Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 11
Karl Marx var rúm tuttugu ár að semja „Auðmagnið". Ritið afl- aði höfundinum heimsfrægðar, en þá var hann allur. Honum lá ekki alltaf vel orð til verks síns; kallaði hann það stundum „skíta- skruddu“ og öðrum álika gælu- nöfnum. Hann hafði við orð, að það mundi vart gefa meira í aðra hönd en sem næmi „verði þeirra vindlinga, sem ég reykti meðan ég var að skrifa það“. Reyndist hann sannspár i því efni. Marx hugðist frelsa öreigan með heimspekikenningum sínun En hann nefndi þá oft óblíðir nöfnum, kallaði þá „asna“ ot „vinnuhyski", og hann var yfir- leitt sömu skoðunar og Engels, vinur hans: „Múgur demókrata, þeir rauðu og jafnvel kommúnist- arnir verða aldrei hændir að okkur.“ Marx rækti algenga, borgara- lega siði I flestum greinum, og hann reyndi af fremsta megni að leyna örbirgð fjölskyldunnar fyrir öðrum. Hann var Gyðingur að uppruna og átti ætt að rekja til margra hálærðra og mikilsVirtra rabbía. Samt var hann altekinn Gyðinga- hatri. Hann var siðapostuli mikill og kvæntur mjög siðavandri konu af aðalsættum. Það henti hann þó að eiga barn með bústýru sinni. Hann afneitaði barninu og var það loks gefið ökumanni nokkr- um og f jölskyldu hans. Hann ritaði fyrir komandi heim þeirra, sem leysa átti undan oki siðspilltrar yfirstéttar. En jafn- framt skrifaði hann Engels, vini sinum, í gamansömum tóni um kvennafar kunningja þeirra beggja og benti honum á að lesa sér til skemmtunar gamansögur franskra höfunda um þau efni. Hann kallaði trúarbrögð bá- biljur og vildi um fram allt af- nema þau, en jafnframt hneigðist hann að smáborgaralegum vís- indum hauskúpufræðinnar; i þeim fræðum var haft fyrir satt að meta mætti andríki manna af höfuðlagi þeirra. Þýzki sósíalista- leiðtoginn Karl Kiebknecht sagði síðar um Marx: „Hann rannsakaði mig með fingrunum; renndi þeim af mikilli leikni um höfuð mitt.“ Marx var alla tíð mjög upp á aðra kominn í f jármálum og lá við borð að kalla mætti hann fjár- plógsmann. En þeir, sem lánuðu honum eða gáfu fé, þurftu ekki að vænta þakklætis til lengdar. Þeir Marx og Ferdinand Freiligrath, skáld, voru t.d. miklir vinir meðan báðir litu stjórnmál sömu augum og skáldið hjálpaði upp á peningasakirnar hjá vini sínum. En þegar það hætti varð vináttan endaslepp. Þá varð skáldið „fitu- keppur, er semur rómantíska skítaþvælu" og hafði til að bera „skilning á við kjölturakka“. Marx hugðist frelsa mannkynið. Fá stórmenni hafa þó haft jafn- einlæga fyrirlitningu á alþýðu manna og hann — en hann viður- kenndi það líka hreinskilnislega. Hatur hins vanmetna manns brann í honum, hatur snillings, sem hrekst fyrir tómlæti manna út í myrkur og örbirgð. Hann fyrirleit bæði einstaklinga og fjöldann allan og reit oft um hyski og mannhrök. Efnahagsmál sá hann í víðu samhengi og spáði fyrir um fram- vindu þeirra. Hann var lesnastur þeirrar tíðar manna í hagfræði. En aldrei kom sú þekking honum að neinum notum i einkalífi, fjár- hagurinn var alltaf bágur og f jöl- skyldan dró lengst af fram lífið með lánum. Smám saman hlóðst á hann Lítt kunn- ir bœttir úr lífi Karls Marx 2. hiUtÍ effir ROLF WINTER Saxneskir bændur og borgarar með svart-rauð-gula fðna réðust 5. aprll 1848 á Waldenburg-höll við Zwickau og brenndu hana til grunna. Áhrif frá uppreisninni I Berlln og V(n breiddust út um allt Þýzkaland. eftir ómegð. Var sjaldnast til vagga handa börnunum, er þau fæddust, og jafnvel ekki líkkista, þegar verst lét. Marx missti fjögur börn í gröfina á sjö árum. Varð konu hans einhverju sinni að orði: „Eitt, að minnsta kosti, hefði getað lifað hefðum við haft efni á því að koma þvi i heilsu- samlegt sjávarloft.“ Nú var Marx annt um fjölskyldu sína. En hann fann til takmarkaðrar ábyrgðar á efnalegri velferð hennar. Eitt sinn skrifaði hann á þessa leið: „Konan mín segir við mig daglega, að heitasta ósk sín sé sú, að hún væri komin undir græna torfu með börnunum." Slikt hrærði Marx ekki til meðaumk- unar, honum gramdist það aðeins. Var konunni ekki ljóst, að hann var snillingur, sem skilnings- lausir menn vanmátu, og af því stöfuðu allar hörmungar fjöl- skyldunnar? Nú hvílir hann í Highgate- kirkjugarðinum i London, og prýða blómsveigar gröfina. Sendi- nefndir koma hvaðanæva úr heiminum og feta stígana i gamal- grónum garðinum fullar lotn- ingar. Þetta er helgistaður komm- únista, hingað sækja þeir drottin sinn heim. Hjartnæm ávörp eru flutt á ótal þjóðtungum, og heit- strengingar hljóma. „. . . ósigr- andi í honum .../... hans eilífi sannleikur ... / ... áfram í anda hans.“ Hvaða andi er nú það? Karl Marx má kynna á tvo vefju til dæmis: annars vegar útlægan hugsjónamann, heimsþekktan af ritum sínum, höfund „sögulegrar efnishyggju" og spámann sannrar mannúðar, dýrling rúmlega milljarðs manna, þeirra, er búa við kommúniska stjórn. Hins vegar má líka kalla hann mein- gallaðan snilling. Hann hét Karl Marx fullu nafni. Hann fæddist hinn 5. maí árið 1818 í Briicker- gasse 644 í bæ, sem Trier nefnist. Foreldrar hans voru Heinrieh Marx, lögfræðingur í áfrýjunar- rétti, og Henriette, kona hans, fædd Presborck. Trierbær hafði fallið undir prússneska lögsögu árið 1815. Það var fátæklegur staður. Þar var að jafnaði matarskortur, og hörgul- sjúkdómar íandlægir. Kartöflu- gras var eftirsótt til matar og brauð úr frosnum kartöflum og viðarmjöli þótti herramanns- matur. Berklar voru útbreiddir. Stjórnvöldin voru „Þýzka sam- bandið", er stýrt var frá Austur- riki, og „Sambandsþingið" í Frankfurt. Hvorugt lagði sig fram um ráðstafanir gegn neyðinni, sem ríkti i Trier. I járn- og stál- smiðjum, glersmiðjum og tóbaks- verksmiðjum í nágrenninu unnu börn, jafnvel átta ára gömul, allt að 14 klst. í dagvinnu og oft næt- urvinnu að auki. Götuvændi jókst stöðugt og stafaði það mest af einskærri fátækt. Kvörtuðu prússnesku yfirvöldin í Trier um þetta. Úlfar fóru i hópum um skógana. Árið 1817 voru skotnir liðlega 150 úlfar í lögsagnarum- dæmi Trier. Þeir máttu prísa sig sæla, sem bjuggu við nokkurt fjárhagslegt öryggi. Karl Marx var i þeirra hópi. Faðir hans (sem hét áður Herrschel, en tók sér nafnið Hein- rich árið 1817, er hann skipti um trú og gerðist lútherskur) var ekki ríkur, en vel stæður samt. Atti fjölskyldan lítið en þokkalegt hús. Þar réö ríkjum móðir Karls, Henriette, sem var af hollenzkum Gyðingaættumj* hún skipaði vinnuhjúum fyrir verkum og stjórnaði daglegu heimilishaldi. Árið 1819 var Karl ársgamall. Það ár dó Mauritz David, bróðir hans, þriggja ára. Sophie, systir Karis, var tveim árum eldri en hann og eftirlæti foreldra sinna. Kúgaði hún yngri systkini sín sex flestum stundum, en sættist ávallt við Karl., því honum var lagið að segja henni skemmtilegar sögur. Árið 1824 lét Heinrich Marx skíra börn sín til Lútherstrúar. Honum þótti það ráðlegra vegna þess, að Gyðingahatur fór víða í vöxt um þær mundir. Karl Marx innritaðist I Fried- rich-Wilhelmsmenntaskólann tólf ára gamall. Hann reyndist hvorki framúrskarandi né slæmur nem- andi; hann skar sig ekki úr hópn- um að öðru leyti en þvi, að hann átti það til að hæðast að félögum sínum og gera þá skopiega. Hann virtist engan áhuga hafa á stjórn- málum, og ekkert bólaði enn á hugmyndum um kjarabætur al- þýðu, sem alltaf þoldi sömu neyð- ina. Árið 1827 höfðu 1100 manns orðið að flýja lögsagnarumdæmi Trier og nema land i Brasilíu. Oft áður höfðu komið fram á sjónarsviðið menn, sem hvöttu til baráttu gegn neyðinni, „sósial- istar", sem voru Iöngu kunnir jafnvel í Trier. Árið 1825 hafði Ludwig Gall, stjórnarritari, gefið út bók slna „Hvað getur bjargað?" Þar reit hann m.a.: „Að undanskildum fáeinum, sem sjá greinilega, að hagur þeirra og fjöldans fer saman, hugsar hver aðeins um sig eða starfar í mesta lagi fyrir eigin 'stétt . . . Allar ráðstafanir miða að því að auðga hina auðugu enn frekar — alþýð- an á enga formælendur. Hvergi hólar á tillögum til að draga úr neyð þeirra, sem byggja afkomu sina á nærri verðlausu vinnu- framlagi." Úrræði Galis voru fé- lagssamtök alþýðu. Ástríki drottinn og nem- andinn Marx Karl Marx þekkti ekki volæði af eigin raun. Og hann gerðist ekki blysberi uppreisnar í æsku eins og Lenín síðar. Árið 1835 lauk hann stúdentsprófi með hefð- bundnum og hljóðlausum hætti og varð áttundi í röðinni i sinni deild. Hann reit lokaprófsgrein um „Sameining trúaðra í Kristi" og byggði hana í aðalatriðum á ritningarstaðnum Jóh. 15, 1—14. Ennfremur „Hugleiðingar um starfsval“. Orðalagið var dálítið tilgerðarlegt, en honum var létt um framsetningu, var hagur á mál. Kennarar gátu þess hins veg- ar í umsögn um ritgerðirnar, að höfundur legðist ekki djúpt. I ritgerðinni um Jóh. 15, 1—14 lýsir Marx afstöðu safnaðar til guðs af talsverðum fjálgleik: „I sameiningunni í Kristi bein- um vér um fram allt augliti voru í ást til drottins, vottum honum í dýpstu auðmýkt þakklæti vort og krjúpum á kné til dýrðar honum," segir þar. 1 ritgerðinni um starfs- valið stendur m.a.: „... ef við veljum okkur starf, sem við stundum að mestu fyrir mann- kynið beygir okið oss ekki, heldur verður það aðeins fórn fyrir aðra. Við njótum þá ekki aðeins lítil- fjörlegrar, einstaklingsbundinnar gleði, því hamingja vor veitist milljónum manna; verk vor dafna í kyrrþey en þróast stöðugt og göfugir menn munu vökva ösku vora heitum þakkartárum“. „Sæmilegt,“ ritaði Wyttenberg skólastjóri undir ritgerðina. Marx var 17 ára, er hann samdi þessa ritgerð og vantar þar sannarlega ekkert á hugsjónalega viðkvæmni og samhjálparhneigð. Hefur loka- prófsnemendum eflaust verið ljóst, hvað Wyttenberg skóla- stjóra likaði. Hann var framfara- sinnaður frjálshyggjumaður og hafði alltaf áminnt nemendur sína um skynsamlega viðsýni. Það er ekki óliklegt, að Wytten- berg hafi fyrstur manna beint at- hygli Marx að endurskoðun þjóð- félagshugmynda. Uppeldis- fræðingur þessi sat í miðju setu- liðskerfi þar sem allt snerist um það að hylla æðsta prestinn, Friedrich Wilhelm 3., með stöðugri viðhöfn, enda þótt dag- legur veruleiki í Trier væri hinn Framhald á næstu sfðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.