Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1973, Blaðsíða 15
Um þessar mundir er ísland líklega eina Vestur-Evrópuríkið, þar sem umræður um utanríkismál snúast um annað en fram- tíðarstöðu landsins gagnvart síaukinni samvinnu Evrópuríkja og almenna stöðu þeirra í samskiptunum við Bandaríkin. Þessi sérstaða Islands markast fyrst og fremst af því, að um stjórnvölinn halda þau öfl, sem skynja ekki þróunina í al- þjóðamálum og eru ekki aðeins nokkrum árum á eftir tímanum í viðhorfum sínum heldur jafnvel áratugum. Innan íslenzku ríkisstjórnarinnar virðist sá hugsunar- háttur ríkjandi, sem var allsráðandi í sam- búð austurs og vesturs á timum kalda stríðsins. Þá var markvisst stefnt að þvi með einföldum áróðursbrögðum að æsa menn og þjóðir til fyrirlitningar á and- stæðingum sínum. Stefnt var að þvi að skapa spennu í stað þess að leysa málin með samningum, þar sem ólík sjónarmið voru brotin til mergjar og síðan fundin leið, er allir gátu sætt sig við. Nú hefur stefna spennu og skætings í garð andstæðingsins sem betur fer þokað til hliðar í samskiptum austurs og vesturs. Þótt grundvallarágreiningur sé fyrir hendi er honum ekki haldið á loft. Hins vegar er lögð megináherzla á að ná sam- komulagi á þeim sviðum, þar sem menn eru sammála. Öllum er ljóst, að Banda- rikin og Sovétríkin hafa ekki fallizt í faðma, þó að samningar hafi tekizt á milli þeirra um jafn viðkvæm mál og kjarn- orkuvígbúnaðinn. Enginn trúir þvi, að Ör- yggisráðstefna Evrópu hafi í för með sér endanlegan og eilífan frið í Evrópu. Á þeirri ráðstefnu verður ekki samið um annað en aukaatriði, á meðan Sovétríkin fylgja þeirri meginstefnu, að ekki megi hrófla við því járntaki, sem þau hafa á þjóðunum í Austur-Evrópu. Hvernig eiga Vesturlönd að geta samið við Sovétríkin um það, að þau hafi úrslitavald um almenn mannréttindi í Póllandi, Austur-Þýzka- landi, Tékkóslóvakíu, Búlgaríu, Rúmeníu og Ungverjalandi? Um mannréttindi verð- ur ekki samið á alþjóðlegri ráðstefnu. Um þau er aðeins unnt að setja fram einhliða kröfu — ófrávíkjanlega kröfu — sem mið- ar að því, að allir fái notið þessara réttinda í eins ríkum mæli og þeir sjálfir kjósa. Á meðan Sovétríkin beygja sig ekki undir þessa kröfu, verður járntjald dregið um miðja Evrópu. Á tímum kalda stríðsins var þessari krö- fu Vesturlanda haldið fram á þann hátt, að ekki skapaðist samstarfsgrundvöllur milli austurs og vesturs á öðrum sviðum. Spennan var svo mikil, að stundum óttuðust menn allsherjar styrjöld, því að . óbilgirni Sovétríkjanna virtust engin tak- mörk sett. En svo kom að því, að menn sannfærðust um, að ekki yrði lengra komizt á sömu braut og nauðsynlegt væri að taka vandamálin öðrum tökum. Stefna bættrar sambúðar og minnkandi spennu tók við, og enn lifum við á tímum þeirrar stefnu, þótt svo virðist nú, að flestir mála- flokkar hafi verið tæmdir utan kröfunnar um aukin mannréttindi í Austur-Evrópu og hún sé aftur að verða ráðandi aflið ekki sízt vegna baráttu hinna kúguðu handan járntjaldsins. Enginn getur mótmælt því, að á undan- förnum árum hafa verið að mótast nýjar aðferðir við lausn alþjóðlegra deilumála. Aðferðir, sem hafa sett friðsamlegra yfir- bragð á alla þróun alþjóðamála. Því miður virðast hvorki íslenzkir ráðherrar né for- maður utanríkisnefndar Alþingis hafa áttað sig á þessari breytingu. Þegar þeir lenda í alþjóðlegri deilu vegna stefnu sinnar, leita þeir ekki að lausn hennar samkvæmt tíðarandanum. Þeir, sem í orði fordæmdu hugarfar kalda stríðsins mest og þykjast enn í dag hafa efni á því að stimpla andstæðinga sína sem postula þess, fylgja nú þeirri utanríkisstefnu. sem byggist á svipuðum grundvelli og áróðurs- stríð kalda stríðsins. Ríkisstjórn íslands og talsmenn hennar i utanríkismálum lifa og hrærast í sama andrúmslofti og þeir, sem töldu það sína mestu dyggð að vera nægilega stórorðir i garð andstæðinga sinna og vildu halda sambandi sínu við þá í sem mestri spennu til að gera sjálfa sig að hetjum á þeirra kostnað. Um tíma kann að vera unnt að halda þannig áfram, en það krefst þess jafnframt, að sífellt sé gripið til fleiri og fleiri sýndar-aðgerða i þvi skyni að við- halda vitleysunni. Framtíðarsýn þeirrar þjóðar, sem hefur kosið slíkt yfir sig, gétur varla verið björt. Björn Bjarnason. Krossgáta fcesbókar Morgunblaðsins Lausn r» 11 lm 11 n r€ é/iimmijH 111 - -l~> 4* HUK- 1 u M/LL- IP. FVR- féTfJ- |M(* TFfl- (\<L ut,e- uDu SVíLC. IR 4 íé Þlli. T S T B u fe t L $ u R H 45 IIII r v- % 4 , 0£l- T A U M A k fNO- purtr- ,.r~y A N Vt í- Æi - A HEIMSK RÍíkIT Áý' r D 0' L G fULl' & ÖiKrtfi CMiKr i *»*■*«• A R. H A G F t AOI FUU L Ý B. A iTUTY- _ Hfl— MPNNI - N»»F/V s k A M U 1 Tu«M HR R 0’ T Á 0. Uor*U~ _Si£2_ F«TN- R. A* p u N! MHLP* UR. A SK.'li ftdflF. □u FTX.R TÓMM U T A- R A s KVRS. Touu B 0' p. OÖRM P\*»T- uR K 0. ö' A FltUN EFMI N A Íl'AT- U uÐ A S V. A N A 0 0 PL- R T- fl pJ N OULfl- HB- IMN 'A ÍKflur 4*uu- i 0* L A A FITfl >H>AR s P i k ÖWÍ.' uu s HÚ4- DVRI W fc S T T £L0' iT/COl L 4eru« FVRIR- Kíir un W A T A A T k iýft V L ÚOA/A/1 0* T (S T L G u B. WuMl’R #v«ie N U l Hol- f\ N 6 3 ol T A N ó Fn k JftftHfh A’ 0euri órrfl 0 L & 0 T U k 1 V 1 N A IKVH- f/tRií Aj U ¥ A 3 A L A 6 1 N yy R. áuÐi- ORPit) \ T N \ N <5 E. N PÚIN t,t> veR/? HJAUf- ftRS'/- eiriM LEIKl Tæki í»K' Dvei.r- KiTft YfftK- F/E-KI KefiJM MEMN NVRr, iRVK' P KM/Gp SN FIÐ U R- F£ t> e-iTFI v, UMI Fhi I HEITI & oK IÁ ~ i\Ti~im þVflRO. ppR- NiftFN |R tveHR- I M. FUÍiL SV/IK nopn Þ»rr- r DM- e ko,- IAR. / L'ft T- IM. þfKK rfl n SEFifR DSK4 ÉPTlR AM - P't)TT FUUL ?uvc- YfiT- iMan- HúS SMn' - o a.e Fi íit- HNfl lAFSR ci UPP - £ u D l 56IÐH FWM- e PMi LA F- FL M MftWAi- UftFfJi t0f'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.