og nokkrir staðnæmdust i bæjun- um Minneota og Marshall. Um aldamótin 1900 var talið, að í þess- um sveitum og bfejum byggju um 800 islendingar. Voru þeir þá óvíða betur megandi og hafði svo verið lengi allt frá upphafi byggð- arinnar. í Minneota kom út um skeið eina islenzka blaðið, sem út hefur komið í Bandaríkjunum, Vinland (1902 — 1907); og um árabil gaf Gunnar Björnsson þar út blaðið Minneota Mascot." 400 þúsund nýjir innflytjendur á hverju ári A öldinni sem leið tóku Kín- verjar að flykkjast til Bandaríkj- anna og sömuleiðis fólk frá Suð- ur-Evrópu; einkum hafa Italir orðið fjölmennir. Aðstreyminu er þó engan veginn lokið; á ári hverju flytjast að jafnaði 400 þús- und manns til Bandaríkjanna ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.