Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 7
mig stundum alveg hrút- leiðan á þessu öllu. En ég vann i Ibúðinni á kvöldin, og að sumu leyti gekk þetta vel, þótt mér fyndist þessi eiginkona mín ákaflega skapstygg; og þegar ég kom úr vinnunni og fór ekki strax af stað í íbúðina eftir matinn, varð hún æf og kallaði mig öll- um ónöfnum. Ég varð oft þreyttur á þessum rifrild- um, en hélt þetta lagaðist eftir að hún væri búin að eiga krakkann. Það fannst mér ekki, og eftir að við giftum okkur og fluttum I íbúðina, fór allt smám saman að fara til fjandans. Ég hafði unnið eins og þræll og stelpan grenjandi allar nætur, og konan svefnlaus og fúllynd, svo að það var ekki beint freist- andi að koma heim á kvöldin. Stöku sinnum skrapp ég út með kunn- ingjum mínum án þess hún væri með. Og ég ætla nú ekkert að lýsa þeim senum, sem urðu, þegar ég kom heim. íbúðin átti enn langt í land, en mér fannst nú hún hefði getað haldið henni svona þokkalega hreinni, en þar óð allt á súðum, og hún sagði það væri ekki hægt að gera neitt til að hafa heimilið þokkalegra, þegar hún væri alltaf þreytt og barnið veikt, og ég man ekki allar fyrir- sláttartegundirnar. Svo varð hún ólétt aftur, og þá hafði ég grun um hún hefði verið mér ótrú, þvi að það var einhver karlmaður sem var að hringja í hana öðru hverju, og hún lagði svo hart að sér að lýsa ná- kvæmlega hvenær þetta barn hefði átt að verða til hjá okkur, að ég var væg- ast sagt tortrygginn, og held ég að enginn hafi láð mér það. Nú það kom í ljós að stelpan nýja var mjög lík mér og mér fór að þykja vænt um hana, ekki siður en þá eldri. Ég reyndi oft að hjálpa henni með krakk- ana, en hún var alveg orðin stórskrítin, var stöðugt að tala um að ég hefði stolið æsku hennar og rænt hana gleðinni og ég man ekki hvað, þetta var mjög há- stemmt, og ég átti víst að skammast mín, þótt ég viti ekki fyrir hvað: ég minnti hana á að hún hefði nú ekki verið síður áfjáð i þetta frá fyrstu tíð. En þá var svarið, að hún Hefði ekki vitað hvernig ég var, sko. Ég hef alltaf komið mér vel í vinnu og mér gekk ágætlega og hafði prýðilegt kaup. Hún kunni ekkert með peninga að fara, keypti kannski í lúxusmáltíð tvo daga í röð og eyddi öllu kaupinu í alls konar vitleysu og óþarfa og öskraði svo á mig, að ég útvegaði aldrei neina pen- inga til heimilisins. For- eldrar hennar voru alltaf með nefið niðri I hverjum koppi hjá okkur og ég veit að hún bar sig oft upp við mömmu sína og á tímabili fór þetta í taugarnar á mér. Heimilisbragurinn var óþolandi. Mér hafði dottið i hug skilnaður, en sá ein- hvern veginn ekki neina raunhæfa lausn í því. Mér þótti líka vænt um telpurnar og hana að sumu leyti. Lengi vel var ég vit- laus í hana, en svo fór það í vaskinn eins og annað og eftir að ég fór að þurfa að grátbiðja hana um að „fá“ að vera með henni stöku sinnum, þá fór að versna í þessu fyrir alvöru og ég fór að fara meira út. Svo eitt föstudagskvöld, þegar ég kom heim úr vinnu — dálítið seint, þvi að kunningjar mínir höfðu komið í heimsókn á vinnu- stað og við höfðum fengið okkur neðan í því — þá var hún ekki heima, og einhver smábarnapia sagði, að hún hefði farið á ball með vin- konum sinum. Ég varð trylltur og þegar hún kom ekki heim fyrr en undir morgun, var ég orðinn svo geggjaður, að ég lagði hendur á hana. Útgang- urinn á henni var vægast sagt mellulegur og ég var ekki í neinum vafa um að hún hefði haldið fram hjá mér, þótt hún harðneitaði. Fáeinum dögum seinna sagðist vinur minn hafa séð hana á skemmtistað klístraða upp við einhvern strák og þegar ég bar það upp á hana, viðurkenndi hún að það væri rétt, en sagði að mér færist ekki að tala, ég hefði ekki gert annað en halda fram hjá sér. Það var nú ekki rétt, ég hélt aldrei fram hjá henni fyrr en eftir að ég heyrði um þetta, þá fór ég að skeyta minna um það. Samt ætlaði ég að reyna að fyrirgefa henni, en þegar hún stundi því upp tveimur mánuðum seinna, að hún væri ófrísk, þá þóttist ég viss um, að hinn gæti alveg eins átt það og sagði það væri þá bezt að hann sæi um sinn króga og flutti strax að heiman. Mér var farið að bjóða svo við þessu öllu. Stundum þegar ég hafði komið heim þarna á undan var hún rallhálf og hafði þá verið að staupa sig ein heima, og ég taldi óráð- legt að hún yrði með bæði börnin, svo að ég gerði kröfu í að fá yngri telpuna, eftir að ég var búinn að útvega mér sæmilega leiguíbúð og mamma min hafði boðizt til að passa hana á daginn. En það fór I hart og eins og venjulega er þessi dæmalausi móður- réttur svo sterkur að hún fékk barnið. Ég heimtaði blóðprufur eftir að yngsta barnið fæddist, því að við vorum ekki löglega skilin og ég vildi ekki láta skrifa á mig krakka, sem ég ætti kannski ekkert í. Þá kom fram, að ég gat fullt eins átt barnið, svo að ég gekkst við því og síðan var gengið frá pappírum og öllu heila draslinu og hún fékk það litla sem út úr íbúðinni kom, og ég sá um að greiða allar skuldir af lánum og meira að segja matar- skuldir og alls konar einka- skuldir, sem hún hafði sturtað sér í. Ég hef komið mér þægilega fyrir og er byrjaður að vera með ann- arri konu, sem mér þykir vænt um. Mér blöskrar að sjá útganginn á krökkun- um hjá henni og borga ég þó ríflega með þeim og gef þeim föt og margt annað til að létta undir með þessari blessuðu „einstæðu móð- ur“, sém alltaf á samúð þjóðfélagsins, en faðirinn er úrhrak, sem ekki er til annars nýtur en borga. Ég finn, að ég er ekki búinn að jafna mig til- finningalega séð og enda þótt ég sé hrifinn af stúlk- unni, sem ég bý með núna, þá kemur stundum upp i mér eftirsjá — ekki að hafa eytt í hana þessum árum og allt það, heldur að við skyldum klúðra þessu svona og þá aðallega hún, svo að þetta þyrfti allt að fara á þennan veg. En eitt blöskrar mér nú: þegar ég hef komið að heimsækja krakkana hefur hún stundum reynt að fá mig til við sig. Það finnst mér heldur ógeðfellt, þegar tillit er tekið til, að hún vildi ekkert með mig hafa, nema með fortölum, meðan við vorum gift. Ég held hún sé bara svona af- brýðisöm út í sambýlis- konu mína, að hún vilji klekkja á henni. Þvi miður hef ég einu sinni í einhverju veiklyndi verið með henni nú nýlega — ég vona bara að nú komi hún ekki eftir dálitinn tíma og segi að hún sé orðin ófrísk eina ferðina enn . . . h.k. o Appeal Tannkrem -er rautt -er gegnsætt Appeal Tciimkrem Colgate-Appeal - nýtt fluor-tannkrem, sem gerir tennurnar hvítar og hressir um leið allan munninn með nýju móti. Rautt og gegnsætt. Tannkrem af alveg nýrri gerð - hreinsar munninn, einnig þar sem burstinn nær ekki til. Bragðið? Ferskt og hressandi, svo að unun er að vera nálægt þeim, sem nota Colgate-Appeal að staöaldri. Colgate-Appeal treystir vináttuböndin. Colgate-Appeal. Tannkrem og munnskolun samtimis. Tanrvkrcm og munnskolun samtímís. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.