Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1972, Blaðsíða 13
STÆKKUN íslenzku landhelginnar hef- ur verið framkvœmd og landsmenn eru á einu máli um nauðsyn þessara aðgerða, það er í senn fagnaðar- og undrunarefni; okkur er ekki lagið að sýna slíkan ein- hug, sem birzt hefur meðal almennings, þegar landhelgismálið hefur verið annars vegar. Kannski sannist þá um síðir að Islendingar geta verið ein sál, þegar býð- ur þjóðarsómi. Það er og ánœgjulegt að fylgjast með því að eftir því sem nœr hefur dregið þeim degi, sem stœkkunin var ákveðin, hefur komið í Ijós stuðn- ingur fjölda þjóða við málefnið; það þarf að vísu ekki að koma á óvart, en hitt er öllu vœnlegra að ýmsar þjóðir, sem höfðu gefið skeleggar yfirlýsingar um að þær væru á móti einhliða útfœrslu íslendinga hafa smám saman dregið sam- an seglin og ef állt fer að líkum munu allar þjóðir, sem stunda fiskveiðar hér við land virða okkar nýju landhelgi að brezka Ijóninu einu undanskildu. Meira að segja Vestur-Þjóðverjar, sem víluðu ekki fyrir sér að kæra ákvörðun íslendinga fyrir Alþjóðadómstólnum hafa gefið til kynna, með varfœrnu orðálagi þó, að þessi nýja landhelgi verði virt. Allur stuðningur við málstað okkar er ómetanlegur og alveg sérstaklega verður hann kœrkominn á nœstu mánuðum, fari svo að Bretar freisti þess að sýna yfir- qang og ofbeldi hér við land, eins og brezkir togaraskipstjórar og ýmis samtök innan fiskiðnaðarins í Bretlandi hafa gef- ið fyllilega til kynna. Og það skyldum við muna vel, að það voru Fœreyingar, sem fyrstir riðu á vaðið nú á dögunum með snöfurmannlegri framkomu sinni við brezka togara, sem leituðu vatns og birgða þar í landi. Auðvitað má segja, að Fœreyingum sé málið skylt, þar sem sérsamningarnir sem við þá voru gerðir, reynast þeim án efa hagstœðir. Enda er full ástœða til að þjóð á borð við íslendinga sýni samningsvilja við bræðráþjóð, sem býr við nákvæmlega sömu skilyrði og byggir á sömu lífsaf- komu og við, heldur en þegar eiga í hlut iðnvœddar þjóðir, sem ekki eiga allt sitt undir sjósókn. En sein landhelgin hefur nú verið færð út væri ekki úr vegi að ítreka enn og hvetja stöðugt til friðunaraðgerða á fisk- stofnum okkar. 1 sjónvarpsþættinum „Set- ið fyrir svörum“ á þriðjudaginn var land- helgismálið til meðferðar og állir við- mœlendur töldu friðunarmálið brýnt og þyldi það enga bið. Undir þetta munu fiskifræðingar okkar sjálfsagt táka einna kröftugast. Þeim er sem sé manna Ijós- ast að frjðunartal okkar er stundum dá- lítið innantómt; „við erum kállaðir til, þegar állt er komið í óefni og fiskurinn í þann veginn að hverfa. Þá eigum við að gera kraftaverk og finna fisk í sjónum, sem er löngu búið að veiða, fyrr er ekki hlustað á okkur,“ er haft eftir einum þeirra, sem nú fylgjast meðál annars með hamslausum skelfiskveiðum á Breiðafirði. Og œtli ekki nokkur sannleikur sé til í þessu; árum saman mokuðum við síld upp úr sjónum rétt eins og vitlausir menn og þegar síldin var þorrin, lá við að allri skuld vœri skellt á fiskifrœðingana fyrir að geta ekki fundið síldina aftur, „því að auðvitað er hún í sjónum,“ kvað þá við manna á meðál. En á meðan síldinni var mokað upp og það glampaði á silfrið, skelltum við skollaeyrum við viðvörunar- raustum þessara ágœtu sérfrœðinga okk- ar. Framvinda mála á nœstu mánuöum sker úr um, hvernig okkur mun vegna í þeirri baráttu við Breta, sem er óhjá- kvœmileg, eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Þá er gott að hugurinn sé sam- stilltur og á því verður áreiðanlega ekki misbrestur. Og mér finnst verulega upp- örvandi, að 1. september skyldi einmitt bera upp á föstudag, þar sem enn eimir eftir af hjátrúnni og víðar en hjá mér; og eins og mánudagur á að vera til mœðu skal föstudagur vera til frœgðar. Jóhanna Kristjónsdóttir. ætti nú ekki að sleppa lausum, þeir gætu farið sér að voða. Ég ferðaðist eins mikið um landið og ég gat og það var töluvert. Hvort tveggja var, að ég hafði góðan fritima og vinnu minnar vegna dvaldi ég langtimum úti á landi og kynnt ist mörgum, enda lagði ég mig fram um það, en löndum mín- um mörgum drepleiddist, enda höfðu þeir flestir takmarkað frjálsræði til að frílysta sig ut- an herstöðvarinnar, a.m.k. óbreyttir hermenn. Þeir kvört- uöu undan þvi hvað fólkið væri stórt upp á sig, vegirnir slæm- ir og engin „hús“. Ég held að margir af strákunum hafi gef- izt upp eftir fyrstu tilraun til að kynnast almennilegu fólki. Það tekur dálítinn tíma í flest- um tilvikum og þeir hleypa ekki hverjum sem er inn á heimili sín. Hins vegar eru þeir allra manna hjálpsamast- ir ef svo ber undir. T.d. var það einu sinni fyrsta haustið mitt þarna, að ég þurfti að fara vestur á Snætfellsnes. Ég lagði of seint af stað, lenti í kolniða- myrkri og rigningu auðvitað. Ég ók og vissi orðið ekkert hvar ég var staddur. Svo festi ég jeppann. Ég var van- ur ferðalögum og æfður í að aka vegleysur en það kom mér ekki að gagni í þetta skipti. Bíllinn gróf sig bara meira nið- ur, þar til mér fannst jörðin vera að gleypa hann — og myrkrið mig. Langt í burtu, að mér fannst, sá ég ljós og á það gekk ég. Á leiðinni datt ég í skurð og svo í annan skurð. Það var þvi ekki glæsibúinn fulltrúi Sams frænda, sem barði upp þama á sveitabænum, enda var mér umsvifalaust skellt i bað og allar minar flikur teknar af mér. Húsbónd inn lánaði mér föt yzt sem innst og svo var ég settur að borði. Islenzkar húsmæður virðast alltaf vera reiðubúnar að gefa heilli herdeild að borða. Hjón- in sögðust ekkert kunna í ensku, það segir sveitafólk á íslandi alltaf, en það er bara fyrirsláttur. Ég bar mig illa út af jeppanum mínum, hvar ég mundi fá aðstoð við að ná hon- um upp. — Nóg að hugsa um það á morgun, sagði bóndi. Svo var ég sendur í rúmið og nokkrar ágætar enskar bækur lagðar á náttborðið. Islending- ur fylgir ekki svo gesti sínum til sængur að hann láni hon- um ekki eitthvað til að líta í. Ég vaknaði seint um morgun- inn og þá var glaða súlskin, kaffiilmur í húsinu og heldur betur annað upplit á veröld- inni. Ég ympraði á því við bónda, hvar ég fengi kranabíl eða eitthvað því um Ukt til að losa jeppann minn. Bóndi glotti og hélt ég þyrfti engan krana, ég skyldi bara borða morgunmatinn í ró og nœði. — Konan er búin að laga gallann þinn, sagði hann, og jeppinn stendur á hlaðinu, ég skrapp eftir honum í morgun. Um greiðslu þýddi ekki að tala, en ég tók mér það bessaleyfi að senda bónda svolítið whisky um réttirnar, sem er eitt alveg sérstakt fyrirbrigði. 1 augum aðkomumanns er þessi þjóð haldin ýmsum göll- um og sumum fjarstæðukennd- um. Eins og Norðurlandabúar allir fordæma þeir kynþátta- misrétti harðlega. Það er nú trúlega af þvi, að þeir hafa ekkert af lituðum mönnum ná- lægt sér, eða a.m.k. hverfandi lítið. Ég er hræddur um að ijótt syngi í islenzkum etf við Banda- ríkjamenn færum að demba negrum á Ketflavíkurstöðina. Sjálfur teldi ég það óverjandi atíiæfi. Mér fannst það líka for kastanlegt að senda þang- að Filippseyinga. Ekki þannig, að ég hafi neitt á móti þeim, en að senda þá til íslands, sem er álíka framandi flestum þeirra og tunglið, það þótti mér ekki góð ráðstöfun, þó að þeir ynnu sín verk ekki síður en aðrir. Margir þeirra sóttust mikið eftir íslenzkum stúlkum, oft barnungum. Ég ber svo mikla umhyggju fyrir þessari þjóð, að mætti ég ráða, væru aðeins úrvalsmenn sendir til starfa í herstöðinni og allir hvitir. Þjóðin er alltof fámenn til að hætta á nokkra kyn- blöndun. Mér finnst annars skrýtið, að alltaf skuli vera talað um Is- lendinga sem atfkomendur Norð manna. Mér er sagt að margir geti rakið ættir sínar allar göt- ur til Noregskonunga og ég er ekkert að rengja það. Þeir hafa bækur til að styðja það eins og annað, og það eru ekki heim ildir samansettar af nútima grúskurum og fræðagruflurum, heldur þúsund ára skruddur. En líkíst þeir nokkurri einni þjóð, þá eru það frar. Þessar skoðanir eru þó engan veginn einhlítar, ekki hvað sízt hjá yngra fóiki. Margt bendir til að írar hafi verið fyrir í land- inu og snöggtum fleiri en fram kemur í fornbókmenntunum. Norðmennirnir hafi hins vegar haft töglin og hagldirnar og gerzt herraþjóðin, og saga Ir- anna horíið fyrir yfirgangi og valdi herraþjóðarinnar. — Þetta mun okkar fyrsta reynsla af hernámi og þú sérð afleið- ingarnar, sagði ein kunningja- kona mín íbyggin við mig. Eng- in furða þótt við hnýtum dálit- ið í ykkur þarna suður frá. Ég var eitt sumar á íslandi og tvisvar hef ég komið til Noregs, ekki til dvalar þó. Við fyrstu kynni mín af íslending- um fannst mér margt líkt með þeim og frum — nú orðið finnst mér þeir engum líkir — ég tala nú ekki um ef þeir eru fullir. Báðir trúa fullum fetum á drauga og huldufólk. — Það er lítið til á ensku af bókum um íslenzka þjóðtrú, en mér voru sagðar margar þjóðsögur um huldufólk og útilegumenn, drauga, dverga og tröll. Það er náinn skyldleiki með þeim og írskum sögum og kvæðum. Nema kannski tröllin. Þau held ég geti vel verið norskættuð. Kannski hafa irskar (ánauðug- ar?) konur verið slíkir sagna- meistarar, að þess gæti svona rækilega enn. Tröllin í sögun- um eru griðarlega sterk og að- sópsmikil en ekkert sérlega vel gerð til vitsmunanna, og oft getur litli veikburða smal- inn platað þau upp úr skón- um með kænsku sinni og ráð- snilli. Ég var mikið sólginn í slíkar sögur og stundum fannst mér ég sjá fyrir mér gamlan íra, vinnuhjú stoltra norrænna húsbænda segja krökkum og unglingum sögur af stórum, sterkum og heimskum tröllum, norskum auðvitað, og svo glæsibúnu írsku huldufólki, •sem borðaði úr gullskálum og átti vegleg húsakynni í stuðla- bergskletti eða fögru gljúfri og kunni margt og mikið fyrir sér. Skáldhneigðin er líka áber- andi einkenni hjá þessum þjóð- um. fslendingar yrkja um all- an andskotann. Ekki aðeins skáldin, sem alls staðar eru, heldur Pétur og Páll. Ef Páll t.d. á afmæli þá sendir Pétur honum visu og bindur nafnið hans rækilega í svo að enginn fari nú að dylgja um, að vísan sé stolin, en það þykir ekki parfínt. Loks var starfsfólkið á Landssimanum orðið svo sár- þreytt á að koma flóknum kenningum og bragarhátt- um rétt til skila á símskeytum, að það var víst tekið fyrir þennan stórskemmtiiega sið. Ég ætlast ekki tii, að neinn trúi því, en satt er það nú samt, að virðulegt dagblað getur birt í dálkum sínum marga daga í röð bréfadeilur manna um eitt eða tvö orð í gamalli stöku, hvort sé réttara. fslendingar halda því fram statt og stöðugt að stéttaskipt- ing sé nær óþekkt hjá þeim og að þeir séu næstum ekkert snobbaðir. Ojæja, blessaðir. Aðra eins snobba hef ég ekki fyrir hitt. Venjuleg alþýðufjöl skyida með meðaltekjur er álíka snobbuð og innfæddir, efnaðir Bostonbúar, og þá er nú nokkuð langt til jafnað. Fjölskyldan puðar sér fyrir eig in íbúð og góðum bil og börn- in skulu í framhaldsskóla hvort sem þau vilja eða ekki. Einu sinni lenti ég á kendi- rii með tveimur gömlum sjó- mönnum. Ekki áttu þeir mik- inn veraldarauð eftir ævilangt strit við óblið kjör, en börnin þeirra höfðu öll fengið mennt- LESBOK MORGUNBLAÐSINS 1C 3. sept. 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.