Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 11
Atlantis Landiö týnda lifandi þjóðsaga í margar aldir hafa vísindamenn, sagnfræð- ingar og fornléifafræðingar verið að leita að týndu landi, Atlantis. í nýrri bók er gefið til kynna að það sé nú loks fundið. Til gamans má geta þess að íslendingi, dr. Sigurði Þórarinssyni var boðið á stórt þing fornleifafræðinga um þetta. mál, þar sem öskulagarannsóknir hans geta orðið að miklu liði við sönnun þess, að Atlantis hafi horfið í sprengigosi, eins og vísindamenn halda^ nú fram. Uppskeruhátfð Minoa á Knossos á Krft um 2000 f. Kr. liHarðir jarðskjálftar og flóð riðu yfir og á einni hörmunga nóttu og ein- um hörmungadegi sukku allir vopnfærir menn ofan í jörðina, og eyjan Atlantis hvarf á sama hátt í djúp hafsins. Þess vegna er engum fært um þetta hafsvæði, þvf þar er botnlaus pyttur...“ Þessi margra alda gömlu orð gríska heim- spekingsins Platos hafa sent hvern leiðangurinn á fætur öðrum af stað i leit að lausn einhverar mest spennandi ráðgátu á sviði fornleifafræði, sem til er. Hvar er týnda landið Atlantis nákvæm- lega að finna? Meira en 5000 bækur og tugir þúsunda blaðagreina hafa verið skrifaðar um þetta efni. Að minnsta kosti einn vísinda- leiðangur — sem brezki liðþjálfinn Fawcett stjórnaði fyrir 30 árum — fór inn í frumskógana við Amazonfljót í leit að Atlantis og spurðist aldrei til hans. .Þjóðsagan um Atlantis deyr miklu hægar en þetta goðsagnaland gerði sjálft. Nýlega kvað þing brezkra blaðamanna upp úr með það að grein, sem sannaði endurfund At- lantis, yrði miki- vægasta greinin, sem blaðamenn gætu nokkurn tíma vonast eftir að fá að skrifa. Sú fregn yrði enn meira yfirþyrmandi en jafnvel endurkoma Krists, að mati þessara blaða- manna. Svo mjög hrífur hið óþekkta hugann, að umhugsunin um að finna hvers staðar á hafsbotni, altekur ímyndunaraflið ennþá svo mjög að fátt kemst þar í samjöfnuð við, jafnvel á öld þegar búið er að senda menn til tunglsins. Fram til þessa dags hefur ekki tekizt að þekkja Atlantis né finna því stað á jörðinni. Fjöldi vísindamanna hefur safnað haugum af and- stæðum sönnunargögn- um til að „staðfesta óum- deilanlega" hvar þetta dularfulla land er, ýmist í Suður-, Vestur- eða Norð- ur-Afríku, á Azoreyjum, Kanaríeyjum, í Pale- stínu, Kákasus, á Ceylon, Spitsbergen, á íslandi, Krít, f 13 þúsund feta hæð í Andesfjöllum og í nokkurra mílna fjarlægð frá Helgólandi i Norður- sjó. Mannféiagsfræðing- ar hafa talið Atlantis upphafsstað bæði spænsku og ítölsku þjóðanna, og einn af leiguheimspekingum Hit- lers reyndi jafnvel á þriðja áratug aldarinnar að rekja uppruna Aría- kynstofnsins aftur til hins dýrðlega Atlantis, og staðsetti þá eyjuna skammt undan strönd nasistaríkisins. Fyrir fáum árum voru hvorki meira né minna en þrír rándýrir leiðangrar i einu að leita að leifum Atlantis, sinn á hverjum staðnum í veröldinni, en árangurs- laust. Djúpsprengjum og bergmálsdýptarmælum var beitt á hafsbotninn nálægt Azoreyjum. Af- komandi Leos Trotskys var að kafa á hafsbotni við Bermudaeyjar í leit að týnda landinu. Og brezka rannsóknaskipið Discovery II var að kort- leggja Galiciubankann, ávalan bratta, 20 mílna langan hæðarhrygg á um 400 feta dýpi í Atlants- hafinu, undan strönd Spánar, þar sem enn ein sagan segir, að þetta týnda land hafi verið. Margir , sérfræðingar leggja mikið upp úr því, að Atlantis hafi verið í Atlantshafinu og halda þvf fram, að þar sé að finna skýringu á því hve menning forn-Egypta líktist merkilegri menningu ýmissa Ameríku-Indjána — einkum bygging píra- mída, sem þeir gerðu á sama hátt. En núna koma tveir vísindamenn og halda því ákveðið fram, að Atlantis hafi alls ekki verið Atlantshafinu, heldur hafi það verið eyja út af strönd Grikklands. nýrri bók eftir þá „Atlantis, sannleikurinn að baki þjóðsögunnar1 eftir A.G. Galanopoulos og Edward Bacon. er mjög sannfærandi hátt haldið fram að hið upp runalega Atlantis sé í rauninni eyjan Sant- orini, 78 milur norð Sjá næstu síðu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.