Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 9
‘prungið tyfir... farið að setja á sig, til að geta vitað hvað væri verið að selja henni. Bæði hefur hún lesið sig til um slíkt og eins lagt nöfn á minnið, þegar hún hefur verið að skoða grasgarða erlendis. Þegar gengið er inn í garðinn, er fallegur runni, fagurlaúfamistill meðfram göngustígnum á aðra hönd og hlýtur að vera fallegur á að líta með sínum fagúr- rauða lit á haustin. Hinum megin við stéttina er annar fallegur runni runnamura með gulum blómum. En við inngöngudyrnar má sjá ýmsa burkna, sem Steinunn fékk úr Búða- hrauni, og þar er t.d. fallegur rökkurstein- brjótur. En í horninu and- spænis innganginum er falleg steinhæð með marg- víslegum plöntum. Þar eru skemmtilegar stein- skálar, sem fundust grafn- ar í sand í Þjórsárverum en þau Steinunn og Þor- leifur tóku með sér heim. Á sjómannadaginn fyrir ári síðan hlóðu þau svo upp þessa steinhæð, þar sem kerin eru notuð sem fugla- bað. Þar rífast auðnu- tittlingarnir oft um að komast að til að baða sig, en mikið er af skógarþröst- um og auðnutittlingum í garðinum. Þarna eru margar steinhæðaplöntur, sem nú eru að opna sig i morgunsólinni. Þar á meðal má greina fagur- bláan mariuvönd, sauða- merg, blóðberg o.fi. Islenzkar plöntur. En Steinunn segist oft una sér við að leita að og skoða plöntur meðan Þorleifur litur á grjótið á öræfunum. — Það fer ágætlega saman. Ég er þá ekki óþolinmóð á meðan, segir hún. Annars kveðst hún oft fá góðar plöntur hjá blómaræktar- mönnum eins og Ólafi Birni Guðmundssyni og Kristni Guðsteinssyni, en Kristinn hefir útvegað henni og hjálpað við að panta eriendis frá það, sem hún hefur áhuga á að reyna að rækta. — Steinunn er I Garðyrkjufélaginu og kveðst hafa mikið lært af því fólki, sem þar er. Félagar eru orðnir um 1400 talsins. Hún segist mæta á hverjum fundi að vetrinum, því þar sé mikinn fróðleik að fá. — Það er þó eitt, sem veldur okkur miklum erfiðleikum, segir hún. Það eru þessir háu tollar á blómum og runnum. Lögin um þessa tolla eru gömul og ekkert samræmi í þeim. í landi, þar sem er svo mikilvægt að rækta og koma blómum og runnum, ætti það ekki að flokkast undir lúxus. Fremur ætti að gera fólki auðveldara fyrir með því að leggja ekki á slikt háa Hvar sem litið er f garðinum eru tré og plöntur og f jölbreytnin er ótrúleg. tolla. Þessu þarf að breyta. Við göngum áfram um garðinn og komum nú i „skóginn“, þar sem eru margvísleg tré, og milli þeirra margar plöntur. Þarna hefur Steinunn komið fyrir öllum þeim plöntum, sem vaxa vel á skógarbotni, þar sem laufið fellur og myndar jarðveg. Þarna má til dæmis sjá kirsuberjatré frá Hollandi og annað frá Noregi. Þau lifðu af öll köldu árin hér. En á þau koma ekki blóm hér á landi ennþá, kvist- þyrnitré frá Alaska, sem er sígrænt, stendur við hliðna á japönsku fín- legu lerki. Þarna er lika skógarbeiki og skammt frá kínverskur runni, kósamöndlutré, það er búið að lifa hér í 6 ár og i sumar sáust fyrst á því fagurbleik falleg blóm. En aspirnar, sem nú gnæfa upp í 5—6 metra hæð, dóu alveg niður i rót í hretinu 1963. Þær hafa þó náð sér vel, svo Steinunn hefur ekki sömu ótrú á þoli þeirra og margir aðrir. í skógar- botninum má m.a. greina fallega sígræna plöntu, vetrarlauf, sem Steinunn fékk í Englandi og ber blá- klukkulit blóm. Ég lít inn I litið gróður- hús í horni garðsins. Þar eru blómstrandi dalíur og klifurrós. Ég hefi þær þarna til að halda lengur lífi í þeim, segir Steinunn. Anriars hefi ég dalíur lika úti. Ekki má gleyma þeim. Ég er í Dalíuklúbbnum, sem er deild í Garðyrkju- félaginu. Hann hefur fundi og efnir til blómasýninga. Til dæmis er ein í Domus Medica nú í september. Þar eru oft ákaflega fallegar plöntur. Við höldum áfram og komum að beði með fjöl- mörgum tegundum af laukjurtum, sem merktar eru með nöfnum. Þær eru sýnilega viðs vegar að, og má þar greina nöfn eins og Turkestan, Balkanlöndin og ýmis Asíulönd. Þar hjá er tjörn og fugla- baðT Við tjörnina hefur verið komið fyrir þeim plöntum, sem kunna vel við sig I raka, svo sem írásum, dagliljum hóf- sóleyjum af mörgum tegundum, og þar skarta rauðar og gular prímúlur. En Steinunn kveðst reyna að koma hverri tegund fyrir í jarðvegi, þar sem hún kann bezt við sig. Sumar vilja votan jarðveg, aðrar rakan, og enn aðrar þurran og einnig þurfa þær missúran eða kalkrikan jarðveg. Hún kveðst lesa sér til um það. Beð er með fjölærum jurtum, sem nú eru að ljúka við að blómstra. Þar er t.d. norskur hindberja- runni, kettlingablóm. Þá eru runnar, ýmsar tegundir af kvistum (Spireum) og toppum (Lonicera). Og í horninu eru vermireitir, þar sem Steinunn hefur fjölærar plöntur, sem hún ætlar að verja þar í eitt ár, áður en hún lætur þær alveg út. Hún kvaðst binda miklar vonir við að þær gætu lifað hér, en fyrsta árið ver hún þær með þvi að loka kössunum eftir veðri. í ein- um kassanum er hún að rækta fræplöntur síðan í vor. Steinunn er í nýrri nefnd innan Garðyrkju- félagsins, sem nefnist Fræ- nefnd. En gegnum hana skiptist fólk á fræjum. Þeir sem hafa gefið fræ, eiga forgangsrétt að þvi fræi, Sjá næstu síðu A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.