Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 10
Winston Churchill, 1967. margir vinna i happdrætti vegna þess að þeir fá vinningsnúmerin „að handan". Leita þeirra svo hjá umboðssölum og hreppa vinning! Framliðnir eru hluti af veruleikanum í Thælandi, en þó einkum í sveitum. „Ég hef séð færri vofur í Bangkok," segir vinkona Errós, „en úti á landsbyggðinni. Einu sinni sá ég gamla konu og lýsti henni fyrir móður minni, en þá segir hún: „Þetta er amma þín.“ Erró hefur gaman af þessu. Þetta minnir hann á Island. Sjálfur er hann undraheimur og allt sem minnir á ævin- týri lifnar í huga hans og fær raunveru- lega mynd í málverkunum. Þannig er Mao í framtíðarborg með svifvögnum í einu málverkanna um hann og Kín- verjana; Mao á Piccadilly Circus í London, vopnaður Kínverji við Hvita húsið ájólum. Kínverjar undirrauðum fánum í New York, Kínverjar með alvæpni fyrir framan bandaríska þing- húsið, Mao með kínverskum vopnabræðrum í Kreml, Maó á Markúsartorginu, Kínverjar við S.Þ. og Effelturninn, Mao við Sigurbogann, Kínverjar undir blysum í Washington Mao undir rauðum fánum hjá ástagyðj- unni Venus, ungur Mao á Markúsartorgi, Kínverjar við Notre-Dame, Mao talar við félaga með Neuschwanstein-kastala í baksýn, en þann fræga kastala byggði ævintýrakonungurinn, Lúðvik II, Bæjarakonungur, sem Erró segir að komi oft í huga sinn. Hann hefur tvær litmyndir af honum uppi á vegg í vinnu- stofunni sinni í Paris og hyggst mála af honum tvær andlitsmyndir. En mynd- röðin um Mao ervisbending Erros um að f jölmennasta þjóð heims er vöknuð til vitundar um mátt sinn og megin. En fyndnin er errosk og tviræð; Mao inni á gafli hjá gerskum og allsnægta þjóðfélagi kábojannaí Vesturheimi. XX Frakkar eru stoltir af Erró. Þeir eru m.a. ólíkir Islendingum að því leyti að þeir þurfa á öllu sinu að halda. Þeir báðu hann vera fulltrúa Frakklands á mál- verkasýningunni í Briissel, „þeir gera mikið fyrir mig núna“, segir hann. Þar voru einungis fyrrnefnd portrett af þekktum sögupersónum. Erró var einnig ásamt tíu öðrum þekktum málurum beðinn um að gera myrid af Allende. Það var einn helzti menningarfrömuður franskra sósíalista sem hafði forgöngu um þetta. Erró hefur gert myndröð um van Gogh og van Gogh og Modglíaní. Til viðbótar því sem hér hefur verið sagt um mannamyndir Errós má geta þess að á myndinni um van Gogh er sýnt hvernig hann skar af sér eyrað og margt fleira úr lífi hansog list. En ámiðri myndinni er hann lokaður inni í peningaskáp sem gætt er af einhverjum skúrkum, að því er manni sýnist. Ég spurði um þessa mynd. „Þetta eru listaverkasalarnir í París,“ sagði Erró. „Þeir hafa grætt mest á myndum van Goghs. Ég á bara eftir að skrifa nöfnin á figúrurnar." Þetta er einkennandi fyrir húmor Errós. I fyrstu var hann háður lista- verkasölum, en nú hefur hann losað sig við þá. Þeirtóku 70—80 prósent af verði myndanna. Nú selur hann beint til safnara. Ýmsir auðkýfingar safna mynd- um Errós og þeir bíða eftir að hann hringi. Hannþarf a.m.k. ekki að kvarta undan því að myndirnar hans seljist ekki. En til gamans má geta þess að á mynd sem heitir Dauði listsafnarans frá 1959 liggur hundur á banasænginni og á myndinni Listgagnrýnandinn — einnig frá 1959, eru skrifandi fílar og api. Á Listaverkauppboðinu frá sa'ma tíma er uppboðshaldarinn svört beinagrind af fornaldareðlu. A málverki Errós um Allende eru margir hershöfðingjar, en Pinóchet er að sjálfsögðu ljótastur. „Margir þessara hershöfðingja eru nú horfnir," segir Erró, „t.a.m. allir grísku hers- höfðingjarnir sem ég setti á myndina. Ég er búinn að gleyma hvað þeir heita.“ „En hvað um eðlurnar eða pöddurnar sem þú varst að mála hér áður fyrr?“ spurði ég. „Æ-já, þær flugu út um glugg- ann.“ M. Esra Pound, ljóðskáld, úr myndaflokknum Skrfmslin, 1968. ERRO___________________________ kunningja, þeim hafa verið sýndar lit- skuggamyndir af Maó-málverkum og mér er sagt að þeir hafi hlegið mikið. En maður veit aldrei hvernig Kínverjar hugsa, né af hverju þeir hlæja. Það er ómögulegt fyrir mig að sýna Maó- myndirnar í Thælandi, því að Thælend- ingar eru svo varkárir, þeir eru beztu diplómatar í heimi. Nú koma þeir sér vcl við alla. Ég held þróunin í Thælandi verði sú að kommúnismi komist þar á hægt og sigandi án þess nokkur taki eftir; allra sízt þeir sjálfir. Never mind, eru einkunnarorð Thælendinga. Þeir eru bliðir og brosa breitt og gott að vera í návist þeirra. Þeir spila mikið í happ- drætti og eyða öllu jafnóðum. Þeir eru alólíkir Kínverjum sem halda fast um peninga og eiga allt í Thælandi. Kóngur- inn er aðlaðandi maður og dýrkaður scm guð. Ilann hefur áhugaá öllu, byggir m.a. báta og holdur þjóðinni saman.“ X X Um myndaröðina af Maó og nýjustu verkin sagði Erró: „Ég hef safnað saman myndum af Maó á ýmsum aldri og haft þær til hliðsjónar, þegar ég málaði. Nú mála cg myndir sem eru kallaðar hyperrealismi. Þær cru ná- kvæmnisvinna og hvert smáatriði unnið til þrautar (eins og myndirnar af bílunum, Carscape, 1969, flugvélunum, Planescape, 1970, og matnum, Food- scape, 1965, svo að dæmi séu nefnd). Ég veit eiginlega allt um osta og hef kynnt mér matargerð sérstaklega og finnst ævintýri að borða, gleypi í mig allt um bíla, flugvélar og tækni. Ég lifi í sam- tímanum og verð að þekkja hann nákvæmlegatil að geta unnið að mynd- list. Ég fagna því að ungu íslenzku málurunum hefur gengið vel í Amster- dam, þeir njóta álits og það er skrifað vel um þá.“ Um poppið sagði hann: „Það er ekki hægt að segja að neinn sé fyrstur í listum, poppið óx úr dadaisma. Það var þróun.“ UmDali: „Égþekki hann þó nokkuð. Hann hefur málað 50—100 stórkostlegar myndir sem eru með því bezta som málað hefur verið. En mikið af grafík- inni hans er lítilsvirði.“ Erró þekkir einnig málara eins og Max Ernst („hann er þurr á manninn, en merkur brautryðjandi"), Míró og Roy Lichtenstein. X X Erró hefur ferðazt viða um heim. Hann hefur að sjálfsögðu gert sér ferð til Lyon þar sem hann hefur smakkað mat frægasta kokks í heimi, Bocusc Thælenzka vinkonan hans er einnig góð- ur kokkur og það kann hann að meta. Hún spurði son okkar hvernig við syðum fisk á Islandi. „I vatni", svaraði hann. Þá hlógu þau bæði — en drengurinn sagði að það væri einfaldast. I nýlcgu mál- verki með fjöllum, karlmanni og nakinni konu á skiðum lætur Erró birtast rauðmaga, öllum á óvart. Það eru einu íslenzku áhrifin í myndunum hans sem ég man eftir i svipinn.Sviðakjamminn er áreiðanlega á næsta leiti. Jú, annars, einhvers staðar sýndist mérþorskur synda með sporðaköstum hjá geimfara cða kynbombu, ég man það ekki. En það gæti þátáknað áhuga útlendinga á ókynþroska fiski við Island. X X Erró er alinn upp hjá Siggeir í Klaustri, „ég er algjörlega mótaður það- an og minnist þess með gleði og þótti mikið til koma, þegar ég gat ekið frá Klaustri í Öræfi. Þegar ég var 12 ára sá ég tvo presta ganga niður stiga f gamalli kirkju fyrir austan Klaustur og spurði móður mína, hverjir þetta væru. „Það er enginn stigi þarna,“ sagði hún, „hvað þá menn.“ Þá hvarf stiginn, en prestarnir gengu eftir kirkjugólfinu og út,“ Hann heldurþví fram að hann hafi séð eilífðarverur þarna í kirkjunni og hefur gaman af að tala um þessa drauga vegna reynslu sinnar af Thælendingum. „Þeir sjá alls staðar drauga,“ segir hann. Þeir heita pilok á máli þarlendra. Vinkona Errós sagðist bæði hafa séð ömmu sína og föður látin. Framliðnum er gefið að borða í Thælandi, á þá er heitið og Karaté. 1968. Erró fyrir framan nýtt listaverk f vinnustofu sinni i Paris. Elizabeth drottníng, 1969. Napidéon, 1969.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.