Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 11
SIGURÐUR JÓN ÓLAFSSON Fæddur 12. 2. ’47. Húsbóndi. Stundaði nám við Verzlun- arskóla Islands og lauk það- an verzlunarprófi vorið ’66. Vann þrjú ár sem klippari hjá sjónvarpinu, en er ný- lega hættur þar. 1: 1 fyrsta lagi vegna þess að ég hefi áhuga á þeim, i öðru lagi vegna „exhibition- ískra“ tilhneiginga og í þriðja lagi til að upplýsa fólk um fag urfræðilegt og samfélagslegt gildi þeirra. 2: Spurningin er vitaskuld fáránleg. Kvikmyndin er áhrifamesta tjáningartækið til að koma á framfæri skoðunum og hugmyndum höfundar- ins, enda sameinar hún bæði mynd og tal. Hafa ekki bók- menntir og aðrar listgreinar verið á háu stigi í þeim lönd- um, þar sem kvikmyndin hef- ur blómstrað hvað mest? Kvik myndin tekur ekki við af öðr- um listgreinum, heldur kemur hún sem viðbót við þær. 3: Við þetta hefi ég ekkert að athuga, nema hvað einnig má benda á, að hæfileikar og efniviður verða lika að vera fyrir hendi. 4: Eins og málum er háttað í dag er staða kvikmyndahús- anna nokkurn veginn sú sama og annarra gróðafyrirtækja — þ.e.a.s. bíóstjórinn hugsar fyrst og fremst um sinn eigin hagnað. Hins vegar ættu bíóin að hafa einhverjum sikyldum að gegna við áhorfandann og meniningu landsins, en frum- Skilyrði þess er að breyta þeim úr einkaeign í samfélags- lega eign. 5: Kvikmyndavali kvik- myndahúsanna í Reykjavík er þannig háttað, að hvert þeirra um sig hefur gert samning við ákveðið framleiðslu- og dreif- ingarfyrirtæki i Bandaríkjun- um. Þessum samningum er þannig farið, að panti bíóið eina eða tvær góðar myndir, fær það 5—10 ruslaramyndir með, sem það neyðist jafnframt til að sýna. Þetta leiðir nátt- úrlega af sér óskipulag í sýn- ingavali og að meira er sýnt af lélegum kvikmyndum en Framh. & bls. 15 Vér vitum vel, að auknum réttindum fylgja auknar skyld ur. En vér tökum móti hvoru tveggja með gleði. Vér vitum og skiljum, að kosningaréttur til alþingis og kjörgengi er lyk illinn að löggjafarvaldi lands- ins, sem á að fjalla um alla hagsmuni þjóðarinnar, jafnt karla sem kvenna. Vér trúum því, að fósturjörð in, stóra heimilið vor allra, þarfnist starfskrafta allra sinna barna, jafnt kvenna sem karla, eins og einkaheimil in þarfnast starfskrafta alls heimilsfóiksins, og vér trúum þvi, að vér eigum skyldum að gegna og störf að rækja í iög- gjöf lands og þjóðar, eins og á einkaheimilum. Vér vonum einlæglega, að hin nýja samvinna vor með bræðrum vorum á komandi tim um í landsmálum verði þjóð- inni til heilla.“ Forseti þakkaði ávarpið með stuttri ræðu og sömuleiðis ráð- herra. Síðan bað varaforseti sameinaðs þings, sr. Sigurður Gunnarsson, konur lengi að tifa, og tóku þingmenn undir það með ferföldu húrra. Við setningu þingsins las forseti þakkarskeyti 'frá konum á Stokkseyri, Eyrarbakka og Húsavík. Þegar kvennanefndin kom út úr þinghúsinu, söng flokk- ur kvenna kvæði eftir Jón Trausta. Að svo búnu las frök- en Ingibjörg H. Bjarnason upp simskeyti, sem sent var frá fundinum til konungs, og var texti þess þannig: „Vér ísl, konur, samankorr.a- ar á fundi i Reykjavík samtím- is og alþingi íslands kemur saman fyrsta sinni, eftir að hin nýja stjómarskrá vor hefur öðlazt staðfestingu yðar hátign ar, sendum yðar hátign og drottningunni allraþegnsam- legast kveðju og vottum yðar hátign þakklæti. og gleði margra þúsunda íslenzkra kvenna, yfir þeim fullu póli- tísku réttindum, sem stjórnar- skráin veitir oss, sem vér vo.n- um og óskum, að megi verða til heilia fyrir fósturjörð vora. Fyrir hönd kvennafundarins i Reykjavik 7. júlí 1915. Briet Ásmundsson, Ingibjörg H. Bjarnason, Kristín V. Jakobsson, Þórunn Jónassen, Elín Stephensen," og þykir okkur nú, að vel hefði að minna kosti einhver af þeim mátt vera dóttir. Þá las fröken Ingibjörg aft- ur ávarpið, sem hún hafði flutt alþingi, en því næst flutti Bríet Bjarnhéðinsdóttir langa ræðu, sem birtist öll i Kvennablaðinu og Lögréttu. Segir hún þar sögu íslenzkrar kvenréttinda- banáttu frá upphafi, og er ræða hennar heimild um margt, sem áður er fram komið i þessu spjalli. Undir lokin mælti hún á þessa leið: „Þegar vér þvi í dag í gió- bjarta góðviðrinu stöndum hér fyrir framan þinghúsið ril þess að halda 'minningarhátið þess, að vér séum orðnar löglegir borgarar íslands, með ful.um rétti til að vinna sameiginlega að öllum þess veiferðarmá'.um með bræðrum vorum, þá verð- ur það fyrst og síðast alþingi og þess leiðandi menn, sem vér þökkuim þessi stóru réttindi: Skúla Thoroddsen fyrir hans þrautseigu liðveizlu fyrr á tím um, þegar hann mátti tala út í bláinn án þess að heyra annað en hljóm sinna eigin orða, Hannesi Hafstein, sem bæði sem ráðherra og þingmaður hef ur. stutt að beztu málalokum fyrir mál vor kvennanna, og nú síðast vorum núverandi ráð herra, sem borið hefur málið fram til sigurs, gegnum allar öldur hins ókyrra pólitíska hafs, og bjargað því heilu. í höfn. Það er þvi með glaðri von og trú, sem vér tökum við þess um réttindum, þótt þau til að byrja með séu ekki eins útfærð og vér hefðum óskað. Alþingi íslands, þessi kjör- gripur ísl. þjóðarinnar, hefur sýnt sig svo velviljað i vorn garð, að vér óskum einskis fremur en að fá að vinna að sameiginlegum landsmálum með bræðrum vorum, undir löggjaf arvaldi þess. Vér vitum vel, að það er fjöregg íslenzku þjóðar innar, sem vandlega ber að varðveita, að hvorki brákist né brotni, og vér konur mun- um ekki reynast því ótrúrri liðsmenn en bræður vorir.“ Briet lauk ræðu sinni með því að biðja alþingi blessunar og mæla fyrir húrrahrópum fyr ir því. Þá var sungið kvæði eftir fröken Maríu Jóhannsdóttur, en að lokum flutti Ingibjörg H. Bjarnason minni íslands. 1 þeirri ræðu svaraði hún og spurningunni um, hvaða mál- efni konur ætluðu sérstaklega að hafa á stefnuskrá, er þær hefðu fengið rétt sinn viður- kenndan til þátttöku í opinber um málum. Sér hefði verið fal- ið fyrir hönd kvenfélaganna í Reykjavik og fjölda annarra kvenna, að svara þessari spurn ingu svo, að það hefði verið hlutverk kvenna viðs vegar um heim að hjúkra sjúkum og hlynna eftir mætti að öllu þvi, sem væri veikt og ósjálfbjarga. Þessa köliun sína vildu Isl. kon ur ekki svíkja, og fyrsta máL- ið, er þær vildu vinna að og berjast fyrir, væri stofnun landsspitala, og myndu þær vinna að henni annars vegar með sjóðstofnun og hins veg- ar með því að beita áhrifum sínum við alþingi og lands- stjórr., tii þess að málið yrði tekið til undirbúnings og ffam- kvæmda. Hún bað ísl. konur að rækta með sér ættjarðarást, samhug og drengskap og lét minnast íslands með húrra- hrópi. Á eftir var sungið Eld- gamla ísafold. Öll athöfnin fór sérlega vel fram, og höfðu menn sjaldan eða aldrei séð þvílíkan mann- fjölda saman kominn í Reykja- vík og aldrei nokkru sinni svo margar og jafnprúðbúnar kon- ur. Sumar þeirra voru á skaut- búningi. Um kvöldið, kl. 9, komu kon ur aftur saman og nú í Iðnó. Var salurinn þar svo fagurlega skreyttur, að menn þóttust ekki hafa séð hann slí'kan áður. Bar mikið á nýja islenzka fán- anum, einnig blóma- og ljósa- skreytingum. Öllum var heimilt að koma þangað, sem vildu, og veitt kaffi, te, mjólk og gos drykkir. Ýmsar ræður voru haldnar og sungið á milli, og mátti sjá þar konur af öllum stéttum og á ýmsum aldri. Stóð veizlan til miðnættis. Morguininn efitir barst for- stöðunefndinni þakkar- og heilla kveðja frá konungshjónunum í Kaupmannahöfn. „Dronningen og jeg 'oringer isilandske Kvind er vor hjærbelige Tak og Gen- hilsen.“ Viku eftir kvennahátiðina skýrir Skúli Thomddsen í blaði sinu Þjóðviljanum frá Eftir Gísla Jónsson menntaskóla- kennara 13. og síðasti hluti þessum atburðum, eh síðar birt ir hann eftirhreytu í blaðinu, með ýmsum ádeilubroddum, t. d. hafi sendinefnd kvenna til alþingis láðst að gagnrýna fer tugsaidursákvæðið, og satt bezt að segja, hefðu sumir þing menn átt fremur skitið að fá frá konium alvarlega hirtingu en þakklæti. Skúli .var, eins og fram hef- ur komið I erindum þessum, sá þingmaður, sem átti lengsta og sleitulausasta baráttusögu fyr- ir kvenréttindunum, en þegar hann stóð andspænis kvenna- nefndinni í neðri dðildarsaln- um 7. júlí, má vera, að honuna hafi fundizt, að sú nefnd væri svo konum skipuð, að lítið til- lit væri persónulega til hans tekið, er þarna voru í einum hópi, systir Lárusar H. Bjaaia sonar, systir Hannesar Haf- stein og kona Magnúsar lands- höfðingja. Norður á Akureyri sezt Matthías Jochumsson upp átt- ræður og yrkir kvæði, er hann nefnir Fullrétti kvenna, en áð- ur hafði Matthias ort, sem menn muna: I sálarþroska svanna býr sigur kynslóðanna því hver er menning manna ef menntun vantar snót. Kvennabiaðið bir.ti hið nýja kvæði Matthíasar 31. ágúst 1915, og er upphaf þess svo: Hvað segið þér karlar, er kveðið svo að Jón Þorkelsson (Forni) 19. marz 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.