Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1972, Blaðsíða 3
Sigbjörn Obstfelder EVA Blýgrá sem hafið og himiiminn yfir svo eru augu þín, Eva. Lengi hefurðu hljóðlát setið og hendur mínar þrýst. — Augu þín — hlá, þegar sólin hló og hafið söng! Eins og náttúran sjálf ertu, Eva. Varir þínar, sem hvíla á enni mínu eru svo kaldar. Hendur þínar, sein hvíla í mínum, eru svo kaldar. Brjóst þitt andar svo þungt — sem andi jörðin á sál mína! Svo ertji, Eva sem jörðin í sólgeislum sveipuð með sólblik á hvarmi, — eða horfin í móðu og mistur, þá myrkvast auga þitt tárum. Nci. Engin orð skulu íöluð, á andvörp hafsins og voldugu þrá skulum við hlusta í húminu þögul, horfa út í angistarfulla nóttina. Eva! . . . af konunni (hinni fuilkomnu kvenhug>mynd, ef siik mynd væri til, en samkvæmt platónisma og ekki sizt nýpiatónisma eru slíkar fullkomnar myndir af öilum hlutum og verum til einhvers staðar á annarri bi'eidd- argráðu i tilverunni). Hann segir: „Að baki hverrar konu rís hið harða, heilaga og dnlarfuila andlit Afrodite . . . Dame Hortense var aðeins skammvinn og gagnsæ grima, sem Zorba tók írá til að kyssa hinn eilífa munn.“ Þess konar mýstik, sem á rætur sinar í nýpiatón- isma, er ekki óalgeng í nútimanum og nægir að benda á rithöíunda eins og Hermann Hesse, þar sem þessi kven-„idea“ kemur viða fram (t.d. í Narcissus und Goidmund, Demian og Steppenwoif). Af því, sem fram er komið, má ljóst vera, að þegar taQið berst að siðgæði og dyggðum er Kazantzakis ekki endilega til viðtais. Það er honum meira virði að fjnna „raunverulegan manin“ eins og hann orðar það, en „fullkominn mann" eða jafnvel „hamingjusaman mann“. Að þessu leyti sver hann sig i ætt við sér- hverja hugsun, sem byggir á mýstik, hvort sem er í lortíð eða nútið og hvort sem er í heimspeki, guð- fræði eða bókmenntum. 5. Sagan „Griska dymbilvikan“ er ein af áhrifamestu bókum Kazantzakis og hefur verið kvikmynduð eins og Zorba. Hún gerist i grisku þorpi, sem hefur verið hertekið af Tyrkjum. Sjöunda hvert ár er píslarsaga Krists leikin i þorpinu og eru sögupersónúrnar valdar ári fyrirfram. Sagan fjailar um val Krists og iœri- sveinanna og Mariu Magdalenu og hvemig lif þeirra verður á árinu unz leikurinn á að hefjast. Ungur íjárhirðir er valinn til að leika Krist, fögur ekkja er vadin tii að leika Maríu Magdaienu, en hún er jafn- íramt eina vændiskonan í þorpinu (þetta er algemgt í bókmenntahefðinni og er einnig svo i Jesus Christ Superstar). Ýmsir atburðir í þorpinu vaida því, að Kristur og iærisveinarnir eru knúðir til að lifa sig inn í hlutverk sín. Þegar líður á árið, kemur i Ijós, að þorpsbúar eiga sinn þátt í að gera þá að þeim persón- um, sem þeir leika: Kristur verður tilbeðinn og dáð- ur, Júdasi er kennt um allt, sem aflaga fer i þorp- inu, afbrot, ofbeldi o.þ.h., honum og fjölskyldu hans er hvarvetna úthýst. Eitt sinn kemur stór hópur flóttamanna, heilt þorp, og biður þorpsbúa ásjár, en þeim er synjað um hjálp af forystumönnum þorpsins, aðaiiega æðsta prestinum. Kristur og lærisveinamir taka afstöðu með flóttafólkinu og komast þannig i andstöðu við kirkjuna sem stofmun, prestana og yfir- völdin. Margir atburðir spinnast út af þessu. Sagan nær hámarki sinu um skeið er þjónn tyrkneska yfir- mannsins í þorpinu er drepinn, allir yfirmenn þorps- ins eru teknir í gislingu þangað til morðinginn gefi sig fram, hótað er að di'epa þá og síðan aMa þorps- búa einn af öðrum unz sá seki gefi sig fram. Krist- ur gefur sig fram og segist vera morðinginn og aítaka hans er undirbúin. Allt fólkið veit, að hann var fjar- verandi, er morðið var framið og hann er þvi sak- laus. Hér verður mikil spenna, sem skáldið gæiir við. Fólkið elskar Krist fyrir fómfýsi hans, en vill á sama tima að hann deyi, því að annars þarf það sjálft að deyja að öllum líkindum. Á síðustu stundu kemur morðimginn í ieitirnar. 1 lok bókarinnar deyr Kristur, hann er skotinn til bana af Júdasi við hátiðlega at- höfn í kirkjunni. Júdas heitir því að fremja sjáifs- morð á eftir. 6. I þessu verki sem endranær setur Kazantzakis Krist fram sem eins konar ofurmenni, sem óttast ekki dauð- ann, heldur gengur til móts við hann óhræddur og án vonar. Hann á ekki von á upprisu og ris ekki held- ur upp. Hann er ekki ofurmenni vegna þess, að hann hati lif sitt og vilji heidur lifa en deyja. Pastemak segir einhvers staðar, að sá sem vilji fóma lffl sínu í þágu einihvers málefnis eða hugmyndar, hljóti að vera öhaimingjusamur. En Kazantzakis er undir of mikium áhrifum af Nietzsche til að hugsa um ham- ingju eða óhamingju, hamingja er of yfirborðsiegt hugtak fyrir skáld eins og Kazantzakis, ber of mikinn keim aí eigingirni og sjálfsblekkingu. Annar sterkur þáttur i „Grisku dymbilvikunni" er túlkunin á Kristi sem byltingarmanni, sem gengur i berhögg við stofnunina kirkju, þegar stofnunin að hans dómi daufheyrist við kölluninni. Með þessu ávann hann sér að sjálfsögðu óvild kaþólskra kirkju- deilda. Það er hins vegar hin lútherska meginregia í andstöðu við þá kaþólsku, að gæta þess að verða ekki harðsvíruð lokuð stofnun. Þessi byltingarkennda túlk- un hans á Kristi hefur fengið afar mikinn hijóm- grunn i nútimaguðfræði, þeim armi, sem hvetur til og fæst við þjóðfélagsleg afskipti. Á hinn bóginn hefur Kazantzakis ekki síður haft áhrif á annan arm guð- fræðinnar í nútimanum, hina svonefndu menningar- guðfræði, sem fæst við greiningu á hinum íögru iistum o.fl. Kristur í meðferð Kazantzakis er sá, sem sökkvir Framh. á bls. 15 29. marz 1972 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.