Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 4
Bjartmar Guðmunds- son, Sandi: Það er sem holtin sjálf hleypi í mann þrótt, þar hreystiraun einhver er drýgð. St.G.St. Við ætlum að heimsækja aldrað eyðihús, kannski einstakasta hús i sumraaugum i allri Ameriku. í bifreið okkar sitja 40 sálir og meira en helmingur- inn kvennasálir. Og þrisvar sinnum það í þrem bifreið- um öðrum á undan og eftir. Mannval þetta er angi af stórum hópum, sem austan komu úr „voraldarveröld, þar sem víðsýnið skín“ til að heiðra Vestur-íslendinga á 100 ára afmælinu 1975. Eitthvað kynnu samt einhverjir að hafa hugsað sér að rétta sjálfa sig úr kútnum um leið. Kanada-lslendingar telja ár sin þar 100, og muna þó eftir löndum sínum, sem til Bandaríkjanna komu áður og öðrum sem sköpuðu Brasiliuævintýrið þar áður. Til vinstri handar er sléttlendi og við á norðurleið. Til hægri handar er lika sléttlendi. Grundirnar til vinstri hallast ögn að okkur frá fjallgarðinum mikla í vestri. Hægra megin er sléttan marflöt, svo langt sem augað eygir. Þar standa sveitabæir nokkru þéttar en hinum megin brautar, eins og moldin sé þar meira mannverunni að skapi. Víða hafa þessir sléttubændur sér og sinni atvinnu skjólbelti til yndisauka og gagns. Sjálft landið var útlits sem endalaust borð, allt órifið, kvistlaust og vænt, sem náttúran hefði ögn hallað á röð og heflað og málað svo grænt. Smám saman vikkaði, von bráðar reis upp vestrið með fjallgarðinn sinn. En austrið stóð opið sem hurðarlaust hlið f himin og víðlendið inn. Þetta er landslagslýsing sem sagði sex fyrir 50, 60 og 70 árum meðan flestir íslendingar Iásu aftur og aftur kvæðið mikla og langa um Ragnheiði litlu landnema- dóttur, fórnarlund hennar og hetjudauða við að bjarga barni frá að kremjast undir eimlest. Mikið kvæði, segi ég aftur, um hræsni á öðru leyti, skilningsleysi sam- ferðamanna, hleypidóma og tortryggni, sem lagðist yfir Islendingsnafnið á þessum árum svo: Hún sat þar fyrir f fjörunni hvar, sem fótum vér stigum á land. Var ekki ærið verkefni með öðru að fá þessari tortryggni eytt og ná trausti í staðinn? Er ekki ærið verkefni allsstaðar af þessu tagi, þar sem loft er svo lævi blandið að: f sérhverri afsökun ásökun var sem eitri f kaleikinn bætt? Við ókum léttan „í víðsýnið inn“. Þrívegis nam Stephan G. Stephansson land í Amer- iku, siðast hér fyrir norðan. Seinasta spottann á allri þeirri löngu leitar-leið var hann hér á gangi. Við erum í slóðum hans. Áður var hann búinn að fara milli staða sunnan línu Bandarikjamegin i 16 ár i leit að landi framtiðarinnar. Við höfum mikinn og veglegan nátt- stað að baki, 17 hæða hótelbyggingu í Calgary. Enn er hraðbraut undir hjólum, sem smátt og smátt verður minni hraðbraut, þegar lengra dregur út í sveitina á hliðarvegi. Það gæti minnt á Keflavikurveg á íslandi og hina þar, sem ekki eru neinir Keflavíkurvegir. Samt er munurinn þarna ekki eins áberandi. Síðan 1917 hefur mér fundist að bær St. G. hljóti að standa undir fjalli, háu og bröttu eins og Fjall og Fjöll á islandi, Hamar og Hamrar undir hömrum og Þyrill undir Þyrli á Hvalfjarðarströnd. Hér í Albertafylki rennur það smátt og smátt upp fyrir útlendingum að hann hefur aldrei verið neitt Klettafjalla- skáld, bara sléttubúi og sléttuskáld. Fjöllin er svo fjarri, finnst þeim er frá fjallalandi koma. Kani stýrir, Kanadamaður, meiningin. Og Kanada-^ sól hellir líka ósköpum öllum af hita yfir okkur. Hvergi er ský að sjá, en móða liggur yfir fjallgarðinum mikla í vestri. Þegar tölur fara að tala við okkur úr kalda heiminum, um 34 stiga sólskinshita í logni, 35, 36, 37, 38 er sumum farið að volgna undir uggum. En af þvi að allir vilja heim með sér sem allra mest af gæðum Ameriku, kvartar enginn. Einn af öðrum tek- ur að fækka klæðum til að ná sér í brúnan lit. Það er löng leið til keisarans. Þannig var talað meðan Rússland var minna stórveldi en nú, og keisari keisari. En hvað var það á móti allri þeirri leið, sem er á milli Viðimýrarsels i Skagafirði og Alberta í Kan- ada? Árið 1873 fór tvítugur Islendingur i gæfuleit til Ameriku, einn af þeim fyrstu sem það gerðu. Áður en hann fór átti hann heima í Mjóadal í Bárðdælahreppi. En næst þar áður í Viðimýrarseli í Skagafirði. Næst þar áður á Mælifellsá syðri og þar á undan á Hóli, smábýli í grenndinni. Allar þessar jarðir eru nú i eyði fyrir löngu. Ég kom i Mjóadal í fyrra og þóttist þar sjá hvernig vindarnir höfðu leikið sér að jarðvegi og flutt burtu, svo eftir voru aðeins grjót og melar. Nema á litlum bletti við ána. En þar stöð álftapar með unga og kroppaði grænur meðfram ánni. Á fáeinum stöðum hærra, þar sem enn sást mold og grænka, stóðu þriggja álna moldarhnausar og börðust við eyðilegg- inguna. Mjóidalur er einn af inndölum Bárðardals og stutt þaðan upp á sjálfan Sprengisand. Þessi ungi maður, sem svona var framarlega i hópi þeirra, sem flúðu Island á harðindaárunum á seinni helmingi aldarinnar, hét Stefán Guðmundur Guð- mundsson Stefánssonar. Hann var landlaus maður frá eyðibýlunum, sem ég var að nafngreina. Landlaus maður úr Skagafirði, landlaus í Þingeyjarsýslu, land- laus á Islandi. En vildi búa, enda um fátt annað að velja á þeim dögum. Foreldrar hans voru með honum, og í sama hópnum var lika Helga litla í Mjóadal, 14 ára,. sem ekki löngu seinna varð kona hans. Þegar vestur kom gerðist hann landnemi í Bandaríkjum Norður-Ameríku, þar sem heitir Wisconsin. Tók hann sig upp þar nokkru seinna og flutti 1300 kilómetra vestur á bóginn sunnan línunnar. Ferð sú og félaga hans, er á sama ráð brugðu, tók 5 eða 6 vikur og ráku þeir fénað sinn á undan sér fótgangandi um vegleysur og skógar flækjur, þar sem „vikur mældu bæjarleið- irnar". En á undan þeim hafði farið skyldulið þeirra óvaskara. Þarna nam Stefán land öðru sinni. Frægur varð búferlaflutningur sveitunga Stefáns úr Bárðardalnum, Bárðar landnámsmanns á íslandi, er hann rak fénað sinn á útmánuðum suður yfir Sprengi- sand og Vonarskarð allt suður í Fljótshveffi. En ætla má að það hafi bara verið eins og skemmtiferð hjá hinu, þó um hávetur væri. Tíðin hlýtur að hafa verið góð. Annars hefði Bárður orðið úti með allt sitt eins og Reynistaðarbræður á Kili. Ekki fann Iandneminn þarna í Norður-Dakota þó gæfuna þar. Flutti hann þá nokkrum árum seinna langt norður fyrir línu í leit að nýju landi til að nema. Þar festi hann rætur. Og hefur einhverjum liklega fundist að ólíklegt væri, að hann festi nokkurntima nokkurstaðar rætur eftir allt þetta ferðalag. Þetta er saga landnemans í stærstu dráttum í þriðj- ung aldar, sem við ætlum að heimsækja í dag, eða hús hans réttara sagt, þvi ekki stendur hann lengur i bæjardyrum sjálfur til að fagna gestum. Bifreiðin flýtir sér og sólin skín. Loks kemur að því að ökumaður ekur út af vegi í dálitiu byggðahverfi. Lu. lcið og hjólin hætta að snúast segir leiðsögumaður: Þá erum við komin alla leið, og hefur allt í einu fengið málið. Allir standa upp snöggt og hraða sér út, þegar þröngin þynnist svo að hún leyfi. Þetta er staðurinn, sem átti það undir sér að heilla og stöðva landleitarmanninn frá Hóli I Skagafirði, Mælifellsá, Viðimýrarseli og Mjóadal, eftir 36 ára gönguför um ísland og Ameríku i leit að búskapar- landi. Og gerði hann um leið svo hamingjudrjúgan sem kvæðið Sumarkvöld i Alberta bendir til, og mörg önnur. Um leið og hann fagnar frelsinu í strjálbyggðu héraði, gefur hann stórveldinu sunnan við línuna olnbogaskot: „Þar sem þriðjungur af mönnum er bara troðinn undir." Hvar er húsið? Von er að spurt sé, þvi fleiri en eitt dylja sig hálfvegis i skógi á næstu grösum og fleiri en tvö eða þrjú. Aftur er leiðsögumaðurinn orðinn þögulli en leiðtogar eiga að vera, og síðar horfinn. Hvar er þetta merkilega hús? spyr vasklegur kven- maður hálf ergilega. Enginn heyrir til hennar, nema sá sem ekki veit og svo tré í skógi, þögul og þó ekki neitt þyrkingsleg. Þú munt meiri þoranraun þóst gert hafa en að hjala við konur. Eitthvað á þessa leið fórust einni fornkon- unni orð við þann eina sem hún vildi að bæði sín. Meiri þoranraun sýndi Stefán frá Islandi i leit sinni að þessum stað en okkur ætti að vera að finna eitt hús, sem við vitum að dylur sig svo að segja rétt við tær okkar, þó aldrei nema fáein tré reyni að dylja það. Upp yfir krónur trjánna teygir sig hús á austur átt. En ekki er þar með sagt að það sé hugstæðasta húsið, sem við viljum finna. Kannski er hópstjórinn kominn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.