Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1976, Blaðsíða 9
A11 snægt a borðið, 1965 Interieur americain, úr samnefndum myndaflokki. 1963. Listmunauppboðid, 1959. Svlnaflóinn. r-1 imí m'wS ERRO Ég spurði hvaða postuli þetta hefði verið sem hann var að lýsa fyrir okkur, var það Júdas? ,,Nei,“ svaraði Ferró, „ég held það hafi verið Pétur gamli.“ „Þetta er þá í lagi. En heyrðu, Ferró, hvernig stendur á því að mannsfígúran þarna niðri við dyrnar er sett saman úr verkfæramyndum?" „Það er ofur einfalt," sagði Ferró, „þessi mynd er gerð í mínum anda, eftir mínum hugmyndum. Ég er að reyna að gera nemendum ljóst með þessari mynd, hvað mannleg þau eru þessi verkfæri sem þeir vinna með. (Þetta er í Iðn- skólanum þar sem Ferró sýndi myndirnar sínar.) Taktu bara eftir því, hvað auðvelt er að setja verkfæri í hrúgu svo út komi mannsmynd." Ég endurtók þessi orð hans, „í mínum anda“ „eftir mínum hugmyndum“. „Hvað áttu eiginlega við með því? Á ég að segja þér hvað mér datt i hug, mér duttu beinagrindur í hug.“ Þetta líkaði honum vel. „Það getur vel verið," sagði hann af þeirri hógværð og kurteisi sem ein- kennir hann. „Ég er vaxinn upp úr beinagrindum. Þú hefurkannski ekki séð síðustu sýninguna mína?“ „Nei, ég var í París.“ „Það má segja að lánið leiki við þig“. Hann er ekki móðgunargjarn. Ferró hélt áfram: „Þú hefðir átt að sjá sýninguna mína.“ Hann sagði þetta af jafnmikilli hógværð og þegar sveitakona býður gesti að ganga í bæinn: Má ekki bjóða ykkur mjókur- sopa, segir hún kannski, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ferró dró nú fram nokkrar ljósmyndir og sýndi okkur, þær voru teknar í Lista- mannaskálanum þegar síðasta sýning hans var haldin þar. „Hvað er þetta“, spurði ég „eru þetta geimmenn?" „Eða manngeimar", svaraði Ferró. Hann hafði gaman af þessu. „Manngeimar?“ „Já, Tómir menn. Menn sem vantar í heilabúið og eru reknir áfram og settir upp á færibönd. Handverk verður að hafa sögulegt gildi. Ég vil ekki tala um listaverk, ég vil tala um handverk, eins lengi og ég get. Tíminn einn hefur leyfi til að tala um listaverk. Hann tínir þau úr.“ Ég spurði hvort honum fyndust mann- geimar einkennandí fyrír okkar tíma. Já, hann var ekki frá því. Og svo fór hann að taia um vélar, verksmiðjur, spúttnika og þotur af ótrúlegri þekkingu. Klykkti svo út með þessum orðum: „Þeir sem smíða spúttnikana og gervi- tunglin eru komnir lengra en mynd- höggvarar og málarar, sem sé: það er til list í Sovét!“ X X Þeir sem skrif a um Ferró nú um stundir kvarta yfir því að hann vilji ekkert segja um verkin sín. Það er rétt. Hann stillir þeim bara upp, sýnir þau með einhverri innri gleði sem er ein- kennandi fyrir listamann sem trúir því að hann sé á réttri braut, en þegar hann er spurður svarar hann einsatkvæðisorð- um, eða helzt engu. Hann vill ekki lýsa verkurii sínum sjálfur. Hann segir að menn eigi að upplifa þau án aðstoðar. Þegar við vorum í júní i fyrra í litlu vinnustofunni hans í þröngu, vandræðalegu bakhúsi upp á Mont- parnassesýndi hann okkurfjölda mynda: klippmyndir, hinar elztu frá 1958, enþær voru brautryðjandaverk í Evrópu á sínum tíma og kosta nú stórfé. Flestarþeirra seldi hann listaverkasala fyrir 10 dollara eiiitakið, en nú kostar hver mynd milli 500 og 1000 dali; grafísk verk og litografísk sem hann hefur lagt mikla áherzlu á enda eru þau merkileg- ur hluti af popp-súrrealisma siðustu ára; og svo að sjálfsögðu málverk stór og lítil, máluð eftir nýjustu uppskrift hyper- natúralismans. Erró málar fyrirmynd- irnar eins nákvæmlega og unnt er og það er ævintýri líkast að sjá hve raunsæjar þær eru, þó að niðurröðun hugmynda á léreftinu eigi rætur í poppi og súrreal- isma. Það er eins og draumur og veru- leiki vaxi saman, verði eitt. Erró sýndi okkur margatugi málverka sem áttu að f ara á sýhingar á Italíu, í Sviss og Belgíu. Hann hlýtur að vera hamhleypa til vinnu. Og kastar ekki höndunum til neins verks. Hann hefur vinnustofu í París, á Itaiíu og Spáni og er alls'staðar sívinnandi, hvar sem hann er.En hann er einnig lifslistarmaður, liefur yndi af ferðalögum og þó einkum góðum mat. Það var engin tilviljun, þegar hann málaði allsnægtarborðið, Foodscape 1965, stórt málverk sem nú erí Moderna Museet í Stokkhólmi. Matur í hungruðum heimi. Vinkona Errós er tælenzk. Hann fer oft til Bangkok. Og þegar við borðuðum með honum eitt kvöldið í Paris sa ég að hann er einnig sérfræðingur i austur- lenzkri matargerð. Hann upplifir góða máltíð eins og allt annað: hún er sérstök reynsla. Siðasta máltiðin. Eins og allt í list hans er siðasta reynslan. Síðasta andartakið. Á næstu sekúndu verður heimsendir. Þannig lifir hann, hugsar og vinnur. Ég held ekki hann kunni að slappa af. Flatarmáislyst, úr myndaflokknum Portretts, 1963. Tfir fyrir tvo, úr myndaflokknum retour d’U.S.A. Van Goghog Venus, 1966. Og ef hann reynir það, t.d. í húsinu sínu á Spáni, finnst honum að hann sé að eyða timanum til einskis, sækir froskmanns- búninginn sinn og kafar í sjónum eftir sérkennilegum fiskum eða nýjum fyrir- myndum sem hann gæti notað í næstu myndir. Vegnaþrotlausrar leitar og óseðjandi áhuga er hann á miðjum aldri orðinn hafsjór af fróðleik og maður kemur sjaldan að tómum kofunum hjá honum. Það er eins og hann hafi reynt allt, upplifað allt; eins og ekkert sé honum óviðkomandi. Heimsmynd hans nær frá forsögueðlum og Neanderdals- manni til tölvumenna nútímans. Áhugi og vinna ásamt þeirri listrænu æð sem er uppspretta allrar sköpunar, hafa gert hann einn þekktasta málara sinnar kynslóðar í heiminum. Allir sem kunna einhver skil á nútímamyndlist vita hver Erró er: Islendingurinn sem hefur tengsl við alla og allt — nema ef vera kynni íslenzka samtímalist. Talar það ekki sínu máii? X X Gunnlaugur Scheving sagði einhverju sinni við mig að hann væri alæta á list. Það er Erró einnig. Hann viðar að sér hugmyndum úr öllum áttum og setur þær fram eins og honum sýnist, hann er í raun og veru ekki bundinn af neinni tízku eða stefnu og hefur alltaf haft meiri áhuga á að breyta tízkunni en fylgja henni. Hann hefur málað mynd- raðir um þekkt fólk, t.a.m. sérstakan flokk um Maó formann (1974), annan með tugum mynda um þekktar söguper- sónur (1969—1974) eins og Napóleon, Churchill, Dante, Orson Welles, Kafka sem hefur haft mikil áhrif á hugarheim hans og myndlist (maðurinn lifir í frum- skógi véla og tannhjóla, villidýra og visinda, kerfisþræll sem þjáist af sifelldum óttavið tortímingu) Trotsky, Khadafi, Ghandi, Giap, Göthe, Wagner Ky, Stravinsky, Jan Smith, Ho-Chi-Min, Proust, og Elísabetu I. Englands- drottningu, sem hann málaði 1969 og lýsir vel hvað hann hyggst fyrir með þessum myndum: efst eru skipin sem tákna upphaf brezka heimsveldisins, síðan koma brezku ljónin æðandi á móti áhorfandanum og loks drottning sjálf í ýmsu gervi, situr m.a. með hakakross- merki við vélbyssu til að minna okkur á að hún var einskonar upphaf þeirrar hel- og heimsveldisstefnu sem einkennt hefur öld okkar og lýsir sér bæði f ógnun nasismans, æði kommúnismans og stór- veldabrölti yfirleitt. Þannig lifa verk einræðisdrottningarinnar enn í dag i of- beldi okkar daga og heimsveldisstefnu. Tilgangur bretadrottningar og ógnar- stjórn ertáknuð með einhverskonar kyn- bombu með armbindi nasista, húð- strýkjandi bundinn mann ogskjótandi annan. Napóleon er önnurtáknmynd ógnar- innar. Sá metnaður hans að ná yfirráð- um yfir öllum heimi ruddi nýlendustefn- unni einnig braut, ýtti undir arðrán og útrýmingu þúsunda mannslífa. Erró hefur málað Castró með óteljandi svín- um, sem skírskota bæði til Svínaflóa og Félaga Napóleons eftir Orwell og í myndinni Tvíburarnir og Stalín, 1965, er ekki tekin bein afstaða, en rotturnar í myndinni skirskota til mikils óhugnaðar — eru e.t.v. einnig sóttar til Orwells, 1984. Og þegar Erró málar Oppenheimer (sjá forsíðumynd) minnir hann okkur á að friðurinn styðst við atómsprengjur, tortímingin er í nánd. I lofti eru sundúrtættar frumeðlur og leifar forsögulegra dýra, en sjálfur er Oppenheimer tákn tveggja helztu eyðingarafla samtímamenningar, atóm- sprengjunnar og kynbombunnar Athyglisvert er að fætur hans enda i berum leggjum, óhugnaðurinn uppmálaður. Þegar hann málar geim- myndir minnir hann okkur einnig á að á sama tíma og maðurinn leggur undir sig geiminn, sveltur fólk í öllum áttum og enn eru víða villimenn sem lifa svipuðu lífi og menn gerðu á forsögulegum tíma. Og Erró minnir okkur á með hastarleg- um hætti að það sem við gefum for- dekruðum hundum að éta, væri nóg til að seðja hungur þeirra milljóna manna sem nú svelta í hel um allar jarðir (sbr. t.d. DogFood, 1964). D En ásamt táknum dýrslegrar ógnar blasir hvar- vetna við einstæður og eftirminnilegur húmor Errós sem gefur myndum hans aukinn skírskotandi kraft og undirstrik- ar harmsöguleg viðfangsefni með sér- kennilegum hætti. Hann hefur listsög- una á hraðbergi. Enginn ann myndlist meir en hann, né hrærist í henni af jafnmikilli innlifun. Samt hikar hann ekki við að taka heimsþekkt málverk og skrumskæla þau til að minna á hræsni ogyfirborðsmennsku ýmis konar, eða einungis til að látaokkur brosa að hátíð- leikaog virðingu: myndin af Jóhannesi páfa 23. þar sem hann stendur yfir nakinni fyrirmynd Modglíanis gegnir m.a. því hlutverki, svo að ekki sé talað um aðra svipaða mynd, þar sem páfinn þrýstir á aðra geirvörtu nakinnar konunnar — og nafn myndarinnar er: dyrabjallan! Þessar myndir eru í sér- stakri myndröð (popeart í stað poppart) en Erró hefur málað margar slíkar raðir ' um ýmis efni: Einstaklingurinn, Jurta- 1) Lyst eða græðgi heitir ein myndröð Errós; þar eru myndir af konum sem éta flugvélar, Lyst er glæpur, 1963, Einn étur annan, 1963, o.sv.frv. heimurinn, Intérieur americain (1968) Bókasöfnin, Grímur í grimum, Tauga- kerfið, Galapagos, Fri i Sviss, Barokk, um listmálara, kynlifið og þroskann, svo að nokkuð sé nefnt, auk annars sem minnst er á í þessari grein. XX Erró hefur sagt að fyrir honum sé veruleiki og draumur eitt og hið sama. Hann prédikar ekki, hann minnir á. Það er eins og hann sé að biðja okkur að gleyma ekki manneskjunni á miðri ógnaröld. Léger málaði myndir af véla- öld með skáldlegri gleði yfir visindum og tækni tvíbentrar.aldar, en þeirri spurningu hefur verið varpað fram hvort Erró sé ekki með myndum sínum að draga í efa að fegurð og skáldskapur eigi mannlegt mál úrþví sem komið er, þ.e. að vélin hafi orðið blóminu yfir- sterkari; að heimur Léger og skáldlegar forsendur hans séu blekkingin einber. — En Erró lætur sér nægja að tala í myndum sínum, okkar er að skilja. Auk þess er myndrænn árangur Erró ofar í huga en boðskapurinn, því að hann er fyrst og síðast myndlistarmaður, sem lifir og hrærist í starfi sínu — og því einu. Ég segi starf en ekki list af ásettu ráði, með tilliti til þess sem ég hafði eftir honum 1960 um handverk og listaverk. Erró hefur orðið fyrir áhrifum úr ýms- um áttum eins og aðrir listamenn. I raun og veru lætur hann sér ekkert óvið- komandi, eins og áður er minnzt á: áhrif frá teiknimyndasögum eiga jafnmikið erindi inn í list hans og myndhvörf ýmiss konar eða andrúm og efniviður Bosch en óvíst er að annar miðalda- málari hafi haft meiri áhrif á nútímalist og þróun hennar en þessi sérkennilegi súrrealisti, sem á jafnauðvelt með að lýsa mannlegum óhugnaði og guðlegri opinberun. En að öllu samanlögðu hefur Erró orðið fyrir mestum áhrifum frá kvikmyndalist. Myndir hans eru saman settar af „skotum“, þannig að augað hverfur á andartaki frá einni mynd til annarrar innan myndheildarinnar. Þessi aðferð i kvikmyndalist að byggja upp heild úr einstökum sundurleitum atriðum er megineinkenni á myndlist Errós: hún er saman sett úr smámynd- um eða brotum, sem verða að einni heild. Það er engu líkara en Erró sé sifellt að spyrja sjálfan sig hvað gerist á næsta andartaki. Hér er rándýrs- hrammur sem e.t.v. slær á næstu sekúndu, þarna er hönd sem virðist ætla að hreyfast eða flugvél sem flýgur með ógnarhraða út úr myndinni eða vélbyssukjaftur undir kvenmannsbrjósti og það má þakka fyrir meðan kúlurnar gusast ekki út úr byssuhlaupinu. Við höldum niðri í okkur andanum yfir þessari kyrrstæðu hreyfingu, ef svo mætti segja. Við horfum á myndirnar eins og kvikmynd á tjaldi og augað bíður í eftirvæntingu eftir nýju og nýju „skoti“, óvæntri reynslu sem gefur myndum Errós líf og hreyfingu. Það er þetta líf kvikmyndarinnar, þessi hreyf- ing, eftirvænting og óvænta upplifun, þar sem allt getur gerzt, sem gerir mynd- ir hans að afsprengi sins tima og túlka hann með aðferðum í samræmi við nýja tækni. Og við minnumst orða hans frá 1960 að þeir sem unnu að visindum voru komnir lengra en myndlistarmenn. Síðan hefur hann reynt að snúa blaðinu við. X X Erró hefur gert 60 myndir um Maó og Kíriverja. Hann kallar myndaflokkinn Kínverjar leggja land undir fót. Hann segist hafa fengið þessa hugmynd í Hong Kong: „Þar á ég marga kínverska Kirkju-hundur, 1965. Sóparinn, 1965. Poppsagan, 1967, úrflokknum listamennirnir og fyrirrayndirnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.