Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 8
Kústir gumulla kastala »n vínekrur meðfram Rínarfljóti. Jón Gíslason ÚR RÍNAR- LÖNDUM 1 Ferðamaður á leið eftir Rin sér margt, sem stingur mjög í stúf við það, sem er annars staðar. Á líðandi stund undr- ar hann mjög, hve mikið sam- ræmi er í gerð og staðsetningu kastalanna í hlíðunum meðfram ánni. I byggingarlist liðandi stundar í borgum og þorpum, er æpandi mótsögn milli um- hverfisins og mannvirkjanna. En í byggingarlistinni er rikti á Rínarbökkum, i hiíðum dals- ins fagra og á eggjum fjalla hans, er fullt samræmi, ótrú- legt samræmi milli náttúrunn- ar og bygginganna. Kastalarnir. eru víða sam- grónir iandsiaginu. Það er eins og þeir hafi orðið til um ieið og skógurinn óx, um leið og ávali hæðanna varð til, um leið og áin fann sér farveg fram um dalinn. En kastalarnir voru byggðir á ýmsum timum af mönnum, sem höfðu mismun- andi hugmyndir um umhverfið, en áttu eitt sameiginlegt, að bygg.ja til að verjast. Á svæð- inu frá Mainz til Kölnar voru á miðöidum um 30 tolistöðvar, er innheimtu tolla af vegfar- endum um ána. Aliir þessir að- ilar þurftu að styrkja aðstöðu sína, og hafa sínar varnir, — en fremst öllu geta náð tökum á vegfarendum um ána, svo að þeir prreidrtu tolla eins og kraf- izt var. Furstar og smákonungar við Rín, urðu að byggia kastaia sína trausta og haldgóða. Þeir urðu að velja þeim heppilega staði til sóknar og varn- ar. Borgirnar þurftu lika að vera á þeim stöðum, er lítið bar á þeim, svo að þær d.vld- ust heppilega fyrir vegfarend- um árinnar. Til þess að svo gæti orðið, varð að vera taisverð reynsla fyrir hendi. Einnig þurfti að taka tililit til þeirra, er kynnu að gera árás á borgirnar af landi. Það var því mikiil vandi að velja borg- arstæði. Víða meðfram Rín er hægt að sjá kastala, sem eru sérstakiega vel valdir til varn- ar, jafnt fyrir umferð á ánni og af iandi. Það er skemmtilegt að virða fyrir sér þessar aðstæð- ur. Þær eru í sjón skýrar og glöggar, þó að sumar borgirn- ar, sem bezt var valinn staður, séu nú rústir einar. En það er sökum þess, að á seinni öldum komu til sögunnar vopn, sem hinar fornu borgir Rínar stóð- ust ekki. Borgirnar þurftu að vera traustar, byggðar úr haldgóðu efni. Steinninn var hér kjör- inn til byggingar. Hann var meðferðilegur, hægt að kl.iúfa hann í mátulega stór stykki. Steinn var kjörnasta efni til borgargerð- ar. Honum grandaði ekki eld- ur, og hann var traustur og halds'óður að flestu leyti, jafnt til viðhaids og endurnýjunar. Steinninn í fjöllum og hæðum umhverfis Rín er kjörið bygg- ingarefni. Hann er gott að fleyga í hepnilega stóra biuta tii hleðslu. Hann er líka auðunninn tiltölulega til að grafa í hann tryggar geymslur og leyniherbergi undir aðal- bviriTingunum. Það voru oft mikil mannvirki, gerð af miklu huvviti og voru hin mestu völ- undarsmíð. En það þurfti kunnáttu og leikni að byggja trausta og haldgóða horg, sem stóðst hin- ar vel undirbúnu árásir vænt- anlegra óvina. Borgarsmið- ir þurftu að vera kunnáttu- menn í byggingargerð, reyndir og miklir skipuleggjendur. Þeir þurftu fyrirfram að forma borgina, koma öllu sem heppi- legast fyrir, jafnt til daglegra starfa og til hernaðar. Það var vandasamt verk að vera góður borgarsmiður. Enda voru þeir eftirsóttir, eins og frægt er i íslenzkum sögum, ekki sízt þeim, sem tengdar eru löndum Rínar eða Germana. Rikir höfðingjar er áttu landsvæði meðfram Rin og nutu tekna •af tollum af flutn- ingum á ánni, urðu að sjá sér út góða og trausta borgarsmiði til að byggja borgir sínar, sem urðu aðsetursstaður þeirra og gegndu hinu tvíþætta hlut- verki, vörnum og innheimtu tolla. Borgarsmiðir urðu að hafa í þjónustu sinni slynga kunnáttumenn til margs konar handverka, steinhöggvara, múr ara, trésmiði, járnsmiði og marga fleiri, er ég kann ekki að nefna nöfnum. Þessir menn urðu þjálfaðir og traustir iðn- aðarmenn og lögðu grunninn að iðnaðar- og handverks- mannastéttum Evrópu. Þannig varð borgarsmíði um Evrópu á miðöldum þýðingarmikil fyrir komandi tíma, þegar atvinnu- hættir og skipulag allt í mann- lea,um skintum hafði breytzt og tekið nýja rás í þjóðfélögum iðnbyltingar og stéttaskipting- ar. Borgirnar við Rín eru ailar listasmíði. Gerð þeirra fellur sérstaklega vel i landsjag- ið. Þær eru eins og hnitmiðað- ar i það. Auðvitað er þetta ekki tilviljun heldur byggt á fuilri reynsilu margra kyn- slóða. Það var mikil nauðsyn að byggja borgirnar þar sem þær voru vel staðsettar, til að dyljast, en fyrst og fremst bar sem þær voru vel settar t'l varnar. Bleikrauður múr- steinninn i borgarveggjum og turnum, er samigróinn lit lands- ins, skóginum, merluðum í sól- skini, en fyrst og fremist á hausti, þegar móbrúnn litur leggst yfir skóginn og gefur honum sama lit og múrnum í borgunum. Bleikbrúnn múrsteinn Rínar landa, fellur einmitt sérkenni- lega vel inn i landslagið. Hann er í borgum og vígjum á hæð- um og i hlíðum, og jafnvel úti í eyjum í ánni, samgróinn land- inu, eins og bezt verður á kos- ið. Glöggur vegfarandi um ána á líðiandi stund, finnur þetta og nemur hina fjörru róman- tik riddaraaldar, þegar vold- ugir og miklir riddarar réðu ríkjum í köstuiunum, ráðandi ánni, ráðandi hinni hvörfu menningu að sunnan, skapandi fasta og haldgóða menningU landanna um norðanverða Evrópu. Ávöxtur af hugsjón- um þeirra og st-arfi er eilífur í löndum norðursins. 2 Rín er sagnaríkust fljóta Evrópu. Þar hefu.r sagan verið í raun margvislegra strauma menningar og viðs-kipta. Ut)i aldirnar hefur saga fólksins við Rín verið að mestu saga þjóðanna í vestanverðri Evrópu. Þar hefur frá öldum óræðis verið háð barátta milli þjóðflokka, ættsveita og þjóð- rikja. Af fo.rnleifum, er hægt að ráða, að iöngu fyrir ritaða sögu, börðust ólíkir þjóðflokk- ar um Rín. Sigurvegarinn varð arftaki landsins, en hinn sigraði teitaði út að hafin-u og yfir það, ti'l eyjanna. Sú saga er í raun óminnis og óljósra at- vika lítt ti.l sa-gna, en á þó í minnum og leyndardómum viss ar staðreyndir, ljósa-r og glögg- ar. Þær munu liggja í kyrr- þey að þessu sinni. Þegar Júlíus Sesar hafði lagt undir sig Gallíu, það er Frakkland, komst hann norðu.r yfir Rín. Hún varð að vísu mik il-1 þröskul-dur á vegi han-s, en hann sigraði hana. H-ann fann engin ráð ti-1 þes-s fyrst í stað. En eftir lan-ga íh-u-gun og heila- brot, fann hann leið til að kom- ast norður yfir Rín. Hann lét byggja brú á ána. Þessi brú var mikið mannvirki, og þykir enn þann dag í dag eitt af mestu meistaraverkum mann vits í verklegum framkvæmd- um. Til er mynd af brúnni og lýsir hún vel, hverni-g hún var. Sesar vann sigur á ánni Rin, eh í löndum Germana, u,rðu hon-um ekki greiðir sigrar. Hon-um varð lítil-1 akkur að þvi að kljá-st við hina hraustu her- menn Germaníu. Ættsveita- þjóðfélag þeirra reyndist Róm- verjum ekki auðvelt að vinna. En hitt m-u-n hinn volduga Sesar ekki hafa grunað, að með kynnum s-in-um af Germönnum, hafði hann komizt til landa þeirrar þjóðar, er átti eftir að skilja á miili bols og höfuðs á hin-u mikla ríki han-s. Með árás Atilla Húnakon- un-gs á Evrópu, varð mikill þrýstin-gur af fólki ti-1 nörðurs og út að h-afinu. Á þeim tíma Framh. á bls. 14 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. sept. 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.