Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 14
un og gömlu jaxlarnir töldu hvítu kollana í fjölskyldunni á fingrum sér, og væntu þess, að þeim fjölgaði með barnabörn- unum. f>að vantar heldur ekki í þá ættarhrokann, og það er ekki vilað fyrir sér að seilast dálítið aftur í tímann. Þegar ég var að reyna að gera mig dá- lítið breiðan með langafa minn, sem var óðalsbóndi upp með Rín, og hafði að auki smá nafn bót, þá skelltu þeir á mig runu af kóngum, jörlum og ríddur- um aftan úr fornöld, og sýndu mér nöfnin á bókum ef ég lét í ljós vantrú, reyndar bæta sum- ir við, að hann sé nú ekki allt- af áreiðanlegur karlleggurinn, — og eins hafði Svarti dauði gert fjandans usla í bókfærsl- unni. Fyrst í stað hélt ég þetta vera einn liðinn í kímnigáfu þeirra eða vissan þátt í þrætu- bókarlist, en smám saman skildist mér, að yfirleitt var farið með satt og rétt mál. Það eru til svo nákvæmar rit aðar heimildir um fyrstu ís- lendingana af norræna stofn- inum og þeirra ættir, að hver sem því nennir, getur rakið ætt sina aftur í svörtustu forn- öld. Mér var gefin bók, sem heitir Landnáma. Þótt mér tæk ist að verða rétt viðræðuhæfur á íslenzku, gat ég lítið lesið mér til gagns. En skólabróðir minn, prófessor í norrænu, sagði mér, að þéssi bók væri sér dýrmætust eign næst tvö- hundruð ára Biblíu, sem hans fólk hafði átt í Wales. Sjálfur kvaðst hann ekki valda sínu embætti ef hann ætti ekki þessa bók. En þetta fólk, sem öðrum þræði lifir á bókmenntum úr fornöld, það lifir ekki siður í nútíðinni, eða kannski ætti ég heldur að segja, lifir í fram- tíðinni. Það er framtiðin, sem hugsað er um. Húsin eru byggð traust og rammgerð með stór- um gluggum og tvöföldu gleri, til að nýta sólina en verjast kuldanum. Aðkomumaður horfir aðdá- unaraugum á bláa fjallstinda og hvíta jökla, og gleymir sér eins og þegar hann verður vitni að svo stórkostlegum ham förum sem Surtseyjargosi, er nýtt land reis úr sæ, ósnortið, ógnandi, vítislogum vafið. Ekki varð ég var við að íslending- ar væru hrifnir af slíku sjón- arspili náttúrunnar, kannski vel minnugir þeirra hörmunga sem slíkt getur haft í för með sér. En ég hef séð roskna og þybbna vegagerðarmenn standa á öndinni af hrifningu yfir smávaxinni birkijurt, sem hafði tekið sér bólfestu í merktri áætlun vegarins. Birkiplantan var varlega stungin upp og færð á örugg- ari stað, og það er ég viss um, að meðan vinnuflokkurinn var þarna að störfum hefur hún verið vökvuð og að henni hlúð. Þegar ég fór að kynnast fólkinu, skildi ég að þetta var einn þátturinn í trú þess á lífið. Eins og ein birkiplanta fyll- ir skóginn, þannig fyllir ein- staklingurinn þjóðirnar. Kvöldstund með Mishima Framh. af bls. 3 hnefaleik og skylmist með sam boo sverðum. Og þú — synd- irðu eins mikið og þú gerðir áður?“ Tennessee kinkaði kolli. „Þegar ég er heima, í Key West, syndi ég daglega í laug- inni minni. Auðvitað er ekki gott að koma þessu við á ferða- lögum og þess sakna ég. Það var sundlaug í skipinu, en varla nógu stór til þess að synda i henni. Og það er eng- in í hótelinu, en í The Prince Abasaba í Tokio, þar sem ég bjó áður, var góð sundlaug. En ég þoli ekki Tokioloftið. í Prince Abasaba í Tokio fannst mér eins og ég væri að kafna allan tímann. Til þess að geta sofnað, varð ég að taka inn lyf. Ég skil ekki, hvernig þú getur þolað það. Hvernig ferðu að því?“ „Leyndardómurinn er fólginn í því að æfa sig,“ sagði Mis- hima. „Ég háði einvígi einmitt núna í dag i fimleikahúsinu. Mér þykir leitt, að ég minnt- ist ekki á að það stæði til, þeg- ar við ræddumst við í síman- um. Þú hefðir áreiðanlega not- ið þess að sjá það.“ Hann tal- aði alls ófeiminn, af barnslegri hégómagirni, og við sögð- um með sanni, að okkur þætti miður að hafa misst af því. Mishima spurði Tennessee, hvort hann hefði fengið leik- stjóra að nýja leikritinu sínu. — „Já, ég fann einn," svaraði hann, „en við urðum ekki á eitt sáttir um hlutverkin. Ég vildi fá Geraldine Page í kvenhlut- verkið. Það eru aðein-. tvær persónur, karl og kona. Nafnið er, eins og ég sagði The Two-Character Play. En Ger- aldine sagði, að hún vildi ekki leika það, nema Rip Torn, eig- inmaður hennar, léki á móti sér. Ég samþykkti það, en leik- stjórinn ekki. Það var gert ráð fyrir því, að frumsýningin yrði að vorlagi, en nú veit ég ekki, hvort af því verður." Nú kornu þjónarnir með alls konar góðgæti: krabbar, sneiddir niður, likari trönum með annan fótinn ofan í vatn- inu, og heilir hlaðar af kavíar, og Mishima gat þess, að kín- verskir matsveinar í Japan væru allt aðrir en I Hong Kong og Taiwan, og hefðu numið þá list að láta diskana gleðia aug- að ekki síður en smekkinn. Þá snerust samræðurnar að bók- menntum. Tennessee hafði ver- ið að lesa bók Carlos Bakers um Hemingway, sem honum fannst heiliandi: „Guð minn góður, allar þessar þjáningar, sem maðurinn hefur orðið að líða, áður en hann dó!“ hróp- aði hann. ,,Þú veizt, að hann var alveg bilaður undir lokin.“ Mishima kinkaði kolli tii sam- þykkis. „Hann var sannarlega mik- iil listamaður," hélt Tennessee áfram. „Mestur amerískra listamanna á þessari öld. Oliver" - og hann leit á mig brosandi „ertu ekki sammáia mér. Hann tekur Faulkner fram yfir hann, og þar eð hann er prófessor í bókmenntum, þá getur hann litið á málið frá ýmsum hliðum. En ég held því fram, að Hemingway hafi ver- ið meiri listamaður. Hann skrif aði aldrei illa, ekki í eítt ein- asta skipti. Hann leyfði sér það ekki — og það er meira en sagt verður um Faulkner." — „Ágætur listamaður, já,“ tók Mishima undir, „en enginn Proust, jafnvel ekki Gide.“ Það var ljóst, samt sem áður, að hvert sem álit hans var á rit- um Hemingways, dáðist hann stórum að lífsmáta mannsins, sem líktist mjög hans sjálfs. Mishima hafði oft verið nefnd- ur Hemingway Japans. Er nú samræðan hélt áfram, furðaði ég mig á hinni miklu þekkingu hans á amerískum samtíma bókmenntum. Hann hafði verið að lesa Portnoy’s Complaint, sem hann talaði um án hrifningar, og hann lang- aði að fá álit Tennessee á Paul Bowles, Saul Bellow, James Baldwin, William Burroughs, Norman Mailer, Christopher Isherwood og James Herlihy. Suma þessa menn þekkti hann persónulega. Hann fór lofsam- legum orðum um fyrstu verk Capote, en sagðist hafa skömm á manninum. Mér geðjast ekki tilgerð hans, myndinni sem hann dregur upp af sjálfum sér. Kveifarskapurinn er við- bjóðslegur. Hann talaði um Rex Reed sem eins konar Heddu Hopper bókmenntanna. Ég sagði Mishima frá smá- sagnaúrvali, sem ég hafði ný- lega gefið út og hafði unnið að, ásamt félaga mínum. Við höfðum tekið upp nokkrar jap anskar smásögur eftir Akuta- gawa, Tavizaki og aðra eldri höfunda, sem nú voru fallnir frá. Ég sagði honum, að við hefðum viljað taka upp sögu eftir hann: Death in Midsumm- er, en hefðum neyðzt til að sleppa henni, sakir þess hve löng hún var. Mér fannst hann ekki sem ánægðastur. „Of léleg, til þess að láta hana fljóta með,“ bætti hann við nokkuð þurrlega. Ég flýtti mér að segja, hve afbragðsgóð mér þætti önnur saga hans: Three Miliion Yen. Ilann lifnaði all- ur við. — „Veiztu það, að þetta er raunveruleg saga. Ég þekki þessar persónur mjög vel. Þær elskuðu hvor aðra heitt og innilega og það gerði leik þeirra miklu lífrænni. Efnið snertir — finnst þér það ekki?“ Hann langaði að vita, hvort við hefðum tekið þessa sögu í safnið, því neitaði ég. Til allrar ólukku hefði hún ekki fallið saman við það, sem við höfðum æt.lað okkur með útgáfunni. — Við þessi orð dofnaði aftur yfir honum. Og ég gat ekki varizt þeirri hugs- un, hvað heimsfrægir rithöf- undar geta verið mikil börn. Niðurlag í næsta blaði. IJr Rínar- löndum Framh. af bls. 8 virðist Rínardalurinn og Rín- arlönd verða mikið ævintýra- land. Þar áttu heimkynni stolt- ar hetjur, er hvergi létu hlut sinn, kunnu að berjast, vinna ríki og verja þau, ráðandi mikl um auði, og hðfðu framúrskar- andi kunnáttu í smíði biturra vopna. Þetta urðu einkenni Rínarlanda næstu aldirnar. Þau urðu lönd riddaranna og endurnýjun ævintýra urðu um þau í ríki sögunnar. Á Is- landi hefur þessi rómantík orð ið í sögum um Gjúkunga og Buðlunga, en Langtum fremur um Völsunga og Gota. Slík ævintýri urðu merluð í íslenzk- um sögum. Þannig stendur ís- lenzk menning föstum rótum í fornri arfleifð Rínarlanda, þó að vínviður og rínsk vin hafi ekki borizt til Islands fyrr en löngu síðar. En menning Rínarlanda átti eftir að meriast fremur af hern aði og ríki auðugs og voldugs konungs. Sá konungur evr- ópskur, er orðið hefur frægast- ur í íslenzkum sagnaheimi, er Karlamaignús keisari. Hann var fæddur í Ingerheim við Rín. Hann átti ríki um mestan hluta Þýzkalands og Frakk- land allt. Enginn miðaldakon- ungur hafði jafnmikil áhrif fyrir kristnina um norðanverða Evrópu og hann. Hann tók upp nýja stefnu gagnvart trú- arbrögðunum. Hann aðlagaði kristnina trúarbrögðum er voru fyrir í landinu, og með þeim hætti breyttist kristin trú og varð allt önnur í Þýzkalandi og um Norðurlönd. Þetta hafði mikil áhrif á Is- landi, enda tók kristin trú allt aðra stefnu hér. Er það frægt í sögu, en mest merlað af heill- andi sögum um Karlamagnús á íslenzkri tungu. Karlamagnús keisari varð voldugur og mikill þjóðhöfð- ingi. Við ríkistöku hans og krýningu í Rómaborg árið 800, urðu aldahvörf í evrópskri sögu. Þá hófust miðaldir. Karia- magnús sat í Achen. Þar var höfuðborg ríkis hans. Nú er þar háskólabær. Sjálfsagt er margt til vitnis um hinn vold- uga keisara Kariamagnús. Ég hef séð minnismerki hans fyrir utan frægustu kirkju Parísar, Notre Dame kirkjuna. Auðvitað er það glæst og vold- ugt og samboðið hinum mikla þjóðhöfðingja. En þegar ég leit það, var mér meira í hug minn- in um hann í ísilenzkri sögu. Hann varð fyrirferðarmikill í ritun sagna á Islandi. Ég las sögurnar um hann og kappa hans í æsku. Síðan hafa þær aldrei liðið mér úr minni. Ég tel hiklaust að sögurnar um Karlamagnús og kappa hans, séu runnar frá Oddaverj- um. Þeir einir höfðingja á ís- landi voguðu sér að láta heita nafni hans. En hitt er einnig mikið, að þýzk menning og saga á sterkar rætur í skipun Karla- magnúsar keisara um Norður- heim. Ef til vil'l eru þær enn i föstum jarðvegi um Rímar- lönd og víðar. Svo eru mót sögunnar stei'k í rökum sínum og minnum. En tími Karlamagnúsar og Karlunga leið undir lok. Sólarlag þess tíma varð ekki eins glæst og vænta mátti. En hvað um það. Rínarlönd og rínsk menning hélt sínum svip, sínum rökum í sókn og festu til þess, er tíminn skóp þeim í rökum og ætlun sögunnar. Á 12. og 13. öld gerðu austurrísk- ir ránriddarar árásir á Rínar- lönd, lögðu þar borgir og vígi I rústlr, rændu og rupluðu. Sumar rinskar borgir hafa aldrei borið sitt barr eftir árás ir þeirra. En aðrar risu aftur upp sterkar og glæstar. Ridd- ararómantik miðalda varð glæst við Rín og átti endur- nýjun í frama og glæsileik, Húnaveldis og ríkis Karia- magnúsar keisara. Rínsk svipbrigði og menning átti og á sterk rök við hreyfing ar viðskiptalegar um Vest- ur-Evrópu. Svo varð einnig við aukið svið vestrænna þjóða á 15. og 16. öld. Rínskir höfð- ingjar og rínskt fólk, fylkti sér um hugsjónir aukinna við- skipta við fjörr lönd og nýjar stefnur í trúmálum. Endurnýj- un veldis Rínardals í Evrópu hefur aldrei orðið jafnmikið og áhrifaríkt og einmitt eftir að frelsi viðskipta varð almennt um gjörvalla Vestur-Evrópu. 3 Á fimmtándu og sex- tándu öld urðu miklar deilur í Þýzkalandi út af nýrri stefnu er þar kom fram í trúmálum og kennd hefur verið við Lúther, en réttara er að nefna mótmæl- endur. Það er ef til vili djarft, en samt er það rétt, að þessi stefna á rætur að rekja til hinnar frjálslyndu stefnu, er Karlamagnús tók upp á sínum tíma í ríki sínu tH dýrð- ar kristinni trú. Frjálslyndi hans og viðurkenning á sjón- armiðum þjóðanna í rökum og uppbyggingu trúarinnar varð líka í raun í hugsjónum mót- mælenda á fimmtándu og sex- tándu öld. En hitt var mest og er hér að raun, að styrjaldir urðu á milli kaþólskra manna og mót- mælenda. Svíar er þá voru stórveldi á evrópskan mæli- kvarða gerðu innrás í Pólland og Þýzkaland til styrktar við hina nýju stefnu í trúmálum og gegn páfadómi. Þeir unnu hvern sigurinn af öðrum í rínskum og þýzkum borgum, komust allt suður í Sviss. 1 rínskum borgum sér enn minj- ar hernaðar þeirra og eru litt til prýðis, svo að ekki sé meira sagt. En rínskar riddaraborgir risu upp nýjar og sterkar að loknum þrjátíuárastriðunum. Rínskir kaupmenn og landeig- endur notJærðu sér aukin við- skipti er voru að vaxa í nið- urlenzkum borgum. Kaup- mennska og kaupferðir stór jukust um Rín. Landeigendur reyndu að vera vel á verði að ná tollum af skipum, er um ána fóru. Þeim varð furðu vel ágengt um þau efni og unnu sumar borgir við Rín sér fulla hefð ti-1 að taka toll af skip- um, er sigldu eftir ánni með varning. Svo hélt fram um stund, að rinskar borgir döfn- uðu og ríkidómur varð í landi í Rínardal. En jafnhliða verzlun og auð- söfnun um Vestur-Evrópu af völdum aukinna viðskipta við hinn fjörru lönd, er fundust á fimmtándu og sextándu öld, risu upp i Evrópu voldugir konungar, er litu girndarauga á rinsk lönd. Sá sem þar átti hægust heimatök, var Lúðvík konungur fjórtándi í Frakk- landi. Hann gerði árásir á rínskar borgir og lagði 14 LESBÚK MORGUNBLAÐSINS 3. sept. 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.