Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 3
Hann ferðaðist lika mikið til I þess að vitja sjúkra og segir i ævisögu hans, ,,að trautt héldu honum veður, sjór eða úrtölur, er hans var vitjað til veikra“. Hann dó snauður af ver- aldlegum gæðum Þannig var starfsdagur hans, þrátt fyrir að hann veiktist af alvarlegum sjúkdómi á fyrstu árum sínum í Nesi, og lá því oft þungt haldinn. Hann dó í Nesi 60 ára að aldri, 8. sept. 1779, og hafði þá lengi verið sárþjáður og búist við dauða sínum. Kona hans, Rannveig Skúladóttir, var þá aðeins 37 ára gömul og börn þeirra fimm, er á lífi voru, á aldrinum þriggja til sextán ára, en tvö dóu kornung. Hann dó snauður af veraldlegum gæðum, en ríkur af reynslu og kærleika til bágstaddra. Hann hvílir i gamla kirkjugarðinum í Nesi hjá tveim börnum sinum og meðal margra þeirra er hann liknaði. Við andlát hans voru lærðir læknar í landinu fjórir nemendur hans. Sjúkravistun i Nesi féll nær alveg niður við andlát hans og læknakennsla þar hafði lifað sitt mesta blómaskeið að honum föllnum, þótt eftirmenn hans þar hefðu alltaf einhverja nemendur. Þá útskrifaði Jón Sveinsson fyrsti eftirmaður hans þar ekki með vissu nema tvo nemendur. En þar stóð vagga læknismenntunar á Is- Iandi, og þar fór ætið fram einhver læknakennsla þau 70 ár er landlæknir situr þar, eða allt til ársins 1834. Þangað lágu þvi spor margra og efnilegra skóla- pilta, og margir litu þann stað vonaraugum. Þar hvila tveir fyrstu landlækn- arnir, Bjarni Pálsson og Jón Sveinsson, og einnig Björn Jóns- son, fyrsti lyfsali landsins. En þótt vonarneisti hafi kvikn- að meðal landsmanna við komu landlæknis að Nesi og síðar með tilkomu fjórðungslækna, þá bjuggu íslendingar áfram við mjög erfið skilyrði ef veikindi bar að höndum og hélst svo langt fram eftir siðastliðinni öld. Því var áfram leitað til þeirra ólærðu íslendinga, sem hjálp gátu veitt öðrum fremur. Flestar sveitir eða næsta ná- grenni áttu menn eða konur sem réðu yfir einhverjum hjálparmeð- ulum, hvort sem likja mætti þvi við bakfæðingu Magnúsar á Dysjum eða töng Eymundar í Dilksnesi og grasakonur og grasa- læknar voru víða. Eg minnist þess úr minni fæð- ingarsveit, að Þórarinn Hálf- dánarson á Bakka, afi Gunnars Gunnarssonar skálds, var talinn mjög góður að hjálpa konum i barnsnauð og sú ljósmóðir, sem fór um mig höndum nýfæddan, var sjálfmenntuð. Þannig náði læknisdómur leikmanna fram á 20. öld í minni fæðingarsveit. En hvers vegna rifja ég hér upp löngu liðna tið, miklu eldri valda- töku Jörundar hundadagakon- ungs og jafnvel hörmungum Skaftárelda og eldmessu séra Jóns Steingrimssonar. Ástæðan er sú, að mér hefur verið tiðhugs- að til frumherja okkar islenskra lækna, mannvinarins sem lagði allt í sölurnar til þess að likna örsnauðum og bágstöddum lönd- um sínum. Gott að hafa Nes- stofu fyrir augum Fyrir nokkrum dögum sáum við í sjónvarpinu mynd af Nesstofu, því húsi, sem Bjarni lét byggja, og þar sem hann starfaði og háði sitt dauðastrið. Þetta gamla hús réð nokkru um staðarval, er ég byggði á Seltjarnarnesi, og þótt ég væri varaður við og mér sagt að illbú- andi væri á Nesinu sökum svipti- vinda, og maður vissi sjaldnast hvaðan á sig stæði veðrið, þá fannst mér útsýnið heillandi og ekki spillti það, þegar litið er út um vesturgluggann, að líta þetta augnayndi, Nesstofuna, þetta þykkveggjaða og gluggasmáa hús, með þak i samræmi við veðráttu landsins, albúið þess að þeyta frá sér regndropum jafnt sem hagl- éljum, ekki ósvipað fjallahryggj- Viðbygging a8 norðanverðu. um þeim, sem krýna umgjörð þessa fagra útsýnis. Og þegar staðið er innan veggja þess, er það á vitund manns, að þar svifi andi liðins tíma, og ennþá finnist ilman þeirra vökva, sem þar hafa verið samansettir, því að dropar frá þeim hafa tekið sér bólfestu í þykkum viðarborðum í gólfum og veggþyljum, og minna á þann tíma, sem einu sinni var. Ég er einn af mörgum, sem hafa mikinn áhuga á þvi, að Nesstofa verði varðveitt og færð til sinnar upphaflegu gerðar. Hún á það sannarlega skilið, því að vel hefur hún staðist tímans tönn. Vonir standa til að ríkissjóður kaupi húsið á þessu ári. Læknar og lyf- salar hafa sýnt þessu máli mikinn áhuga, og einstaklingar hafa gengið fram fyrir skjöldu og er þá skemmst að minnast veglegrar gjafar prófessors Jóns Steffen- sen, en hann gaf til varðveislu Nesstofu 2 milljónir á síðastliðnu ári, þó með þeim skilyrðum, að þar yrði komið upp stofnun um sögu læknisfræðinnar i tengslum við Háskóla íslands. Hugmyndir hafa komið fram, sem brátt nálgast veruleikann, um endurreisn heilbrigðisstofn- ana í Nesi, og er sú fyrsta meira en 20 ára gömul. Sigurgeir Einarsson stórkaupmaður, Vesturgötu 28, Reykjavík, sem andaðist þann 11. apríl 1953, hafði i arfleiðsluskrá sumarið áður ákveðið að gefa eigur sinar „til byggingar sjúkrahúss á Sel- tjarnarnesi, til minningar um Iæknana Bjarna Pálsson land- lækni er bjó i Nesi á Seltjarnar- nesi og tengdason hans, Svein Pálsson héraðslækni í austurhér- aði Suðuramtsins," eins og stendur i skipulagsskrá. Þessi gjöf er nú sennilega um 20 milljóna virði. Nú hefur bæjarstjórn Sel- tjarnarness ákveðið að byggja læknamiðstöð, hjúkrunarheimili aldraðra og íbúðir aldraðra i kaupstaðnum og vonandi verða þær staðsettar í Nesi. Þegar er byrjað að teikna þessar byggingar og leyfi hefur fengist fyrir bygg- ingu læknamiðstöðvarinnar. Þvi er það von min, að endur- reisn Nesstofu og bygging heil- brigðisstofnana í Nesi megi i framtiðinni eignast marga stuðn- ingsmenn, svo að merki þess manns, sem lagði allt i sölurnar fyrir göfugt málefni megi sjást i verkum okkar um langa framtið. Mynd úr austurglugganum ð læknastofu Bjarna. Á krókinn fyrir ofan gluggann hengdi Bjarni lampa að leiðarvlsi. Árni Öla VERMISTEINN Sunnudaginn I miðgóu sagði gamla fólkið, að vermisteinninn kæmi i jörðina og upp frá þvl átti að fara að batna, þvi að þá fóru svell að fllsast frá jörðu og holast undan fönnum („húsa frá"). — tsl. Þjóðhættir. Um miðja góu myrka geima magni þrunginn geisli fer, óravíddin himinheima honum engin tálmun er —- lífsneistann í lófa ber — þar sem kólguklakkar sveima klýfur hann þá sem Ijósið gler. Vermistein í foldu fæðir fjörvi magnað geislans raf, jarðarundrið af sér bræðir ísa, hjarn og fannakaf; vaknar allt er áður svaf. Lyfta kolli hólar.hæðir, hvað er að verða snjónum af? Vildi eg að vorið gæti vermistein í hjörtum glætt. Þá mun höndin hjálpa fæti hvar sem verður einstig þrætt; þá mun ei við hruni hætt. Þá mun heimsins heiðurssæti hæsta skipa in frónska ætt. Hrafn Gunnlaugsson TVÖ LÍTIL ÁSTARLJÖÐ EKKI ÉG Vindurinn fyllir fang þitt flaksast í pilsinu fer oni hálsmálið ég lulla hinumegin götunnar læt hendur lafa læsi nöglum í lófa. GRANNA ÖSP Haustið tinir spjarirnar af trjánum. Tímum saman sit ég við gluggann gæli við hugsanir um þig. Bráðum striplast þau alsber um garðinn. Jön frö Pölmholti MÁVURINN Hátt gargar mávurinn við heimaströnd flýgur hann aldrei um ókunnug lönd en leitar að æti i leifum manns þar er mestur maturinn hans. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.