Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 16
FRELS Framhald af bls. 10. Veggirnir hverfa. Ljósið er frjálst. Víðátta alheimsins hvolfist yfir. Lýðurinn horfir á sig í nektinni. Hér eru allir jafnir. Allir eru eins í nektinni. Hispursleysið og hreinleikinn eiga sér engin takmörk. Flekk- leysið hefur yfirhöndina. Er ekki dýrlegt, að sitja svona frjáls, laus frá þessu bjánalega amstri, sem eyðileggur taug- arnar? Finn, hvernig frið- urinn liggur í loftinu. Sjá, hvernig tíminn hefur stanzað og hreyf- ingin deyr út. Heyr, hvernig ástin hljómar í gegnum hjart- slátt lífsins. Hér þarf ekki orð. Lýðurinn skilur leyndar- dómana. Og leynd- ardómurinn er Frelsið. Lausn alls. Reykur. — Ahhhh. Reykur. — Frelsi. Takturinn hættir. Við tekur ærandi hávaði þagnarinnar. Líkamarnir titra. Andardrátturinn verður hraðari. — Ahhhh. Reykur. Sælan og alfriðurinn er að ná hámarki. Svo yfirgefur hið ver- aldlega staðinn. Frelsið eitt er eftir. Hugurinn er yfir allt hafinn. Hann skynjar líkamana í köJdu algleyminu og horfir á þá með fyrirlitningu. Einskisnýtir líkamar. Allt leysist upp í enda- leysi. Þögnin þagnar. Reykurinn er hula tómsins. Líkamarnir hallast upp að og hætta að titra. Þarna liggja þeir. Hugurinn hrósar sigri yfir yfirborðs- mennskunni. Allt er blátt. Víðsýnið er algert. Sjá, sólin er græn. Þarna eru kýr. Hvað eru þær að segja þessar kýr? Þarfn- ast þær orða? Mikil er fegurð himinsins. Þrungin friði. Við erum frjáls. — Ahhhh. . . Sjáið þið líkamana. En hve þeir eru ljótir. Furðulegt, hvernig við getum búið þarna. Hvítir. Hvílíkt hneyksli. Hugurinn dofnar yfir sýninni. Veggirnir eru að koma. Er himininn að lokast? Hugurinn fer í. Þrátt fyrir allt eru líkamarnir lífgjafi frels- isins. Líkamarnir byrja að titra aftur. Brátt í takt. Þögnin, sem fór, er komin aftur. En hún hefur svo hátt. Setjum plötu á. Söngur leitar frelsis- ins. Átakanleg hróp. Takturinn verður hraðari, því leitin verður æ örvæntingarfyllri. Söngurinn ómar eins og hróp hins deyjandi manns. Söngurinn vefur sig utan um reykinn. Reykurinn þéttist, reynir að sýna söngnum, hvar frelsið er. Brátt deyr söngurinn. Takturinn hættir. Lýðurinn hættir að hreyfast, vorkennir söngvaranum. Hann leitaði, en fann ekki. Allt er svart. Reykurinn er kyrr f loftinu. Það er eins og bið. — Óóóóó. Nektin er að hverfa. Hjúpur myndast utan um líkamana. Grænir, gulir, bláir, allavega. Nektin hverfur. Lýðurinn hættir að píra augun. Það er eins og hispursleysið hverfi. Höftin setjast að. Þögnin hættir að vera trúnaður. Lýðurinn snýr upp á sig og kíkir aftur fyrir sig. Allir leita orða. Öryggið er farið, vantraustið verður að skýi í loftinu. Einmanakenndin ber að dyrum sálarinnar. Var ég svo einmana áður? Hví blygðast ég mín? Ég forðast augnaráð þitt. Blekkingin hlær í kringum lýðinn. Er frelsiðfarið? Ha? — Orð!! — Ég er svangur. — Mig vantar reyk. — Farðu út og reddaðu reyk, maður. — Ég get ekki staðið upp. Ég er máttvana. Mig vantar svo reyk. AJAX er fljótvirkt ferskt sem sítróna. AJAX með sítrónukeim nýja uppþvottaefnið sem fjarlægir fitu fljótt og vel. Nýja AJAX - uppþvottaefnið fjarlægir fituleifar án fyrirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lykt jafnvel fisk- og lauklykt - heldinr uppþvottavatninu ilmandi. AJAX með sítrónukeim hin ferska orka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.