Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1976, Blaðsíða 7
Finnski arkitektinn SEPPO VALJUS Seppo Valjus vi8 teikniborðið. Eftir skriðu frábærra og jafnvel heimsfrægra finnskra arkitekta um aldamótin og á fyrri hluta þessarar aldar kom nokkur afturkippur sem náði hámarki rétt eftir sfðari heimsstyrjöldina. Þessu olli meðal annars mikil og almenn fátækt ásamt sparnaðarstefnu rfkisvaldsins. Meiri áhersla var lögð á f jölda bygginga, og þá aðallega íbúða, heldur en gæði svo sem von var f uppbyggingu eftirstrfðsáranna og móttöku hundruð þúsunda flóttamanna. Þótt gamla kempan Alvar Aalto hafi alltaf haldið sínu striki, var þó skarð fyrir skildi og Finnland hafði að þvf er virtist misst sjónar á nýja arkitektúrnum, „fúnksjónalismanum", sem Aalto, Bryggman og fleiri höfðu hafið til vegs og virðingar um 1930. Upp úr 1955 fór þó heldur að létta til og arkitektar eins og Aarne Ervi, Viljo Revell, Kaija + Heikki Siren, Jorma Járvi og fleiri hófu arkitektúrinn aftur á loft með finnsku einkennunum; tilfinningu fyrir byggingarefnunum og hæfni til að láta bygginguna falla inní umhverfi sitt. Þetta hefur stundum verið nefnt „mannlegur arkitektúr" og einmitt það sém einkennt hefur verk Alvars Aalto frá upphafi. Arftakar þessara „síðari brautryðjenda" eru þeir sem einmitt nú þessi árin auðga enn finnska arkitektúrinn og eru þeir ófáir, til dæmis Rcima Pietilá sá er teiknaði Dipoli í Helsinki, nú prófessor f nútíma- arkitedúr III—IV við Ouluháskóla og Seppo Valjus prófessor f nútíma- arkitektúr I—II við sama háskóla. Það er ætlunin að kynna Valjus dálítið nánar f grein þessari og skoða nokkur verka hans. Hann er fæddur árið 1928 f Oulu, Norður-Finnlandi, sonur bygginga- meistara og verktaka þar f borg. Árið 1948 varð hann stúdent og hóf að svo búnu nám f arkitektúr við tækniháskólann f Helsinki og lauk þaðan prófi árið 1956. Valjus starfaði síðan á teiknistofu Viljo Revells (Revell associates) f þrjú ár en hélt sfðan f langferð til Bandarfkj- anna, Mexico og Kanada til að kynna sér arkitektúr þessara landa. Hann skoðaði meðal annars Taliesin West, Frank Lloyd Wrights, f Paradfsardalnum nærri Phoenix, Arisona, og varð fyrir miklum áhrif- um af þessum nærri helga stað f augum flestra nútfmaarkitekta. Valjus var settur aðstoðarprófessor í nútfmaarkitektúr við Ouluhá- skóla árið 1965 og skipaður prófessor árið 1967 en auk kennslustarf- anna rekur hann eigin teiknistofu. Valjus þykir harður og óvæginn kcnnari bæði við sjálfan sig og aðra en samt er öllum hlýtt til hans og hann nýtur mikils álits bæði sem arkitekt og leiðbeinandi. Valjus leggur mikið upp úr fögrum og hreinum formum ásamt fullkomnu notagildi byggingarinnar. Þá er samspil ljóss og skugga honum mikilvægur þáttur f ytra búningi húsa en einnig samruni bygging- arinnar innf umhverfi sitt sem er raunar hans sterkasta hlið og gott dæmi um það er hans eigið hús. Er Valjus var að því spurður hvort hann teldi að hús sem væri teiknað af færum arkitekt, — hús sem væri vel heppnað og fagurfræði- lega þokkalegt þyrfti að vera dýrari lausn en „venjulegt hús“, svaraði hann því til að svo væri alls ekki, stundum þvert á móti, — oft væri endanlegt verð lægra og notagildi drýgra. Seppo Valjus hefur teiknað fjölda húsa um allt Finnland og unnið margar samkeppnir, meðal annars stúdentagarðinn Válkkylá í Oulu, nýju greftrunarkapelluna f Oulu og ráðhúsið í Tornio við landamæri Svfþjóðar í Norður-Finnlandi. Einnig vann hann ásamt fleirum undir stjórn Viljo Revells samkeppnina um ráðhúsið í Toronto, Kanada, árið 1958. Þar var markmiðið að koina fram með hugmyndir um skýjakljúf frábrugðiftn hinu hefðbundna kassasniði sem allar stórborgir ein- kenndi og gerir raunar enn og ber ekki á öðru en það hafi tekist vel. Fyrir stuttu var Valjus að þvf spurður hvað af verkum sfnum hann teldi best og svaraði hann: „Þetta sem ég á eftir að gera.“ Eftir Kristínu Jónsdóttur / og Ola Hilmar Jónsson stud areh, sem bæði stunda nám í arkitektúr í Finnlandi Raðhús eftir Valjus, byggt úr rauðum múrsteini I Oulu 1968. Seppo Valjus: Módel af ráðhúsi IToronto. Nýlegt hús dagblaðsins Kaleva f Oulu, sem Valjus hefur teiknað. Það er byggt úr brúnum múrsteini, en burðargrind er úr steinsteypu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.